Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Brancusi kominn heim Á 20 ára afmæli Pompidou-safnsins í París var í nýbygginffli enduropnað sér- safn hins fræga myndhöggvara Brancusis og þannig opnuð sýn til hluta af formmótunarsögu þessarar aldar. Safnið er í raun vinnustofur þessa fræga myndhöggvara með verkum hans. Elín Pálmadóttir fékk loks tækifæri til að sjá eftirlátin verk Brancusis og hvetur þá sem til Parísar koma og í Pompidou-safnið að láta þau ekki fram hjá sér fara. MADEMOISELLE Pogany III frá 1933. ÞEGAR rúmenski myndhöggv- arinn Brancusi lést 1956 hafði þessi heimsþekkti listamaður og frumkvöðull um mótun högg- myndalistar á fyrri hluta aldarinnar arfleitt franska ríkið að vinnustofum sínum með öllum þeim verkum sem hann hafði þar safhað, áhöldum, bókasafni, ljósmynda- og hljóm- plötusafni o.s.frv. með þeim skilmál- um að nýlistasafnið sýndi það eins og hann hafði skilið við það á dán- ardægri. Svo merkileg þótti þessi stóra gjöf og svo eftirsótt verkin í Evrópu og Ameríku að viðtakandinn þóttist hafa himinin höndum tekið. En allan þennan tíma hefur þvælst fyrir að uppfylla skilmálana. Eftir að hafa í fyrstu sýnt verkin í Palais de Tokyo, var reist norðan við torg hins nýja Pomidousafns eftirlíking af vinnustofum Bracusis frá rue Ram- buteau og rue Saint-Martin. í hverri ferð til Parísar frá 1990 lagði þessi skrifari leið sína þangað, en kom ávallt að lokuðum dyrum. Brancusi- safnið sagt lokað um sinn. En nú var semsagt þetta litla sérhús rifið og byggð á sama stað norðan við torgið við Pompidou-safnið nýtt og fallegt hús, sem inniheldur vinnustofumar með höggmyndunum og verkfærun- um sem honum fannst vera hluti af listaverkunum. Þetta er hluti af aðal- safhinu, þar sem maður kaupir aðgöngumiða. Hægt að fá samtengd- an miða. I þessu tilfelli var hag- kvæmt að fá aðganginn að Brancusi- safninu innifalinn í miða á stóra sýningu á verkum Femards Legers í Pompidou-safninu, sem biðraðir voru að. Henni mun nýlokið en Brancusi- vinnustofumar eru áfram fastasafn. íslenski myndhöggvarinn Gerður Helgadóttir kynntist og dáði mjög Brancusi, enda voru þau nágrannar. Skrifaði fóður sínum um andlát hans:“ Ekki veit ég hvaða grautur er í hausnum á myndhöggvurum í dag. Öllum nema Lippold og Brancusi gamla. Ég hefi alltaf ánægju af að skoða myndir eftir þá. Sérstaklega vegna hugmyndanna sem þeir hafa barist fyrir. Þeir hafa ekki aðeins fal- leg form, heldur eru hugmyndir þeirra líka svo fagrar að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim án þess að hrífast. Brancusi gamli dó fyrir skömmu. Ég var einmitt ákveðin í að heimsækja gamla manninn einn dag- inn, en þá kom hellirigning. Um kvöldið heyrði ég í útvai-pinu að hann hefði dáið sama dag. Arfleiddi Moderne-safnið í París að öllum sín- um myndum. Vildi hvorki heyra né sjá þá sem rúmönsk stjómvöld sendu til hans til að kaupa af honum mynd- ir. Það kom víst oft fyrir þegar hann var búinn með nýja mynd að hann leit upp og sagði: Guð minn, hvernig líst þér á hana þessa? Svo beið hann nokkra stund efth' svari og sagði svo: Ja, ég gat ekki betur gert.“ Það reyndist orð að sönnu þegar undinituð loks komst aftur í hið nýja L’Atelíer Brancusi, að hugmyndirnar og formin eru svo fógur að ekki er hægt að ganga fram hjá þeim án þess að hrífast, sem er merkilegt jafn brönot osr er um bær. En Brancusi BRANCUSI um 1933. Ljósmyndin er upprunaleg sjálfsmynd þar sem hann að venju leggur áherslu á Ijósflæðið í vinnustofunni. var öll seinustu ár sín einmitt að vinna að innsetningu, eins og það heitir nú, þ.e. setja verkin inn í þetta samhengi í vinnustofunum og þá með tilliti til afstöðu þeirra hvers til ann- ars og rýmisins milli þeiiTa. En hann var alla ævi mjög upptekinn af sam- bandi höggmynda sinna og rýmisins umhverfis þær. Því setti hann svo sterk skilyrði fyrir þvf að einmitt þannig skyldu þær vera til sýnis í framtíðinni. Upprunalegu vinnustofurnar Constantin Brancusi vai- fæddur í Rúmeníu 1876 og hlaut þar hefðbundna menntun í Beaux-Arts skólanum í Búkarest. Hann kom til Parísar 1904 og settist að á númer 8 og síðan 11 við Rosin-stíginn í 15. hverfí, þar sem hann færði svo út kvíarnar. Þar skapaði hann upp frá því obbann af verkum sínum fram í andlátið 1956. Þarna á Mont- parnasse voru vinnustofurnar um- kringdar vinnustofum annarra myndlistarmanna við þröngar götur, sem gerði andrúmið svo náið og persónulegt. Þar tók hann glaður á móti vinum sínum, Leeer, Satie. Duchamp, Tzara, Esra Pound, James Joyce og fleirum. Þótt arki- ■tektinn Renzo Piano hafi ekki reynt að ná þeim þrengslum, þá hefur hon- um tekist að skapa vinnustofurnar innan í nýbyggingunni þannig að skoðandinn er einagraður frá trufl- unum á götunni og á torginu. Hann gengur kringum vinnustofurnar og horfir inn í þær um gler með tilvís- unum í hvert verk. En birtan frá lýsingunni miðar einmitt að því að vekja hughrifin úr vinnustofum Brancusis. Hann bjó eins og lista- menn þess tíma á vinnustaðnum. Verkin hafa eflaust smáþrengt að honum, svo hann hafði svefnhorn á litlum svölum í einni vinnustofunni með lítilli eldhúskytru undir, lítt aðskilið frá vinnustað þar sem verkfærum er raðað í reglu og eru hluti af sýningunni. Innsetning í samhengi Brancusi vann í fjölmörg efni, stór verk og smá, í gifs, marmara, tré, brons o.s.frv. Hann vann sig úr efniviðnum í formið. Fannst að efnið hefði eigið líf, séreiginleika sem leita ætti og skilia til að ná samræmi við SÉÐ inn í vinnustofu 1 og 2, þar sem m.a. má sjá marmaraselinn í bakgrunni, bronsmyndina Nýfæddan og nær er Leda, en Stóru hanana til hægri. VINNUSTOFAN var hans heimili, þar sem hann svaf á svölum með litið eldhús undir, og rennur saman við verkin og verkfærin sem hann taldi hluta af verkunum. Fremst er myndin Fuglinn í geimnum. — formið. Leit á vissan hátt svo á að höggmyndin væri þegar fólgin í efn- inu sem valið væri og hans væri að leiða það fram í dagsljósið. Þegar hann vann í brons var það ekki til að koma verkinu í varanlegt efni heldur er það kjami verksins sem hann leit- ar, þessi stórkostlegi hæfileiki þess til fágunar, þar til hann nær þessum skínandi gullna lit, sem máir sveigj- urnai- út í sífellda hreyfingu. Sama með hina frægu mynd af Selnum, þar sem valið á marmara hefur leitt til fullkominnar fágunar á yfir- borðinu, sem veitir tilfinningu fyrir óstöðugleikanum og fljótandi hreyf- ingunni sem einkennir þessa skepnu. Og athyglisvert er að gifsið, sem hefðum samkvæmt er undirbúnings- efni í höggmyndalist, verður jafn sterkt og marmarinn í innsetning- unni þarna í vinnustofunni. Hann umbreytti efniviðnum. Frá því um aldamót notaði Brancusi ljósmyndina sem hjálp- artæki við umsköpun verka sinna. Og eftir 1920 með tækniráðgjöf ljósmyndarans fræga Man Ray. Hef- ur hann m.a. látið eftir sig 1.500 film- ur. Einnig mikið bókasafn með verk- um um listir og bókmenntir, sem allt er þarna. Þá eiga verkfærin sinn mikilvæga sess, enda leit hann svo á að með því að tálga og skera fram formin væru þau bein framlenging af hans eigin hendi, fylgdu fram minnstu sveigju í ábendingu hans. Auðvitað eru verk Brancusis ekki öll í vinnustofunum. Upp úr 1910 áttu verk hans sess á helstu sýning- um Pan'sar og síðan víðar um heim- inn, í Evrópulöndum og á stór- sýningum í Bandai'íkjunum eftir 1920. Og þau voru eftirsótt í helstu söfn og á torg. Flestir listunnendur þekkja fræg verk svo sem Haninn, Leda, Kossinn, Fuglarnir, Enda- lausa súlan, Svanurinn og margar fleiri, sem hér verða ekki tíundaðar, enda utan við efni þessarar greinar. Síðustu ferð sína til New York fór Brancusi sjálfur 1939 með sýninguna „Listin á okkai' tímum“ í tilefni af 10 ára afmæli Moderne-safnsins í New York. Lagði í sömu ferð leið sína til Fíladelfíu, Washington og Chicago, en sneri aftur heim í stríðsbyrjun. 1950 sótti hann um og fékk franskan ríkisborgararétt. Hann hvílir í Mont- parnasse-kú'kjugarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.