Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 23.10.1997, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 61 1 I J 4 4 ( 4 ( ( ( i 4 < < < < I I < i i I I I Orkuvinnsla í sátt við umhverf ið u Afmælisráðstefna Orkustofnunar Á ÞESSU ári eru liðin 30 ár frá því að Orkustofnun tók til starfa. Af því tilefni boðar stofnunin til ráðstefnu um umhverfismál í sambandi við orkuvinnslu. Ráðstefnan verður hald- in að Grand Hótel Reykjavík 24. október nk. og hefst kl. 9. Áætlað er að ráðstefnunni ljúki um kl. 18. Ráðstefnan er öllum opin og ráð- stefnugjöld eru engin. Yfirskrift ráðstefnunnar er Orku- vinnsla í sátt við umhverfið og höfð- ar hún til stefnumörkunar ríkis- stjórnarinnar: Sjáifbær þróun í ís- lensku samfélagi - Framkvæmdaá- ætlun til aldamóta. Sérstaklega verður kappkostað að skilgreina hvað er mikilvægast við verndun þess umhverfis sem kann að skaðast af orkuframkvæmdum og fá fram umræður um það hvernig megi meta umhverfisvernd þannig að unnt sé að bera verndargildi saman við fjár- hagslega hagsmuni, segir í fréttatil- kynningu. Þar segir ennfremur: „Hvernig eig- um við að skipuleggja orkuvinnslu í framtíðinni þannig að hún skerði sem minnst lífsskilyrði komandi kynslóða? Tekist verður á við þessa og álíka grundvallarspumingar, sem em ein- mitt nú mjög í umræðunni þegar saman fer að vitundin um mikilvægi landverndar fer vaxandi og aukin tækifæri virðast vera að skapast til að nýta orkulindirnar til arðgefandi atvinnustarfsemi." Ræðumenn á ráðstefnunni verða jöfnum höndum frá orkugeiranum sem og frá þeim stofnunum sem hafa náttúru landsins og umhverfis- vernd að viðfangsefni. Fundur um konur í þróunarlöndum STJORN UNIFEM á Islandi býður til morgunverðarfundar á Hótel Borg, Gyllta sal, laugardaginn 25. október nk. kl. 10-12. UNIFEM er þróunarsjóður sem styrkir konur í þróunarlöndum til sjálfshjálpar. Sjóðurinn var stofnaður á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1976. Félag UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember 1989. Heiðursgestur fundarins er Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og er dagskráin eftirfarandi:_ Formaður UNIFEM á íslandi, Margrét Einarsdóttir, setur fundinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra flytur ávarp og Sigríður Mar- grét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson leikstjórar fjalla um Maya-indíána í Mexíkó. Tónlist verð- ur í flutningi Páls Eyjólfssonar, gít- arleikara. Á eftir hléi segja Kristjana Milla Thorsteinsson og Unnur Eysteins- dóttir frá ferð sinni til Mexíkó, þar sem UNIFEM á íslandi styrkir þró- unarverkefni Maya-kvenna og Inga Margrét Róbertsdóttir, sjúkraþjálf- ari segir frá starfi sínu í Afganist- an. Þessi fundur er haldinn í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna og er ein af fjáröflunarleiðum félagsins. Verð er 1.500 kr. og er morgunverð- ur innifalinn. Fundurinn er öllum opinn. Tvær sýningar opnaðar í JL-húsinu OPNAÐAR verða tvær sýningar föstudaginn 24. október í JL-húsinu við Hringbraut. Þær bera heitin Furð- ur veraldar og Vaxmyndasafnið. Meðal sýningargripa verða tví- höfða drengurinn, maður með hom, maðurinn með ferkantaða höfuðið, konan með asnaandlitið og fílamað- urinn, dauðagríma Hermanns Gör- ing, þurrkaða indíánahöfuðið, tattó- veraði Maorimaðurinn o.fl. Einnig verður til sýnis Vaxmynda- safn Þjóðminjasafnsins sem ekki hef- ur verið til sýnis í 25 ár og var fram- leitt af Madame Tussaud’s í London og gefið Þjóðminjasafninu af Óskari Halldórssyni útgerðarmanni til minn- ingar um son sinn. Þar gefur að líta Svein Björnsson forseta, Ólaf Thors forsætisráðherra, Óskar Halldórsson, Hitler, Mussolini, Stalin, Churchill ásamt mörgum fleiri þjóðþekktum persónum. Sýningin verður opin til 16. nóv- ember. Opið frá kl. 13-20 alla daga. Kringlukast í fullum gangi KRINGLUKAST, markaðsdagar Kringlunnar, er nú haldið í 17. sinn og bjóða verslanir og mörg þjónustu- fyrittæki í Kringlunni ótal tilboð á nýjum vörum og veitingastaðir húss- ins eru einnig með góð tilboð. Kringlukastið stendur í fjóra daga frá miðvikudegi til laugardags og er nú í þriðja sinn í enn stærri Kringlu. Á Kringlukasti eru verslanir og flest þjónustufyrirtæki í Kringlunni með sérstök tilboð og lögð er áhersla á að einungis sé boðið upp á nýjar vörur, þannig að ekki er um útsölu að ræða. Á sérstöku til- boði i hverri verslun eru nokkrar vörutegundir, eða einn eða tveir vöruflokkar og gilda þessi tilboð einungis á meðan á Kringlukasti stendur. Algengast er að veittur sé 20-50% afsláttur af þeim vörum sem eru á tilboði en í sumum tilvik- um er afslátturinn enn meiri, segir í frétt frá Kringlunni. Yfirlýsing frá Pósti og síma MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Pósti og síma: „Fjöldi fyrirspurna berst til Pósts og síma á hverjum degi frá fólki sem hefur áhuga á að tengjast breiðband- >nu. Flestir spyija hvort ljósleiðari hafi verið lagður í götuna hjá sér en listi þar um liggur hjá starfsfólki þjónustumiðstöðvar símans. Að und- anförnu hafa margir húseigendur spurst fyrir um möguleika þess að tengja saman breiðband Pósts og síma hf. og loftnet í þeim tilgangi að ná dagskrá Stöðvar 2 og Sýnar enda þótt aðrar dagskrár séu fluttar um breiðbandið. Af þessu tilefni vill Póstur og sími hf. koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Starfsmenn Pósts og síma hf. vinna ekki sjálfir við loftnetalagnir og frágang sjónvarpskerfa á heimil- um manna en fyrirtækið á hins veg- ar gott samstarf við allstóran hóp af sjálfstæðum rafverktökum. Reynsla þessara rafverktaka er sú að í langflestum tilfellum er auð- velt að tengja saman breiðbandið og loftnet sem tekur á móti Stöð 2, Sýn og einnig Fjölvarpinu. Nýleg framkvæmd á slíkri tengingu í 53 íbúða fjölbýlishúsi í Breiðholti og víðar staðfestir það.“ FRÉTTIR Samtök áhugafólks um lífeyrissparnað Ný löggjöf er farsælust Fyrirlestur um val lækna á sérgrein ÞORGERÐUR Einarsdóttir félags- fræðingur flytur opinberan fyrirlest- ur í dag, fimmtudag, sem nefnist Hvað veldur kynbundnu vali lækna á sérgrein? Um sundurleitni og kynja- mismun innan læknastéttarinnar. Fyrirlesturinn er á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum og er öllum opinn. Hann verður fluttur í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Safnaðarstarf í Langholts- kirkju í vetur UNGBARNAMORGNAR verða alla þriðjudaga kl. 10-12. Eru þeir sam- vinnuverkefni Heilsugæslunnar í Reykjavík við Barónsstíg og Lang- holtskirkju. „Foreldra- og dag- mömmumorgnar verða alla fimmtu- daga kl. 10-12. Þeir eru hugsaðir sem vettvangur forráðamanna barna á leik- og forskólaaldri til að hittast og uppbyggjast með börnum sínum. Fyrirlestrar af ýmsu tagi verða í boði, m.a. munu Elva Jóhanna Hreiðarsdóttir myndmenntakennari fræða foreldra og leiðbeina börnum við „myndgerð barna“ fimmtudag- inn 23. október. Söngstund er með börnunum alla fimmtudaga. Þriðju- daginn 28. október verður Sigríður Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur með fyrirlestur um „leiki barna“. Sjálfboðaliðar líta til með börnunum þegar fyrirlestrar eru. Samverustund eldri borgara er með hefðbundum hætti á miðviku- dögum kl. 13-17. Opið hús er á föstudögum kl. 11-17. Kyrrðar- og bænastund er kl. 12.10 í kirkjunni. Hægt er að koma bænaefnum á framfæri við sóknarprest og djákna sem leiða stundina. Matarmikil súpa og brauð er í boði eftir kyrrðarstund- ina gegn vægu gjaldi,“ segir í frétta- tilkynningu. Lifandi tónlist á Kaffi Reykjavík LIFANDI tónlist er flestöll kvöld vikunnar á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík. Á fimmtudags- og sunnudags- kvöld leika þau Ruth Reginalds og Birgir J. Birgisson. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljóm- sveitin Hunang. Fundur hjá Is- lenska mál- fræðifélaginu ÞÓRUNN Blöndal málfræðingur ijallar um orðræðugreiningu á fundi hjá íslenska málfræðifélaginu í stofu 423 í Árnagarði við Suður- götu fimmtudaginn 23. október nk. kl. 15.30. Þórunn lauk MSc-prófi í hagnýt- um málvísindum frá Edinborgarhá- skóla í desember sl. Lokaritgerð hennar nefndist „Referential Choice in Four Icelandic Essays" og fjallar um val og dreifingu samvísana (co- references) í rituðum texta. LEIÐRÉTT Nafn féll niður í GREIN um fyrirhugaða læknam- iðstöð húðsjúkdómalækna í Iteykja- vík féll niður nafn Reynis Valdimars- sonar húðsjúkdómalæknis á Akur- eyri, sem hefur starfað þar í 22 ár. Ungfrú Norðurlönd í FRÉTT Mbl. sl. þriðjudag var sagt frá kjöri Dagmars írisar Gylfa- dóttur sem ungfrú Norðurlönd. Þar sagði að hún hafi sótt nám í Tölvu- skóla Reykjavíkur en hið rétta er að hún stundar nú skrifstofutækn- inám hjá Tölvuskóla íslands. Beðist er velvirðingar á mistökunum. STJÓRN Samtaka áhugafólks um líf- eyrisspamað samþykkti eftirfarand' ályktun á fundi sínum 22. október 1997: „Samtök _ áhugafólks um lífeyris- spamað, SÁL, lýsa undrun sinni á einhliða auglýsingaherferð almennu lífeyrissjóðanna og villandi málflutn- ingi og stóryrðum forystumanna vinnumarkaðarins um lífeyrissjóðsmál í fjölmiðlum að undanfömu. Af þessu tilefni vilja samtökin árétta nokkur grundvallaratriði í stefnu samtakanna í lífeyrismálum. Samtök áhugafólks um lífeyrisspamað vilja stuðla að bættu lífeyriskerfi og auknum lífeyris- spamaði. Samtökin telja farsælast að sett verði ný löggjöf um lífeyrissjóði og lífeyrissparnað sem heimili ein- staklingum að velja sér lífeyrissjóð sem verður að tryggja sjóðfélögum lágmarkstryggingavemd. Til að örva eftirlaunaspamað verði leiðum fyrir viðbótarsparnað fjölgað og einstakl- ingum gert kleift að greiða meira en 4% af launum sínum í lífeyrissjóð fyr- ir skatta eða annan eftirlaunaspamað. SÁL vilja að launþegar og sjálf- stæðir atvinnurekendur séu skyldaðir til að greiða í lífeyrissjóði sem byggja á sjóðsöfnun. • Áframhaldandi skylduaðild að líf- eyrissjóðum tryggir að ríkissjóður þarf ekki að greiða eftirlaun umfram gmnnlífeyri almannatrygginga. • Lífeyrissjóðir verði að tryggja ákveðna lágmarkstryggingavemd sem skiptist í ellilífeyrisgreiðslur til æviloka, örorkulífeyri við starfsorku- missi og maka- og barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga. • Söfnun lífeyrisréttinda geti farið fram í samtryggingar- og séreigna- sjóðum. SÁL vilja tryggja að einstaklingar geti valið sér lífeyrissjóð og flutt lífeyr- isréttindi milli lífeyrissjóða. • Frelsi til að velja lífeyrissjóði mun leiða til fleiri valkosta í lífeyrismálum og hvetja til aukins eftirlaunaspamað- ar. • Val um lífeyrissjóð tryggir nauð- synlegt aðhald að stjómendum lífeyr- issjóða. GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, býður upp á fræðslufyrirlestur föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Fyrirlesturinn nefnist „Tijágróður í mismunandi umhverfi". Fyrirlesari kvöldsins verður Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrk- justjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur og kennari við Garðyrkjuskólann. Hann byggir fyrirlestur sinn fyrst og fremst á litskyggnum og fjallar um mismunandi tijágróður í borg, Fundur um fuglaljós- myndun RABBFUNDUR um fuglaljósmynd- un verður á vegum Fuglaverndarfé- lagsins í kvöld, fimmtudaginn 23. október kl. 20.30, á kaffistofu Nátt- úrufræðistofnunar við Hlemm, 4. hæð t.h. Þar mun Jóhann Óli Hilmarsson rabba um fuglaljósmyndun og stikla á stóru varðandi tækni, myndbygg- ingu, mótíf og aðra leyndardóma þessarar iðju. Jóhann mun sýna skyggnur úr safni sínu meðfram spjallinu. Allir eru velkomnir á fundi Fuglaverndarfélagsins. • Þar sem launþegar eru skyldaðir til að greiða 1/10 af launum í lífeyr- issjóð og réttindi í lífeyrissjóðum eru oftast stærsti hluti eigna fólks í starfs- lok telja SÁL það réttindamál að ein- staklingar ráði hvar eftirlaunaspam- aður þeirra er ávaxtaður. • Samkeppni milli lífeyrissjóða mun ekki leiða til hækkunar á rekstrar- kostnaði vegna auglýsinga. Líkt og í öðrum atvinnugreinum mun sam- keppnin sjá til þess að þjónustan batn- ar, framleiðni eykst og rekstrarkostn- aður lækkar þar sem sjóðfélagar munu velja sér sjóði eftir gæðum og árangri. - . • Frelsi til að velja lífeyrissjóð raskar ekki tryggingafræðilegum grundvelli lífeyrissjóða. I fmmvarpi um starfsemi lífeyrissjóða er kveðið á um að lífeyris- sjóðir megi ekki gera upp á milli ein- staklinga. Samkeppni mun sjá til þess að til verða fjölmennir og öflugir líf- eyrissjóðir sem gera ekki upp á milli manna og tryggja góða áhættudreif- ingu. Jafnframt munu einstaklingar geta valið um fleiri leiðir til að tryggja sér viðbótartryggingavemd eftir þörf- um hvers og eins. • Meirihluti þjóðarinnar vill hafa frelsi til að velja sér lífeyrissjóð. SÁL vilja að sjóðfélagar kjósi stjóm lífeyrissjóðs úr eigin hópi á aðalfundi (ársfundi). • Eigendum lífeyrissjóða er best treystandi til að líta eftir sínum eigin eftirlaunaspamaði. • SÁL telja það siðferðilega rangt að aðrir en eigendur lífeyrissjóða stjómi sjóðunum. SÁL vilja að einstaklingar hafí val um að greiða meira en 4% af launum fyrir skatta í lífeyrissjóð eða annan eftirlaunaspamað. • Aukin skattaleg fríðindi hvetja til meiri eftirlaunaspamaðar sem er þjóð- hagslega hagkvæmt. • Með því að leyfa einstaklingum að greiða meira en 4% af launum fyrir skatta í lífeyrissjóð eða annan eftirla- unaspamað er ekki verið að fella nið- ur skatttekjur hjá ríkissjóði heldur er greiðslu tekjuskatts frestað þar til ein- staklingamir nota peningana til neyslu.“ bæ, útivistarsvæðum og sumarbú- staðalöndum. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suður- hlíð 38, Reykjavík. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst þvi takmarkaður sætafjöldi er í boði. Skráning fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans alia virka daga frát kl. 8-16. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 22. október og lýk- ur skráningu kl. 16. Opinn fundur um íþróttamál NEFND á vegum menntamálaráðu- neytisins boðar til opins fundar í kvöld, fímmtudaginn 23. október kl. 20, í stofu 201 í Odda við Háskóla Islands. Hlutverk nefdnarinnar er að gera: tillögur um að efla íþróttahreyfinguna um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfínguna og stuðning við íþróttastarfið í landinu. Forystufólk í íþróttahreyfmgunn og annað áhugafólk um íþróttir er hvatt til að mæta og láta skoðanir sínar í ljós varðandi ofangreind at- riði, segir í fréttatilkynningu. KRISTINN H. Þorsteinsson leiðbeinir sumarbústaðaeigendum á námskeiði sl. vor á vegum Garðyrkjuskólans. Nú ætlar hann að fjalla um trjágróður í mismunandi umhverfi. Fyrirlestur um trjágróður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.