Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MOKGUNBLADiD LANDIÐ Kynning á nýjum skipulags- og byggingalögum Vogum. Morgunblaðið. UM NÆSTU áramót taka gildi ný skipulags- og byggingalög. Meðal nýmæla í þeim eru meðal annars að landið allt er skipulagsskylt og að völd bygginganefnda eru veru- lega í’ýrð með því að færa útgáfu byggingaleyfa frá bygginganefnd- um til sveitarstjórna á hverjum stað. Þau Elín Smáradóttir frá Skipu- lagi ríkisins, Guðrún S. Hilmisdótt- ir frá Sambandi íslenskra sveitar- félaga og Hrafn Hallgrímsson frá umhverfísráðuneytinu hafa haldið kynningarfundi um landið á þess- um nýju lögum, með sveitarstjórn- armönnum og viðkomandi nefndar- og embættismönnum sveitarfélag- anna. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Hrafn Hallgrímsson, Elín Smáradóttir og Guðrún S. Hilmisdóttir. Með nýjum lögum þarf fram- kvæmdaleyfi fyrir öllum fram- kvæmdum sem ekki eru háðar byggingaleyfi, en hafa áhrif á um- hverfið og breyta ásýnd þess, svo sem skógrækt og landgræðslu, eða breytingu lands með jarðvegi eða efnistöku. Morgunblaðið/Sig. Fannar. SIGMUNDUR Sigurgeirsson, nú- verandi formaður, afhendir Gunnari Sigurðssyni, fyrsta for manni félagsins, blómvönd. Hersir 50 ára Selfossi -Hersir, félag ungra sjálf- stæðismanna í Arnessýslu, átti 50 ára afmæli nú á dögunum. Félagið var stofnað 2. nóvember 1947 og í tilefni af afmælinu var öllum velunnurum félagsins, ungum sem öldnum, boðið til veislu á Hótel Selfossi. Fjöldi manns sótti sam- komuna og þar mátti sjá bæði gömul og ný andlit úr starfi félags- Þvottabrett- • •••_/? >C m joínuð Flateyri - Undanfarna daga liafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið að jafna út verstu þvottabrettin á götum Flateyrar. Enn eru nokkrar malargötur þar og var ástandið á þeim götum orðið óbærilegt fyrir jafnt akandi sem gangandi um- ferð. Einmitt þegar menn voru að velta fyrir sér hvort veghefill fyndist í tækjaflota Vegagerðar- innar birtist einn slíkur á götum Flateyrar og bætti úr ástandinu svo um munaði. Morgunblaðið/Egill Egilsson DAGSKRÁ BORGARBÓKASAFNS REYKJAVIKUR í Ijósaskiptum - Orðið í norðri Norræna bókasafnavikan hefst með sarna hætti og samtímis í bókasöfnum Norðurlanda, kl. 18.00 mánudaginn 10. nóv. nk. Rafljósin verða slökkt, kveikt á kertum og lesinn sami kafiinn úr Egils sögu. Þeir sem lesa í Borgarbókasafni: Einar Ólafsson í uöalsafni, Jón Böðvarsson í Borgarbókasafninu í Gcrðubergi, Kristín Marja Baldursdóttir í Foldasafni, , Pjetur Hafstein Lárusson í Bústaðasafni, Thor Vilhjálmsson í Sólheiinasafhi. Annað sem verður á döfmni þessa viku er: AÐALSAFN Þriðjudagur 11. nóv. kl. 15.30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ies fyrir böm og afhendir verðlaun fyrir bókmenntagetraun. í kjölfarið gefst bömum tækifærí til að ræða hugmyndir sínar um bamadeild í nýju aðalsafni í Tryggvagötu. Kór Laufásborgar syngur. Fimmtudagur 13. nóv. kl. 15.30 Furðuleikhúsið sýnir ævintýrið um Hlina kóngsson. BÚSTAÐASAFN Fimmtudagur 13. nóv . kl. 15.00 Möguleikhúsið sýnir Búkollu FOLDASAFN Þriðjudagur 11. nóv. kl. 14.30 Sögusvuntan sýnir Minnsta tröll í heimi SÓLHEIMASAFN Miðvikudagur 12. nóv. kl. 21.15 Ljóðakvöld. Nína Björk Arnadóttir, Óskar Árni Óskarsson og Jónas Þorbjarnarson lesa fmmsamin og þýdd norræn ljóð. BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI Fimmtudagur 13. nóv. kl. 17.00—19.00 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir flytja norræna vísnatónlist. SELJASAFN Miðvikudagur 12. nóv. kl. 10.00 Tíu fingur sýnir Sólarsögu. Fimmtudagur 13. nóv. kl. 14.00 Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrir börn. Blað allra landsmanna! Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson UNNIÐ er af kappi við smíði nýrrar varanlegrar brúar yfir Gígjukvísl, en nú er liðið rétt nimt ár frá því að Grímsvatnahlaup eyðilagði vegi og brýr á Skeiðarársandi. Brúarsmíð við Gígjukvísl Hnappavöllum. Morgnnblaðið. VINNA við seinni áfanga í upp- byggingu vegamannvirkja á Skeið- arársandi er nú hafin en hinn 5. nóvember sl. var eitt ár liðið frá Grímsvatnahlaupinu sem olli mikl- um skemmdum á vegum og brúm á sandinum. I undirbúningi er smíði nýrrar varanlegrar brúar yfir Gígjukvísl og einnig verður gerður vegur og varn- argarðar í tengslum við hana. Fyrsta verkið við brúarsmíðina er að reka niður 38 steypta staura, 30 metra langa, undir hvern sökkul, en þeir eru sjö talsins. Um fram- kvæmdina sér brúarvinnuflokkur Jóns Valmundssonar en staurarnir voru steyptir í Vík í Mýrdal, í tíu metra einingum. Armannsfell hf. sér um sjálfa brúarsmíðina en Hjarðarnesbræður ehf. um jarð- Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ÞRÍR bflar lentu í árekstri á Hnausabrú í Vatnsdal á sunnudagskvöld. Þriggja bfla árekst- ur á Hnausabrií ÞRÍR bílar lentu í árekstri á ein- breiðri brú á Hnausakvísl í Vatnsdal milli klukkan 20 og 21 á sunnudagskvöld. Sex manns voru í bilunum og voru farþegar fluttir til aðhlynningar á Blöndu- ósi og Akureyri. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Blönduósi lentu tveir bílar í árekstri á brúnni og þriðji bíllinn, sem kom aðvífandi, náði ekki að stöðva og lenti á þeim. Miklar skemmdir urðu á bílunum og meiðsl á fólki en þau reyndust hins vegar minni en virtist í fyrstu. Snjókoma og hálka var þegar áreksturinn varð. - kjarni málsins! TIUZOÐ Jljésinyndusteþi Qunnwts Jngimwiasoncvt Suðurveri, sími 553 4852 Mikrá úrvcil af fallegum rúmfatnaái búði* SkóLavöröustlg 21 Simi 551 4050 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.