Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 54

Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, GARÐAR H. SVAVARSSON kaupmaður, Vakurstöðum I, Vopnafirði, (Brekkubyggð 12, Garðabæ), andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 7. nóvember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hulda Guðrún Guðjónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, HARALD G. HALLDÓRSSON fyrrverandi tæknifulltrúi hjá Pósti og sfma, Stangarholti 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi 7. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín M. Þórðardóttir. t Systir mín, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Skiphyl, Leifsgötu 7, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. nóvember. Elísabet Guðmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ásgarði 157, Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. nóvember kl. 15.00. Garðar Steinþórsson, Hrönn Baldursdóttir, Gunnar Steinþórsson, Guðmundur Þór Steinþórson, Davíð Steinþórsson, Þröstur Steinþórsson, Helga Stígsdóttir, Vigfús Jónsson, Guðrún Antonsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Erlendsdóttir, Margrét Benjamínsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær dóttir okkar og systir, ÁLFHEIÐUR ÁSTMARSDÓTTIR, Hraunteigi 19, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju á morg- un, miðvikudaginn 12. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á barnaspítala Hringsins. Ástmar Örn Arnarsson, Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Björn Ástmarsson. t Inniiegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KRISTINS AXELSSONAR, Áshömrum 30, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður í dag, þriðjudag, vegna jarðafarar ÁSBJÖRNS BJÖRNSSONAR. Hringás, Lansholtsvegi 84. ASBJORN BJÖRNSSON -4- Ásbjörn Björns- * son fæddist í Kílakoti, Keldu- hverfi í Þingeyjar- sýslu, 30. júní 1951. Hann lést á heimili sínu 2. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Björns Þórarins- sonar, f. 30.3. 1905, d. 29.4. 1989, og Guðrúnar Ás- björnsdóttur, f. 7.12. 1924, d. 29.11. 1993. Ásbjörn var yngstur fjögurra systkina. Elstur var drengur sem dó fárra mánaða gamall. Ingveldur, f. 11. nóv. 1946, sam- býlismaður hennar Páll Elísson. Þórarinn, f. 13. mars 1949, eig- inkona hans Jenný Stefánsdótt- ir, f. 23. júlí 1951. Ásbjörn kvæntist Kolbrúnu Harðardóttur, f. 26.1. 1951, 12. júní 1971. Foreldrar Kolbrún- ar: Hörður Þor- steinsson, f. 22.10. 1922, d. 26.5. 1977, og Vigdís Ólafs- dóttir, f. 29.8. 1916. Börn Ásbjörns og Kolbrúnar eru: 1) Ásbjörn Ólafur, f. 30.9. 1970, sambýl- iskona Árdís Árna- dóttir, f. 4.9. 1965, þeirra dóttir Stef- anía Kolbrún, f. 30.5. 1994. 2) Heiða Björk, f. 10.1. 1975, sambýlismaður Arnar Þór Hafþórs- son, f. 11.5. 1974, þeirra dóttir Bryndís María, f. 12.7. 1997. 3) Hörður, f. 14.8. 1983. Ásbjörn rak sitt eigið fyrir- tæki frá 1983, sem er heild- verslunin Hringrás, nú til húsa á Langholtsvegi 84 í Reykjavík. Utför Ásbjörns fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Góður drengur er allur. Það var erfítt að sætta sig við þær fréttir sem bárust okkur í júlí sl. um að illvígur sjúkdómur heijaði á Bjössa og honum líkt að taka þeim með æðruleysi. Síðustu mánuðir hafa verið mikil þrautaganga fyrir Bjössa, og erfiðir tímar fyrir fjöl- skyldu og vini. Þó að vitað hafi verið í nokkurn tíma hvert stefndi setur okkur hljóð þegar kallið kem- ur. Ótal spurningar vakna sem eng- in svör fást við. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar fólk í blóma lífsins er kallað burt yfir móðuna miklu. Bjössi var mjög yfírvegaður mað- ur, réttsýnn og hafði mikla innsýn í allt sem greip hug hans og var alltaf jafn gaman og fróðlegt að velta fyrir sér hinum ýmsu málefn- um með honum. Ef vantaði ráðlegg- ingar eða aðstoð var Bjössi alltaf boðinn og búinn og án þess að vera með neina ýtni hafði hann alveg einstakt lag á að draga fram kosti og galla viðfangsefnisins og sýna það í nýju ljósi. Bjössi var mjög iðjusamur og afkastaði ótrúlega miklu á stuttri ævi. Þegár hann og Kolla frænka voru að bytja sinn búskap vann hann sem verslunarstjóri hjá Kistu- felli á daginn og keyrði leigubíl á kvöldin og um helgar. Það leið ekki á löngu áður en Bjössi stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Hringás, sem hann rak og vann Iengst af einn í meðan hann hafði heilsu til. Af framsýni, öryggi og festu kom hann sér vel fyrir á erfiðum markaði. Hann var duglegur að fylgjast með nýjungum og allri þróun í þeirri verslun sem hann stundaði. Það var traust og virðing sem einkenndi sambönd hans við viðskiptavini sína. Þegar hugsað er til baka fyll- umst við þakklæti fyrir þau forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Bjössa og eiga með honum og Kollu ógleymanlegar samverustundir. Á síðustu misserum hafði hann tekið ástfóstri við Breiðafjörðinn og keyptu þau Kolla sér sína eigin eyju þar, Grímsey. í vor var hafist handa við að reisa þar sumarbústað og skildi hann risinn fyrir haustið. Ekki vildi maður fyrir sitt litla líf missa af þessum ferðum, því að vera með Bjössa úti í náttúrunni var eitthvað sem orð fá ekki lýst. En því miður náði Bjössi ekki því takmarki sínu að njóta þess að vera í Grímsey, þessari náttúruperlu, með fjölskyldu sinni. Það er erfítt að setia sisr í spor fjölskyldu Bjössa, sem í dag kveður með söknuði góðan vin, eiginmann, föður og afa. I sumar fjölgaði aftur í Qölskyldunni þegar Bjössi og Kolla eignuðust sitt annað bamabarn. Það er sárt til þess að vita að litlu stúlkumar tvær fái ekki að njóta þess að kynnast afa sínum. Elsku Kolla frænka, Ási, Heiða og Hörður við vonum að guð gefí ykkur styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma. Við viljum votta ykkur, fjölskyldum ykkar og vinum okkar dýpstu samúð. Jón og Sigrún. Þó svo að fólk sé undirbúið vegna fyrirsjáanlegs andláts nákomins ættingja eða vinar, kemur slík frétt samt sem áður alltaf eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þannig var því farið með okkur hérna fyrir vestan, þegar hringt var og okkur tjáð að Bjössi væri látinn. Þetta snerti okk- ur djúpt og okkur varð hugsað til þess hve miklu var ólokið af áform- um þessa unga manns. Við minn- umst jafnframt með þakklæti þeirra samverustunda sem við höfum átt og þökkum fyrir þær kringumstæð- ur sem leiddu fjölskyldur okkar saman. Kynni okkar hófust þegar Vigga frænka kom með ykkur á eyjamót fyrir um það bil 10 árum. Kolla, Bjössi og börnin þrjú höfðu búið sér notalegt heimili í Klapparberginu, þar sem ávallt ríkti glaðværð en um leið alvara fyrir því sem verið var að gera. Við höfum eytt mörg- um ánægjustundum saman þar sem hlutirnir voru ræddir og reyndist einstaklega gott að leggja fyrir Bjössa ýmiss konar dagleg vanda- mál. Hann var sífellt úrræðagóður og vildi ávallt leysa hvers manns vanda. Þó svo að Bjössi væri ávallt tilbúinn að aðstoða bæði með huga og hönd, vildi hann sem allra minnst kvabba á öðrum. Fljótlega eftir okkar kynni tók Bjössi og fjölskylda hans miklu ást- fóstri við Breiðafjörðinn, en þaðan er Vigga frænka, tengdamóðir hans, ættuð. Fyrst komu ánægju- legar heimsóknir í Hólminn og síðan í Vinaminni í Flatey, þar sem Bjössi og hans fólk lagði gjörva hönd á uppbyggingu hússins. Það var síðan í vor sem Bjössi festi kaup á fallegri eyju þar sem hann hugsaði sér að koma upp nota- legu sumarhúsi fyrir sig og sína. Bjössi var búinn að fara margar ferðir um Breiðafjörðinn, bæði með öðrum og eins undanfarið á sínum eigin báti. Áhuginn á því sem fyrir lá var auðsær og Bjössi var eftir- tektarsamur og áhugasamur fyrir öllum leiðbeiningum er varðaði þetta framandi svæði. Síðasta heimsóknin í eyjuna fal- legu var farin í júnímánuði sl. til bess að undirbúa bvera'ine'u sumar- hússins. Þar var dvalið með vinum og kunningjum við störf í yndislegu veðri, í ferð sem seint líður úr minni. Á þessum tíma kenndi Bjössi sér meins sem að vísu var álitið annað en í ljós kom. Það var síðan nokkr- um vikum síðar sem sjúkdómurinn illvígi uppgötvaðist. Tíminn leið ógnarhratt og nú er þessi dagfars- prúði drengur allur. Endurminning ekki svíkur atvik þegar burtu fykur. Lifir hún sem lífsteinn ríkur, lífið þar til frá oss víkur. (B.H.) Söknuðurinn og sorgin eru mikil. Elsku Kolla, Ási, Heiða, Hörður og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og óskum þess að góður Guð styrki ykkur og styðji á þeim tíma sem framundan er. Pétur, Svana og börn. Nú er skarð fyrir skildi í vina- hópi okkar hjóna að Ásbirni Björns- syni látnum. Hugprúður, hljóðlátur og æðrulaus gekk hann á vit skap- ara síns, svo langt um aldur fram að mann setur hljóðan og spyr: Er þetta réttlátt, hvað er rétt? Engin fást svörin. Bjössi átti svo margt til að lifa fyrir, kjarkmikla og sam- henta fjölskyldu, gott skap og góð samskipti við samferðamenn sína. Síðastliðin ár höfum við átt margar og góðar samverustundir með þeim hjónum Kollu og Bjössa ásamt börnum þeirra. Hvort heldur voru helgarferðir í sumarhús, ferð- ir um landið eða kvöldstund í heimahúsi með þeim, fundum við alltaf fyrir hlýju og vinsemd í okk- ar garð frá Bjössa. Við höfðum ráðgert fleiri ferðir. Meðal annars ferð út í eyjuna þeirra Kollu og Bjössa úti á Breiðafirði á „Hör- munginni“, litla bátnum hans Bjössa. Á kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir það að hafa fengið að kynnast Bjössa, þessum trygga og góða vini okkar. Við biðjum Guð að varðveita sálu hans og styrkja eiginkonu hans, börn, tengdabörn, aðrar ástvini og síðast en ekki síst litlu sólargeisl- ana, barnabörnin hans, litlar hnátúr tvær. í söknuði eigum við minningar um góðan dreng. Fanney og Þráinn. Á allra heilagra messu sveiflaði maðurinn með ljáinn orfi sínu á enginu sem alltaf er. Núna lá Ásbjörn vinur minn eftir í skáranum. Við höfum þekkst tæp- an áratug og þau kynni skilja eftir minningu um góðan dreng. Síðustu árin rákum við fyrirtæki okkar, sem störfuðu á svipuðum grunni, hvor í sínu lagi hlið við hlið og reyndum í samstarfi að styðja hvor annan og þar með að stækka ánægðan viðskiptamannahóp. I svona rekstri skiptir oft sköpum að finna réttu leiðina. Með traustri framkomu, glettni og góðu viti sýndi Ásbjörn iðulega aðdáunar- verða snilli. Hann var sístarfandi og alltaf tilbúinn að hjálpa þeim sem til hans leituðu en stundum varð tíminn of tæpur. Við áttum margar góðar stundir saman og þá var Ásbjörn fremur gefandinn en ég þiggjand- inn. Með þessum línum er ég að leit- ast við að þakka þær góðu stundir. Eftir standa ógerðir hlutir og autt rúm Ásbjörns, sem nú er farinn á besta athafnaskeiði lífsins, en guðs vegir liggja ofar okkar. Hans bíða nú vinir í varpa í ríki Drottins, þar mun Ásbjörn eiga góða heimkomu og andi hans mun velja verðug viðfangsefni. Kolbrún mín, sporin eru þung þessa daga, en þú átt fjársjóð minn- inga um vininn þinn besta. Sami Ijósgeislinn skín í sálir ykk- ar beggja. Við syrgjum í einlægni og þökkum það góða en syrgjum ekki of lengi. Birtan, gleðin og lífið þarfnast okkar, Við Sigríður færum bér OEf börnunum okkar dýpstu og-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.