Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 12

Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samfylkingarmál á landsfundi Alþýðubandalagsins Flokkseining sigur fyrir formanninn Uppgjörinu frestað, segir Hjörleifur Guttormsson Mikill taugatitringur ríkti á landsfundi Al- þýðubandalagsins vegna afgreiðslu á tillög- um um samfylkingarmál um helgina og um tíma leit út fyrir að kosið yrði milli þriggja tillagna. Mikill fögnuður braust því út eftir atkvæðagreiðslu á laugardaginn þar sem allir sem atkvæði greiddu að einum undan- skildum voru tillögunni samþykkir. Helgi Þorsteinsson hleraði baktjaldamakk fundar- manna og fylgdist með átökum sem ógnuðu einingu flokksins. MARGRÉTI Frímannsdóttur, for- manni Alþýðubandalagsins, tókst það sem hún ætlaði sér i samfylk- ingarmálum á landsfundi flokksins um helgina. Segja má að höfuð- stoðir hennar í þessum málum hafi verið tvær. Meginhluti ung- liðahrejrfingarinnar í flokknum stóð við hlið hennar eins og við hafði verið búist, enda eru margir úr þeim hópi starfandi í Grósku, samtökum jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks. Óvæntari var sú aðstoð sem barst frá verkalýðs- hreyfingunni. Umboð landsfundarins til for- manns og framkvæmdastjómar í samfýlkingarmálum er að flestu leyti eins og tillaga sú sem fram- kvæmdastjóm hafði lagt fyrir fundinn en auk hennar voru tvær aðrar tillögur lagðar fram. Útspil verkalýðshreyfingarinnar kom á fyrsta kvöldi landsfundar- ins. Guðmundur Þ. Jónsson, for- maður Iðju, kynnti róttæka tillögu um umboð til formannsins, í sam- ráði við framkvæmdastjóm, um að ræða við fulltrúa Alþýðuflokks og annarra félagshyggjuafla um sam- eiginlegt framboð. Ekki var í tillög- unni gert ráð fyrir öðmm mögu- leikum á samstarfí og í greinar- gerð sagði að settur væri „skila- dagur á sameiginlegt framboð í júnílok nk.“ Undir tillöguna skrifuðu flestir helstu verkalýðsleiðtogar innan Alþýðubandalagsins, meðal annars Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar og margir aðrir. Úr hópi verkalýðsforingja vant- aði hins vegar til dæmis Ógmund Jónasson, formann BSRB, og Sjöfn Ingólfsdóttur, formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Ögmundur lýsti á fundinum and- stöðu við sameiginlegt framboð og Sjöfn skrifaði undir tillögu um samfylkingarmál sem stefndi að samstarfí en ekki sameiginlegu framboði. Lifum í sameiningarheimi „Það gefur auga leið að við sem teljumst til forystu Alþýðusam- bandsins höfum lengi lifað í tölu- verðum sameiningarheimi,“ sagði Guðmundur Þ. Jónsson í ræðu þegar hann kynnti tillöguna. „Inn- an ASÍ vinnum við að sameigin- legum markmiðum sem oft snúa að slagsmálum við atvinnurekend- ur og stjórnnvöld. í þessu starfi er yfirleitt aldrei litið til þess hvar í flokki menn standa. Markmiðin eru skýr og aðferðirnar skilgrein- anlegar." Hann sagði að á yfirstandandi kjörtímabili hefði góð samstaða náðst milli verkalýðshreyfingar- innar og stjórnarandstöðunnar í málum eins og baráttunni um vinnu- og atvinnuleysislöggjöf og vegna átaka um lífeyrissjóðamálin. „Við horfum einnig til þess að sú ríkisstjórn sem nú situr er mjög sterk í sessi. Þessi ríkisstjórn hefur verið verkalýðshreyfingunni og launafólki mjög erfið og því miður eru ekki miklir möguleikar á því að þessi ríkisstjórn sýni á sér farar- snið. Þessa ríkisstjóm verður að fella svo um munar og ég held að við sem stöndum vinstra megin í stjórnmálunum náum því markmiði ekki ef við förum fram ein sér.“ LANDSFUNDARFULLTRÚAR veittu Margréti Frímannsdóttur, Ungliðarnir í samstarfi við verkalýðsforystuna Undir tillögu verkalýðsleiðtog- anna skrifuðu einnig margir ungir flokksmenn sem hafa verið virkir í starfi Grósku, til dæmis Helgi Hjörvar, formaður Birtingar- Framsýnar, sem ritstýrði drögum að stefnuskrá Grósku, Opnu bók- inni svonefndu, Flosi Éiríksson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins, sem einnig sat í ritstjóm Opnu bókarinnar, Þor- varður Tjörvi Ólafsson, formaður ungliðafélagsins Verðandi, Róbert Marshall, fyrrverandi formaður þess félags, og ýmsir fleiri. Á föstudegi söfnuðu andstæð- ingar sameiginlegs framboðs liði og lögðu fram tillögu um að for- ystu flokksins, framkvæmdastjórn og þingflokki yrði falið að halda áfram viðræðum við aðra stjórnar- andstöðuflokka með það markmið að gera við þá samstarfs- og mál- efnasamning en að undirbúningur að framboði Alþýðubandalagsins yrði hafinn tímanlega. Undir þessa tillögu skrifuðu 33 fundarmenn. Auk mismunandi markmiða var sá munur á þessari tillögu og þeirri sem framkvæmdastjórnin hafði lagt fyrir fundinn að ætlast var til að þingmenn tækju þátt í viðræð- unum. Það hefði án efa veikt sam- fylkingarstefnuna mjög vegna andstöðu margra þeirra. Deilt um hlutverk þingflokksins í viðræðunum Einarðastir andstæðingar sam- eiginlegs framboðs í þingflokki al- þýðubandalagsmanna og óháðra voru þeir Hjörleifur Guttormsson og Ögmundur Jónasson. Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfús- son töluðu einnig mjög gegn þess- ari leið. Bryndís Hlöðversdóttir lýsti stuðningi við tillögur Margrét- ar og framkvæmdastjórnarinnar í ræðu á fundinum. Kristinn H. Gunnarsson hafði sig ekki í frammi í samfylkingarmálum en sagðist aðspurður fylgja svipaðri stefnu og formaður flokksins. Sigríður Jóhannesdóttir tjáði sig ekki á fundinum um afstöðu sína. Tillaga um að þingflokkurinn tæki þátt í viðræðunum kom fram á fundum starfshóps sem falið var að fjalla um samfylkingarmálin á föstudegi. Lengi dróst að fá niður- stöðu en að lokum varð sú hug- mynd undir. Skömmu fyrir hádegi á laugardag virtist hafa náðst sam- komulag um orðalag umboðsins Ályktun landsfundar Alþýðubandalagsins um sjávarútvegsmál Fiskveiðilöggjöfín falli úr gildi árið 2002 SAMÞYKKT var á landsfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina að stefna að þvi að leggja niður núverandi físk- veiðilöggjöf árið 2002. Jafnframt voru staðfest markmið í fískveiðistjómun sem miðstjóm flokksins samþykkti í fyrra. Tillögu um að lýsa stuðningi við fmmvörp og tillögur þingmanna Alþýðubandalagsins sem sumar hafa verið lagðar fyrir þingið en aðrar vom kynntar í fyrsta sinn á landsfundinum, var breytt þannig að ákveðið var að vísa aðeins'til þeirra. Tillögur miðstjórnarinnar sem bornar vom að mestu óbreyttar fram til atkvæða skiptast í fímm liði. í fyrsta lið, sem fjallar um þjóðareign á auðlindum sjávarins, er í raun tek- in fyrir verslun með veiðiheimildir. Þar segir: „Það samrýmist ekki sam- eign þjóðarinnar á auðlindinni að einstakir aðilar hafí tekjur af ráð- stöfun veiðiréttinda án þess að nýta þau sjálfir." Aðeins leyfilegt að veiða til matar? Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður, var formaður starfshóps um sjávarútvegsmál sem vann tillögur fyrir landsfundinn. Hann, ásamt fleir- um sem skrifuðu undir þessa tillögu hópsins, taldi rétt að samþykkja alla fímm liðina en styðja enn við hinn fyrsta með því að bæta við að lands- fundurinn árétti sérstaklega „að engin fénýting handhafa veiðiréttar á afla- heimildum getur farið saman við fyrsta aðalmarkmið samþykktarinnar um þjóðareign á auðlindinni." Sumir landsfundarfulltrúa töldu þessa viðbót ótæka því hún útilokaði í raun að nokkrar tekjur mætti hafa af fiskveiðum og því aðeins veiða sér til matar. Jóhann sagði á móti að tillöguna yrði að skilja með hlið- sjón af liðnum sem hún vísaði til. Vildu stuðning við tillögur þingmanna Þeir Jóhann og Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður urðu persónu- gervingar ágreiningsins á fundinum. Steingrímur og Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður voru á meðal flutningsmanna ályktunartillögu þar sem lýst var stuðningi við tillögur og frumvörp þingmanna flokksins um fiskveiðistjórnun. Þar er lögð áhersla á aðgerðir til að styrkja stöðu báta og smábátaútgerðar, „auka forgang þeirrar útgerðar að grunnslóðinni og á vistvænar veiði- aðferðir, jafnframt því að tryggja eðlilegan aðgang nýrra aðila. Þá telur fundurinn brýnt að grípa til ráðstafana til að treysta rekstrar- grundvöll landvinnslunnar og stuðla þannig að þróun í átt til aukinna fullvinnslu sjávarafurða hérlendis." Einnig er í tillögunni tiltekið að núgildandi fiskveiðilöggjöf skuli falla úr gildi árið 2002 og annað fyrirkomu- lag taki þá við sem samræmist grund- vallarmarkmiðum Alþýðubandalags- ins. „Með þessu er undirstrikaður rétt- ur löggjafans til að breyta leikreglum um nýtingu hinnar sameiginlegu auð- lindar. Á næstu misserum þarf að útkljá með hvaða hætti sameign þjóð- arinnnar á auðlindum, hagkvæm nýtng og réttlát skipting afraksturs hinnar sameiginlegu auðlindar verði best tryggð í því fískveiðistjómunar- kerfí er við tekur.“ Auk þessara stefnumótunartil- lagna sem að ofan hefur verið lýst fluttu þeir Steingrímur J. og Jóhann tillögur um nánari útfærslu á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi. Tillaga Steingríms var bæði flutt í sjávarút- vegsstarfshópnum og kynnt sem lagafrumvarp sem hann hugðist flytja á Alþingi. Allur kvóti leigður út eða enginn í frumvarpi Steingríms er mælt með því að áfram verði byggt á núverandi aflamarkskerfi og kvóta- úthlutun á einstök skip en að óheim- ilt verði að leigja út veiðiheimildir, að varanlegar veiðiheimildir megi aðeins selja á viðurkenndum mark- aði og að óveiddur kvóti fymist að hluta. í tillögu Jóhanns segir að byggja eigi áfram á aflamarkskerfi en hætta úthlutun kvóta á einstök skip. í stað þess verði veiðiheimildirnar leigðar út á markaði sem allir útgerðaraðil- ar hafí aðgang að. Tryggingu verði að setja fyrir greiðslu en hana megi inna af hendi þegar afla er landað. Mælt er með að á hveiju ári verði 20% kvótans færð frá núverandi handhöfum og til útleigu. Steingrímur gagnrýndi tillögu Jó- hanns harðlega á fundinum og sagði hana fela í sér endanlega fijáls- hyggjuvæðingu fískveiðistefnunnar. „Ég myndi fyrr greiða tillögu Al- þýðuflokksins um auðlindaskatt at- kvæði mitt en þessari tillögu." Hvorug útfærslan var borin undir atkvæði á fundinum, heldur var þeim vísað til miðstjómar ásamt öðmm til- lögum um þetta efni. í starfshópi var reynt að ná samkomulagi um stefnu- mörkunartillögur þeirra Steingríms J. og Jóhanns og tillögu frá Steingrími Ólafssyni, sem var að mörgu leyti svipuð tillögu Steingríms J. en gekk lengra í einstökum atriðum. Kosið um báðar tillögurnar Þrátt fyrir langa fundi og tilraun- ir flokksforystunnar tókst ekki að ná fram málamiðlun og því vom til- lögurnar bornar til atkvæða. Það sem menn greindi á um var einkum sá hluti tillögu Jóhanns sem lagði bann við fénýtingu handhafa veiði- réttar á aflaheimildum. í atkvæðagreiðslu var tillaga Jó- hanns Ársælssonar samþykkt með 120 atkvæðum gegn 80. Tillaga Stein- gríms var einnig samþykkt, með 95 atkvæðum gegn 89, en með þeirri mikilvægu breytingu sem þegar hefur verið nefnd, að ekki var lýst stuðningi við tillögu þingmanna um þessi efni heldur aðeins vísað til þeirra. Niðurstaðan sem fékkst um af- stöðuna til kvótakerfisins var því nokkuð skýr. Lagst var gegn verslun með veiðiheimildir og þess krafist að óumdeildur eignar- og ráðstöfun- arréttur þjóðarinnar á auðlindinni yrði tryggður. Nákvæmlega hvað ætti að taka við árið 2002, þegar núverandi löggjöf skyldi falla úr gildi, var ekki tiltekið. Þriðja helsta deilumálið sem lá fyrir fundinum, á eftir fiskveiði- stjórnunni og samfylkingarmálum, voru mismunandi tillögur um auð- lindagjald. Sjö af níu þingmönnum Alþýðu- bandalagsins hafa lagt fram frum-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.