Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 150 hafa flutt sig í nýtt lífeyriskerfí opinberra starfsmanna Áhugaleysi hjá þeim sem hafa hag af því að færa sig AÐEINS um 150 opinberir starfsmenn hafa til- kynnt Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að þeir ætli að færa sig úr B-deild sjóðsins yfir í A- deildina, en liðlega 18.500 sjóðsfélagar eiga kost á að velja á milli deildanna. Lokafrestur til að velja um deild rennur út 1. desember nk. Hauk- ur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, segir að það valdi sér nokkrum áhyggjum hvað yngra fólk, sem hafi mestan hag af því að færa sig, sýni lífeyrismálum sínum takmarkaðan áhuga. Lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga var breytt um síðuðu áramót. Stofnaðar voru nýjar deildir við sjóðina, A-deild, sem gerir ráð fyrir sjóðsöfnun, en gamla kerfið, B-deildin, byggist á gengumstreymissjóði. Allir nýir starfsmenn hins opinbera verða sjálfkrafa aðilar að A-deildinni, en eldri starfsmönnum var gef- inn kostur á að færa sig yfir í A-deildina fram til 1. desember. Þó að gert sé ráð íyrir að verðmæti heildar- réttinda séu hliðstæð í báðum deildunum er víst að sumir sjóðsfélagar fá betri réttindi ef þeir flytja sig yfir í A-deildina. Þetta er m.a. vegna þess að í A-deiHinni ávinna sjóðsfélagar sér réttindi á grundvelli innborgaðra iðgjalda, ið- gjöld verða greidd af heildarlaunum, en ekki föstum launum eins og í B-deildinni og elli- og örorkulífeyrisréttindi eru aukin í A-deild á kostnað makalífeyris. Jafnverðmæt réttindi Haukur sagði að í sjálfu sér væri eðlilegt að fólk tæki sér góðan tíma til að íhuga stöðu sína. Kjarasamningar margra stétta opinberra starfsmanna hefðu verið lausir fram eftir ári og það kynni einnig að hafa haft áhrif. „Lögin miðuðust við að réttindi í nýja og gamla kerfinu væru að meðaltali jafn verðmæt. Út frá því má reikna með að u.þ.b. helmingur af sjóðsfélögum hafi hagsmuni af því að færa sig á milli. Það sem veldur okkur helst áhyggjum er að það er frekar yngra fólkið sem hefur hags- muni af því að færa sig heldur en þeir sem eru komnir nær lífeyristöku og yngra fólkið virðist síður taka við sér,“ sagði Haukur. Haukur sagðist reikna með að margir til- kynntu um tilfærslu milli kerfa á næstu dögum. Ef minna yrði um tilflutning en reiknað var með þegar lögin voru samþykkt myndi gamla kerfið verða lengur við lýði en búist var með. LSR sendi sjóðsfélögum sínum kynningar- bækling um nýju lögin fyrr á þessu ári. Búið er að kynna lögin á fjölmörgum kynningarfundum um allt land. A næstu dögum verður öllum sjóðsfélögum sent fréttabréf þar sem breytingin er kynnt. Fréttabréfinu fylgir eyðublað sem fólk, sem ætlar að flytja sig yfir í nýja kerfið, geturlyllt út. Alfhólsvegur opnaður fyrir umferð um næstu helgi BÚIST er við því að opnað verði fyr- ir umferð um Álfhólsveg í Kópavogi um næstu helgi að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópavogi, en gatan hefur verið lokuð vegna framkvæmda sem þar hafa staðið yfir frá því í júní sl. Eru þaer framkvæmdir liður í því verkefni, að endurgera gamlar götur í Kópavog- inum, sem hófst árið 1990. Við Álfhólsveg hefur verið unnið að því að setja frostfrían jarðveg undir götuna, en jafnframt hefur verið unnið að því að bæta holræsa- kerfið og endurnýja lagnir veitu- stofnana. Að sögn Þórarins var upphaflega stefnt að því að malbikun Álfhóls- vegarins yrði lokið í byrjun október sl. en það hefði dregist af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að undir veginum var meiri klöpp en reiknað var með og vegna þess að veitustofnanirnar þui'ftu meiri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Sinfóníuhljómsveit fslands Leggur niður vinnu í miðjum Naxos-upptökum Oljúft að fara út í aðgerðir af þessu tagi VINNUSTÖÐVUNIN sem hljóð- færaleikarar í Sinfóníuhljómsveit íslands hafa samþykkt að boða til mun koma til framkvæmda dag- ana 25.-27. nóvember næstkom- andi, að því gefnu að ekki dragi til tíðinda í viðræðum þeirra við samninganefnd ríkisins og fram- kvæmdastjórn SÍ. Hljóðritanir á fjórðu og fimmtu sinfóníu Jeans Sibeliusar fyrir útgáfufyrirtækið Naxos eru fyrirhugaðar frá 24,- 28. nóvember. Hlíf Sigurjónsdóttir formaður Starfsmannafélags SÍ segir að hljóðfæraleikurunum sé óljúft að fara út í aðgerðir af þessu tagi - þær verði þó, að öllu óbreyttu, ekki umflúnar. „Viðsemjendur okkar hafa ekki hlustað á okkur og hreinlega sýnt okkur lítilsvirðingu á samningafundunum. Við lítum því á það sem svo að búið sé að etja okkur út í þessar aðgerðir." Hlíf segir engum blöðum um það að fletta að hljóðfæraleikar- arnir taki mikla áhættu með að velja iyrmefnda daga til að leggja niður vinnu. Naxos upptökumar séu SI afar mikilvægar hvað við- kemur kynningu á erlendri gmndu. „Þessi tímasetning undir- strikar óánægju okkar og reiði. Við urðum að velja eitthvað sem munar um. Það verður eitthvað að fara að gerast í launamálum okkar ef halda á Sinfóníuhljómsveit Is- lands gangandi. Þessi laun em ekki boðleg og við fáum aldrei unga fólkið okkar heim úr námi til að vinna við þessi skilyrði. Þetta er því barátta upp á líf og dauða.“ Hafí boðuð vinnustöðvun ekki áhrif á gang mála í samningavið- ræðunum segir Hlíf vel koma til greina að grípa til frekari aðgerða. „Fyrst við emm komin af stað verður ekki aftur snúið!“ Hljóðfæraleikararnir slitu samningafundi síðastliðinn föstu- dag vegna óánægju með viðhorf viðsemjenda sinna. „Það var ekki um annað að ræða,“ segir Hlíf, „enda vom skilaboðin frá samn- inganefnd ríkisins skýr. í fyrsta lagi býður hún okkur engar launa- hækkanir, í öðm lagi vill hún hafa tvenna tónleika á viku innan vinnuskyldu og að allir laugardag- ar verði vinnudagar og í þriðja lagi vill hún minnka vægi tón- leika, það er að við fáum þrjár vinnustundir greiddar í stað þriggja og hálfrar." Morgunblaðið/RAX FRAMKVÆMDIR við Hvalfjarð- argöngin ganga að óskum, að sögn Sigfúsar Thorarensen, stað- arsljóra Fossvirkis hf. Verið er að vinna við að styrkja göngin og leggja lagnir. I gær var lokið við að steypa við inngang sunnan- megin, þar sem myndin er tekin, Steypt í göngunum en inni í göngunum er verið að styrkja þau með ásprautun og boltun. Einnig er verið að leggja í þau lagnir, bæði drenlagnir og dæiulagnir og rör fyrir rafmagns- lagnir. Að sögn Sigfúsar stendur jafnframt yfir undirbúningur fyr- ir fyrra malbikunarlag á veginum inni í göngunum, en stefnt er að því að fyrsta áfanga malbikunar yúki um miðjan desember. Utanrfkisráðherra um stöðuna í loftslagsviðræðum Algerlega óviðun- fyrir Island andi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að eins og staðan sé nú í samningaviðræðum um nýja bókun við rammasamning Samein- uðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar, sé það algerlega óviðunandi fyrir Island. Aðildarríki rammasamningsins koma saman á ráðstefnu í Kyoto í Japan í byrjun næsta mánaðar til að reyna að ná samkomulagi um bók- un, sem bindur aðildarríkin tii að takmarka losun á svokölluðum gróðurhúsalofttegundum þannig að hún verði ekki meiri en hún var árið 1990 eða heldur minni. Halldór og Knut Vollebæk, utan- ríkisráðherra Noregs, ræddu stöðu samningaviðræðnanna á fundi sín- um í Ósló á laugardag. „Það er mik- il samstaða milli íslands og Noregs í þessu máli og ég óskaði eftir að sú samstaða héldist áfram. Eins og það mál stendur núna er það algerlega óviðunandi fyrir ísland," segir Hall- dór. Ekki verði komið í veg fyrir nýtingu hreinna orkulinda Hann segir að ákvæði Kyoto-bók- unarinnar megi ekki verða til þess að ísland geti ekki nýtt endurnýjan- lega orkugjafa sína, meðal annars í þágu stóriðju, þótt það auki stað- bundna losun gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi. Með því að reisa hér á landi stóriðjuver, sem nýti vatnsorku, megi draga mjög úr los- un gróðurhúsalofttegunda á heims- vísu. „Við getum tekið dæmi um 160.000 tonna álver, sem notar raf- magn, sem er framleitt með kolum- Losunin vegna slíks iðjufyrirtækis er sú sama og öll losun íslands árið 1995. Það sýnir hvað það er fráleitt að koma í veg íýrir að við getum nýtt okkar hreinu orkulindir," segir Halldór. í > » i \ I-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.