Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORG UNBLAÐIÐ Nýjar hljómplötur NÚ ríkir kyrrð heitir hljómplata þar sem Benedikt Benediktsson syngnr íslensk og erlend lög við undirleik Guðrúnar A. Kristins- dóttur og Ólafs Vignis Alberts- sonar. Á hljómplöt- unni eru m.a. fjögur lög eftir Árna Thorsteins- son og fjögur lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Einnig eni lög sem sjaldnar heyrast sungin, t.d. „Þú komst“ eftir Sigfús Hall- dórsson og Vil- hjálm frá Ská- holti. Erlend lög eftir C.E.F. Weyse og W.A. Mozart. Öll lögin hafa verið flutt í dag- skrá Ríkisútvarpsins. Benedikt Benediktsson stund- aði söngnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og við Kennarahá- skólann f Kaupmannahöfn hjá Aksel Schotz. Hann söng einnig í Þjóðleikhúskórnum um árabil. Undirbúningsvirma fyrir hljóm- plötuna var unnin af tæknideild Ríkisútvarpsins og voru upptök- urnar gerðar hjá Útvarpinu á tímabilinu 1972-1984. Framleið- andi: Myndbandsvinnslan efh. tít- lit, texta- og myndvinnslu annað- ist Hönnun og umbrot/Geir Thor- steinsson. Prentmet ehf. sá um filmugerð. Prentun og fram- leiðsla: Tocana í Danmörku. Hljómplatan fæst hjá Japis hf. og kostar 1.999 kr. ----------------- Nýjar hljómplötur ÚT er komin hljómplata með Lúðrasveit æskunnar. Sljórnandi er Bernharður Wilkinson. Þetta er um sextíu manna úrvalssveit ungra hljóðfæraleikara af öllu landinu, sem alist hafa upp í skólalúðrasveitum og eru nú komnir í framhaldsnám. Upptök- ur fóru fram á Seltjamarnesi síð- astliðið vor á vegum Halldórs Víkingssonar. Verkefnavalið spannar allt frá léttklassískum verkum til kvik- myndatónlistar úr „Jurassic Park“ og „Lion King“. Meðal verka er hátíðarforleikur eftir Sjostakóvítsj, „Perpetuum mobile“ eftir Johann Strauss og mars úr Pathétique-sinfóníu Tsjajkovskíjs. Einnig er syrpa af lögum Sig- fúsar Halldórssonar í útsetningu Magnúsar Ingimarssonar og syrpa af Reykjavíkurlögum í út- setningu Ellerts Karlssonar. Samtök íslenskra skólalúðra- sveita og Fermata-hljóðritun standa að útgáfunni með stuðn- ingi íslandsbanka ogkostar 1.990 kr. Meiriháttar heilsuefni Polbax eykur andlegt og líkamlegt þol. POLBAX I/NIK ANTIOXIOANT MEO SOO Ömr MUWMcnwO'nJtgan Blóma- frjókom og fræfur + SOD ofnæmis- prófað. Fólk kaupir POLBAX 1 afturog aftur. Ungir sem aldnir nota POLBAX með góðum árangri. íþróttafólk notar POLBAX. Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólsvörðustíg, Heilsuvali, Heilsuhominu Akureyri, Hárgrst. Hmnd, Keflavík, Mosfells Apóteki. BIO-SELEN UMB. SIMI557 6610 Ást o g hat- ur í Sankti Dóming’ó Morgunblaðið/Ásdís LÁRA Stefánsdóttir og Sigrún Guðmundsdöttir í hlutverkum sínum. LISTPANS Borgarleikhdsið TRÚLOFUN í ST. DÓMINGÓ Höfundur: Jochen Ulrich. Dansarar: Lára Stefánsdóttir/Katrín Á. John- son, Sigrún Guðmundsdóttir/Julia Gold, Jóhann Freyr Björgvins- son/Guðmundur Helgason, Birgitte Heide, David Greenall, Leikmynd: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Hljóðstjórn: Baldur Már Arngrímsson. Búningar: Elke Derz- bach og Elín Edda Árnadóttir. Tón- list: Arvo Part, Balanescu, John Lurie, Giuseppe Verdi. Sviðsetning: Katrín Hall. Áðstoðarmaður listdans- stjóra: Auður Bjarnadóttir. Fyrri frumsýning 7. nóvember. Seinni frumsýning 9. nóvember. ÍSLENSKI dansflokkurinn frum- sýndi fóstudaginn 7. nóvember og sunnudaginn 9. nóvember dansverk Jochen Ulrichs, „Trúlofun í St. Dómingó“. Hlutverkaskipan er ekki sú sama í aðalhlutverkum á fyrri og seinni frumsýningu. Danshöfundur- inn er íslenskum dansunnendum góðkunnur en á þessu ári hafa tvö verk verið flutt hérlendis eftir hann. Þau eru „Ein“ og „La Cabina 26“. Dansverkið „Trúlofun í St. Dómingó" byggir höfundurinn á samnefndri smásögu þýska skáldsins Henrich von Kleists. Togstreita ímyndunar og raunveruleika var honum hugleikin og bh'tist í mörgum verka hans. Trúlofun í St. Dómingó skrifaði Kleist þegar hann sat í fang- elsi Frakka grunaður um að vera prússneskur njósnari. Sögusviðið er þrælauppreisnin gegn yfirráðum Frakka í hafnarborginni St. Dómingó, höfuðborg Haiti í byrjun 18. aldar. Sagan segir af uppreisnar- manninum Congo Hoango sem sætt- ir sig ekki við þrælshlutskipti sitt, myrðir húsbónda sinn og leggur undir sig plantekru hans. Konu sinni, múlattanum Babekan, og dótt- ur hennar, Toni, hefur hann fyrir- skipað að þjónusta alla franska her- menn sem í húsið koma í fjarveru sinni en myrða þá jafnframt við fyrsta tækifæri. í viðjum fortíðar Á sviðinu ber fyrir augu drunga- lega sviðsmynd. Stórir flekar upp- og hliðarsviðs. Gryfja með vatni end- urkastar ljósi á einn flekanna. Stíg- vél hanga í loftinu og þunglamalegur leðursófí stendur til hliðar á sviðinu. Lýsingin er dramatísk, blá og rauð. Birgitte Heide er í hlutverki upp- reisnarmannsins Congo Hoango og er hún jafnframt sögumaður. Dans- verkið hefst á því að inn á sviðið kemur Babekan dönsuð af Láru Stefánsdóttur/Katrínu Á. Johnson. Babekan er bæld og hnípin sem er afleiðing kúgunar og haturs. Dóttir hennar, Toni, er dönsuð af Sigrúnu Guðmundsdóttur/Juliu Gold. I upp- hafí verksins ver hún hermann með því að taka á sig skot frá Congo Hoango, einskonar fyrirboði um það sem koma skal. Herforinginn Gustav von der Ried, dansaður af Jóhanni Frey Björgvinssyni/Guðmundi Helgasyni, villist nótt eina inn á bú- garðinn. Þar taka mæðgurnar á móti honum og Babekan neytir allra bragða til að vinna traust hans. Her- TWIVLIST Dómkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Handel, J.S. Bach, Pachelbel og Vivaldi. Flylj- endur voru; Marta Guðrún og Hildigunnur Halldórsdætur, Sig- urður Halldórsson og Marteinn H. Friðriksson. Sunnudagurinn 9. nóvember, 1997. NÝI semballinn í Dómkirkjunni var í raun í aðalhlutverki og ljóst að hljóðfærið er sérlega gott og fal- lega hljómandi og víst, að fólk á eftir að gera sér ferð í Dómkirkj- una bæði til að leika og hlýða á það sem er ríkt af fagurri tignun. Tónleikarnir hófust á sónötu fyr- ir fiðlu oer sembal eftir Handel. sem foringinn er fyrir henni tákn ára- langrar kúgunai- og sársauka. Hún er skuldbundin byltingunni og full af hatri ætlar hún að hefna sín á kvöl- urum sínum. Hún lofar herforingj- anum gulli og grænum skógum og beitir dóttur sinni óspart fyrir sig. Babekan uppsker eins og hún sáir og fyrr en varir fella Toni og herfor- inginn hugi saman. Toni gerir sér vonir um að komast burt með ást- manni sínum og öðlast betra hlut- skipti. Babekan fínnur til sársauka yfir hamingju dóttur sinnar vitandi hvert stefnir en öfundar hana jafn- framt. Dóttirin Toni er leiksoppur örlaganna og með komu herforingj- ans takast á rótgróið hatur Babekan á kúgurum sínum og ást elskenda sem fortíðin hefur ekki markað jafn djúpum sporum. Þannig hefst dramatísk togstreita ástar, haturs og örvæntingar í dansi og leikrænni tjáningu. Hildigunnur og Marteinn fluttu mjög fallega og var sérlega gott styrkleikajafnvægi á milli hljóð- færanna og auðheyrt að Hildigunn- ur, sem er góður fiðluleikari, leitaði samlags við fíngerðan en skýran tón sembalsins. Annað viðfangsefnið var Resit- ativ og aría úr nótnabók Onnu Magdalenu, Ich habe genug, sem Marta Guðrún flutti af öryggi við qndirleik Marteins. Mörtu hættir tjil áj lágsviðinu að missa úr híjomg- un raddarinnar, svo að nokkur munur er á hljómaninni eftir því á hvaða registri hún syngur en að öðru leyti var söngur Mörtu Guð- rúnar mjög vel mótaður. Marteinn H. Friðriksson lék smá Sannfærandi sögupersónur Sögumaðurinn Congo Hoango var í öruggum höndum Birgitte Heide. Hún skapaði sannfærandi og valds- mannslegan sögumann með tilgerð- arlausum lestri sínum og gefur verk- inu dramatískan blæ. Atburðirnir sem að lestri loknum eiga sér stað eru ekki bein túlkun á sögunni held- ur ætlað að endurspegla hana og bregða upp svipmyndum. Hlutverk sögumanns er frá hendi höfundar vel útlagt. Það styður við framvindu verksins og heldur utan um söguna. Hlutverk Babekan var á fyrri frum- sýningunni í höndum Láru Stefáns- dóttur. Hún túlkar þessa beisku konu með snöggum hreyfmgum, stuttum og krumpuðum. Einbeiting Láru og hárfín svipbrigði hennar sköpuðu heildstæða persónu og afar trúverðuga sem unun var að fýlgjast með í hverri senunni á fætur tilbrigðaþátt eftir Pachelbel og þó tónninn sé nokkuð eintóna í semb- alnum er hann skýr og fallegur, svo að verkið kom vel út í ágætum leik Marteins. Fimmta sellósónat- an eftir Vivaldi var næst á efnis- skránni og lék Sigurður Halldórs- son á sellóið. Nokkuð var sellóið á köflum sterkt á móti sembalnum og þótt vel mætti heyra að Sigurð- ur leitaði samlags við viðkvæman tón sembalsins, var leikur hans í heild góður og vel mótaður. Tvær þýskar aríur eftir Handel voru næstar á efnisskránni og þótt röddin brygðist Mörtu Guðrúnu í fyrri aríunni, In den angenehmen Biischen, var söngur hennar hreint út saet erlæsileeur í beirri seinni. Barokktónleikar annan-i. Hún tekur hlutverk sitt með trompi og skapar eftirminnilega per- sónu. Dóttir Babekan, Toni, var dönsuð af Sigrúnu Guðmundsdóttur. Toni er ímynd sakleysis og góð- mennsku. Hreyfistíll Sigrúnar er fín- legur og nákvæmur. Þó hreyfingar hennar væru stundum ívið penar þá hentaði það hlutverki hinnar sak- lausu Toni ágætlega. Jóhann Freyi’ Björgvinsson fer með hlutverk her- foringjans Gustavs von der Ried. Hann er óhræddur við nýjan hreyf- ingastíl dansflokksins og tekst af fullum krafti á við hlutverk sitt. Á seinni frumsýningunni dansaði Katrín Á. Johnson hlutverk Babek- an, Julia Gold hlutverk Toni og Guð- mundur Helgason hlutverk Gustavs von der Ried. Katrín kom skemmti- lega á óvart í túlkun sinni á Babek- an. Julia Gold er svipsterkur dansari og var lifandi í túlkun sinni á Toni. Þær stöllur sýndu báðar dirfsku í túlkun og voru óhræddar við hlut- verk sín. Þó það vanti þyngd í hreyf- ingar þeirra kom það ekki að sök. Hæfileiki beggja er ótvíræður hvað varðar dans og túlkun. Tvídans þeirra í byrjun, sem minnti óneitan- lega á dansgerð eins fremsta dans- höfundar Evrópu, Svians Mats Ek, var reglulega gaman að horfa á. Guðmundi Helgasyni tókst vel upp í leikrænni túlkun sinni á Gustav von der Ried. Klassísk ballettþjálfun hans gerði það hins vegar að verkum að hreyfingar hans skiluðu sér ekki eins ki’öftuglega og hlutverkið kall- aði á. David Greenall og Guðmundur Helgason/Jóhann Freyr Björgvins- son voru ágætir í litlu hlutverki franskra hermanna. Leikmyndin þjónaði hlutverki sínu vel. Hún gaf verkinu drungalegan blæ með sínum stóru flekum og þungu skóm. Klútar í mismunandi litum voru notaðir til áherslu tilfinninga svo sem sakleysis, sorgar, ástar eða haturs. Gryfja með vatni gæti táknað hreinleika eða lífs- flæði og stígvél Babekan vald og kúgun. Þetta þrennt gaf verkinu sér- lega skemmtilegan tón. Búningar eru fallegir, vel hannaðir og til þess fallnir að dansa í. „Trúlofun í St. Dómingó" er heildstætt dramatískt dansverk. Persónurnar eru sannfær- andi og hreyfingar og dansgerð vel unnin. Höfundur verksins bæth’ ekki við sögu Henrichs von Kleist eða sýnir nýja hlið á smásögunni heldui’ færir hann söguna í búning sem gerir hana lifandi og sýnir átakanlegan söguþráðinn með nýju listformi - dansinum. Tónlistin nýttist misvel. Hún styrkti oftast það sem fram fór á sviðinu en var ívið dramatísk á köfl- um þannig að úr hófi keyrði í drama- tík, sársauka og vesæld. Sýningamai’ voru að öðru leyti vel heppnaðar og er óhætt að segja að „Trúlofun í St. Dómingó“ sé rós í hnappagat ís- lenska dansflokksins. Dansflokkur- inn hefur yfir að ráða hæfileikaríkum kvendönsurum og vaxandi karl- dönsurum sem vonandi ætla sér með tíð og tíma að tileinka sér nýjan dansstíl flokksins jafnframt því að skapa sinn eigin stfl, hver á sinn hátt. Nýr hreyfistíll kallar á viðbrögð dansarans og hæfni til að tileinka sér breytta hætti. Þær áherslubreyting- ar sem óhjákvæmilega eiga sér stað með nýjum listdansstjóra virðast bjóða upp á að einstaklingarnir fái að njóta sín, þroskast og finna sína eigin leið sem skapandi listamenn. Lilja Ivarsdóttir Flammende Rose, sem er sérlega fögur tónsmíð og reynir mjög á lið- leika raddarinnar. Tónleikunum lauk með sónötu í c-moll eftir J.S. Bach sem er nr. 4 úr safni sex verka fyrir fiðlu og sembal en í þessum verkum notar Bach sembalinn sem sjálfstætt hljóðfæri og er ekki vitað til þess að hann hafi ætlast alfarið til að selló léki með, eins og hér var gert, þótt í því efni séu sagnfræðingar ekki sammála. Flutningur verksins var góður en oft átti semballinn litla möguleika á að halda í við strengina. Hvað sem þessu líður voru þetta ánægjulegir tónleikar, ekki hávaðasamir en þeirri hljóð- látu náttúru gæddir, sem liggur nærri þeirri íhugun sem ber í sér kyrrun þagnarinnar, þar sem orð eru óþörf. Jón Ásereirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.