Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg formanni Alþýðubandalagsins, umboð til samfylkingarviðræðna. og var það að mestu leyti í sam- ræmi við orðalag tillögu fram- kvæmdastjórnar. Helgi Hjörvar hafnar málamiðluninni Stuðningsmenn samfylkingar í starfshópnum töldu sig hafa unnið nokkurn sigur, þó ekki væri jafn langt gengið í tillögunni sem var að fæðast eins og í tillögu verka- lýðsleiðtoganna. En Helgi Hjörvar, helsti fulltrúi Gróskumanna á fundinum, taldi að ekki hefði feng- ist nægilega mikið. Hann hafði starfað í öðrum vinnuhópi og því ekki tekið þátt í gerð málamiðlun- artillögunnar. Andstaða hans hleypti aftur upp málum og allt leit út fyrir að kjósa yrði miili þriggja tillagna á fundinum sjálf- um. Mikill taugatitringur ríkti meðan reynt var að miðla málum að nýju. Loks náðist samkomulag um orðalagið. Helgi Hjörvar fékk framgengt nokkrum orðalags- breytingum. Helstar voru þær að tímatakmörk loka viðræðnanna voru gerð skýrari og að í stað þess að þær stefndu að „samstarfi, sam- fylkingu eða sameiginlegu fram- boði“ skyldi stefnt til „aukins sam- starfs og/eða sameiginlegs fram- boðs.“ Með þessu taldi Helgi meðal ann- ars að dregið hefði verið úr vægi þess möguleika sem efasemdarmenn um sameiginlegt framboð hefðu nefnt, að gerður yrði „samfylkingar- samningur“ um sameiginlega mál- efnaskrá fyrir kosningar og ríkis- stjómarsamstarf að þeim loknum en ekki sameiginlegt framboð. Stuðningsmenn sameiginlegs framboðs töldu að andstæðingamir hefðu gefið eftir vegna þess að þeir hefðu óttast mjög að annars yrði tillaga verkalýðshreyfingar- innar samþykkt. Andstæðingar sameiginlegs framboðs sögðu á móti að þeir mættu vel við nýju málamiðlunartillöguna una, því að í raun hefði ekki verið neitt ákveð- ið um það hver útkoma úr viðræð- unum ætti að verða. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður, sem var einn harðasti andstæðingurinn, sagði að slagnum hefði verið fre- stað fram að aukalandsfundinum sem ráðgert væri að halda í vor. Afgerandi stuðningur við málamiðlunartillögu Tillagan um samfylkingarmál kom til atkvæða síðdegis á laugar- daginn. Það var nokkuð ljóst að samstaða hefði náðst milli fylking- anna í flokknum en þó kom á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Taugatitringnum létti þar með og mikil fagnaðarlæti brutust út. Landsfundarfulltrúar, sem rætt var við, voru sammála um að þessi niðurstaða væri mikill sigur fyrir formanninn. Sú varfærna leið sem hún fylgdi á fundinum hafði borið ávöxt. Klofningshættan, sem bæði formaðurinn og Hjörleifur Gutt- ormsson höfðu varað við opinber- lega, var liðin hjá, að minnsta kosti fram að næsta landsfundi. Vegna þess að aldrei kom til kosningar um mismunandi tillögur um samfylkingarmálin varð aldrei fullljóst hver styrkur mismunandi sjónarmiða til samfylkingarmála var meðal landsfundarfulltrúa. Stuðningsmenn sameiginlegs framboðs sögðust þó fullvissir um að þeir ættu mikinn meirihluta á fundinum, enda voru þeirra menn mun meira áberandi í allri um- ræðu, einkum á fyrstu dögum landsfundarins. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, sagðist í samtali við Morgunblaðið á laugar- dag þó telja að um þriðjungur landsfundarfulltrúa væri ákveðið andsnúinn sameiginlegu framboði, þriðjungur með en aðrir væru óvissir og vildu sjá hvað gerðist í viðræðunum. Ákveðnar vísbendingar um þingstyrkinn mátti sjá í kosningu til miðstjórnar og framkvæmda- stjómar og virtust þær heldur benda til þess að stuðningsmenn sameiginlegs framboðs væru sterkari, þó að niðurstöðurnar hafi verið túlkaðar á mismunandi vegu. Ljóst er þó að stuðningsmenn Margrétar Frímannsdóttur voru í góðum meirihluta bæði í miðstjórn og framkvæmdastjórn enda var það varfærin samfylkingarstefna hennar sem að lokum varð ofan á. Róttækustu sameiningarmenn innan flokks telja sig mega vel við una. „Við fórum eins langt í þess- um efnum og komist varð að þessu sinni,“ segir Helgi Hjörvar. „Við viljum sameina alla og höfumn ekki trú á því að kljúfa flokka eða búa til nýja í þeim tilgangi að sam- eina.“ Hann segir að Gróska hafi haft töluverð áhrif, meðal annars hafi Opna bókin verið notuð í fjölmörg- um starfshópum í málefnavinnunni á landsfundinum." Hjörleifur Guttormsson sat hjá þegar stjórnmálaályktun lands- fundarins var samþykkt. „Eg tel að hún hafi ekki haft neitt sjálf- stætt gildi því búið var að greiða atkvæði um einstaka þætti á fund- inum.“ Hjörleifur segist ekki hafa ein- angrast innan flokksins og telur að sér muni ekki reynast erfitt að starfa innan hans. „Ég tel að sam- þykktir fundarins hafi ekki fært til flokkinn í veigamiklum atriðum. Niðurstaðan í sjávarútvegsmálun- um finnst mér óljós og hún latti mig til að greiða atkvæði með stjórnmálaályktuninni." Hjörleifur gagnrýnir forystu flokksins og formann fyrir að hafa beint sjónum að þingflokknum á mjög ósanngjarnan og neikvæðan hátt. Hann segir að þetta hafi haft slæm áhrif á andrúmsloftið á fundinum. Verkalýðshreyfingin sýndi styrk sinn Miklu munaði um stuðning verkalýðshreyfingarinnar við sam- fylkingaráformin. „Við vorum ákveðnir í því að beita okkur bæði í aðdraganda og á landsfundinum sjálfum,“ segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ. „Við teljum mjög mikilvægt að til verði kröftug sam- tök félagshyggjuflokka sem fylgja eftir kröfum verkalýðshreyfingar- innar. Niðurstaðan á fundinum var mjög viðunandi." Grétar segir að samstarfið við stjórnarandstöðuna hafi skilað góðum árangri að undanförnu í baráttumálum verkalýðshreyfing- arinnar. Margrét Frímannsdóttir biðlaði mjög til verkalýðshreyfingarinnar á fundinum. í lokaræðu sinni sagði hún meðal annars: „Ég vona að það starf sem að hér hófst í raun, samstarf verkalýðshreyfingar og Alþýðubandalagsins, megi verða að öðru meira í framtíðinni. Ég vona jafnframt að með þessu sam- starfí takist að byggja upp öfluga vinstrihreyfingu þar sem allir þeir sem vilja standa vörð um lífskjör launafólks í landinu geti sameinað vinnu sína. Aðeins í samvinnu við verkalýðshreyfinguna getum við byggt upp öfluga hreyfingu vinst- rimanna í landinu." Formaður Alþýðuflokksins Hef fullt umboð til að vinna að sameigin legu framboði varp til breytinga á stjórnarskrá þess efnis að skipuð verði nefnd tii að skilgreina auðlindir í sameign þjóðarinnar, til dæmis í sjó, á sjávar- botni, í almenningum, á afréttum og óbyggðum löndum utan heima- landa, námur í jörðu, orku í renn- andi vatni og jarðhita neðan við 100 metra dýpi. Það eina sem greinir þessa tillögu frá hugmyndum Margrétar er ákvæði um rétt til gjaldtöku fyrir afnot af auðlindunum. Meirihluti þingflokksins vill aðeins að leyft verði að taka gjald til að standa undir rannsóknum, vernd og sjálf- bærri nýtingu þeirra, en Margrét vill bæta við því að gjaldið megi nýta til að stuðla að réttlátri skipt- ingu afrakstursins, meðal annars til að styrkja byggð um landið. Margrét lagði deilumálið fyrir landsfundarfulltrúa strax í upphafi í stefnuræðu sinni. „Ég er vissulega ánægð með þá útfærslu sem er í frumvarpi þingmanna Alþýðubanda- lagsins. Þar er stigið mjög mikilvægt skref. En því er ekki að leyna að ég hefði viljað standa öðruvísi að ákvörðun um slíka gjaldtöku og ganga lengra í þessum efnum en samstaða náðist um.“ Rætt var um auðindagjaldið í starfshópi um umhverfis-, atvinnu- og orkumál, en hann klofnaði í af- stöðu sinni. Á laugardag stóð til að bera tillögurnar báðar undir at- kvæði. Þá tók Ragnar Arnalds til máls og mótmælti málsmeðferðinni. Hann sagði að ekki hefði gefist nægilegt tækifæri til að ræða málið og meðal annars hefði það átt að koma til umræðu í starfshópi um sjávarútvegsmál. Hann lagði til að tillögunum báðum yrði vísað til framkvæmdastjórnar. Byggðaskattur falinn í tillögu Margrétar í máli Ragnars kom einnig fram að þingflokkurinn teldi að orðin „réttlát skipting arðsins" gætu vísað til einhvers konar byggðaskatts sem sjómenn og fleiri landsbyggðarmenn mundu rísa upp á móti. Í atkvæðagreiðslu um tillögu Ragnars var naumur meirihluti gegn frávísunartillögunni, 89 atkvæði gegn 87. En fundarstjórar ákváðu að fresta atkvæðagreiðslunni, vegna þess hversu tæp úrslitin væru, því ekki væri ljóst hveijir af viðstöddum hefðu greitt félagsgjöld og væru fullgildir landsfundarfulltrúar. Ákveðið var að endurtaka hana skriflega daginn eftir. Á sunnudaginn hélt Margrét Frí- mannsdóttir óvænta ræðu og tók að nokkru leyti undir sjónarmið Ragn- ars. Hún lagði því sjálf til að málinu yrði frestað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var ákvörðun um þetta tekin kvöldið áður, þrátt fyrir andstöðu margra stuðningsmanna Margrétar, sem vildu láta sverfa til stáls. En með stuðningi formannsins var samþykkt að vísa tillögunum báðum til miðstjórnar. „Margir hefðu viljað að gengið hefði verið til atkvæða um tillögu Margrétar um auðlindagjaldið því það er trúlega stærsta verkefnið sem jafnaðarmenn verða að sameinast um,“ segir Helgi Hjörvar, formaður Birtingar-Framsýnar og félagi í Grósku. „FLOKKURINN tekur þá af- stöðu að hann vill sameiginlegt framboð jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks í næstu Alþing- iskosningum og gefur mér fullt umboð til að vinna að því,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, aðspurður um ályktun flokksþings flokksins um helgina um hugsanlegt sam- starf flokka um framboð. Formaðurinn segir ályktunina irýög afdráttarlausa, hún hafi verið samþykkt samhljóða og svo til án umræðu. „Jafnframt er þess farið á leit að ég beiti mér fyrir því að fá sem allra fyrst svör við því hvort viðmælendur okkar séu reiðubúnir til að ræða málin á grundvelli þess markm- iðs. Þetta er mjög afdráttarlaus afstaða og ég hef mjög skýrar línur frá mínu fólki," segir Sig- hvatur Björgvinsson ennfremur. Hann segir menn vilja ræða landsmálasamstarf á sömu nót- um og verið sé að ræða víða í sveitarstjórnarmálum. Aðspurður um samþykkt landsfundar Alþýðubandalagsins sagði hann merkilegast að þar væri Alþýðubandalagið í fyrsta sinn að orða í texta möguleika á sameiginlegu framboði. Vítt umboð formanns Alþýðubandalagsins „í öðru lagi kom það mjög skýrt fram að það er mjög mik- ill stuðningur við þá hugmynd hjá fulltrúum verkalýðshreyfing- arinnar og ungu fólki þannig að þetta er allt mjög jákvætt. Hins vegar tók landsfundurinn ekki afstöðu til þess hvort markmiðið með viðræðunum sé sameiginlegt framboð eða bara bætt sambúð. En formaður Alþýðubandalags- ins hefur fengið vítt umboð til þess að ræða málin á þessum nótum. Ég lít því svo á að hún hafi frá sínum flokki fullt umboð til að ganga út frá því í viðræðun- um að við stefnum að sameigin- legu framboði. Um það mun ég náttúrlega spyrja hana á okkar fyrsta fundi,“ segir formaður Alþýðuflokksins og gerir ráð fyr- ir að sá fundur þeirra geti orðið nyög bráðlega. Flokkamir undirbúa samstarfs- viðræður MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, segir að framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins verði kölluð saman á næstu dögum til að fara yfir sam- >ykktir landsfundarins og und- irbúa viðræður við Alþýðuflokkinn og aðra hópa á vinstri væng sfjórn- málanna. Hún leggur áherslu á að liðsmenn A-flokkanna í verkalýðs- hreyfingunni komi að þeim viðræð- um sem framundan eru. Margrét sagði að ekki væri búið að ganga frá því með hvaða hætti viðræðum um sameiginlegt fram- boð yrði háttað. Hún sagðist telja eðlilegt að óháðir kæmu að þessum viðræðum með formlegum hætti. Innan Grósku væru félagar úr Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi og því væri ekki sjálfsagt að Gróska kæmi að viðræðum með beinum hætti. Eins sagðist hún vilja að fólk úr verkalýðshreyfingunni kæmi til liðs við flokkana og tæki með ein- hveijum hætti þátt í þeim viðræðum sem framundan væru. Margrét sagði að samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins væri í samræmi við það sem flokk- urinn hefði áður lýst yfir. Alþýðu- flokkurinn hefði falið formanni sínum umboð til að ganga til við- ræðna við Alþýðubandalagið og það væri vel. Gróskumenn ánægðir Hrannar B. Amarsson, talsmað- ur Grósku, sagðist tejja að skref hefðu verið stigin í rétta átt á fund- um Alþýðubandalags og Alþýðu- 'flokks um helgina og ástæða væri til að fagna því. Landsfundur Al- þýðubandalagsins hefði gefið Mar- gréti Frímannsdóttur ótvírætt um- boð til að vinna að undirbúningi sameiginlegs framboðs og gerð málefnasamnings jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Hrannar sagðist ekki telja að Alþýðubanda- lagið hefði gert neinar þær sam- þykktir sem útilokuðu sameiginlegt framboð. Á landsfundinum hefði flokkurinn lagt fram skýra stefnu í flestum málum, en alls staðar værí þvi þó haldið opnu að ná mála- miðlun um þau atriði sem ágrein- ingur kynni að vera um. Hrannar sagði að framlag Grósku hefði greinilega verið já- kvætt innlegg í þessa umræðu. Hann sagði að Gróska myndi gera kröfu um að koma með beinum hætti að þeim viðræðum um mál- efnagrundvöll og sameiginlegt framboð sem fram undan væru. Skýrari sjávarútvegsstefna Margrét sagði i setningarræðu sinni á landsfundi Alþýðubanda- lagsins að hún væri óánægð með að flokkurinn hefði ekki markað skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Margrét sagði að flokkurinn hefði á landsfundinum markað sér skýra sjávarútvegsstefnu þó vissulega hefði verið hægt að ganga lengra. „Á meðan við búum við þetta kvótakerfi hafnar flokkurinn hvers konar braski með kvótann. Við höfnum einnig kvótakerfinu sem slíku og óskum eftir nýju stjórn- kerfi fiskveiða sem byggi á sex meginmarkmiðum. Miðstjórninni er falið að vinna í samræmi við þau. Ég er mjög ánægð með þetta því að þetta er í raun í fyrsta skipti sem flokkurinn kemur með svo af- dráttarlausar yfirlýsingar varðandi þetta kvótabrask," sagði Margrét. í ályktun flokksins um sjávarút- vegsmál segir að stefna skuli að því að leggja kvótakerfið niður árið 2002. Ekki er hins vegar sagt með ótvíræðum hætti hvaða kerfi skuli taka við. Margrét sagði að flokkurinn þyrfti lengri tíma til að móta nýtt kerfi, en meginþætt- irnir lægju þó fyrir í samþykktum landsfundarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.