Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 700 mál hjá yfirskattanefnd og mestu kærumánuðirnir eftir Omögulegt að standa við lögmæltan afgreiðslufrest YFIRSKATTANEFND hefur nú urn 700 mál til meðferðar og eru um 100 þeirra eldri en ársgömul. Flest mál berast nefndinni í nóvember og desem- ber og á því enn eftir að bætast verulega við málafjölda ársins. Ólafur Ólafs- son, formaður yfirskattanefndar, segir að það sé borin von að nefndin geti afgreitt mál innan þriggja mánaða frá því að gögn um þau berast henni, en sú skylda er lögð á nefndina í lögum. _ Morgunblaðið/Kristinn KRISTIN Marja Baldursdóttir rithöfundur las kafla úr Egils sögu við kertaljós í Foldasafni í gær við upphaf norrænu bókasafns- og menn- ingarvikunnar I Ijósaskiptunum, Orðið ( norðri. Norræn bókasafnsvika hófst í gær Ljósin slökkt, kveikt á kertum og lesið úr Eglu á kertum meðan á upplestrin- um stóð. I dag kl. 15.30 les Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsfjóri fyrir börn í aðalsafni og af- hendir verðlaun fyrir bók- menntagetraun. í kjölfarið gefst börnum tækifæri til að ræða hugmyndir sínar um barnadeild í nýju aðalsafni í NORRÆN bókasafns- og menningarvika á Borgarbóka- safni Reykjavíkur hófst þar eins og annars staðar síðdegis í gær á að lesið var úr Egils sögu í aðalsafni í Þingholts- stræti, Bústaðasafni, Folda- safni, Gerðubergi og Sól- heimasafni. Sami kaflinn var lesinn samtimis á meira en 1.000 bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum, allt frá Grænlandi í vestri til Finn- lands í austri. Slökkt var á öll- um rafmagnsljósum og kveikt Skatturinn heimsótti fjögur veit- ingahús STARFSMENN Skattrannsókna- stjóra ríkisins og lögreglunnar í Reykjavík gerðu athugun á starf- semi fjögurra vínveitingahúsa í Reykjavík síðastliðið fimmtudags- kvöld. Að sögn Garðars Gislasonar, forstöðumanns og staðgengils ríkis- skattstjóra, heppnaðist aðgerðin vel. Skattrannsóknastj óri hefur haldið uppi talsverðu eftirliti með starfsemi vínveitingahúsa og áður gert „rassí- ur“ af þessu tagi. Garðar sagði að að- gerðimar hefðu gengið snurðulaust fyrir sig og lagt hefði verið hald á ýmis gögn. Garðar sagði ótímabært að ræða um framhald málsins en eftir er að rannsaka þau gögn sem lagt var hald á, bera þau saman við skattskil og bókhald og taka skýrslur af eigendum og starfsmönnum veitingahúsanna. Tryggvagötu. Þá syngur kór Laufásborgar fyrir gesti. f Foldasafni bregður Sögusvunt- an á leik og sýnir leikritið Minnsta tröll í heimi kl. 14.30. VILNMNG LISTIIl wómnM BÆKIJR ......-gn Skemmtilega skáldsagan iSSg. ESíMp;, 2E5= BÆKUR, sérblað um nýjar bækur og bókmenntir, fylgir Morgunblaðinu í dag og mun svo verða næstu þriðjudaga fram til jóla. Meðal efnis er grein um Skemmtilegu skáld- spguna og viðtal við Guðnýju Ýri, ekkju Sigfúsar Daðasonar skálds, í tilefni af útkomu síð- ustu ljóðabókar Sigfúsar, Og hugleiða steina. Yfirskattanefnd úrskurðar um ágreiningsmál um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna og hefur nefndin lögsögu á landinu öllu. í áliti, sem umboðsmaður Alþingis sendi frá sér nýlega, kom fram að yfirskattanefnd hefði farið langt fram úr lögmæltum fresti til af- greiðslu mála. í því tilviki barst kæra til nefndarinnar í febrúar 1994, kröfugerð ríkisskattstjóra og önnur málsgögn bárust ekld innan lögboðins 45 daga frests heldur ekki fyrr en liðið var á áttunda mánuð frá kæru og síðan liðu enn tuttugu mánuðir þar til yfirskattanefnd úr- skurðaði í málinu. Umboðsmaður sagði, að þegar löggjafinn hefði bundið afgi-eiðslufresti í lögum bæri stjórnvöldum að haga meðferð mála þannig, að tryggt væri að lögmæltir frestir til afgreiðslu þeirra væru haldnir. Eitt þúsund kærur á ári Sex manns skipa yfirskattanefnd og eru fjórir nefndarmanna í fullu starfi. Þrír úrskurða í hverju máli. Að auki starfar hópur aðstoðar- manna, lögfræðinga og viðskipta- fræðinga, hjá yfírskattanefnd. Starfsmenn eru því alls 15. „Síðast- liðin tvö ár hafa borist um eitt þús- und kærur á ári,“ sagði Ólafur Ólafsson. „Málunum hefur fækkað nokkuð frá 1992-1994, þegar kærur voru um 1.400 á ári. Þann fjölda mátti að hluta rekja til ýmissa eftir- litsátaka skattstjóranna þessi ár. Undanfarin tvö ár hefur okkur tek- ist að vinna upp þann langa lista sem myndaðist og ef kærufjöldi verður svipaður í ár þá náum við að halda í horfinu. Það er hins vegar borin von að við getum afgreitt mál innan lögboðins frests, þó ekki sé nema vegna þess, að helmingur málanna berst á tveggja mánaða tímabili. Við þyrftum að vera með her manns til að vinna upp þann fjölda og þeir starfsmenn hefðu þá ekkert að gera hálft árið.“ Fresturinn styttur Ólafur benti á, að þegar lög um yfirskattanefnd voru sett árið 1992 hafi frestur nefndarinnar til af- greiðslu mála verið styttur úr sex mánuðum í þrjá. „Um leið var gerð sú breyting, að fjórir nefndarmanna voru skipaðir í fullt starf, í stað tveggja áður. Lögin gengu hins veg- ar skemmra en frumvarpið gerði ráð fyrir, því upphaflega var reikn- að með að allir nefndarmenn yrðu í fullu starfi.“ Laus í viku en hand- tekinn á ný með fíkniefni PILTÚR var handtekinn í fyrr- inótt með fíkniefni, ökurétt- indalaus á bíl sem hann og jafn- aldri hans höfðu stolið í Reykja- vík. Hafði pilturinn, sem er fæddur 1980, verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi rúmri viku fyiT en hann sat inni vegna rannsóknai- á aðild hans að þremur ránum, þar af tveimur þar sem vopn komu við sögu. Pilturinn er einn fjórmenn- inga sem aðild áttu að ráni í söluturnum síðustu vikurnar í Reykjavík en þrír þeiiTa höfðu verið úrskurðaðir í gæsluvarð- hald af Héraðsdómi Reykja- víkur. Þegar varðhaldið var að renna út fyrir rúmri viku óskaði lögreglan framlenging- ar sem Héraðsdómur varð við en Hæstiréttur hafnaði. Var þeim því sleppt og hafði piltur- inn aðeins verið laus í viku er hann var gómaður á ný. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var hugmyndin með ósk um framlengingu sú að piltarnir yrðu í haldi þar til dómur gengi í máli þeirra. Tel- ur lögreglan að með því að flýta afgreiðslu mála megi hugsanlega fækka afbrotum. Morgunblaðið/Jón Stefánsson HAFIST var handa í gærmorgun við lagfæringar á enda Austurstrætis þar sem gatan hefur hallast helst til mikið. Gatnamálastjóri gerir ráð fyrir að menn fari langleiðina með verkið á tveimur til þremur dögum. Endi Austurstrætis lagfærður UNNIÐ er að Iagfæringum á Lækjargötu við enda Austurstræt- is en þar hefur hliðarhalli valdið vegfarendum óþægindum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma, en ekki það síðasta, sem þurft hefur að rífa upp götuna á þessum stað. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir að þegar gatna- framkvæmdir voru á þessum slóð- um í júní sl. hafí takmarkið verið að ljúka þeim að fullu fyrir þjóðhátíð- ardagúm 17. júm'. Ekki hafi þótt stætt á því að hafa þennan stað flakandi í sárum vegna óprýði og slysahættu, þannig að ákveðið hafi verið að slétta hann til bráðabirgða og sletta ofan í örþunnu malbiki. „Síðan var meiningin að endur- nýja gangstétt í Lækjargötu og fara út í meiriháttar framkvæmd- ir á henni. Þá var ákveðið að ganga frá þessu endanlega, en þegar í ljós kom að verktakar sem voru reiðubúnir að taka fram- kvæmdina að sér höfðu allt aðrar skoðanir á því en borgin hvað hún ætti að kosta, var ákveðið að hætta við og fresta verkinu í eitt ár, þar sem það væri miklu ódýr- ara að halda við lélegri lögn í eitt ár og bjóða þetta svo út á betri tíma,“ segir gatnamálastjóri. Hættulegt í hálku Ekki var þó álitið þorandi að hafa þetta mikinn hliðarhalla á götunni í vetur, þar sem það myndi skapa hættu í hálku, og því var ákveðið að taka upp bráða- birgðaviðgerðina frá í sumar. Sig- urður segir hallann hafa verið afar óþægilegan, einkum og sér í lagi fyrir strætisvagna og farþega þeirra. Hallinn geti gert það að verkum að stórir og þungir bílar eins og t.d. strætisvagnar renni á gangandi vegfarendur þegar hált er. Því hafi verið ákveðið að ganga betur frá þessum bletti fyrir vetur- inn. Næsta sumar stendur svo til að endurnýja gangstéttina í Lækjar- götu og seinna þarf að taka upp Bankastrætið og lækka það. „Eg reikna frekar með að við spörum okkur að taka þetta upp í þriðja skipti þangað til við förum í Bankastrætið," segir gatnamála- stjóri. Leitað að 24 ára Reykvíkingi LEIT stóð í allan gærdag á höfuðborgarsvæðinu að Sölva Levi Péturssyni og tóku þátt í henni um hundrað manns frá nokkrum björgunar- sveitum. I gærkvöld hafði leitin engan árang- ur borið. Sölvi Levi Pétursson fór frá Iðufelli 6 í Reykjavík um klukkan 14 á sunnudag og lýsti lögregla eftir honum á sunnu- dagskvöld. Hann er 24 ára, 178 sm á hæð, grannvaxinn og vel á sig kominn. Hárið er skollit- að með rauðlitum blæ. Sölvi er klæddur í gráa úlpu með loðskinni á hettu, ljósbrúnar buxur og svarta skó. Lögregl- an biður þá sem geta gefíð upplýsingar um ferðir Sölva eftir klukkan 14 á sunnudag að gefa sig fram við hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.