Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 59

Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 23. OKTÓBER 1997 59 Glæsileg mynt- sýning MYNT Hafnarborg myntsafnarafélag ÍSLANDS Síðastliðinn laugardag var opnuð myntsjning á vcgum My ntsafnarafé- lags Islands í Hafnarborg í Hafnar- firði. Er þetta þriðja myntsýningin á vegum félagsins, hinar voru í Boga- sal Þjóðminjasafnsins árin 1972 og 1979. Er þessi sýning verulega stærri en hinar fyrri og umfangsmeiri, þótt þær þættu góðar á sínum tíma. Sýn- ingin er opin frá klukkan 2 til 6 alla daga og lýkur á mánudagskvöld. Vil ég hér með skora á sem flesta að skoða sýninguna. ELSTIR eru danskir kúrantseðl- ar, með íslenskum texta, frá því um 1780 og eru sýnd mörg verð- gildi þeirra. Nýjasta greiðsluformið er svo plastkort nútímans, en þau eru fleiri en menn grunar, og sýnd í 7 römmum. Rekur marga í roga- stans yfir fjölbreytni þeirrar útgáfu I og dást að elju safnarans sem náði þessu safni saman. Sýndar eru all- ar gerðir íslenskra seðla, útgáfur Landssjóðs, Ríkissjóðs, Lands- bankans og íslandsbanka hins eldri. Hinar gömlu vöruávísanir kaupmanna frá því fyrir og eftir aldamót og frá 1934 til 1960 er , seinustu vöruávísanirnar komu í notkun á Eskifirði. Sýndar eru | vöruávísanir nokkurra kaupfélaga j en af þeim eru svo margar gerðir ' að það væri of plássfrekt að sýna þær allar. íslenska myntin er í sínu púlti og einnig er sýnt safn af danskri mynt sem var notuð hér allt til ársins 1930. Fimm til sex hundruð ára mynt frá Tripura furstadæminu á Austur-Indlandi er í einu púltinu. Gjaldmiðill er- lendra heija á íslandi, mynt og ávísanir. Til dæmis miðar, sem notaðir voru í Kamp Knox á stríðs- árunum, með verðgildi í íslenskum aurum og krónum. Að auki eru sýndir munir frá hernámsárunum í tveim púltum. Á spjaldi uppi á vegg eru alls kyns seðlar og þar á meðal miði, sem á er prentað „Her- inn burt“. íslandsbanka hinum eldri eru gerð góð skil með sýningu á seðlum, sem komu í umferð árin 1904, 1919 og 1920 en á þeim stendur að handhafi geti innleyst þá í gulli úr gullforða bankans. Líka eru þarna gömul hlutabréf í íslands- banka, víxlar, tékkar og umslög. ísspor sýnir framleiðsluferilinn við sláttu minnispeninga. Á miðju gólfi eru þrír plasthjálmar. Undir einum eru til sýnis munir frá Konungs- komunni 1907, þeim næsta frá Al- þingishátíðinni 1930 og hinum þriðja frá Lýðveldishátíð 1944. Fá- gætir og fallegir munir margir hveijir. Gamlir eldspýtustokkar koma einnig við sögu á tveim stöð- um, m.a. eldspýtnastokkur merktur Thomsens magasíni í Reykjavík. Einnig sígarettukveikjarar af nokkrum gerðum. Skömmtunar- seðlar, fagnabúðaseðlar, gömul hlutabréf, gullmynt frá Evrópulönd- um, minnispeningar Anders Nyborg með stjörnumerkjum, gamlir flö- skumiðar af gosdrykkjaflöskum eru í nokkrum púltum og kössum. Einn- ig eru sýnd sýnishorn af síldar- merkjum frá nokkrum söltunar- stöðvum og er þarna aðeins sýnt brot af miklu stærra safni. í mörg- um römmum eru sparimerki, orlofs- merki, stimpilmerki og auglýsinga- merki fyrirtækja. Frímerkjamiðstöðin og Magni eru með söluborð þar sem seldir eru erlendir og íslenskir seðlar og mynt, gömul póstkort, barmmerki, gamlar myndir úr sígarettu- og kaffipökk- um, orður frá ýmsum þjóðum og annað fyrir safnara. Tvö glæsileg söfn barmmerkja, félagsmerkja og einkenni starf- stétta, sem þeir hafa safnað Ólafur heitinn Jónsson,trésmiður, sem starfaði í félaginu í íjöldamörg ár, og Páll A. Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, sem á auk þessa marga aðra muni á sýningunni. Svo sem fram kemur af upptaln- ingunni hér að ofan er margt að sjá og má segja að hver hlutur fái að njóta sín í stílhreinum salarkynn- um Hafnarborgar. Á stóru borði liggja frammi bækur til skoðunar fyrir þá, sem vilja kynnast mynt- sögu heimsins, sýnishorn af kennslubókum í myntsöfnun og verðlistar frá ýmsum löndum. Myntsafnarafélagið hefir nú gefið út nýjan verðlista yfir íslenska mynt og seðla auk sýningarskrár. í tilefni sýningarinnar hefir verið sleginn minnispeningur og barm- merki auk nýs merkis félagsins. Eru þessir munir til sölu á sýning- unni. Nýir félagar eru velkomnir í Myntsafnarafélagið. Margar gamlar ljósmyndir frá Hafnarfirði eru á sýningunni auk umslaga með stimplum pósthúsa í Hafnarfírði og nágrenni. Á sýning- unni er guli seðillinn úr Hafnarfirði í ljósriti, og er það vel. Kannske ekki von að hann sé þarna. Á mynt- sýningunni 1972 innti ég Kristján Eldjárn eftir þessum seðli. Hann sagði mér þá, að hann hefði farið vandlega í gegnum safn Andrésar í Ásbúð, sem hafði safnað ógrynni af alls konar hlutum tengdum Hafn- arfirð og sér til mikillar undrunar 'f' hefði guli seðillinn ekki verið þar. Ég hefi aldrei séð þennan seðil, sem margir eldri Hafnfirðingar muna eftir, en hann var gefinn út af Hafnarfjarðarbæ á kreppuárunum, en bæjarsjóður var þá svo blankur að öll félagsaðstoð var greidd með þessum seðlum, sem ávísun á úttekt hjá kaupmönnum í Firðinum. Mynd af seðlinum, og sagt er frá honum á bls. 182 og 183 í fyrsta bindi af sögu Hafnarfjarðar eftir Ásgeir Guðmundsson. Ég er viss um að " safnarar myndu gjarnan vilja kom- ast yfir þennan seðil, ef einhver finnst og ég skal borga 5000 krón- ur þeim sem getur sýnt mér ekta seðil. Ragnar Borg < < < I < ( ( ( I I ( ( ( I I ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVlK Orkuvinnsla í sátt við umhverfið Afmælisráðstefna Orkustofnunar, á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún, 24. október nk. Dagskrá 9:00 Setning, Þorkell Helgason, orkumá- lastjóri, ávarp Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 9:30-12:00 Umhverfismál og orkuvinnsla. Orkuvinnsla og alþjóðasamningar. Náttúrufarskannanir og mat á verndargildi. Jarðfræðileg verndargildi. 13:30-15:00 Landslag — aðferðir við flokkun og mat. Jarðhiti — áhrif vinnslu á um- hverfi. 15:20-16:00 Sjálfbær þróun og mat á umhverfisáhrifum. Samnýting orkulinda. 16:30-17:00 Viðhorf Náttúruverndar ríkisins. Viðhorf Skipulags ríkisins. Fyrirlesarar koma frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti, umhverfisráðuneyti, opinberum stofnunum og ráðgjafarfyrirtækjum. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudag- inn 30. október nk. kl. 21.15 í Álfabakka 14a. ★Venjuleg aðalfundarstörf. ★Önnur mál. Stjórnin tfW Landssamtök Áhugafólks Um Flogaveiki — LAUF ww Aðalfundur Aðalfundur Landssamtaka Áhugafólks Um Floga- veiki verður haldinn fimmtudaginn 30. október 1997 og hefst kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í sal Félags heyrnarlausra á Laugavegi 26,4. hæð, gengið inn Grettisgötumegin. ÝMISLEGT Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, veitirfyrir- tækjum og þjónustuaðilum um land allt viður- kenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra á alþjóðardegi fatlaðra 3. desember ár hvert. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrirfullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringar á áður óaðgengilegu hús- næði, til verulegra bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina við úthlutun viðurkenninga á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörg l.s.f. fyrir 1. nóvember 1997. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12,105 Reykjavík, sími 552 9133, fax 562 3773, Netfang: mottaka@sjalfsbjorg.is V FELAGSSTARF Sjálfstæðisfélag Kópavogs Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn i Hamraborg 1, 3. hæð, fimmtudaginn 30. október nk. kl. 20.30. Stjórnin. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF □ Hlín 5997102319 VI 2 Landsst. 5997102319 VII I.O.O.F. 11 = 17910238V2 = XX Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Melissa Lyle talar. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 5 = 17910238 = Sk \r---7 7 KFUIVl V Aðaldeild KFUM, Hoitavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Biblíulestur. Umsjón: Sr. Magnús Björnsson. Upphafsorð: Guð- mundur Ingi Leifsson. Allir karlmenn velkomnir. Frá Sálar- > rannsókn: rannsóknar- félagi íslands Morgun, tímarit Sálarrannsókn- arfélags Islands júlí—desember- hefti, er komið út. 96 bls. af áhugaverðu efni um splritisma og sálarrannsóknir. Afgreisla hjá SRFÍ, Garðastræti 8, símar 551 8130 og 561 8130. SRFÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.