Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 24

Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vel fer á með Jeltsín og Jiang 1 Kínaheimsókn Rússlandsforseta Endi bundinn á landa- mæradeilur ríkjanna Peking. Reuters. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Jiang Zemin, forseti Kína, bundu í gær enda á langvinnar landamæra- deilur landanna. Undirrituðu þeir yfirlýsingu þar sem hnýttir eru lausir endar á samkomulag sem Kínverjar og Rússar gerðu með sér árið 1991 en tók ekki gildi. Jeltsín er í opinberri heimsókn í Kína og hefur það vakið athygli hversu vel fer á með leiðtogunum tveimui-. Er talið að það eigi hvað mestan þátt í bættum samskiptum þjóðanna. Landamæri Kína og Rússlands eru um 4.300 km löng og ná átökin á þeim aftur í aldir. Síðast kom til átaka þar árið 1969 er í brýnu sló á milli herdeilda Alþýðuhersins og Rauða hersins. Deilur þjóðanna hafa staðið um hvar landamærin eigi nákvæmlega að liggja á svæð- inu frá Mongólíu og að Japanshafi. Full sátt er hins vegar um 50 km kafla sem liggur á landamæranum frá Mongólíu og að Kazakhstan. Er Jiang og Jeltsín höfðu undir- ritað samkomulagið sagði forseti Kína að það myndi „skapa trygg- ingar fyrir friði, stöðugleika og ró á landamæram Rússlands og Kína og það mun þjóna þeim tilgangi að styrkja góð samskipti nágrannanna Rússa og Kínverja, auk öryggis á svæðinu." Jeltsín tók í sama streng og sagð- ist nú telja sig þekkja forseta Kína jafnvel og Kínverjar sjálfir. „Það er Viðskipti einnig á dagskrá leiðtoganna góður grannur virðingar og bættrar vináttu okkar.“ Fundur Jeltsíns og Jiangs er fimmti leiðtogafundur ríkjanna en auk landamæradeilnanna er ætlun- in að ræða hvemig ýta megi undir viðskipti landanna. Undirrituðu varaforseti Kína, Li Lanqing, og Boris Nemtsov, aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, þrenna samn- inga sem miða að því að ýta undir viðskipti landanna, sem era svo lítil að það veldur mörgum áhyggjum í löndunum. Nú nema þau um 50 milljörðum ísl. kr. á ári en stefht er að því að viðskiptin verði komin í um 140 milljarða ísl. kr. um aldamót. Mikilvægastur er talinn samning- ur um lagningu gasleiðslu frá Síber- íu til Kyrrahafsstrandar Kína en áætlað er að hún muni kosta sem svarar til 860 milljarða ísl. kr. Auk Kínverja munu Suður-Kóreubúar og Japanir fá gas með leiðslunni. „Nánir og ánægjulegir fundir" Jeltsín hefur fengið höfðinglegar móttökur í Kína en þetta er í þriðja sinn sem hann kemur þangað i op- inbera heimsókn. Við komu hans til Peking á sunnudag féllust leiðtog- arnir í faðma og spjölluðu um barnabörnin sín en Jeltsín varð fyrir skemmstu afi í fimmta sinn. Jiang á tvö barnabörn. Þykir hið vinsamlega andrúms- loft í hrópandi andstöðu við fundi Jiangs með bandarískum ráða- mönnum í Bandaríkjaheimsókn hans. Vart er þó við öðra að búast þar sem Bandaríkjamenn og Kín- verja greinir á um ótalmargt, þó fyrst og fremst mannréttindi, en Kínverjar og Rússar eiga að sama skapi margt sameiginlegt. Greinilegt þykir að Jeltsín og Ji- ang era áfram um að sýna um- heiminum hversu vel fer á með þeim. Fóra þeir mörgum orðum um vináttu sína, Jiang sagði fundi þeirra „nána og ánægjulega“. Reuters Chuan Leekpai tekur við í Tælandi CHUAN Leekpai, leiðtogi Lýð- ræðisflokks Tælands, sór á sunnudag eið sem nýr forsætis- ráðherra landsins og var myndin tekin er hann heilsaði þingmönn- um sem viðstaddir voru þá at- höfn. Að sfjórninni standa átta flokkar en Chuan tekur við af Chavalit Yongchaiyudh, sem sagði af sér í síðustu viku. Chuan sagðist þurfa tíma til að leysa brýnasta efnahagsvanda þjóðar- innar áður en boðað yrði til nýrra þingkosninga. Er því tæp- ast búist við að efnt verði til þeirra á næsta ári. Nýfætt barn fannst í Disney World Orlando. Reuters. LÖGREGLA í Orlando í Flórída leitar nú að móður nýfædds bams sem fannst yfirgefið í klósetti í skemmtigarðinum Disney Worid. Barnið fannst eftir að kona heyrði undarleg hljóð og rak aug- un í blóð á gólfi snyrtingarinnar. Við athugun fann hún barnið þar sem það lá í vatninu í lokaðri kló- settskálinni og með aðstoð tveggja kvenna vafði hún það í handklæði og hljóp út í leit að hjálp. Það var læknir, sem var í fríi með fjölskyldunni, sem heyrði köll kvennanna og kom til hjálpar. Hann sagði eftir á að barnið hafi sennilega ekki verið meira en fimm mínútna gamalt er hann fékk það í hendur og að það hafi verið hætt komið. Hann sagðist hafa notað penna til að hreinsa úr koki þess og bundið skóreim um naflastrenginn. Barnið, sem hef- ur hlotið gælunafnið Jasmín prinsessa, var þvínæst flutt á sjúkrahús og því heilsast nú vel. Lóðaúthlutun Kársneshöfn — Kópavogi Hafnarstjórn Kópavogsbæjar auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar á athafnasvæði Kársneshafnar: Kársneshöfn SKIPULAG 1. Hafnsækinn iðnaður. Fimm lóðir við Bakkabraut 6-14 undir eins til tveggja hæða iðnaðarbyggingar um 450 m2 að grunnfleti. Vegghæð um 6,5 m. Stærð lóða 1.500 til 1.700 m2. 2. Útgerð og fiskvinnsla. Lóð við Bakkabraut 9 undir einnar hæða byggingu um 600 m2 grunnfleti fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð um 4,5 m og mænishæð 6,5 m. Stærð lóðar um 3.000 m2. 3' Útgerð og fiskvinnsla. Tvær lóðir, Bakkabraut 11 og 13, undir eins til tveggja hæða byggingar um 600 m2 að grunnfleti. Æskileg landnotkun tengd útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð 7,0 m og mænishæð um 10,0 m. Stærð lóða 2.300 til 3.800 m2. 4. Útgerð og fiskvinnsla. Lóð við Bakkabraut 13a undir einnar hæða stálgrindarhús um 1.700 m2 að grunnfleti fyrir útgerð og fiskvinnslu. Vegghæð 8,0 m og mænishæð 10,0 m. Stærð lóðar um 5.000 m2. 5. Veiðafærageymslur og aðstaða fyrir smábátaeigendur. Sex lóðir við Bakkabraut 7 (a-f) undir veiðafærageymslur og aðstöðu fyrir smábátaeigendur. Byggingar yrðu að hluta til steinsteyptar, 10x10 m að grunnfleti. Vegghæð um 5,5 m með möguleika á millilofti. 6. Vörugeymslur. Inn- og útflutningur. Um er að ræða eina Ióð, Bakkabraut 15, um 15.000 m2 sem hugsanlega mætti skipta í fleiri lóðir. Á lóðinni má byggja allt að fjórar stálgrindarskemmur 58x24 m eða um 1.400 m2 að grunnfleti hver um sig eða alls um 5.600 m2. Vegghæð er áætluð um 5,0 m. Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar svo og umsóknareyðublöð liggja frammi á Tæknideild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, III. hæð kl. 9.00—15.00 alla virka daga. Uppdrátturinn hér til hliðar sýnir samþykkt deiliskipulag hafnarsvæðisins frá 1989. Óski umsækjendur eftir frávikum frá því m.a. hvað varðar lóðarstærð og gerð bygginga mun hafnarstjórn fjalla sérstaklega um þær með breytingar á gildandi deiliskipulagi í huga. Nánari upplýsingar eru veittar á Bæjarskipulagi Kópavogs í síma 5541570. Hafnarstjórínn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.