Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 1
124 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 257. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR11. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Breska barnfóstran fundin sek um manndráp af gáleysi Sleppt eftir að hafa afplánað 279 daga Carabridge í Bandaríkjunum. Reuters. DÓMARI í máli bresku barnfóstr- unnar Louise Woodward dæmdi hana í gærkvöldi í 279 daga fang- elsi eftir að hafa breytt úrskurði kviðdóms, er fundið hafði hana seka um morð að yfirlögðu ráði, í sekt fyrir manndráp af gáleysi. Þar sem refsingin jafngildir þeim dög- um sem Woodward hafði setið inni vegna rannsóknar málsins og rétt- arhaldanna veitti hann henni samstundis lausn úr fangelsi en takmarkaði ferðafrelsi hennar við Massaehusettsríkis þar til niður- staða fæst úr áfrýjun saksóknara. I rökstuðningi sínum fyrir breyt- ingu á úrskurðinum segir Hiller B. Zobel dómari að það sé bjargföst sannfæring sín að það væri réttar- brot að þessi sakbomingur sæti áfram undir þeim úrskurði að vera sekur um morð að yfirlögðu ráði, á gmndvelli þeirra sannana er fyrir liggi- Kviðdómur fann Woodward seka um að hafa myrt Matthew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti, að yfirlögðu ráði, og samkvæmt þeim úrskurði bar dómara að dæma hana í ævilangt fangelsi. Veijendur Wood- wards fóru fram á að úrskurðurinn yrði ómerktur, Woodward sýknuð Dómari segir/26 Reuters BROS færist yfir andlit bresku barnfóstrunnar Louise Woodward í réttarsalnum í gær er Hiller Zobel dómari tilkynnir að hún hafi þeg- ar afplánað refsingu sína fyrir manndráp af gáleysi og sé látin laus. eða boðað til nýrra réttarhalda, eða ákæran milduð í manndráp af gá- leysi. Kviðdómarar höfðu sagt, eftir að þeir höfðu fellt úrskurð sinn, að þeir hefðu helst viljað úrskurða Woodward seka um manndráp af gáleysi, en þess áttu þeir ekki kost. Bið á heimferð Gífúrlegur fögnuður braust út í heimabæ Woodward í Englandi, Elton, þar sem bæjarbúai- íylgdust með dómsmálinu í beinni sjónvarps- útsendingu á krám og öðrum sam- komuhúsum. „Hún er á heimleið, hún er á heimleið," hrópuðu margir, en einhver bið kann að verða á því. Zobel dómari lagði hald á vegabréf bamfóstrunnar og takmarkaði ferðafrelsi hennar við Bandaríkin þar til niðurstaða fæst í áfrýjunar- málinu. Hafa saksóknarar 30 daga frest til að skila inn rökstuðningi sín- um og getur meðferð áfrýjunarmáls- ins tekið allt að ár upp frá því, en lögfróðir menn í Massachusetts töldu líklegra að málið tæki mun skemmri tíma. Sagan nokkuð óljós Simferopol. Reuters. ÞEKKINGU grunnskólanema á Krímskaga á sovéskri sögu virð- ist verulega ábótavant ef marka má könnun meðal 150 nemenda í höfuðstaðnum Simferopol því margir þeirra héldu að annað hvort Napoleon eða Adolf Hitler hefði verið í forsvari rússnesku byltingarinnar 1917. Víst þykir að Vladímír Lenín, faðir Sovétríkjanna, myndi tæp- ast kætast yfir ástandinu því inn- an við helmingur vissi að rúss- neska byltingin hefði átt sér stað fyrir 80 árum og tíundi hver vissi raunar ekkert um hana. Fimmtungur 16 ára nemenda sögðu að einhver „kommúnjaki“, sem er niðrandi orðskrípi yfir kommúnista, hefði skipulagt byltinguna. Nokkrir 11 ára nem- enda héldu að Napoleon, Hitler eða jafnvel Jósef Stalín hefðu staðið á bak við hana og nokkrir giskuðu á að byltingin hefði haf- ist 1814. Innan við helmingur yngri nemenda, sagði að Lenín hefði látið eitthvað gott af sér leiða en aðeins 7% eldri nemenda, 12-16 ára, töldu hann hafa verið „sögu- legt stórmenni“. Niðurstaðan þykir táknræn fyrir kynslóðabilið í lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi. I síð- ustu viku fór eldra fólk í stríðum straumum á götur út til að minnast 80 ára afmælis bylting- arinnar, einnig á Krím. Vilja hertar þving- anir geg’n Irökum Baghdad, Washington. Reuters. Samkomulag um landamæri VEL hefur farið á með Borís Jeltsín Rússlandsforseta og Jiang Zemin, forseta Kína, í opinberri heimsókn þess fyrmefnda til Alþýðulýðveldis- ins. I gær undiirituðu leiðtogamir samkomulag sem bindur enda á landamæradeilur ríkjanna, og var myndin tekin við það tækifæri. Auk þess hafa verið gerðir samningar um aukin viðskipti og lagningu gasleiðslu frá Síberíu til Kína. Er forsetamir höfðu undúrritað landamærasáttmál- ann faðmaði Jiang Jeltsín innilega að sér. Endi bundinn á/24 Reuters BANDARIKJAMENN sögðust í gærkvöldi myndu leita eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) kvæði á um hertari þvinganir gegn Irak drægju þeir ekki til baka ákvörðun sína um að hindra störf eftirlitssveita SÞ í írak. Kæmi það ekki að gagni yrði gripið til hernað- araðgerða. SÞ hófu á ný eftirlitsflug yfir Irak í gær en írakar stóðu þó ekki við þá hótun sína að skjóta njósnavélarnar niður. Tæ-eq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks, hélt til New York til að ræða þá ákvörðun Iraka að meina Bandaríkjamönnum að taka þátt í vopnaeftirlitinu í írak. Hundruð íraskra fjölskyldna héldu að forsetahöllinni í Baghdad og sögð- ust ætla að slá skjaldborg um Saddam Hussein, forseta landsins, vegna hugsanlegra árása Banda- ríkjamanna. „Við skulum verja þig, Saddam, með blóði okkar og sál,“ hrópuðu nokkur hundrað íraskra fjölskyldna sem gengu fylktu liði að forsetahöll- inni og komu sér þar fyrir með teppi og púða. Meðal þein-a voru nokkrar konur með hvítvoðunga og börn sem héldu á myndum af Saddam Hussein. Fregnir hermdu ennfremur að tugir ungmenna hefðu skráð sig í „skyndiárásasveit Saddams“, sem á að verja landið á hættutímum. Rússar andvígir árásum Sameinuðu þjóðirnar sögðust ekki hafa haldið uppi vopnaeftirliti á jörðu niðri í gær. Irakar sögðu að njósnavél af gerðinni U-2 hefði farið inn fyrir íraska lofthelgi frá Sádi- Arabíu en ekki hefði verið hægt að skjóta eldflaugum á hana. Fréttasjónvai-pið CNN sagði að ori'ustuvélar hefðu fylgt njósnavél- inni. Bandaríkjamenn hafa hótað árásum í hefndarskyni reyni Irakar að skjóta njósnavélai-nai- niður. Utanríkisráðherra íraks sagði í bréfi til Sameinuðu þjóðanna í gær að Irakar viðurkenndu ekki flug njósnavélanna sem hluta af vopna- eftirliti og áskildu sér rétt til að verja lofthelgi sína. A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna, sagði að írakar hefðu engan rétt til að hafna eftir- litsfluginu. Kínverjar og Rússar hvöttu Iraka til að gefa eftir í deilunni um banda- rísku eftirlitsmennina en rússneska stjórnin kvaðst andvíg þvi að gi-ipið yrði til hernaðaraðgerða gegn írök- um. Hubert Vedrine, utam-íkisráð- herra Frakklands, ræddi við Aziz í París áður en hann hélt til New York og hvatti Iraka til að hætta að hindra vopnaeftirlit SÞ. Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, sagði að innan Evrópusambandsins væri full samstaða um þá kröfu að írakar féllu frá banninu við þátttöku Banda- ríkjamanna í eftirlitinu. Jerúsalem. Reuters. FORNLEIFAFRÆÐINGAR í Israel vinna nú að uppgreftri á býsanskri kirkju frá fímmtu öld sem talin er vera byggð yf- ir stein sem á grísku er nefnd- ur Kathisma, eða sætið, og María mey á að hafa hvflst við á leið sinni til Betlehem. Kirkjan er átthymd með vel varðveittum mósaík- og marm- aragólfum. Sérfræðingar segja hana hafa verið eina af stærstu kirkjum síns tíma og heimsótta af hundmðum pflagríma áður en hún var jöfnuð við jörðu. Samkvæmt uppgreftrinum var hún eyðilögð og endurbyggð nokkmm sinnum áður en hún var endanlega jöfnuð við jörðu á áttundu eða níundu öld. „Sæti“ Maríu meyjar fundið Kirkjan fannst í síðasta mánuði er verið var að leggja vatnsleiðslur til hins umdeilda Har Homa hverfis í útjaðri Austur-Jerúsalem. Kirkjan er miðja vegu milli gömlu borg- arinnar í Jerúsalem og Bet- lehem en kenningar kirkjunn- ar segja að María hafi einmitt hvflst á miðri leið milli borg- anna. Ekki leyft að hcfja störf Komið var niður á rústirnar árið 1992 er unnið var að vegaframkvæmdum en forn- leifafræðingum var fyrst leyft að hefja störf í síðasta mánuði þar sem gríska rétttrúnaðar- kirkjan, sem er eigandi land- svæðisins, óttaðist ágang á svæðinu. Vegaframkvæmdum var hins vegar breytt til vernd- ar rústunum sem urðu þó fyrir nokkrum skemmdum. Israelskir embættismenn segjast stefna að því að í frarn- tíðinni verði svæðið opnað ferðamönnum og pflagrímum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.