Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ • VIÐSKIPTI Þór Gunnarsson, formaður Sambands sparisjóða Afkomutengd laun eiga við á verð- bréfamarkaði Islandsbanki lækkar vexti ÍSLANDSBANKI hefur ákveð- ið að lækka vexti á verðtryggð- um inn- og útlánum um 0,20%. Tekur þessi lækkun mið af lækkun ávöxtunarkröfu á eftir- markaði fyrir spariskírteini að undanfömu, að því er segir í frétt. Kjörvextir á vísitölubundnu láni íslandsbanka verða eftir þessa lækkun 6,05% en vegið meðaltal allra banka og spari- sjóða á sambærilegum lánum er 6,2%. Þessi lækkun er í frétt bankans sögð í samræmi við væntingar þess efnis að vextir myndu fara lítið eitt lækkandi á síðustu mánuðum ársins. London. Reuters. VERÐ á gulli hafði ekki verið lægra á föstudag síðan í júlíbyrjun 1985 vegna ummæla Alans Green- spans seðlabankastjóra, sem urðu til þess að bankar og íjárfestingar- sjóðir ákváðu að losa sig við birgð- ir. Gullverðið lækkaði í 308,70 doll- ara únsan, sem var tæplega fímm dollara lækkun. Lækkunin gerðist snögglega og miklar birgðir voru seldar að sögn miðlara. Greenspan sagði á ráðstefnu í Frankfurt að seðlabankarannsókn- ir bentu til þess að bandaríska neyzluvöruvísitalan (CPI) ofmæti verðbólgu á ársgrundvelli um hér um bil 1%. Greenspan benti á að nákvæm mæling verðbólgu væri mikilvæg þegar verðbólga væri lítil eins og í Bandaríkjunum um þessar mundir. Að sögn bandarískra stjómvalda hækkaði bandaríska neyzluvöru- vísitalan um 0,2% í september mið- að við ágúst og 2,2% miðað við sama tíma í fyrra. „Þau ummæli Greenspans að verðbólga í Bandaríkjunum kunni að vera ofmetin um einn af hundraði var neikvæð fyrir gull,“ sagði miðlari í New York. ÞAÐ er mjög hvetjandi að greiða staiísmönnum verðbréfafyini-tækja afkomutengd laun vegna eðlis verð- bréfamarkaðarins, að mati Þórs Gunnarssonar, formanns Sambands íslenskra sparisjóða. „Staifsmenn verðbréfafyrirtækja þurfa að ná í við- skipti, bjóða viðskiptavinum upp á ákveðna möguleika og jafnvel sjá möguleika handa þeim. I hefðbund- inni sparisjóðastarfsemi er ekki hægt að koma þessu við, en það má vel vera að það geti orðið í framtíðinni,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í síðustu viku eru afkomutengd launakjör við lýði hjá þremur verð- bréfafyrirtækjum, þ.ám. hjá Kaup- þingi sem er í eigu sparisjóðanna. Þá hefur Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins lýst því yfir að starfsmenn fái greidd laun í samræmi við afkomu. Þór bendir á að hjá verðbréfafyr- irtækjum sé tiltölulega auðvelt að beita slíku afkomutengdu kerfi gagnvart ákveðnum starfsmönnum. Hins vegar sé það nær útilokað hjá sparisjóðunum nema með mjög viða- miklu utanumhaldskerfi og eftir sem áður geti stór hópur starfsmanna ekki átt kost á því. „Það er hugsan- legt að setja ákveðin markmið í sam- bandi við rekstrarkostnað, afkomu og markaðssókn. Náist slík markmið væri hugsanlegt að greiða ákveðna prósentutölu ofan á laun sem bónus. Þá yrði það að vera hlutfallslega sambærilegt fyrir alla miðað við þeirra laun, en ekki væri hægt að. semja við einstaka starfsmenn." ' .V \ .. : v'\ r. >./.a .^VúVV:.., f-'- '.••.u. ; :.r. \ ..........£ . > BOEING 757 þota Air Holland á Schiphol flugvelli við Amsterdam. Stórskoðanir á átta til níu Boeing 757-þotum TÆKNIDEILD Flugleiða hefur gert samning um að annast stór- skoðanir á átta til níu Boeing 757- 200 vélum fyrir flugfélögin Air Hol- land og Blue Scandinavia á næstu þremur árum. Jafnframt mun tæknideildin annast ýmis önnur verkefni fyrir þessi félög og eftirlit með viðhaldsstjórnun á flugvélum beggja félaganna. Áætlað er að velta Flugleiða vegna samninganna verði um 150-200 milljónir á ári, að því er fram kemur í frétt frá Flug- leiðum. Þessir samningar koma í kjölfar reynsluskoðana tæknideildar á vél- um beggja félaga. Innra skipulag tæknideildar hefur verið endur- skoðað með það í huga að hún geti boðið samkeppnishæfa viðhalds- þjónustu fyrir flugvélar á alþjóða- markaði. Að auki hefur fjöldi nýrra flugvirkja verið ráðinn til tækni- deildar á liðnum mánuðum vegna aukinna umsvifa Flugleiða. Gert er ráð fyrir að með utanaðkomandi verkefnum sé hægt að ná hámarks- nýtingu starfsemi deildarinnar í flugskýli Flugleiða í Keflavík. Samvinna um tæknisfjórnun Air Holland er leiguflugfélag með þrjár Boeing 737-400 vélar og fjórar Boeing 757-200 vélar í sínum flota. Félagið flýgur fyrir hollensk- ar ferðaskrifstofur til Miðjarðar- hafsins, Afríku og Asíu. Fyrsta vél Air Holland kemur til skoðunar í Keflavík í byrjun næsta árs. Tækni- deildin mun að auki sjá um við- haldskerfí fyrir þetta félag, mat á þörfum fyrir viðhald og endurbæt- ur á flugvélum ásamt skipulagn- ingu viðhalds allra flugvéla fyrir fé- lagið. Sabena flugfélagið í Belgíu mun sjá um viðhald á Boeing 737- 400 vélum Air Holland samkvæmt forskrift frá Flugleiðum. Flugfélagið Blue Scandinavia, sem er í eigu Fritidsresor, er með fímm Boeing 757 vélar í sínum flota. Það flýgur mest fyrir móðurfélagið með norræna ferðamenn til Mið- jarðarhafslanda og Kanaríeyja. Munu Flugleiðir annast stórskoðan- ir á öllum vélum félagsins í þrjú ár. Samningurinn felur þar að auki í sér að félögin munu hafa samvinnu um tæknistjómun flugvéla Blue Scandinavia á samningstímanum. Stórskoðanir á Boeing-vélum eða svonefndar C-skoðanir em fram- kvæmdar samkvæmt fyrirmælum frá Boeing-verksmiðjunum. Þær em hinar umfangsmestu sem fram- kvæmdar eru á Boeing 757-200 vél- um og taka u.þ.b. 2 vikur í senn, en hver vél fer í slíka skoðun á 12-18 mánaða fresti. Lækkun á gulli vegna ummæla Greenspans WorldCom kaupir MCI Communications Mestu fyrirtækja- kaup sögunnar Jackson, Mississippi. Reuters. MCI Communications Corp. í Was- hington hefur samþykkt að WorldCom Inc. kaupi fyrirtækið fyr- ir 37 milljarða dollara og em þetta mestu fyrirtækjakaup sögunnar. Með samningnum sameinast ann- að og fjórða stærsta langlínusímafé- lag Bandaríkjanna og komið verður á fót stórveldi í hnattrænum fjar- skiptum og alnetsþjónustu. WorldCom, sem er lítt þekkt fyrir- tæki í Jackson, Mississippi, hækkaði tilboð sitt í 51 dollar úr 41,50 dollur- um á hlutabréf. Fyrra tilboðið nam 30 milljörðum Bandaríkjadala. BT fær 7 milljarða dala Brezki fjarskiptarisinn British Telecom., sem á 20% í MCI, hefur samþykkt samninginn og fær 7 millj- arða dollara fyrir sinn hlut. Eigend- ur þeirra hlutabréfa sem eftir em fá greitt í hlutabréfum í WorldCom. British Telecom samþykkti að láta fyrri samranasamning niður falla og fær einnig 465 milljóna dollara greiðslu í sárabætur. Samningurinn slær út 29 milljarða dollara tilboð GTE Corp. í Stamford, Connecticut. Sérfræðingar í Wall Street segja að fyrirtækið geti senni- lega ekki boðið betur en WorldCom. Hluthafar í WorldCom munu eign- ast 55% í nýja fyrirtækinu, sem verður kallað MCI WorldCom, og hluthafar MCI eignast 45%. Stjórnarformaður MCI, Bert Ro- berts, verður stjórnai’formaðm- hins nýja fyrirtækis og Bernard Ebbers, aðalframkvæmdastjóri WorldCom, verður aðalframkvæmdastjóri nýja fyrirtækisins. Hagnaður eykst um 20% Búizt er við að sala MCI WorldCom á næsta ári muni nema meira en 30 milljörðum dollara sam- kvæmt sameiginlegri tilkynningu. Sameiningin ætti að auka hagnað WorldCom um meira en 20% á fyrsta árinu eftir að samningurinn tekur gildi. Sá hagnaður verði þó minni en hagnaður forystufyrirtækisins í greininni, AT&T, sem seldi fyrh’ 52 milljarða dollara 1996. Hlutabréf í MCI hækkuðu um 4,56 dollara í 41,44 dollara og bréf í WorldCom seldust á 31,875 dollara, sem var 1,25, dollara lækkun. Að sögn Securities Data Co. er samningurinn mesta yfírtaka fyrir- tækis fyrr og síðar. Fyrra metið átti Mitsubishi Bank Ltd., sem greiddi 35 milljarða dollara fyrir Bank of Tokyo Ltd. 1996. Þrír Islendingar í breskri viðskiptanefnd STÆRSTA viðskiptanefnd Breta sem hingað hefur komið á undan- fömum ámm kemur hingað til lands í dag. Nefndin er samansett af bæjarstjómarmönnum og fulltrú- um rúmlega 20 fyrirtækja af Hum- berside- svæðinu á austurströnd Bretlands. Þetta er önnur sendi- nefndin sem kem- ur hingað til lands frá þessu svæði á rúmu ári. Það vekur at- hygli að þrír Is- lendingar eiga sæti í sendinefnd- inni, auk þess sem fjórða fyrirtækið, MGH Ltd, dóttur- fyrirtæki Eim- skips sendir hing- að einn fulltrúa. Hin fyrirtækin þrjú era Samskip Ltd., Icebrit og Gislason Fish Sell- ing Ltd. James R. McCulloch, sendiherra Bretlands hér á landi, segir að við- skiptatengsl íslands við Humber- svæðið megi rekja allt aftur til síð- ustu aldar, en þau hafí farið stigvax- andi fram eftir öldinni. „í kringum 1920 fóru skipaflutn- ingar milli íslands og Bretlands að umtalsverður leyti um Leith og Humberside. Ein af afleiðingunum á siglingunum til Leith var mikil ásókn íslenskra námsmanna í Edin- borgarháskóla. Eg held að þessi miklu tengsl Is- lands við Humberside megi því m.a. skýra af því flutningatengingin var til staðar. Því kynntist fjöldi Islend- inga þessu svæði og þegar síðan kom að því að fjárfesta í sjávarút- vegi í Bretlandi þá leituðu íslend- ingar þangað.“ McCulloch segir að mikið af tengdri starfsemi hafí risið upp á Humberside svæðinu í tene-slum við fjárfestirigar íslendinga þar og nú sé svo komið að þetta svæði sé mið- punktur viðskipta íslendinga í Bret- landi séu á þessu svæði. Þetta skýri jafnframt áhuga breskra fyrirtækja af þessu svæði á því að heimsækja ísland. Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 6 milljarða McCulloch segir viðskiptatengsl þessara tveggja þjóða hafa verið mjög góð til þessa. Engin vandamál hafi þar komið upp og bundnar séu vonir við að hægt sé að bæta tengsl- in enn frekar. „Við eigum mjög mikil viðskipti við Island og það er t.d. ánægjulegt að sjá að innflutningur frá Bretlandi til íslands hefur aukist um 3% á milli ára sem er mjög gott, ef tekið er mið af háu gengi breska pundsins. Við sjáum að það er lítið um aukningu í viðskiptum við aðrar þjóðir á þessu ári, ef frá em taldir Norðmenn, en þar kemur til sala á nýjum olíubor- palli. Að öðm leyti hafa viðskipti við flest Evrópuríki dregist saman frá síðasta ári.“ Útflutningur íslands til Bretlands hefur hins vegar dregist nokkuð saman á þessu ári samanborið við það síðasta, eða um nær 14%. McCulloch segist ekki kunna neinar haldbærar skýringar á þessari þró- un. Gengi pundsins ætti að vera hag- stætt til útflutnings og verð á þorski væri gott en hugsanlegt væri að hér væri um árstíðabundna sveiflu að ræða oer bví möeruleert að útflutniner- urinn ykist á nýjan leik fyrir árslok. Vömskiptajöfnuður við Bretland | er Islendingum engu að síður hag- I stæður um 6,3 milljarða króna. Tvær sendinefndir á rúmu ári Þetta er önnur viðskiptasendi- nefndin sem kemur hingað til lands frá þessu svæði á skömmum tíma en sl. haust kom hingað sendinefnd auk þess sem íslensk sendinefnd var send utan í nóvember í fyrra. t Nefndin mun dvelja hér á landi * fram á laugardag og funda með full- | trúum íslenskra fyrirtækja auk þess | sem efnt verður til sýningar á Grand Hótel á þeim vörum sem fyr- irtækin bjóða. Breska sendiráðið mun aðstoða þau fyrirtæki hér á landi sem hafa áhuga á að komast í samband við einhver fyrirtæki í sendinefndinni. „Við hér í sendiráðinu emm aðeins himinlifandi að aðstoða íslensk fýr- | irtæki og gerum allt til að bæta þau I tengsl sem til staðar em milli land- 1 anna. Með því munum við hafa jafn- I vel enn minna af engum vandamál- um.“ seeir McCulloch. JAMES R. McCull- och, sendiherra Breta hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.