Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 67

Morgunblaðið - 23.10.1997, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 67 FÓLK í FRÉTTUM Hertogaynjan hneykslar rtHfí hfCSBf á* * 'Mm l JííSíftti m ■ jf ► SÖRUH Ferguson hertogaynju tekst ávallt að hneyksla og vekja umtal með orðum sínum og athöfnum. Nú á dögun- um birti slúðurblaðið Sun í Bretlandi frétt þess efnis að Fergie, eins hún er gjarnan kölluð, hafi sent Elísabetu drottningu, Karli prinsi og Önnu prinsessu handskrifuð bréf skömmu eftir jarðarför Díönu prinsessu. í bréfunum á Fergie að hafa beðið afsökunar á hegðun sinni síðustu ár og beðið konungsfjöl- skylduna um að fyrirgefa sér. Að sögn dagblaðsins Sun voru bréfin löng, sund- urlaus og tilfinningarík. Blaðið hafði það eftir starfsmanni Buckinghamhallar að Fergie hefði sent bréfin til að koma sér í mjúkinn hjá konungsfjölskyldunni áður en hún og Andrew tækju saman aftur. Vinur hertogaynjunnar sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði að bréfin hefðu verið skrifuð af „eðlilegum" ástæðum nokkrum dögum eftir jarðar- förina. „Það var fullkomlega eðlilegt að hún skyldi láta fyrrum mág sinn vita að hún væri til staðar fyrir hann og að lýsa yfir leiða sinum vegna atburða undan- genginna ára.“ Vinurinn sagði ennfrem- ur að Fergie hefði brugðið þegar hún heyrði tilgátur um tilgang bréfanna og kannaðist ekkert við að hún væri að reyna að koma sér í mjúkinn hjá kon- ungsfjölskyldunni. Hún var einnig mjög hneyksluð á því að tilvist og innihald persónulegs bréfs væri lekið í blöðin af starfsmönnum hallarinnar. Talsmaður hertogaynjunnar sagði að samband her- togaynjunnar og Andrews prins væri einstakt, þau byggju í sama húsi, en að engin breyting hefði orðið þar á. ^NNAAFSLÁTTUR GESN FRAMVÍSUN ÍSIC SKÍRTEINA K AtÓNLE 1 KAR K L. S2.3 0 STAKIR GESTIR: OG GUÐMUNOUR PÉTURS WOOFER TÓNLE 1 KAR ;Ll.. 20 . □□ Mnleikantír ero tsaldntr i hetmlll aastln powers SAMSTAÐA TIL SIGURS Sjálfstæðisfólk, Borgarstjórnarkosningarnar í maí eru einhverjar þær mikilvægustu í langan tíma. Ég hvet ykkur eindregið til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. október nk. Þar gefst tækifæri til að velja þann hóp sem þið treystið best til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum. Mér þætti vænt um að fá áframhaldandi stuðning ykkar í 2. sæti listans. 2. sætið Kosningaskrifstofa í Borgartúni 33, símar 552 2123 552 7111.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.