Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 31 ____________LISTIR_________ A mörkum sjálfsins SJÁLFIÐ I-III. MYNDLIST Hafnarborg MÁLVERK/SKÚLPTÚR REBEKKA RÁN SAMPER Opið 12-6 alla daga nema þriðju- daga. Opið til 24. nóvember. Aðgangur 200 kr. REBEKKA Rán Samper sýnir nú í fyrsta sinn á Islandi eftir tíu ára dvöl á Spáni þar sem hún út- skrifaðist frá listaakademíunni í Barcelona og hefur haldið nokkrar einkasýningar frá 1990. Sýning hennar í Hafnarborg vekur þvi nokkra forvitni, ekki síst fyrir þá sök að hér er einn fulltrúi hinnar listrænu Samper-fjölskyldu kom- inn, dóttir Baltasars og Kristjönu Samper. Sýning Rebekku Ránar er all- viðamikil og fjölbreytt, málverk, skúlptúrar og myndaseríur ýmiss konar, þar sem ólíkum stflbrögðum er beitt. Það er ekki laust við að suðrænn andi Miðjarðarhafsins leiki um þessa sýningu, bæði í þeim litatónum sem Rebekka velur sér og í dramatískum efnistökum. Hinn norræni andi er vanari því að draga úr frekar en að auka í og leggur meira upp úr því að hafa taumhald á hlutunum og halda sig innan ákveðinna marka. Rebekka Rán er ekkert smeyk við að gefa verkum sínum ákveðna þyngd og áherslu og það er ekki laust við að maður finni fyrir þeim myrka und- irtón spm lengi hefur fylgt mynd- list af Iberíuskaga. Sýningin sem heild hefði getað orðið sundurlaus ef ekki hefði kom- ið til að í gegnum alla sýninguna er Rebekka Rán að fást við sömu hug- myndina sem gengur eins og stef í gegnum öll verkin, útfært með ýmsum tilbrigðum. Sama grunn- formið, sem líkist einna helst lirfu eða fiðrildapúpu, er þungamiðja í nánast öllum verkunum, bæði mál- verkum og skúlptúrum. Púpan er nokkuð skýr myndlfldng sem gefur færi á margs konar túlkunum, sem sést greinilega af þeim titlum sem verkunum eru gefin, eins og „Sjálf- ið“ og „Sálir“. Jafn óáþreifanlegt fyrirbæri og sjálf hefur ekkert sýnilegt form, og það verður því að lýsa því á óbein- an hátt. Skapgerðareinkenni og innra tilfinningalíf hafa listamenn löngum tjáð með líkamsburði og andlitsdráttum, eða litum og form- um, en mér sýnist að Rebekka sé frekar að leita eftir að draga fram hinn ósættanlega mun á líkama og sál. Púpan er ekki mynd af sjálfinu, ekki sálin sjálf, heldur fremur hylki sem geymir hinn innri mann. Eftir myndunum að dæma er Rebekka Rán að lýsa sambandi milli sálar og líkama, sem er þrungið spennu, ef ekki sársauka. Eitt verkanna, sem heitir reynd- ar „Sálir“, er eins og röð af litlum svörtum nálapúðum, litlar loðnar lirfur eða ígulker, þar sem nálarn- ar snúa inn á við. I öðrum verkum eru púpumar með rifjum sem binda og þrengja að, þannig að innihaldið virðist í þann mund að sprengja af sér skelina. I röð þriggja skúlptúra, sem hver um sig heitir „Sjálfið", verður sálarhylkið nánast að framandi óhugnaði, sem gæti vel átt heima í hryllingsmynd eða vísindaskáldsögu. Ein besta út- færslan á hugmyndinni kemur fram í myndröðinni „Uppruni", sem er ekki eins dramatísk, en not- ar efniviðinn á hugmyndaríkan hátt. Innan einfalds tréramma og kramdar bak við sandblásið gler em púpulaga filtrúllur. Hér gefur Rebekka Rán færi á því að líta á myndverkið sjálft sem hylki utan um sjálf listamannsins. I málverk- unum er þó sú mynd sem er dregin upp af sjálfinu aðeins mýkri, eins og í „Samkennd", þar sem mun bjartara er yfir og ekki sú þrúg- andi innilokun sem er að finna víða á sýningunni. Rebekka Rán á auðsjáanlega auðvelt með að tileinka sér ólík stfl- brögð og leika sér með hvaða efni- við sem er, en það er ekki laust við að maður finni fyrir eirðarleysi þegar litið er yfir sýninguna í heild sem er eðlilegt hjá myndlistarkonu sem er að leita fyrir sér og láta reyna á krafta sína. Ég gæti trúað að hún ætti enn eftir að finna sitt eðlilega raddsvið í myndlistinni og þar er að vænta góðra hluta frá Rebekku Rán Samper. Gunnar J. Arnason Gyðingar ósáttir við nasistasýningu Jerúsalem. The Daily Telegraph. ÍSRAELSK myndlistarsýning, þar sem áhorfendum er kynntur heimur Evu Braun, ástkonu Adolfs Hitlers, hefur vakið mikla reiði í Israel, sér- staklega á meðal gyðinga sem lifðu helfórina af. Listasafn Israels, sem stendur íyrir sýningunni, vísar gagnrýninni á bug og segir það fjarri sanni að reynt sé að draga fram mannlegu hliðina á Braun og Hitler. •SAKAMÁLAHÖFUNDURINN Frederick Forsyth hefur fengið nóg af skrifum og segist ekki ætla að skrifa fleiri bækur. Frá því að bók- in „Icon“ kom út hefur ekkert sést á prenti eftir Forsyth, þrátt fyrir óskir útgefenda og tryggra les- enda. Hann segist vera búinn að skrifa um allt sem máli skipti; til- ræði, byltingar og njósnara. „Það þarf eitthvað alveg sérstakt til að kveikja áhuga minn að nýju en það sama á við rithöfunda og nauta- bana, þeir eiga rétt á því að draga sig 6 sinnum í hlé. Eg hef aðeins gert það tvisvar." •SÖNGLEIKURINN „Dans vampýranna“ var frumsýndur fyrir skemmstu í Vín, við heldur fálegar undirtektir. Hann er byggður á kvikmynd Romans Polanskis, „Nótt vampýranna" frá 1967, sem hefur verið lýst sem gamansamri hryll- ingsmynd. í dómi í bandaríska tímaritinu Variety segir að vandinn við söngleikinn sé sá að hann sé hvorki skemmtilegur, æsandi né kaldhæðnislegur, heldur blóðlítill og tannlaus. Listamaðurinn, Roee Rosen, dregur hins vegar ekki dul á að til- gangur hans sé að ráðast gegn því banni sem verið hefur við því að fjalla um helforina í ísraelskri mynd- list. Sýningin er handrit að sýndar- veruleikasýningu þar sem áhorfand- inn er leiddur inn veröld Evu Braun. Dregnar eru upp augnabliks- myndir úr lífi hennar í texta á vegg- spjöldum. Rosen fær áhorfendur til dæmis til að ímynda sér náin kynni Braun og Hitlers. „Ánægjuhrollur- inn er nánast yfirþyrmandi þegar þú finnur þetta fræga litla yfirvara- skegg kitla þig á eyranu og hálsin- um,“ segir á einu textablaðinu. Við hlið hvers blaðs eru svart-hvítar myndir þar sem nasistatákn og klámfengnar myndir eiu tengd myndum sem tákna eiga barnslegt sakleysi. rmanns Kr. Einarssonar Ævintýri lífs míns - er komið á markað. Bókin er 408 bls. með myndum, teikningum og nafnaskrá. Verð 3.980 kr. Skemmtileg bók handa allri fjölskyldunni. Upplag takmarkað. Tryggði! þér eintak. Sléttuvegi II. 103 Reykjavík. Ævintýri lífs mfns fæst f bóka- verslunum og hjá forlaginu. Pöntunarsímar 5S3 6057,5812638.553 5382. Amitsubishi Sjónvörp og myndbandstæki í hæsta gæðaflokki HIJÓMCO Fákafen 11 Sími 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT MITSUBISHI M-751 Mest selda STEREO myndbandstæki á íslandi! 6 hausa Hi-Fi Nicam Stereo, Myndvaki (Show View), NTSC afspilun (USA kerfið), sjálfvirk stöðvaleitun, góð kyrrmynd, ofl. ofl. Dreifing Brum ehf. sími 587 2244. fyrir að standa með okkur: Versl. 10-11 Versl. 11-11 Versl. Hagkaups Versl. Nóatúns Þín verslun um land allt Versl. KÁ Fjarðarkaup Versl. Blómavals Grund, Flúðum " Selið, Mývatni Staðarkaup, Grindavík Bónus, Holtagörðum Blómaborg Hveragerði Versl. Borg, Skagaströnd Kf. Skagfirðinga Kf. Þingeyinga Kf. Héraðsbúa Kf. Reyðarfirði Kf. Fáskrúðsfirði Kf. Borgamess Versl. Samkaup Versl. Sparkaup Kf. V-Húnvetninga Kf. Suðurnesja mr‘ jfc&r. f§ Blað allra landsmanna! plnpnMð^i^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.