Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Opið bréf til Verðbréfaþings AÐ UNDANFORNU hafa nokkrar umræður orðið um upplýsinga- gjöf fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði. Meðal annars hafa væntingar og vonbrigði markaðar- ins verið ræddar í tengslum við hálfsárs- uppgjör. Þetta beinir sjónum að reglum Verðbréfaþingsins um upplýsingagjöf. Um þessar mundir er verið að endurskoða allar reglur Verðbréfa- þingsins, þar á meðal um upplýsingagjöf. Hugmyndir um breyt- ingar, sem þegar liggja fyrir, eru flestar til bóta. Að mínu mati er þó ekki tekið nægjanlega á vandamál- um, sem þegar hafa komið upp og varða upplýsingagjöf skráðra fyrir- tækja. Til að fylgja eftir hugmyndum mínum um breytingar hef ég kosið að koma þeim á framfæri með þessu opna bréfi, enda ijallað um atriði sem varða íjárfesta, verðbréfasala, hlutafélög og stjórnendur þeirra auk stjómar Verðbréfaþingsins. Samkvæmt núgildandi reglum, sem ekki er ráðgert að breyta, gerir Verðbréfaþingið kröfu til þess að hlutafélög sem skráð eru á þinginu birti uppgjör tvisvar á ári, þ.e. hálfs- ársuppjgjör auk venjulegs ársreikn- ings. Arsreikningur skal gerður op- inber eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok uppgjörs og sex mánaða uppgjör skal birta innan þriggja mánaða. Til viðbótar ber fyrirtækj- unum að skýra frá ákvörðunum eða atvikum, sem geta haft veruleg áhrif á aðstæður þess og mat hlutabréfa- markaðar á því. Ekkert bannar fyrir- tækjum að birta reikninga sína oftar. Flest fyrirtæki á markaðinum hafa haldið sig við hálfsársregluna og ekki birt afkomutölur þess á milli. Á þessu eru þó undantekningar. Einstök fyrir- tæki hafa skýrt frá afkomu á öðrum tíma og rökstutt það með því að af- koman sé sveiflukennd innan ársins og því gefi hálfsársuppgjör ekki nægjanlega góða mynd af rekstrinum. I öðrum tilvikum er um að ræða upplýsingagjöf sem er nánast tækifærissinnuð og ætluð til þess að milda áhrif slæmra frétta á markaðsverð. Stundum er þá upp- gjörstímabilum slegið saman og stundum eru gefnar óreglubundnar upplýsingar um afkomu- áætlanir. Þá eru dæmi þess að skráð fyrirtæki hafa ekki farið að regl- um um birtingu uppgjöra. í einhvetj- um tilvikum hefur það verið gert með samþykki Verðbréfaþingsins. Upplýsingagjöf skráðra fyrir- tækja er því all tilviljanakennd og berþess nokkurmerki að hlutabréfa- markaðurinn á íslandi er enn ungur og í mótun. Þótt hann hafi vissulega þróast hratt er ýmislegt sem betur má fara. Að mínu mati er nú tímabært að Verðbréfaþingið herði reglur sínar um tíðni uppgjöra sem birt eru opin- berlega. Erlendis er algengast að fyrirtæki birti uppgjör á þriggja mánaða fresti og tel ég eðlilegt að stefnt verði að því hér á landi. Það þyrfti að hafa einhvern aðdraganda, því fyrirtækin þurfa að undirbúa sig og sömuleiðis endurskoðendur. Æskilegt væri að Verðbréfaþingið setti fram áætlun þar sem þriðja uppgjörinu (9 mánaða) væri til dæm- is bætt við á næsta ári og frá og með árinu 2000 væru uppgjörin fjög- ur, þ.e. á þriggja mánaða fresti. Þannig fengju fyrirtækin tíma til að byggja upp samanburðarhæfar töl- ur. Einnig er á það að líta, að fyrstu þrír mánuðirnir í rekstri fyrirtækja segja oft lítið um útkomu ársins í heild, þannig að mikilvægara er í upphafi að auka tíðni uppgjöra þeg- ar líða tekur á rekstrarárið. Tímabært er að Verð- bréfaþing herði reglur um tíðni uppgjöra sem birt eru opinberlega, segir Valur Valsson; það drægi úr hættu á innherjaviðskiptum, skapaði aukinn aga og lagaði íslenska markað- inn að alþjóðlegum venj- um og reglum. Fyrir þessum hugmyndum vil ég færa eftirfarandi rök: 1. Þegar of langur tími líður milli uppgjöra skapast væntingar og spár á markaðinum, sem oft eru illa grundaðar. Hvers kyns orðrómur kemst á kreik og magnast hann eft- ir því sem nær dregur nýjum upplýs- ingum. Á sama tíma eykst þrýsting- ur á starfsfólk og stjórnendur frá hluthöfum sem sækjast eftir fréttum. Jafnvel svipbrigði forstjóra verða stundum mælikvarði á væntanlegar tölur. Við þessar aðstæður eykst hætta á innheijaviðskiptum og ekki síður tortryggni á hlutabréfamarkað- inum vegna ýmissa viðskipta. Það er ekkert launungarmál að þetta veldur erfiðleikum innan fyrirtækj- anna því eðlilega þurfa stjórnir þeirra og stjómendur að fjalla oftar um uppgjör en á sex mánaða fresti. Tíð- ari birting uppgjöra væri af þessum ástæðum til bóta. 2. Þegar langt líður á milli upp- gjöra getur markaðurinn orðið sveiflukenndur. Fjárfestar þurfa þá að taka ákvarðanir við vaxandi óvissu. Skortur á upplýsingum hefur því í mörgum tilvikum áhrif á fram- boð og eftirspurn. Tíðari birting uppgjöra getur því að öðru jöfnu haft áhrif til meiri stöðugleika á markaðinum. Þess væri einnig að vænta að betri upplýsingagjöf myndi auka veltu á hlutabréfamarkaðinum. 3. Því hefur stundum verið haldið fram, að þriggja mánaða reglan um birtingu uppgjöra geri stjómendur skammsýna. Þeir horfi fyrst og fremst til næstu þriggja mánaða en ekki næstu þriggja ára. Tíð uppgjör veita stjórnendum fyrirtækja hins vegar aðhald og kalla á tafarlausar aðgerðir þegar eitthvað fer úrskeiðis. Fyrirtæki sem gera oft upp reikninga sína verða að öðm jöfnu fljótari að bregðast við nýjum aðstæðum. Ekki er langt síðan íslensk fyrirtæki gerðu upp reikninga sína einu sinni á ári. Reikningsskil síðasta árs lágu þá oft fyrir um mitt næsta ár eða að meðal- tali 12 mánuðum eftir að atburðirnir gerðust. Augljóslega var því oft bmgðist æði seint við. Því tel ég að tíðari uppgjör geri stjómendur ekki skammsýna heldur viðbragðsfljóta. 4. Hér á landi hefur skortur á birtingu uppgjöra kallað á hugmynd- ir um að fyrirtæki birti áætlanir sín- ar. Það tel ég vafasaman kost. Áætlanagerð er mjög misjöfn í fyrir- tækjum. Sums staðar er áætlana- gerð einfaldar spár. í öðrum er hún markmiðssetning. Engin stöðlun er til varðandi áætlanagerð sambærileg við reglur um reikningsskil. Því leggja menn misjafnan skilning í gerð áætlana. Almenn birting áætl- ana myndi því hugsanlega fremur valda ruglingi en bæta úr upplýs- ingaskorti. Eg tel einnig að krafa um birtingu innri áætlana gæti haft bein áhrif á gerð áætlananna. Þær yrðu ekki lengur sama stjórntækið og áður. Mun betri og einfaldari kostur væri að auka tíðni uppgjöra, sem gerð yrðu opinber. 5. Færa má nokkur rök fyrir því að miklar sveiflur í afkomuþróun innan ársins geri það að verkum að skammtímauppgjör geti verið mis- vísandi og gefi ekki rétta mynda af Valur Valsson árinu í heild. Hjá okkur í íslands- banka, svo dæmi sé tekið, er afkom- an fyrstu þijá mánuði ársins venju- lega mun rýrari en næstu þijá. Sama má segja um mörg önnur fyrirtæki. Þessi staðreynd sýnir hins vegar aðeins að í byijun sé brýnna að auka tíðni uppgjöra þegar líða tekur á rekstrarárið en fyrri hluta þess. En á sama hátt og stjórnendur fyrir- tækjanna hafa fyrir löngu áttað sig á slíkum sveiflum innan ársins mun markaðurinn gera það líka. Þegar hann hefur vanist því að fá sambæri- legar upplýsingar á sama tíma mun hlutabréfamarkaðurinn reynast full- fær um að draga réttar ályktanir. Þess vegna hygg ég að það sé rangt mat hjá ýmsum stjórnendum fyrir- tækja að vegna árstíðabundinna sveiflna í afkomunni sé verra að birta tíðari uppgjör. Það er fyrirtækj- um á Verðbréfaþinginu þvert á móti til hagsbóta að markaðurinn læri að lifa við sveiflukenndan rekstur þeirra og ekki sé reynt að fela hann. 6. íslenskir fjárfestar hafa nú þegar lagt milljarða króna í erlend hlutabréfakaup. Mikilvægt er að fjármagnið streymi ekki aðeins í aðra áttina, þ.e. úr landi. Við þurfum að fá erlenda fjárfesta til að setja fé í íslensk hlutabréf. Til þess að þeir verði fúsir til slíks þarf upplýsingag- jöf á hlutabréfamarkaðinum hér á landi að vera svipuð og þeir þekkja frá mörkuðum í nágrannalöndum. Birting þriggja mánaða uppgjöra er nánast regla þar. Við þurfum að laga okkur að þeim venjum. Allt það sem að framan er rakið styður að mínu mati þá skoðun að tíðari birting uppgjöra væri til mik- illa bóta. Það yrði viðskiptum á hlutabréfamarkaðnum til framdrátt- ar, dragi úr hættu á innheijavið- skiptum, skapaði aukinn aga og við- bragðsflýti hjá stjórnendum, bætti úr upplýsingaskorti hjá hluthöfum og væri liður í því að laga íslenska markaðinn að alþjóðlegum venjum og reglum. Þetta þarf einhvern að- draganda því fyrirtæki og endur- skoðendur þurfa að laga sig að nýj- um vinnubrögðum. En nú er tíma- bært að taka ákvörðun. Höfundur er bankastjóri. FYRIR skömmu sótti undirritað- ur írland heim, ásamt fleirum frá Samtökum iðnaðarins, til þess að reyna að_ fræðast um hveiju það sætir að írland er það ríki í Evrópu sem hefur náð bestum árangri í efnahagsmálum á síðustu árum. Svo góðum árangri að það er nefnt í sömu andrá og þau Asíuríki sem þykja öfundsverð fyrir mikinn hag- vöxt og kallað keltneski tígurinn. Ótrúlegur árangur Á síðustu 3 árum hefur hagvöxt- urinn verið 7% að meðaltali. Fyrir 10 árum voru meðaltekjur á íbúa */. af því sem þær voru í Bretlandi en á þessu ári er reiknað með að þær verði jafnar eða hærri. írland var meðal fátækustu ríkja í Vestur- Evrópu, heldur fátækara en Spánn en aðeins betur sett en Grikkland og Portúgal. írar eru nú nálægt meðaltali ESB ríkjanna og komnir langt fram úr Spánveijum, Grikkj- um og Portúgölum. Dregið hefur úr atvinnuleysi og félagsleg velferð hefur vaxið. Erlendar fjárfestingar á írlandi eru miklar og má sem dæmi um það nefna að 7» allra tölva sem seldar eru í Evrópu koma frá írlandi og að 40% fjárfestinga Bandaríkjanna í tölvu- og rafeinda- iðnaði í Evrópu hafna á írlandi. Samverkandi þættir Margt er nefnt til sögunnar og sýnist sitt hveijum um það hvaða þættir skipta mestu fyrir uppgang- inn á Irlandi: 1) Ofuráhersla íra á mannauð sinn og gott og skilvirkt mennta- kerfí sem sinnir þörfum atvinnulífs- ins. 2) Aldurssamsetning þjóðarinn- ar, en 45% íra eru 24 ára og yngri Ekki ætla ég mér þá dul að það sé á mínu færi að kveða upp úr um þetta. Það er alls ekki hægt að benda á einn eða tvo afmarkaða þætti og fullyrða að þeir einir hafi skipt sköpum um árangur Iranna. Til þess er gangverk efnahagslífsins allt of fiókið. Skýr markmið Staðirnir sem voru heimsóttir voru af margvíslegum toga, s.s. miðstöð fyrir alþjóðlega fjármála- starfsemi, þróunarfélag hafnar- svæðisins í Dyflinni, starfsmennta- miðstöð, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið og samtök atvinnulífsins á Irlandi - IBEC. Það sem fyrst vek- ur athygli er hversu einbeittir íram- ir eru og hversu skýrar hugmyndir þeir virðast hafa um það hvert þeir stefna og hvaða árangri þeir ætla að ná. Á flestum sviðum hafa þeir gert áætlanir til nokkurra ára þar sem markmið og leiðir eru skil- greindar. Hér má sem dæmi taka áætlun fyrir írska mat- vælaiðnaðinn sem tek- ur til áranna 1995- 1999. Þar er gert ráð fyrir að auka fram- leiðslu um 30% og út- flutning um 60%. Valin eru þau svið þar sem vaxtarmöguleikar eru mestir og samkeppnis- staðan er best. Iramir telja það framleiðslu tilbúinna eða fullbú- inna rétta. Áhersla er lögð á að byggja upp þá þætti innan fyrir- tækja sem skipta sköp- um um samkeppnis- stöðuna samhliða því sem áherslur í mennta- og rann- sóknarstarfi em lagaðar að þörfum greinarinnar. Annað dæmi sem má nefna er stefna stjómvalda í skattamálum. írska ríkisstjómin hefur sagt að ekkert eitt svið sé eins mikilvægt og bjóði upp á jafnmikla möguleika til þess að skapa blómlegt efnahags- og atvinnulíf, eins og skattamálin. Erlend fyrirtæki og fyrirtæki sem framleiða til útflutnings hafa notið vemlegs hagræðis í tekjusköttum, hjá þeim hefur skatthlutfallið verið 10% en 36% hjá öðmm írskum fyrir- tækjum. írar hafa haft sérstaka undanþágu frá ESB til þess að hafa 10% þrepið, en í því felst óneitanlega mismunun í skattalegu tilliti. íramir fá að halda því til ársins 2005 fyrir fjármálaþjónustu og 2010 fyrir framleiðslu til útflutnings. í sumar gaf írska stjómin út yfirlýsingu þess efnis að hún hygðist taka upp nýtt tekjuskattshlutfall fyrir öll fyrirtæki á írlandi þegar þessum fresti sleppti. í stað þess að hækka hlutfallið í 36% Keltneski tígurinn (hlutfallið á íslandi er um 40%). 3) Miklar erlendar fjárfestingar. 4) Opnun írska hag- kerfísins um og eftir 1960. 5) Stórfelldur niður- skurður í útgjöldum hins opinbera frá 1987. 6) Efnahagsaðstoð frá ESB. 7) Víðtækir þjóðar- sáttarsamningar síð- ustu 10 árin eða ein- faldlega sú staðreynd að svo illa hafi verið komið fyrir ímm að leiðin hafí ekki getað annað en legið upp á við. Jón Steindór Valdimarsson ætlar hún að hafa það 12,5% fyrir alla. Lækkunin úr 36% í 12,5% á að verða í áföngum fram til ársins 2006. Jafnframt var gefín út yfirlýs- ing þess efnis að ekki yrði hreyft við 12,5% skattinum a.m.k til ársins 2025. Mikilvæg samvinna Víðtækir samningar milli aðila vinnumarkaðar, stjórnvalda og fjölda annarra hagsmunaaðila, samningar sem mætti með réttu kalla þjóðarsáttarsamninga, eru eitt írum hefur tekist að halda uppi miklum hag- vexti og lítilli verðbólgu, segir Jón Steindór Valdimarsson. Margt máaf þeim læra. af því sem einkennir síðustu 10 ár hjá írunum. Sá fyrsti var gerður árið 1987 og sá nýjasti í lok síð- asta árs og ber hann heitið Sam- vinna 2000: félagsleg samheldni, atvinna og samkeppnishæfni (Partnership 2000, for Inclusion, Employment and Competitivness). Samningurinn gildir til þriggja ára og að honum standa nítján samtök auk írsku ríkisstjórnarinnar. Hann hefur að geyma ákvæði um launa- þróun og efnahagsmarkmið næstu ára og að auki fjölda annarra þátta er lúta að félagslegu réttlæti og samkeppnishæfni fyrirtækjanna. I forsendum samningsins segir að hagsaga Ira sanni að vandamál komi ekki síður fram á tímum vaxt- ar en kreppu; vöxtur tryggi ekki að allir þjóðfélagsþegnar njóti hans jafnt eða njóti hans yfirleitt og að hinar öru breytingar í alþjóðlegu umhverfí krefjist sífelldrar endur- skoðunar á grundvallarþáttum efnahagslífsins. Markmið Sam- vinnu 2000 eru þríþætt: 1) að ná tökum á hagstjórn á tím- um mikillar uppsveiflu með því að halda sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um hvað það er sem knýr áfram gangverk efnahags- og þjóðlífs og gafst svo vel á tímum erfiðleikanna, 2) að draga úr félagslegri mis- munun og einangrun sem stafar fyrst og fremst af talsverðu lang- tímaatvinnuleysi, 3) að bregðast við síbreytilegum ytri aðstæðum á alþjóðavettvangi og styrkja samkeppnishæfni at- vinnulífsins með menntun og sí- menntun, endurbótum skattkerfis- ins, nútímalegri opinberri þjónustu og stjómsýslu og byggja upp um- hverfi sem er hagstætt atvinnu- rekstri, sérstaklega rekstri smærri fyrirtækja. Að draga lærdóm Árangur Iranna er í rauninni undraverður. Þeim hefur tekist að halda uppi miklum hagvexti og Iágri verðbólgu, laun hafa hækkað tiltölu- lega lítið miðað við þennan mikla hagvöxt en kaupmátturinn vaxið mikið vegna skattalækkana. Aukin umsvif í efnahagslífinu hafa gert stjómvöldum kleift að lækka skatta samtímis því að greiða niður opin- berar skuldir. Auðvitað em írland og ísland ólík lönd og aðstæður að mörgu leyti ósambærilegar. Það breytir ekki því að full ástæða er til þess að gefa þeim aðferðum gaum sem íramir beita og kanna hvort ekki megi draga af þeim einhvern lærdóm. Sérstaklega þeim þáttum er lúta að því að stilla saman strengi í þjóðfélaginu og setja sameiginleg markmið til margra ára í senn. Höfundur er aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.