Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 48
>48 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sjómanna- skólinn HINN 16. okt. sl. boðaði menntamála- ráðuneytið til fundar með skólameisturum og fulltrúum nem- endafélaga Sjó- mannaskólans ásamt fulltrúum hagsmuna- samtaka sem tengj- ast sjómennsku og útgerð. Gögn frá fundinum lágu á kennarastofu Stýri- mannaskólans dag- inn eftir. í fundarboði var auglýst fund- arefnið „að ræða ætti húsnæðismál Stýri- mannaskólans og Hrafnkell Guðjónsson Vélskólans vegna aðstöðu skólanna í Sjómannaskólahúsinu og álit nefndar um byggingaframkvæmdir á háskólastigi, sem kynnt verður á fundinum.“ Starfsfólk skólans hafði reyndar heyrt um að það væri á óskalista menntamálaráðuneytisins að út- • hýsa skólunum úr eigin húsi, sem byggt var yfir starfsemi þeirra á sínum tíma, en ég held að starfs- mönnum og öðrum velunnurum skólanna hafi þótt hugmyndin svo fráleit að óþarfi væri að ergja sig yfir henni, ráðuneytismönnum dytti einfaldlega ekki í hug að fram- kvæma hana þegar málin yrðu bet- ur athuguð. En nú er komið á dag- inn að menn mátu ekki hugrenning- ar ráðuneytismanna rétt, fundar- boðið sýnir að þeim er full alvara B^með að reyna að framkvæma þetta gerræði. Hugmyndin er að flytja skólann að Höfðabakka 9 í iðnaðar- - hús sem þar er verið að rýma. Sjómannaskólahúsið var byggt á sínum tíma fyrir sérskóla íslensku sjómannastéttarinnar þ.e. stýri- mannaskóla, vélskóla, loftskeyta- skóla og matsveinaskóla. Loft- skeytaskóli er ekki lengur starf- ræktur á íslandi og sérstakur skóli sjómatsveina ekki heldur. Horn- steinn hússins var lagður 4. júní 1944. Við það tækifæri féllu mörg háfleyg orð. Sveinn Björnsson þá- verandi ríkisstjóri sagði þá m.a.: „Það eru fremur öðrum íslenskir sjómenn, sem hafa aflað þess ijár, ^sem gerir ríkinu kleift að reisa þessa myndarlegu byggingu.“ Það er ljóst af þessum orðum og fleirum sem sögð voru á þessum tíma að menn ætluðust til að sjómannamenntunin í landinu ætti húsið og það yrði ekki tekið til annarra nota, enda hafa Stýrimannaskólinn og Vélskól- inn skipt húsnæðinu á milli sín síð- ustu árin. Ekkert vandamál hefur komið upp með húsnæðið milli þess- ara skóla, það hentar vel þeirri starfsemi sem þar fer fram. í aðal- byggingunni er mötuneyti á jarð- hæð, kennslustofur á annarri og þriðju hæð og bókasafn með lesað- stöðu og heimavist fyrir 38 nemend- ur í risi. Auk þass eru tvö önnur jtóiús, sem tilheyra Sjómannaskólan- um, á lóðinni. í öðru húsinu er full- kominn vélasalur fyrir Vélskólann en.í hinu er á efri hæð góð aðstaða fyrir siglinga- og veiðiherma þar sem Stýrimannaskólinn getur þjálf- Kork*o*Plast KORK-gólfflisar með vinyl-plast áferð Kork.o-Plast: i 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annað en hið viðurkennda Kork O Plast, limt á þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKORKIÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTUR i ÞREMUR ÞYKKTUM KORK-PARKETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ABMULA 29 • PÓS7HOLF 8360 • 128 REYKJAVIK SIMI 553 8640 568 6100 að nemendur sína í að sigla og veiða með eftir- líkingu að raunveruleg- um aðstæðum. Á neðri hæð hússins eru kennslu- stofur. Nú er það svo að hús- næðismál skólans há starfsemi hans á engan hátt. Eina vandamálið varðandi húsið er viðhald þess, en það er vandamál íjárveitingavaldsins, ekki skólans. Húsinu hefur því miður ekki ver- ið haldið nægilega við í gegnum árin með þeim afleiðingum að þegar rignir mikið míglekur það. Húsið er sem sagt „margra fötu hús“. í gögnum frá fundinum, sem áður er vitnað í, er vakin athygli á að tillögur sem nefndin gerir sé eftir frumathugun og til að skapa umræðugrundvöll um málið. Eg Veríð er að fínna lausn á húsnæðisvanda einnar stofnunar, segir Hrafn- kell Guðjónsson, með því að henda annarri út. ætla því að leyfa mér að leggja orð í belg og hvet alla, sem láta sig málefni sjómannamenntunar varða, að láta heyra í sér. Ef menn kom- ast að því að tillögurnar séu aðför að sjómannamenntun í landinu er ástæða til að mynda breiðfylkingu til að vinna gegn þeirri aðför. Rökin sem nefndin færir fyrir því að rétt sé að færa skólana eru heldur grunn og sum nánast barna- leg þegar farið er að skoða þau. Hér er verið að finna lausn á hús- næðisvanda einnar stofnunar með tillögu um að henda annarri út. Eru þetta vinnubrögð sem skattgreið- endur biðja um? Maður hefur það á tilfinningunni að fyrst hafi verið ákveðið að nauðsynlegt væri að færa skólana og síðan leitað að rökum til að réttlæta þá ákvörðun. Lítum nánar á nokkur rök ráðu- neytisins með og á móti færslu skólanna og dæmi nú hver fyrir sig. a) „Núverandi húsnæði svarar engan veginn þeim almennu sjálf- sögðu kröfum sem gerðar (eru) um aðgengi fatlaðra i skólum landsins í dag. I nýjum húsakynnum yrði slík aðstaða öll samkvæmt for- skriftinni." Þetta er að sjálfsögðu rétt að aðgengi fatlaðra að Sjó- mannaskólahúsinu er ekki gott en ég held að flestir geri sér grein fyrir að fatlaðir nemendur sækja ekki mikið í það nám sem þar er í boði en geta hins vegar átt fullt erindi í uppeldisskóla svo þessi rök mæla gegn færslu Sjómannaskól- ans og að uppeldisskóli verði settur í húsið. b) „Núverandi húsriæði hefur vissulega sterka tilfinningalega skírskotun. Byggingin er ein af merkari byggingum íslenskrar byggingarsögu. Reist af miklum stórhug og er nánast sem minnis- varði um mikilvægi þessa náms.“ Þessu er ég sammála og mér finnst að menn ættu að leggja nokk- uð mikið upp úr þessu. Eins vil ég minna á orð þáverandi ríkisstjóra, Sveins Björnsonar, sem vitnað er í hér á undan, en það er greinilegt að á þeim tíma þegar ráðist var í byggingu hússins fannst mönnum að það væru fyrst og fremst sjó- menn sem aflað hefðu fjár til bygg- ingarinnar og sjómannamenntunin ætti húsið. E.t.v. hefur mennta- málaráðherra lagalega heimild til að ráðstafa þessu húsi til annars en það var upphaflega byggt til en hann hefur enga siðferðislega heim- ild til þess. c) „En byggingar geta líka orðið að steingervingum og nátttröllum. Þær geta heft framgang og nútíma- væðingu þess náms sem þær eiga að þjóna. Sjómannaskólinn hefur enda áður flutt úr sérbyggðu hús- næði. Má af því tilefni minna á Stýrimannaskólann við Stýri- mannastíg í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki síður merk bygging sem gegn- ir öðru hlutverki í dag.“ Já, ansi seilast menn langt til að rökstyðja flutning skólanna. Við getum kallað öll steinhús nátttröll ef okkur sýnist, svo sú nafngift, sem mér sýnist að sé notuð hér í niðr- andi merkingu, breytir engu um hvort réttlætanlegt sé að færa skól- ana. Þegar Stýrimannaskólinn var fluttur á sínum tíma í núverandi hús var það einfaldlega vegna þess að gamla húsið var orðið of lítið og nýrri skólabyggingu valinn þessi staður þar sem hann þótti hæfa byggingunni og þeirri starfsemi sem fyrirhuguð var í húsinu. Það er rétt að vekja athygli á því fyrir þá sem ekki þekkja húsið og að- stæður að einmitt staðsetning húss- ins kemur að notum við kennslu í Stýrimannaskólanum. í turni skól- ans, en þaðan sér yfir allan Faxa- flóa og innsiglinguna inn til Reykja- víkur, eru radartæki sem nemend- um er kennt að nota. Þeir geta fylgst með skipaferðum bæði í rad- arnum og með berum augum, en þetta er ómetanlegt fyrir nemendur til að tengja radarmyndina og um- hverfið. Nefndin talar einnig um að „nátttröllið" geti heft framgang og nútímavæðingu námsins án þess að skýra það nokkuð nánar. En hvað um uppeldisskóla, þarf ekki að nútímavæða hann? d) „Aðlögun húsnæðis að breytt- um aðstæðum í framtíðinni, s.s. stækkun eða tilfærslur rýma, er mun auðveldari í þessu húsnæði (Höfðabakka 9). Núverandi húsnæði býður síður upg á þann möguleika." Ég vil benda nefndinni á að til er skipulag yfir allt svæðið þar sem Sjómannaskólinn og Kennarahá- skólinn eru, en þar er gert ráð fyr- ir möguleikum á nýbyggingum í tengslum við þessar menntastofn- anir. Það er því alveg fráleitt að nota það sem rök fyrir færslu skól- anna að ekki verði möguleiki í fram- tíðinni að skólinn geti lagað sig að nýjum kröfum. Að öllu þessu athuguðu sé ég engin haldbær rök fyrir færslu skól- anna, miklu fremur hið gagnstæða. Til þess að leysa þetta mál vil ég benda menntamálaráðherra og nefndarmönnum á að ætla væntan- legum uppeldisskóla pláss til bráða- birgða í húsnæðinu á Höfðabakka 9. Síðan getur framtíðarverkefnið verið að standa að þessum málum með reisn og ganga í að gera við Sjómannaskólahúsið, það þarf hvort sem er að gera við húsið, hvaða starfsemi sem þar fer fram. í fram- tíðinni er svo möguleiki á nýbygg- ingum á svæðinu og eru ýmsar hugmyndir um hvernig megi nýta það fyrir sjávarútveginn. Haft var eftir ráðherra í ein- hverri blaðafrétt nýverið að ríkis- sjóður ætti húsið og ráðherra gæti ráðstafað því til annarra nota en nú er ef hann teldi það hagkvæmt. Það fer ekkert á milli mála að ríkis- sjóður á allar opinberar byggingar og ríkisstjórnir á hverjum tíma hafa með umsýslu ríkiseigna að gera. En er ætlast til að nánast geð- þóttaákvarðanir séu teknar um jafn umdeilda aðgerð þar sem engin skynsamleg rök mæla með þeim? Ég held ekki. Að lokum, nefndin telur að lækka megi stofnkostnað KUHÍ úr 1.500- 1.900 m.kr. í 612 m. kr. með þessu brambolti. Þessu er slegið fram án frekari skýringa og trúi nú hver sem vill. Er ekki rétt, strákar, að þið skýrið þetta betur og takið öll atr- iði til greina? Þá kæmi e.t.v. önnur niðurstaða út úr þessum athugun- um. Höfundur er kennari í Stýriniannaskólanum. Saga úr skólastofunni í VONANDI nýaf- staðinni kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga hefur oft verið haft á orði að grunnskólinn sé sveltur og að hann þurfí að efla. Á dögunum fékk ég boð um að koma á kynningarfund í Vest- urbæjarskóla þar sem börnin mín eru. Það var eftir þann fund sem ég ákvað að skrifa grein um þróunina sem orðið hefur í bekknum hjá dóttur minni. Dóttir mín er tólf ára og var þess vegna í sjötta bekk í fyrra. Þar voru tveir bekkir, báðir frekar fámennir, 12 og 15 nemend- ur í hvorum bekk. Það var því ákveðið að sameina bekkina í vet- ur. Helstu áhyggjur kennara og Varla gerir ráðuneytið ráð fyrír því, segir Þröstur Haraldsson, að skólastjórínn greiði fitrir þá tíma sem upp á vantar úr eigin vasa. foreldra voru þær að samkomulag barnanna yrði erfitt því það hafði stundum verið grunnt á því góða milli bekkjanna. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Börnin samlöguðust vel og engin vandamál hafa komið upp af þeirra sökum. Kannski sann- ast þar orðtakið að þröngt mega sáttir sitja, þrengslin í stofunni og skólanum hafa þjappað þessum stóra hópi saman. Hvað sem veldur þá eru börnin 25 bestu vinir og stemmningin í bekknum ágæt. Því miður, kvótinn er búinn En það eru aðrar hliðar á þess- ari sameiningu og þær öllu skugga- legri. Húsnæðismál Vesturbæjar- skóla eru með þeim hætti að stórir bekkir, einkum í eldri árgöngunum, geta ekki verið allir í einu í verkleg- um greinum. Það þarf að skipta bekkjum í fögum eins og mynd- og handmennt, heimilisfræðum og eðl- isfræði. Það væri svo sem ekkert vandamál ef nógur tími væri til ráðstöfunar því eðli málsins sam- kvæmt tekur það helmingi fleiri vinnustundir að kenna bekk sem búið er að skipta í tvennt. Sá tími er ekki til í þeim kvóta sem Vestur- bæjarskóla er úthlutað af fræðslu- yfirvöldum Reykjavíkurborgar. Það er hægt að taka af einhveiju sem nefnist nemendastundir til þess að bjarga heimilisfræðunum og mynd- og handmenntinni fyrir hom en samt fá krakkarnir minni kennslu í þessum fögum en ráð er fyrir gert í námskrá. Þegar röðin kemur að eðlisfræðinni er kvótinn búinn og því fagi einfaldlega sleppt. Kennar- ar hafa reynt að bjarga því sem bjargað verður með því að beina nemendum í valgreinar þar sem þeim eru kennd undirstöðuatriði eðlisfræði. En tilraunir geta þau ekki gert, auk þess sem þessi kennsla er mun minni en lög og reglur kveða á um. Dóttir mín fer því að verulegu leyti á mis við eðlis- fræðikennslu þennan veturinn. Söngurinn hljóðnar En þar með er ekki öll sagan sögð: það er heldur engin tón- menntakennsla í bekknum. Skýring- in sem við foreldrar fáum er sú að það hafi ekki tekist að ráða annan tónmenntakennara að skólanum og sá sem fyrir er annar ekki öllum skólanum, elstu bekkimir verða út- undan. Þetta er víst ekkert einsdæmi í íslenskum skólum. Tónmennta- kennarar eru of fáir og lítið gert af hálfu fræðsluyfirvalda til þess að ýta undir að ungt fólk leggi slíkt nám fyrir sig. Starfsaðstæður eru oft slæmar, víða er vinnudagurinn sund- urslitinn og launin víst ekkert til að hrópa húrra fyrir. Dóttir mín hefur gaman af tónlist og þótt hún sæki píanó- tíma úti í bæ finnst henni líka gaman að syngja. Það var heldur engin tónmennta- kennsla í bekknum í fyrra en þá fékk hún útrás fyrir sönggleðina í kór sem starfræktur var við Vesturbæjar- skóla. Tónmenntakennarinn sem þar starfar, Kristín Valsdóttir, hafði starfað með kómum í nokkur ár með ágætum árangri. Kórinn tók góðum framföum og var farinn að syngja opinberlega. Og ekki spillti það ánægju krakkanna að fá að fara á kóramót og eyða heilli helgi með söngfélögum á sama reki af öllu landinu. Kórstjórn láglaunastarf? En nú er þessi kór allur, í bili að minnsta kosti. Ástæðuna má rekja til sérkennilegrar launastefnu borgarinnar. Kórastarf er flokkað sem tómstundastarf í skólum borg- arinnar og er því ekki á stunda- skrá. Launagreiðslur fyrir slíkt starf eru teknar af öðrum launa- kvóta en almenna kennslan. Og af einhveijum ástæðum hefur verið ákveðið að í tómstundastarfi skuli greidd lægri laun en í kennslu, jafn- vel þótt kennarar með full réttindi sinni starfinu. Kórstjórinn stóð því frammi fyrir því að eftir að hún var búin að kenna fullan vinnudag við tónmenntakennslu þá lækkuðu laun hennar þegar eftirvinnan hófst. Hún fékk kórstjórnina greidda sam- kvæmt lægri launaflokki en hún er í sem kennari og þar að auki á dagvinnutaxta þótt kóræfingar væru haldnar síðla dags eftir að kennslu var lokið. Ég varð ekki hissa þegar hún sagðist ekki lengur geta varið það fyrir sjálfsvirðingu sinni að starfa á þessum forsendum. Bakarinn og smiðurinn Á þriðjudaginn var svo haldinn aðalfundur í foreldrafélagi skólans þar sem þessi mál komu til um- ræðu. Þar kom fram að skólastjórn- endur og foreldraráð hafa gert allt mögulegt til þess að fá þessu breytt, en fram til þessa talað fyrir daufum eyrum. Það er búið að ræða við Fræðslumiðstöð, borgarfulltrúa og menntamálaráðuneyti. Engin svör hafa borist frá borginni og ráðu- neytið sagði það eitt að vissulega væri verið að brjóta grunnskólalög á börnunum okkar og þess vegna hefðu foreldrar rétt til að draga skólastjórann fyrir dómstóla og fá úrskurð þeirra. En við sjáum ekki réttlætið í því að skólastjórinn sé dæmdur fyrir brot á grunnskólalög- unum. Hún er eingöngu að fram- fylgja þeim reglum sem henni eru settar af fræðsluyfirvöldum. Varla gerir ráðuneytið ráð fyrir því að hún greiði fyrir þessa tíma sem upp á vantar úr eigin vasa? Hvað sem því líður þá er meðferðin á dóttur minni og bekkjarfélögum hennar í vetur ekki sæmandi fræðsluyfir- völdum, þeim ber að fara að lands- lögum. Hún skýtur líka skökku við þá umræðu sem verið hefur hávær í vetur um nauðsyn þess að bæta kennslu í raungreinum, verklegum greinum og listum. Þetta ætti held- ur ekki að vera það stórmál að það setji borgarsjóð á hausinn. Eða rík- ir kannski svipað ástand í fleiri skólum borgarinnar, jafnvel einnig utan hennar? Höfundur er biaðamaður. Þröstur Haraldsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.