Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 35 MENNTUN Vefræn atvinnumiðlun upplýsir um lausar stöður við norrænu háskólana Hver á að fá stöðuna? A veraldarvefnum vinnur evrópsk atvinnu- miðlun stærðfræðinga gegn leynd og „klæðskerasniðnum“ auglýsingum við mannaráðningar í háskólasamfélaginu. Gunnar Hersveinn ræddi við stofnanda hennar, dr. Sigmund Guðmundsson lektor við Lundarháskóla. Á BRETLANDI leggja stjórnend- ur háskóladeilda metnað sinn í að fá sem flesta til að sækja um lausar stöður við deildir sínar. Auglýst er vel og rækilega, meðal annars í rit- inu Times Higher Education Supplement sem segir frá lausum háskólastöðum víða um heim. Markmiðið er að fá hæfasta mann- inn til starfa. Við sumar háskóla- deildir á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu er hins vegar annað uppi á teningnum. Auglýsingar eftir starfsmönnum virðast stundum vera „klæðskerasniðnar" handa fyrirfram ákveðnum einstakling- um. I októberlok urðu talsverð blaða- skrif í Lundi vegna ráðningar hag- fræðiprófsessors og kom þar fram að allt frá 1936 hafa aðeins menn menntaðir í Lundi verið ráðnir við hagfræðideildina þar. Þetta hafa sumir kallað „faglega úrkynjun“ eða að „hver sé undan öðrum“. Auglýsingar sniðnar fyrir tiltekna einstaklinga Dr. Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur og lektor við Lundarháskóla þekkir atvinnu- markaðinn bæði á Englandi og á Norðurlöndunum. Hann varð dokt- or í Leeds og hefur starfað við há- skóla á Islandi, í Danmörku og nú í Svíþjóð. Hann hefur markvisst unnið gegn leynd og vafasömum auglýsingum og stofnaði í febrúar síðastliðnum samnorræna atvinnu- miðlun stærðfræðinga og tölfræð- inga á veraldarvefnum. „I Bandaríkjunum flytja stúd- entar sig gjarnan á milli háskóla og reglan er sú að ráða ekki útskrif- aða nemendur sína til starfa. Þeir þurfa að sækja í skóla sem þeir lærðu ekki við sjálfir," segir Sig- mundur. „Þar og í Bretlandi er spornað gegn því að kennarar geti komið því til leiðar að nemendur þeirra séu ráðnir við sama skóla, meðal annars til að tryggja sjálf- stæði fræðimannanna." Á Norðurlöndunum hafa verið í gildi lög um að allar háskólastöður séu auglýstar en hinn mannlegi veikleiki að hygla sínu eigin fólki er þar sýnilegri, að mati Sigmundar, að minnsta kosti er meira um það að vinir og fyri'verandi nemendur séu ráðnir á deildirnar. „Stundum vh’ðist manni svo sem reynt sé að fara í kringum reglurn- ar með því að beita velþekktum að- ferðum," segir Sigmundur. „Fyrst koma valdhafar háskóladeildarinn- ar sér saman um hver eigi að fá hina lausu stöðu. Svo er klæð- skerasniðin auglýsing samin með skilyrðum sem aðeins einn maður getur uppíyllt. Stundum vantar bara augnhtinn og skónúmerið. Loks sjá menn til þess að staðan sé ekki auglýst of víða. Deildin virðist því með öðrum orðum ekki vilja að fréttir um lausu stöðuna berist og ekki heldur að margir geti uppfyllt skilyrðin sem sett eru, heldur kannski aðeins einn, oft fyn-ver- andi nemandi á deildinni." Veraldarvefurinn gegn óæskilegum völdum Sigmundur ákvað að breskri fyr- irmynd að reyna að brjóta upp þetta of algenga mynstur á Norð- urlöndum. Hann stofnaði síðu á veraldarvefnum, útvegaði sér sam- bönd í háskólum og upplýsti um allar þær lausar stöður stærðfræð- inga og tölfræðinga sem hann þekkti til. Svo sendi hann fjölmörg- Morgunblaðið/Þorkell SIGMUNDUR Guðmundsson. ”Skandalös inavel pá universitetet” Professorsstriden i Lund trap- in absurdum.” Faktum ár att pas upp. Nu fár Assar Lind- det var 71 ár sedan nágon beck och andra protesterande utanför Lund blev professór forskare i Uppsala och Stock- pá statsvetenskapen. holm áven stöd frán Göteborg. Ansvarige professorh Lars ProfessorBo Rothstein som Göran Stenelo slár tillbaka sjalv disputerade vid Stats- kritiken och sager att aven vetenskapliga institutionen i han skulle vilja ha större rör- Lund menar att den intema lighet meUan svenska univer- rekryteringen dar ar fullstan- sitet och högskolor. digt skandalös: "Inaveln drivs SidanC2 í LIÐNUM mánuði urðu talsverð blaðaskrif í Lundi vegna ráðningar hagfræðiprófessors og kom þar frani að allt frá 1936 hafa aðeins menn menntaðir í Lundi verið ráðnir við hagfræðideildina þar. Þetta hafa sumir kallað „faglega úrkynjun“ „Fyrst koma valdhafar háskóladeildar- innar sér saman um hver eigi að fá hina lausu stöðu. Svo er klæðskera- sniðin auglýsing samin með skilyrðum sem aðeins einn maður getur uppfyllt. Stundum vantar bara augnlitinn og skónúmerið. Loks sjá menn til þess að staðan sé ekki auglýst of víða.“ um starfssystkinum sínum upplýs- ingar um síðuna. Þetta varð ekki vinsælt hjá sum- um, einkum eldri háskólamönnum sem fannst hann vera að brjóta hefðbundnar siðareglur. Langflest- ir virtust þó ánægðir og vildu margar deildirnar fá tilvísun á síð- unni hans og upplýsa þar um laus- ar stöður sínar. „Sumum fannst ég vera að skipta mér af því sem mér kæmi ekki við,“ segir Sigmundur, „en ég er bara að upplýsa það sem allir hafa rétt á að vita því háskólar á Norðurlöndum eru i-eknir fyrir skattpeninga almennings." Samnonæna atvinnumiðlunin var kölluð Nordic-Math-Job og fyrsti stuðningurinn barst fljótlega frá stærðfræðifélögunum á Islandi og í Danmörku. Nú er miðlunin rekin í samvinnu við öll norrænu félögin. Veffang siðunnar er: http://www.maths.lth.se/nor- dic/index.html. Landamæri og þjóðerni er aukaatriði í raungreinum Dönsk kona, sem situr í stjórn Evrópusambands stærðfræðinga, varð svo hrifin af hugmynd Sig- mundar að hún lagði til við sam- bandið að hið sama yrði gert fyrir alla Evrópu. I api-íl síðastliðnum var Sigmundur svo beðinn um að hafa yfirumsjón með verkinu. Evr- ópska síðan heith’ Euro-Math-Job og má finna hana á: http://www.maths.lth.se/nor- dic/Euro-Math-Job.html. Þar eru auglýstar lausar háskóla- stöður í stærðfræði og tölfræði á Norðurlöndum, Bretlandi, Ítalíu og í Þýskalandi og reyndar líka í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. Stærðfræðifélag hvers lands sér um að koma upplýsingun- um á Netið. Fleiri Evrópulönd munu koma inn í þetta samstarf fljótlega. Þjóðerni er aukaatriði þegar ráðið er í háskólastöður, að mati Sigmundar, og metnaður háskóla á aðeins að vera að laða til sín besta fólkið, hæfasta fræðimanninn og þvi er eitthvað bogið við það að auglýsa stöður illa. Þegar Sigmundur starfaði í Kaupmannahöfn þurfti hann að hafa „njósnara“ í Svíþjóð við leit sína að stöðu þar, því sumir sænskir háskólar auglýstu ekki stöður sínar í Kaupmannahöfn, þrátt fyrir að stærðfræðideildin þar hafi framúrskarandi starfs- mönnum á að skipa. „Það er mikill misskilningur að landamæri þjóð- ríkja eigi að gilda á þessu sviði,“ segir hann. Allar lausar stöður aug- lýstar víða og áberandi! Hann telur einnig að æviráðn- ingar háskólamanna komi oft í veg fyrir að færasta fólkið starfi við há- skólana hverju sinni, því þær skapa sumum værakærð og þaulsetu. I bandaríska háskólasamfélaginu verða menn að flytja sig um set einhvern tíma á ferlinum, en t.d. í Danmörku er það oft mjög erfitt að fá fólk til að flytja sig milli Árósa og Kaupmannahafnar. Sjálfboðastarf Sigmundar á hinni vefrænu atvinnumiðlun hefur vakið mikla athygli og marga há- skólamenn til umhugsunar. Starfið hefur þegar haft jákvæð áhrif á norræna markaðinn, kemur meðal annars fram í því að nú berast fleiri umsóknir um hverja stöðu en áður. „Það er ótrúlegt annað en að sambærilegar atvinnumiðlanir gætú haft góð áhrif í öðrum grein- um,“ segir Sigmundur að lokum, „og orðið til þess að fá fleiri hæfa einstaklinga til að sækja um störf við norrænu háskólana. Eg tel reyndar að vilji norrænu háskól- arnir láta taka sig alvarlega í fram- tíðinni verði stjórnendur þeirra að auglýsa allar lausar stöður á al- þjóðlegum vettvangi." Verð trá: rona á Ítalíu! . tebráaf. Cjgðtíá 39.900kjj> * innifalið: Flug, fiugvallarskattar og innritunargjald í Keflavík. sem bóka sig, 2 vikna skíðaferð til Itltisbvuck 17.-31. janúar, á ótrúlegu verði 69.900 kr. 3.000 * A mann í tvibyli. fnnifalið: Flug (17. janúar) og gisting á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Madonna í tvær vikur. Háift fæði, akstur til og frá Verona, fararstfórn, flugvallarskattar, innritunargjald og bókunargjald f alferð. 65 1155 • s 38 • S. 481 Á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug og gisting á fyrsta fiokks hóteli I miðborj Innsbruck með morgunverðarhlaðborði Akstur tii og frá Verona, flugvallarskattar. innritunargjald og bókunargjald I al‘“*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.