Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 8

Morgunblaðið - 11.11.1997, Page 8
ARGUS & ÖRKIN / SÍA SI126 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI, nei, þetta er ekkert alvarlegt, hæstvirtur þingforseti. Það hefur bara slegið saman nokkrum línum. Kvöldstund meö Ludwig van Beethoven Skemmtun - fræösla - upplifun Sinfóníuhljómsvelt Islands Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is ' Miöasaía a sknfsloiu iiljomsveitarinnar og viö innganginn Jón Baldvin kvaddur ALÞÝÐUFLOKKSMENN héldu Jóni Baldvin Hannibalssyni og konu hans, Bryndísi Schram, kveðjuhóf sl. laugardag, en Jón Baldvin mun um áramót hverfa af vettvangi stjórnmálanna og taka við embætti sendiherra Is- lands í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks var í kveðjuhófinu og voru Jóni Baldvin færðar gjafir og þakkir fyrir störf sín í þágu Al- þýðuflokksins. Meðal gesta í hófinu voru sendiherra Kína á íslandi og kona hans. Sendi- herrann þakkaði Jóni Baldvin framlag hans við að koma á auknum samskiptum milli ís- lands og Kína og lýsti þeirri von sinni að samskipti þjóðanna myndu halda áfram að batna Samtök stofnuð gegn kynferðisofbeldi Það er tími til kominn að láta verkin tala STOFNFUNDUR sam- takanna Samstaða gegn kynferðisofbeldi verður haldinn í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, þriðjudags- kvöldið 11. nóvember. Mar- grét Steinarsdóttir lögfræð- ingur er í undirbúnings- nefnd og segir að ákveðið hafi verið að stefna að stofnun samtakanna í kjöl- far málþings um kynferðis- legt ofbeldi sem haldið var í fyrravetur. Sumarið var nýtt til undirbúnings að hennar sögn og hafa um 20 einstaklingar og félagasam- tök þegar skráð sig sem stofnfélaga, þar á meðal verkalýðsfélög. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og eru allir sem vilja andæfa kynferðislegu of- beldi í verki hvattir til þess að mæta á stofnfundinn. Tilgangur samtakanna er sá, samkvæmt yf- irlýsingu stofnfélaga, að snúa bök- um saman og vinna að því sameig- inlega og hver á sínum vettvangi, að andæfa kynferðisofbeldi í sam- félaginu og stuðla að breytingum á þeim þáttum íslensks þjóðfélags, sem á einhvern hátt hvetja eða stuðla til beitingar slíks ofbeldis. - Hvert er markmið samtak- anna? „Meginmarkmiðið er að vinna gegn og draga úr tíðni kynferðis- ofbeldis hér á landi og stuðla að viðhorfsbreytingum varðandi kyn- ferðisofbeldi í samfélaginum. Með kynferðisofbeldi er átt við hvers kyns ofbeldi eða hótanir um of- beldi á grundvelli kynferðis sem leitt getur til líkamlegs, kynferðis- legs eða sálræns skaða og þján- inga þolenda þess. Kynferðisof- beldi tekur á sig ýmsar myndir svo sem sifjaspell, nauðganir, lík- amlegt ofbeldi innan fjölskyldu, kynferðisáreitni, ofbeldi gegn bömum, nauðgun í hjúskap eða sambúð, kynferðislega áreitni á vinnustað eða í samfélaginu, klám, vændi, sölu á konum og börnum til nota í klám og á vændismark- aði, svo og umskurð á kynfærum ungra stúlkna.“ - Hvernig geta samtökin náð markmiði sínu? „Til dæmis með því að vekja fólk til vitundar um tíðni og alvar- leika kynferðisofbeldis hérlendis. Ein leið til þess er að stuðla að aukinni og málefnalegri umræðu um þennan vanda samfélagsins í fjölmiðlum og með ýmiss konar fræðslu og útgáfustarf- semi. Einnig að vekja at- hygli ríkis og sveitar- stjórna á hvaða úrbóta er þörf í meðferð mála svo þörfum þolenda sé vel sinnt og að tekið sé Margrét Steinarsdóttir ► Margrét Steinarsdóttir fædd- ist í Reykjavík árið 1957. Hún varð stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð árið 1978 og starfaði hjá talsambandi við út- lönd í níu ár. Árið 1993 lauk hún embættisprófi í lögfræði. Mar- grét hóf störf hjá verkefnisstjóra skatteftirlits hjá embætti Ríkis- skattstjóra í febrúar á þessu ári en var á virðisaukaskattsskrif- stofu frá ágúst 1995. Margét er gift Sigurði Sigurðssyni raf- virkja hjá Landsvirkjun og eiga þau tvö börn. Kynferðisof- beldi hefur færst nær al- menningi stigum, starfsfólks í heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu og lög- gæslumanna. Einnig er ætlunin að fylgjast með umræðum og nýjungum í meðferð kynferðisafbrotamála er- lendis og vera frumkvöðull að um- ræðu og ábendingum um nýjung- ar í meðferð slíkra mála hér og hvetja og vinna að því að stjórn- völd fordæmi í orði og á borði hvers kyns kynferðisofbeldi." - Hvers vegna eru samtökin stofnuð nú? „Kynferðisofbeldi er að sjálf- sögðu ekki nýtt af nálinni en margt bendir til þess að það og annað of- beldi fari vaxandi. Þetta á bæði við um einstaklingsbundið ofbeldi, það er sem framið er af einhverjum sem þolandinn þekkir eða er tengdur, og skipulögðu kynferðis- ofbeldi sem framið er í gróðaskyni. Dæmi um hið síðara er sala á kon- um og bömum til þess að þjóna sí- vaxandi vændis- og klámmarkaði. Kynferðisofbeldi í ýmsum mynd- um hefur einnig færst nær al- menningi í formi klám- rita, klámmyndbanda og gegnum veraldarvefinn. Þetta form kynferðisof- beldis er orðið hluti af umhverfi okkar og dag- legu lífi. Það er viðurkennd með alvöru á málum þeirra sem gerast sekir um kynferðisafbrot. Jafnframt munu samtökin beita áhrifum sínum til þess að tryggja að tillögum um breytingar sé hrint í framkvæmd af viðkomandi stjómvöldum.“ Margrét segir líka nauðsynlegt að beina því til stjórnvalda að allir starfshópar sem búast má við að tengist þolendum kynferðisof- beldis séu búnir undir það með námi um líkamleg og sálræn ein- kenni kynferðisofbeldis, hvernig beri að bregðast við gruni um slíkt og aðstoða þolendur. „Slík fræðsla ætti að vera hiuti af starfsréttindanámi og endur- menntun kennara á öllum skóla- staðreynd, studd fjölda rannsókna, að það eru nánast alfarið karlar sem beita kynferðisofbeldi, sem þýðir að það er kynbundið ofbeldi. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti i ljósi þessa og í kjölfar mannréttindaráðstefnunn- ar í Vín árið 1993, yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum. ís- lendingar greiddu ofangreindri samþykkt atkvæði sitt og staðfestu hana þar með fyrir sitt leyti. í Bamasáttmála SÞ er jafnframt að fmna ákvæði og skuldbindingar að- ildarþjóða um að vinna gegn kyn- ferðisofbeldi gegn bömum, ekki skortir því formlegar yfirlýsingar sem fordæma kynferðisoíbeldi. Það sem skortir er að verkin tali.“ L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.