Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Magnea Ing-
varsdóttir
fæddist í Reykjavik
4. apríl 1938. Hún
lést á sjúkrahúsi
Reykjavíkur 12.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Ing-
var Þorvarðarson,
f. 3.8. 1891, d. 5.8.
1981, og Ingibjörg
Jónsdóttir, f. 7.11.
1893, d. 29.7. 1939.
Systkini
Magneu: Jón, f. 7.7.
1918, Ingveldur, f.
28.3. 1920, Ástríður, f. 3.6.
1921, Ingibjörg Vigdís, f. 14.7.
1924, d. 23.10. 1981, Fríða, f.
15.12.1929, og Sigríður, f. 23.4.
1934.
Fyrri maður Magneu var
Kristján Árnason, f. 24.11.
1932, d. 8.12. 1991. Magnea
giftist Magnúsi Jónssyni fv.
verslunarsljóra 17.1. 1959.
Mig langar til að kveðja tengda-
móður mína, Magneu Ingvarsdótt-
ur, eða Maggý eins og hún var
^ölluð, sem lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 12. okt. sl. eftir
langa og erfiða baráttu við hinn ill-
víga sjúkdóm sem krabbamein er.
Ég kynntist þeim hjónum Maggý
og Magnúsi árið 1973 þegar við
vorum að kynnast ég og Björg.
Strax við fyrstu kynni tók Maggý
mér eins og einum úr fjölskyldunni
og alla tíð frá þeim tíma. Aldrei
mátti Maggý vita af neinum sem
átti um sárt að binda, að hún væri
ekki boðin og búin að veita fram
aðstoð sína og sýna umhyggju hver
sem í hlut átti.
Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til tengdó, því aldrei mátti
neinn sem steig fæti inn fara án
þess að fá eitthvað gott í svanginn,
og var það sama hver í hlut átti,
þegar ekki var tími til að setjast
niður var bara útbúið nesti, því
enginn skyldi fara með tóman
maga.
Sérstaklega man ég eftir heim-
sendingarþjónustu Maggýjar eins
og við fjölskyldumeðlimir kölluðum
það í gríni, það var þegar hún frétti
af gömlum frænda sem lagst hafði
veikur, að hún sendi Magnús seint
um kvöldið með samlokur og kaffi
"~á brúsa þannig að ekki skyldi
frændann skorta neitt, og var þetta
gert eftir það, hvenær sem frænd-
inn komst ekki í mat eða gleymdi
að versla.
Ömmuhlutverkinu sinnti hún af
mikilli alúð, og aðstoðaði okkur
hjónin þá sérstaklega á námsárun-
um með því að gæta nöfnu sinnar.
Má segja að Maggý yngri hafí
verið stærstan hluta bemskuáranna
Börn: 1) Kristbjörg,
f. 23.2. 1954, maki
Agnar Guðlaugsson,
börn Magnea Sif, f.
5.1. 1975, unnusti
Atli Þór Alfreðsson,
f. 28.2. 1975, og
Agnes Sif, f. 18.2.
1985. 2) Magnús
Björn, f. 9.3. 1960,
maki Svala Haf-
steinsdóttir, f. 12.6.
1956, börn Haf-
steinn, f. 24.11.
1987, og Sólveig, f.
26.5. 1993. 3) Ingi-
björg Herta, f. 8.5.
1965, maki Halldór Kristjáns-
son, f. 11.9. 1968, barn Magnús
Eðvald, f. 26.6. 1996.
Á sínum yngri árum vann
Magnea við verslunarstörf,
seinni hluta ævinnar vann hún
hjá skólatannlækningum.
Útför Magneu fer fram frá
Fossvogskirkju i dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
í jafn miklum tengslum við ömmu
Maggý og okkur foreldrana, enda
voru þær samrýndar alla tíð. Öllum
barnabörnum þótti einstaklega gott
að vera hjá afa og ömmu, og var
hlúð að þeim af mikilli alúð, enda
gengu þau fyrir öllu.
Ekki er hægt að minnast Maggýj-
ar án þess að minnast á matinn, en
betri mat getur enginn gert og allt-
af var súpan hennar ömmu uppá-
haldsréttur beggja dætra minna.
Mikinn húmor hafði Maggý og var
alltaf stutt í glettnina, mikið var
hlegið þegar hún brá sér í hlutverk
eftirhermunnar.
Fyrir sex árum greindist Maggý
með krabbamein sem ekki náðist
að fjarlægja alveg, þannig að mein-
ið dreifði sér og sigraði að lokum.
Þessi hin seinustu ár voru Maggý
sársaukafull og erfíð. Aldrei bar hún
sársaukann og þá erfíðleika sem
sjúkdómnum fylgja á borð fyrir
nokkum mann, heldur bar hún þess-
ar þjáningar í eigin brjósti og kvart-
aði aldrei. Allir hennar nánustu ætt-
ingjar og vinir stóðu saman til að
gera henni baráttuna sem létt-
bærasta.
Helstu áhyggjur hennar voru
hvemig hinum sem eftir lifðu myndi
reiða af þegar hún félli frá.
Elsku Magnús, Guð veiti þér styrk
til að takast á við lífíð framundan,
þá bæði varðandi sorg þína og þá
sjúkdóma sem þig hijá, við fjölskyld-
an munum standa þétt að baki þér.
Agnar Guðlaugsson.
Elsku amma mín. Þegar maður
þarf að kveðja er svo margs að
minnast, og margar tilfínningar
sem orð fá ekki lýst. Þetta er búinn
að vera rosalega erfiður tími fyrir
þig síðan þú veiktist. Þú varst svo
dugleg - þú ert hetjan mín og besta
amma sem nokkur getur átt. Við
nöfnurnar vomm svo miklar vin-
konur, enda var ég í pössun hjá þér
frá því ég var sex vikna gömul.
Þegar ég byrjaði í skóla pössuðu
mamma og pabbi að við byggjum
ekki of langt frá ykkur afa, svo ég
gæti labbað til ykkar alein yfir dal-
inn sex ára gömul svo stolt og
ánægð með þetta allt saman. Það
var mikill kostur að hafa ykkur afa
á Snorrabraut eftir að ég fór að
sækja Iðnskólann því þá gat ég
haldið áfram að l.oma til ykkar.
Það er erfítt að ímynda sér lífið án
þín, en þú ert hjá mér í huganum
og hjartanu og ég trúi því að þú
sért komin á góðan stað þar sem
þér líður vel.
Elsku afi minn, Guð styrki þig á
þessum erfíða tíma og mundu að
við höfum hvort annað.
Magnea Sif.
Okkar hinsta kveðja til
mömmu
Mamma mín, bamið þitt grætur,
bamið þitt vakir
og bíður.
Komdu og haltu um það mamma,
það er eitt,
það er kalt,
það er dapurt.
Himnarnir gráta mamma,
augun þín bláu blíðu.
Tijágreinar hníga að jörðu,
blöðin fella og skjálfa.
Vindurinn hvíslar - mamma,
Qöllin sofandi vakna.
Grasið og smáblómin fölna,
skýin í angist vikna.
Mamma mín
vanga minn strýkur,
mynd þín
og hjartað mitt vefur,
ástúð og huggar
og kúrir
meðan heimurinn
társtokkinn sefur.
(Alvar Haust.)
Börnin þín.
Ég vil með örfáum orðum minn-
ast systur minnar Maggýjar sem
er látin eftir erfiða baráttu við
krabbamein.
Mínar fyrstu minningar um
Maggý eru þegar við lékum okkur
saman bæði heima og hjá ömmu
og afa í Oddagörðum, en þar vorum
við systumar oft á sumrin. Strax
í æsku varð Maggý fyrir miklum
missi eins og við öll systkinin þeg-
ar móðir okkar féll frá. Þá var
Maggý aðeins fimm ára. En
snemma komu þeir eiginleikar
fram sem einkenndu Maggý alla
hennar ævi, hversu hjálpsöm, góð-
hjörtuð og ljúf hún var. Þegar við
uxum úr grasi urðu samskipti okk-
ar enn nánari þar sem við bjuggum
stærsta hluta ævinnar í nálægð
hvor við aðra, fyrst í Háaleitis-
hverfinu og síðar í Fossvoginum.
Einnig sameinaði það okkur að við
áttum börn á svipuðu reki og það
leið varla sá dagur að við töluð-
umst ekki við. Það má eiginlega
segja að heimili mitt hafi verið
heimili Maggýjar og öfugt.
Einnig vorum við systurnar
ásamt fleiri vinkonum saman í
saumaklúbb sem spannaði nær
hálfa öld. Fleira var gert en sauma
því farið var í fjölskylduferðir inn-
anlands og utan.
Það fyllir mig söknuði þegar ég
geng fram hjá Geitlandi í Foss-
vogi, þar sem Maggý og fjölskylda
hennar bjuggu í yfir tuttugu ár,
og hugsa til þess að eiga ekki eft-
ir að njóta nærveru hennar svo
yndisleg persóna sem hún var. Ég
vil að lokum þakka Maggý systur
minni fyrir öll þau yndislegu ár sem
við áttum saman. Við hjónin viljum
votta fjölskyldu Maggýjar okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Megi þér líða vel, kæra systir.
Fríða Ingvarsdóttir og
Ólafur Jónasson.
Elsku amma Maggý, nú ert þú
farin frá okkur eftir vondan sjúk-
dóm. Okkur langar að minnast þín
með smákveðju.
Alltaf var jafn gott að koma í
heimsókn til þín og afa, bæði þeg-
ar þú áttir heima í Geitlandi og á
Snorrabrautinni. Þú varst svo góð
og talaðir mikið vð okkur, gafst
okkur svo gott að drekka. Það var
svo voða gott að eiga svona góða
ömmu.
Elsku amma, við vitum að þú
ert hjá Guði núna og fylgist með
okkur um alla framtíð. Við vitum
líka að þú hjálpar okkur að vera
áfram góð við afa Magnús. Við
biðjum fyrir ykkur báðum með fað-
irvorinu, áður en við förum að sofa
á kvöldin.
Barnabörn.
Kæra Maggý.
Mig langar að kveðja þig með
fáum orðum. Okkar kynni voru
alltof stutt. Þegar börnin okkar
hófu sambúð sagði sonur minn mér
að þú værir fársjúk. Þegar ég hitti
þig í fyrsta sinn verð ég að viður-
kenna undrun mína. Ég hitti glæsi-
lega konu sem geislaði af. Þvílík
hetja. Þvílík baráttulund.
Állir sem áttu því láni að fagna
að kynnast þér, geta mikið af því
lært, að taka þig til fyrirmyndar.
Ég veit að þú fylgdist með athöfn-
inni sem fór fram við sjúkrarúm
þitt, daginn áður en þú kvaddir
þennan heim. Það var tregablandin
stund, en mjög falleg. Og yngsti
sólargeislinn þinn sat prúður í stól
við hliðina á rúminu þínu, en þurfti
að sjáfsögðu að leggja orð í belg
með prestinum.
Ég vil þakka þér þær fáu stund-
ir sem við áttum saman, og hversu
vel þú tókst á móti syni mínum inn
í þína ijölskyldu.
Hvíl þú í friði.
Kæri Magnús, Björg, Magnús
Björn, og Herta mín. Ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur og fjölskyld-
ur ykkar í ykkar miklu sorg.
Svanhvít Magnúsdóttir.
í dag er kvödd hinztu kveðju
Magnea Ingvarsdóttir. Rúmlega
tvítugur sá ég fyrst Magneu, eða
Maggýju, eins og hún var alltaf
kölluð, þá unga stúlku, bjarta yfir-
litum og fríða. Önnur voru kynnin
ekki fyrr en allnokkru síðar, er
leiðir yngri systur hennar og mínar
lágu saman. Síðan þá, eða um þrjá-
tíu og fimm ára skeið, átti ég vin-
áttu þeirra hjóna, Maggýjar mág-
konu minnar og Magnúsar svila
míns, vináttu sem aldrei brást. Vil
ég nú þakka þessa órofa tryggð.
Er ég kom fyrst á heimili þeirra
hjóna, var bjart yfir tilverunni.
Búið var að koma sér vel fyrir og
ung börnin voru miklir gleðigjafar.
Rausn ríkti á heimilinu og veiting-
ar allar eins og bezt varð á kosið.
Húsbóndinn var í góðri atvinnu og
hörkuduglegur, en Maggý gætti
bús og barna, eða allt þar til hægð-
ist um heima fyrir, en þá fór einn-
ig hún að vinna utan heimilisins.
Gott var að eiga orðræðu við
Maggýju. Hún var kona mild í
skapi, vildi öllum vel, fann til með
þeim, sem minna máttu sín og
hjálpsöm var hún með afbriðgum.
Allt er þetta helzta aðalsmerki
góðra manna og kvenna. Hrein-
skiptin var hún einnig og hugur
fylgdi alltaf máli.
Maggý fylgdist vel með því, sem
efst var á baugi hveiju sinni í þjóð-
félaginu og þekkti merkilega vel
til manna og málefna. í eðli sínu
var hún og listræn og smekkvís
var hún eins og bezt gerist. Heim-
ili hennar bar þess gleggst vitni.
Á langt og farsælt hjónaband
bregður birtu, birtu gagnkvæms
kærleika. En svo dundi reiðarslag-
ið yfir. Magnús hefur um árabil
lifað við skerta heilsu og Maggý
greindist með illkynja sjúkdóm,
sem varð henni að lokum að aldur-
tila.
{ erfiðum veikindum Maggýjar
sýndi Magnús eiginmaður hennar,
sjálfur oft illa haldinn, fádæma
karlmennsku. Það hefði samt dug-
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR JÓHANN GÍSLASON
bókbindari,
Vallargerði 6,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
15. október sl., verður jarðsunginn frá Kópa-
vogskirkju á morgun, föstudaginn 24. október. Athöfnin hefst kl. 15.00
og verður á vegum Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Blindrafélagið
og hjartadeild Landspítalans,
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Þórður St. Guðmundsson, Steingerður Ágústsdóttir,
Guðmundur Jóhann Hallbergsson,
Kristinn Ragnar Hallbergsson,
Guðni Þór Þórðarson,
Úlfar Þórðarson,
Steinunn Tinna Þórðardóttir
og langafabörn.
MAGNEA
ING VARSDÓTTIR
að skammt, ef börn þeirra hefðu
ekki oft lagt nótt við dag til að
létta móður sinni síðustu stundirn-
ar. Þessi ósérhlífni og elska hennar
nánustu varð til þess, að Maggý
gat dvalizt í heimahúsum, eins og
hún þráði mest, allt til síðustu vik-
unnar, er sýnt þótti, hvert stefndi.
Við hjónin, systir og mágur •
Maggýjar, minnumst hennar full
trega og söknuðar, og sendum
Magnúsi og börnum þeirra hjóna,
svo og öðrum nákomnum, dýpstu
samúðarkveðjur og óskum þeim
velfarnaðar.
Hvíl í friði, kær mágkona.
Jón P. Ragnarsson.
Hún Maggý okkar er dáin. Það
er með sárum söknuði sem þessi
orð eru skrifuð. Það er margs að
minnast því í nær tvo áratugi vor-
um við vinkonurnar saman í
saumaklúbbi, sem við köllum
„Sæluklúbbinn" okkar.
Við vissum að hveiju dró, því
baráttan er búin að vera löng og
oft ströng. En þrátt fyrir erfiðan
sjúkdóm hefur hún verið miðlandi
af sinni gæsku, mildi og mannkær-
leika.
Það sem einkenndi hana var
bæði líkamleg og andleg fegurð,
sem hún átti svo auðvelt með að
láta geisla frá sér.
Við vitum að fjölskylda hennar
hefur mikið misst, og við vinkon-
urnar söknum dýrmæts félaga og
þú, Magnús, átt vináttu okkar og
samúðarkveðjur í erfiðri sjúkdóms-
baráttu þinni og sorg við maka-
missi. Viðskilnaður vina er alltaf
sár, hvernig svo sem hann ber að.
Við geymum minningu góðrar
vinkonu í huga, sem þökk fyrir
samfylgdina.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Við vottum ástvinum innilega
samúð.
Bryndís, Gerða, Unnur, Þóra.
Það er eins og tíminn stöðvist
eitt augnablik, augun fyllast af tár-
um, þessi tár eru tár sorgar vegna
fráfalls þín og kannski líka léttis
yfir því að þjáningum þínum skuli
nú vera lokið.
Oft er dauðinn ekki verstur þeg-
ar svona er komið, en það er svo
sárt að kveðja.
Ég minnist þín fyrir þitt yndis-
lega viðmót, fórnfysi og væntum-
þykju. Þú varst stórkostleg mann-
eskja, staðfesta þín í baráttunni við
illvígan skjúkdóm var ólýsanleg en
samt varstu alltaf reiðubúin að rétta
öðrum hjálparhönd. Vonin um að
sjá Magnús Eðvald fæðast og taka
fyrstu skrefin rættist, en ykkar tími
saman var allt of knappur
Það verður eftirminnilegt hversu
fallega og innilega litli ömmustrák-
urinn þinn, Magnús Eðvald, aðeins
15 mánaða, kvaddi þig nokkrum
klukkustundum áður en þú sofnaðir
svo rólega. Og dýrmæt er minning-
in um þá fallegu stund sem við
áttum með þér 11. október sl.
Sorgin er mikil, ég mun reyna
að styrkja Hertu eftir fremsta
megni, þið voruð svo nánar, svo
miklar vinkonur, hún saknar þín svo
sárt. Eins munum við reyna að
styrkja tengdapabba, hann er búinn
að standa sig svo vel.
Stór partur úr lífi okkar hverfur
við fráfall þitt en eftir lifa yndisleg-
ar minningar sem við Herta munum
varðveita og miðla til Magnúsar
Eðvalds þegar hann stækkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þinn tengdasonur,
Halldór Kristjánsson.