Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 54
MORGUNBLAÐIÐ + Benedikt Sig- valdason var fæddur að Ausu í Andakil 18. apríl 1925. Hann lést á heimili sinu 10. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Stein- unn Benediktsdótt- ir, f. 1892, d. 1959, og Sigvaldi Jónsson bóndi, f. 1892, d. 1970. Benedikt var elstur systkina sinna, sem öll lifa bróður sinn. Þau eru Jón, f. 1927, bóndi í Ausu, kvæntur Auði Pétursdóttur, f. 1930, frá Hægindi í Reykholtsd- al, Margrét, f. 1930, fyrrverandi menntaskólakennari í Calgary i Kanada. Hún var gift þýskum manni, Karli Geppert jarðfræð- ingi, Vigdís, f. 1933, húsfreyja að Brennistöðum í Flókadal, gift Árna Theódórssyni bónda og smið. Benedikt kvæntist 1953 fyrri konu sinni, Margaret Tuohey, f. 7. ágúst 1925. Þau eignuðust ~3 einn son, Sigvalda Michael, f. 16. febrúar 1952, kennara. Hann er kvæntur Angelu Ferr- ero Palomo snyrtifræðingi og eiga þau tvo syni, Marco Bene- dikt, f. 1978, og Daniel Sig- valda, f. 1985. Sigvaldi og Ang- ela eru búsett í Madrid. Bene- Tibi ago gratias plurimas, amic- us. Þessi orð ritaði bekkjarbróðir minn og vinur Benedikt 29. nóvem- þer 1959 í fyrstu gestabók okkar Laufeyjar á fyrsta bókarblaði. „Inni- legar þakkir færi ég þér vinur“ voru hans latínuorð. Orð þín vil ég gera að mínum orðum á kveðjustund, er ég kveð þig að sinni. Stútentaárangurinn frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949 hefur misst góðan „amicus“, því vissulega var Benedikt vinur allra í áranginum okkar. Hann var jákvæður maður, góður maður, hann talaði til allra, er samskipti áttu við hann, með bros í augum, ekki síst þegar við í MR-49 hittumst í árgangsfagnaði. Benedikt var frábær námsmaður, hann var að sjálfsögðu á toppnum í B-bekknum okkar og í árangnum _okkar var hann í allra fremstu röð nemenda. Hann var latínuhestur mikill og þar fremstur, einnig var hann mikill enskumaður, enda kenndi hann þessi fög í skólastjóra- tíð sinni á Laugarvatni. Benedikt lauk BA-prófum í latínu og ensku frá háskólanum í Leeds, einnig lagði hann stund á amerískar bókmenntir á vegum USIS í Noregi. Seinustu samverustundir okkar Benedikts i okkar góða skóla, Alma Mater, voru á 150 ára afmælinu, er við hittumst í „processio" og litum síðan inn í íþöku, þar sem við áður fyrr teyguðum nýmjólk úr pelaflösk- um með munaðarauka, volgum vín- arbrauðum. Öllum sem þér kynntust var vel við þig, Benedikt, vinur. Ég sakna þín og hvarmar mínir vökna er ég kveð þig að sinni. Þú kemur ekki oftar á heimili okkar Laufeyjar í þinni mynd, en ég á eftir að koma til þin. Við Leufey sendum þér Adda hlýjan hug okkar og miklar þakkir átt þú fyrir alla þina hlýju og hjúkr- un á heimili ykkar Benedikts í Hamrahlíðinni fram á seinustu stundu vinar. Ég flyt kveðju frá B-bekknum okkar og öllum stúdentaárgangi .MR-49. Góður Guð blessi heimkomu þína. Jón Magnússon Nú er hann Benni allur svo ótrú- legt sem það nú er. Það eru einung- is nokkrir mánuðir síðan hann gekk hér á fjöllin í nágrenni Reykjavíkur einn síns liðs og blés ekki úr nös. dikt og Margaret skildu 1958. Seinni koma Benedikts er Adda Geirsdóttir, fædd 20. mars 1928. Þau gengu í hjóna- band 1964. Benedikt lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1946 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948. Hann lauk BA-prófi í ensku og latínu við háskólann i Leeds, Englandi, árið 1952, prófi í upp- eldisfræði við Háskóla íslands 1971 og MA-prófi í málvísindum og kennslufræði við háskólann í Leeds 1975. Benedikt var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni frá 1952-1959 og skólasljóri við skólann frá 1959-1991. Hann var stundakennari við Mennta- skólann að Laugarvatni frá 1953-1959. Var í skólanefnd íþróttakennaraskólans 1959- 1972, formaður skólanefndar Barnaskólans að Laugarvatni 1959-1974. Hann var prófdóm- ari í ensku við ML 1960-1969 og við MR 1965-1972. Útför Benedikts Sigvaldason- ar verður gerð frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. Fyrir réttu ári fóru þau Adda og Benni í ferðalag hringinn í kringum Bandaríkin og sá Benni um keyrsl- una. Ég kynntist Benna fyrst þegar við hjónin vorum í tilhugalífinu og gistum þá á stundum hjá þeim Öddu og Benna á Laugarvatni, enda var þar næmur skilningur á þörfum ungs fólks sem var að draga sig saman. Þá þegar vakti það athygli mína hversu mikið ósamræmi var á milli þess Benna sem maður sá við fyrstu kynni og þess Benna sem kom í ljós þegar aðeins var skyggnst undir yfírborðið. Við fyrstu kynni var Benni strangur að sjá og frekar hranalegur en þegar maður fór að kynnast honum betur kom í ljós ein- læg og viðkvæm sál sem ekkert aumt mátti sjá og allt vildi fyrir alla gera. Við áttum í gegnum árin margar góðar stundir og ræddum allt milli himins og jarðar. Benni hafði meðal annars mjög gaman af að segja skemmtisögur og laumaði oft margri góðri að mér þegar vel stóð á og einnig var hann sérstakur áhugamaður um skemmtilegar vísur og gat ég stundum launað honum sögumar með því að útvega honum vísur i staðinn. Hjálpsemi Benna var einstök og eru ófáar ferðirnar á undarlegum tímum sólarhringsins sem Benni hefur skotist til Keflavíkurflugvallar fyrir mig og varla mátti þakka hon- um fyrir. Hann setti bara upp sitt hógværa bros og sagði „you are welcome". Það sem þó stendur upp úr í endurminningunni er hversu einstaklega nákvæmur og hreinleg- ur hann var. Allir hlutir voru í föst- um skorðum og ekkert kæruleysi í háttum. Síðustu árin fylgdist ég með kart- öfluútgerð Benna og dáðist að hvernig hægt var að stússast í mold- inni án þess að því fylgdu nokkur óhreinindi þegar upp var staðið. Þessi kartöflurækt var mikið ná- kvæmniverk og hann kvaddi kart- öflugarðinn með leiðbeiningum um hvernig að ræktinni skyldi staðið og var jafnframt búinn að taka til útsæði fyrir þann sem tæki við næsta haust. Þetta æðruleysi ein- kenndi sjúkdómsgöngu Benna og einnig kurteisin og fyrir að vera ekki öðrum til óþæginda og má segja að hann hafí eytt sínu ævi- kvöldi á sama hátt og hann eyddi ævinni. Eitt er víst að við hér á Vatnsendablettinum eigum eftir að sakna Benna og þá ekki síst börnin MINNINGAR en hann var öllum mönnum meiri bamagæla. Bömin okkar pössuðu alltaf upp á að koma við hjá Benna enda enginn fullorðinn sem nennti eins að fíflast við þau strax frá þeim tíma sem þau byijuðu að geta hreyft sig og tjáð. Það lýsir mannin- um best að hann skuli þrátt fyrir sitt hijúfa yfirborð hafa laðað til sín börnin. Fyrir hönd okkar hér á Vatnsendabletti sendi ég Öddu hug- heilar samúðarkveðjur og treysti því að þjáningum Benna sé nú lokið. Megi minning hans lifa. Guðmundur Þóroddsson. hæstaréttarlögmaður. Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, góða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár að ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Elsku Adda, Aususystkin og fjöl- skyldur, mínar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Brynja Bjarnadóttir. Enginn það veit sem var vel sína harma bar, farinn til friðar inn frændinn einn besti minn. Mildur þú maður varst, mótgang sem hetja barst. Líkn þín og leyndu tár launa þér drottinn hár. Gröf þinni geng ég frá, gráta ég ekki má. Skiljum við svo um sinn síkæri frændi minn. (Ólafur Briem.) Kæri Benni, góða ferð. Hulda María, Bjarni Magni, Harpa Dögg, Pálmi Rafn. Fyrstu minningar mínar um alda- vin minn Benedikt Sigvaldason eru um ungan og vaskan mann í blóma lífsins sem þeysti með mig á vél- hjóli um þvera og endilanga stór- borgina Leeds, og síðar lét sig jafn- vel ekki muna um að ganga frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Lík- amlegt atgervi hans kom meðal annars fram í nær ótrúlegri aksturs- hæfni. Fyrir rúmu ári óku þau Adda um þver og endilöng Bandaríkin og norður til Kanada, 25.000 km, og var Benedikt við stýrið alla leiðina, þá orðinn fjársjúkur. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur gekk hann í það einn síns liðs að hreinsa og ryðja lóð við sumarhús fjölskyld- unnar við Elliðavatn, og var það þó ekkert áhlaupaverk. Mun honum naumast hafa orðið misdægurt um ævina, þar til yfir lauk. Valbjörg Kristmundsdóttir, sem var í Ausu 1930-31, hefír þetta að segja um Benedikt í endurminning- um sínum er hún minnist barnanna þar: „Sá elsti, á sjötta ári, er tví- mælalaust greindasta bam á þeim aldri sem ég hefi kynnst.“ Snemma hefír því orðið ljóst að andlegt at- gervi Benedikts stóð líkamsburðum hans síst að baki. Útskrifaðist hann stúdent með framúrskarandi vitnisburði og hafði þó hlaupið yfir bekk. Við háskólann í Leeds hélt hann áfram að ávaxta sitt pund og var kominn í framhalds- nám þar er hann gerðist kennari og síðar skólastjóri að Laugarvatni. Mun hér hafa ráðið eitt sterkasta skapgerðareinkenni Benedikts, sem var fómfýsi og ræktarsemi við þá einstaklinga og stofnanir sern hann taldi sig í þakkarskuld við. Á fímm- tugsta aldursári sínu tók hann upp þráðinn að nýju í Leeds og lauk þaðan MA-prófí í málvísindum og málakennslu haustið 1975 eftir stangt heilsárs nám. Luku kennarar hans hinu mesta lofsorði á hann bæði sem námsmann og mannkosta- mann. Benedikt Sigvaldason var tvímælalaust einn best menntaði og farsælasti enskukennari þessa lands. Átti hann fáa sína líka í vönd- uðum og öguðum vinnubrögðum, réttsýni og snyrtimennsku. Hélt hann vel við kunnáttu sinni og jók við hana á námskeiðum og kynning- arfundum hérlendis sem erlendis. Á rúmlega íjömtíu ára ferli sínum sem enskukennari taldi hann það gæfu sína að hafa orðið vitni að einni mestu umbyltingu í málakennslu og málanámi hérlendis. Reit hann um þetta stórfróðlega og vel skrifaða grein á síðasta ári. Ég þekkti auðvitað minna til skólastjómar Benedikts en þar mun hann og hin ágæta kona hans og samkennari, Adda Geirsdóttir, nán- ast hafa lyft Grettistaki. Stjórn heimavistarskóla er ekkert áhlaupa- verk og naumast ýkjur að segja að þar standi menn sólarhringsvakt. Þá vakt hygg ég að þau hjón hafí staðið með fullum sóma. Benedikt Sigvaldason tel ég einn heilsteyptasta drengskaparmann sem ég hefí kynnst. Einkenni hans vom í senn fáguð framkoma, hæ- verska og lítillæti en jafnframt hisp- ursleysi við gesti oggangandi. Hann var gjörsneyddur öllu sem kalla mætti menntahroka. Hann var í senn alvöru- og gleðimaður og per- sónutöfrar hans vom slíkir að ég hygg að hann hafí átt greiða leið að hjarta allra sem honum kynntust án þess að að honum hvarflaði að gera sér dælt við nokkum mann. Hann var mikill höfðingi heim að sækja og vil ég þakka hér fyrir margar gleði- og ánægjustundir á heimili þeirra Öddu og langa og dygga vináttu þeirra við mig og mína. Þungbært er að sjá á bak slíkum mannkostamanni sem Benedikt Sig- valdason var, en enginn má sköpum renna. Ég sá hann síðast um tíu dögum áður en hann andaðist í faðmi konu sinnar á heimili þeirra að Hamrahlíð 31. Þótt hann væri þá sæmilega málhress var honum nokkuð bmgðið. Hann sýndi ein- stakt æðmleysi í veikindum sínum. Er ég spurði um líðan hans virtist hann gefa í skyn að hveiju dró er hann svaraði: „Það haustar." Ég mun ætíð minnast Benedikts Sigvaldasonar er ég heyri góðs manns getið. Öddu og öðrum að- standendum hans votta ég mína dýpstu samúð og hluttekningu í sorg þeirra. Heimir Áskelsson. Hápunktur hvers sumarfrís var að fara austur að Laugarvatni til að heimsækja Dodu frænku og Benna en það var siður á hveiju sumri. Þó svo við frændumir séum allir á sitthvomm aldri upplifðum við það sama heima á Garði. Þar áttum við annað heimili þar sem Doda og Benni tóku okkur alltaf opnum örmum. Þegar veðrið var gott tók Benni okkur með sér í fjallgöngu upp á Laugarvatnsíjall. Eina skilyrðið sem hann setti var að það væri bannað að detta og með þeim orðum var haldið af stað upp hlíðamar í fót- spor Benna. í bakaleiðinni var oft gott að láta leiða sig niður, enda litlir snáðar orðnir mjög þreyttir en ánægðir eftir góðan dag á flallinu. Einu sinni héldum við af stað með Benna á glansandi, græna X-17 rétt út fyrir þorpið með nokkrar dósir og veiðiriffilinn. Fundið var mannlaust svæði og dósunum stillt þar upp og Benni leyfði okkur að prófa hvemig svona riffíll virkaði undir hans traustu leiðsögn. Þegar það var orðið of seint til að fara út á kvöldin spjölluðum við oft við Benna eða hlustuðum á hann segja okkur sögur um allt milli him- ins og jarðar. Hann vissi bókstaflega allt, sem sást kannski best af rím- þrautunum hans. Hann gat rímað við allt, nema orðið „skrúfjárn" sem enn þann dag í dag er óleyst innan fjölskyldunnar. Það var ekki nema von að tár sæjust renna niður vanga þegar haldið var af stað heim á leið eftir einstök sumarfrí á Laugarvatni. Við 54 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 BENEDIKT SIG VALDASON kveðjum þig, Benni, vinur, þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og sýndir. Við biðjum góðan Guð að passa og styrkja hana Dodu okk- ar og aðra ástvini. Frændurnir Björn Injgi, Sigurgeir Björn og Oli Páll. Benedikt Sigvaldason frændi okkar er látinn. Veikindi hans vom alvarlegri en við gerðum okkur ljóst. Allan tímann héldum við að hann myndi sigrast á þeim. Benedikt eða Benni eins og hann var alltaf kallað- ur var móðurbróðir okkar og okkar uppáhaldsfrændi. Benni hafði margt til bmnns að bera: Hann var mikill gáfumaður, glæsimenni og snyrtimenni. Það var sama hvað Benni tók sér fyrir hend- ur, allt gerði hann af slíkri ná- kvæmni og alúð að unun var að sjá. Sama hvort það tengdist starfi hans, áhugamálum eða ósköp venju- legum heimilisstörfum. Mikil gæfa Benna var vafalaust þegar hann eignaðist Öddu Geirs- dóttur fyrir konu. Þau hjónin vom óvenju samhent og erfítt er að hugsa sér að nefna nafn annars að hitt fylgi ekki á eftir. Sorglegt er til þess að vita að þau fái ekki lengur notið hvort annars. Adda og Benni vom ómissandi gestir ef fjölskyldan kom saman af einhverju tilefni. Á milli þeirra hjóna var svo mikil gleði og kærleikur. Orðaskipti þeirra vom slík skemmt- un að við veltumst um af hlátri og Benni með kankvísa brosið sitt ef hann sagði eitthvað sérlega hnyttið. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir allar þær samvemstundir sem við áttum og biðjum algóðan Guð að veita Öddu styrk í sorginni. Guð blessi minningu Benna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Systkinin á Brennistöðum: Steindór, Kristín, Bjarni, Sigurbjörn, Sigvaldi, Steinunn, Þóra og Kjartan. Að áliðnum degi 10. október sl. lést á heimili sínu í Reykjavík Bene- dikt Sigvaldason, fyrrverandi skóla- stjóri Héraðsskólans á Laugarvatni. Andlát Benedikts hafði nokkum aðdraganda þar sem hann átti við veikindi að stríða undanfama mán- uði. Veikindin bar hann með æðm- leysi og dugnaði sem einkenndi líf hans allt. Benedikt kynntist ég fyrst í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni haustið 1944 er við vomm nemendur þar í stómm hópi skólafélaga. Með okkur tókst góður kunningsskapur sem leiddi til ævarandi vináttu sem aldr- ei bar skugga á. Leiðir okkar skildi í nokkur ár þar sem við héldum hvor í sína áttina til náms. Benedikt var framúrskarandi námsmaður og lauk skólagöngu sinni í mennta- skóla, háskóla hér heima og erlend- is méð glæsilegum námsferli. Að námi loknu hagaði forsjónin því svo til að leiðir okkar lágu aftur saman er við gerðumst kennarar að Laug- arvatni, Benedikt við Héraðsskólann og ég við íþróttakennaraskólann. Laugarvatn er sérstakur staður er við höfðum lært að meta sem frá- bæran skólastað og einstaka nátt- úruperlu í kyrrlátri sveit og fögru umhverfi. Síðan átti það fyrir okkur að liggja að starfa samtímis sem skólastjórar að Laugarvatni í röska þijá áratugi. Benedikt var frábær kennari og mikill skólamaður, sem lét sér annt um velferð nemenda sinna og hvatti þá til dáða í námi og vinnu allri. Hann var snyrtimenni sem brýndi fyrir nemendum sínum góða um- gengni og tillitssemi við samferða-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.