Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 76

Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 76
MORGUNBLABID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SlMI 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskafurðir hf. í útgerð með Rússum í Barentshafí 5.000 tonna kvóti hefur verið tryggður FISKAFURÐIR hf. í Reykjavík hafa ásamt rússneskum samstarfs- aðilum keypt togarann Bootes af þýzk-íslenzka fyrirtækinu Mecklen- burger Hochseefischerei í Rostock í Þýzkalandi. Skipið heldur í dag til veiða í Barentshafi og hafa því verið tryggðar aflaheimildir upp á um 5.000 tonn og er það mest þorskur. Skipið er skráð á Kýpur, en útgerð bess og sölu afurða verður stjórnað raf dótturfyrirtæki Fiskafurða í Reykjavík. Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða, segir að mikið hafi verið unnið í skipinu áður en það hélt til veiða: „Vinnsludekk var endumýjað og komu þar að verki Stálsmiðjan og Fiskvélar. Bætt var við tækjakost í brúnni, tekið troll frá Hampiðjunni og hlerar frá J. Hinrikssyni, allur kostur, olía og Morgunblaðið/Kristján TOGARINN Bootes kom til Akureyrar í gær til að taka troll til veiða í Barentshafi. fleira var keypt hér á landi. Þessi kostnaður nemur alls um 80 milljón- um króna, en það er samkomulag við seljendur skipsins að gefa ekki upp kaupverð á því,“ segir Jón Sig- urðarson. Veiðileyfi í rússneskri og norskri lögsögn Skipið hefur veiðileyfí bæði í rússneskri og norskri lögsögu og verður fiskurinn flakaður og frystur um borð fyrir markaði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sex Islendingar fara með skipinu til að þjálfa upp rússneska áhöfn þess og til að byrja með verður íslenzkur skipstjóri, Ragnar Elísson, með skipið. Jón Sigurðarson segir að vissu- lega sé minnkandi kvóti í Barents- hafi ákveðið áhyggjuefni. Það eigi þó ekki að koma niður á útgerð skipsins enda standi flakavinnslu- skipin betur að vígi en hin komi til þess að veiðiheimildir minnki. Jón segir ennfremur að gangi veiðar og vinnsla vel séu góðir möguleikar á því að fá auknar aflaheimildir. Morgunblaðið/Kristján I óðaönn að höggva jólatré Sfldveiðin ekki verið minni í 20 ár Veruleg verð- mæti gætu tapast SÍLDVEIÐIN það sem af er þessari vertíð er sú minnsta í 20 ár. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson er á síldarslóð úti fyrir Austfjörðum og hefur ekki fundið síld. Samið hefur verið um sölu á 90 þúsund tunnum af sfld á vestræna markaði og er framleiðsla á eftir áætlun. Heildarkvótinn á vertíðinni er 100 þúsund tonn. Veiðst hafa 32.871 tonn en vertíðin stendur yfirleitt yfir frá seinni hluta september og út desem- ber. A sama tíma í fyrra höfðu veiðst tæplega 50 þúsund tonn. Búið að framleiða þriðjung upp í samninga Fyrir einu ári var síldarstofninn tæplega 500 þúsund tonn samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Jakob Jakobsson, forstjóri stofnun- arinnar, segir að þessi litla veiði komi mönnum því í opna skjöldu. Haustvertíð hafi ekki brugðist með þessum hætti í 20 ár. Gunnar Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, segir að búið sé að framleiða um þriðjunginn af því magni sem þegar hefur samist um. „Okkur hefur tekist að afgreiða upp í fyrstu sendingar. En ef það fer ekki að rætast úr veiðinni á næst- unni stöndum við andspænis því vandamáli að geta ekki staðið við þær skuldbindingar sem við höfum gert,“ segir Gunnar. Síldarútvegsnefnd hefur haldið að sér höndum við gerð frekari sfldar- samninga vegna óvissunnar um síld- veiði. Gunnar sagði að veruleg verðmæti væru í húfi ef veiðin glæddist ekki. ■ Lakasta/6 Morgunblaðið/Rax 48 metra hátt og 33 metra breitt síló undir súrál þýtur nú upp við Grundartanga. Reisa á mann- virkið á aðeins 16 dögum og eru starfsmenn Istaks vel á veg komnir. Að sögn Tómasar Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra hjá Norðuráli, ganga allar fram- kvæmdir við álver Norðuráls að óskum. Stefnt er að því að steypuvinnu ljúki í desember og vinna við stálgrindur er komin í gang. Á næstu vikum mun mikið af vélum og tækjum berast að Grundartanga en fyrirtækið hef- ur samið við Samskip um flutn- inga á 45 þúsund tonnum af margsvíslegum búnaði vegna starfseminnar. Ráðgert er að fyrsta skipið, sem m.a. mun flytja reykhreinsivirki, leggi úr höfn í Evrópu fljótlega. Launavísitala hefur hækkað um 6,6% það sem af er þessu ári Meiri hækkun en reiknað var með STARFSMENN Skógræktarfélags Eyfirðinga hafa síðustu daga verið að skoða grenitré sem vænleg þykja til að prýða stofur Akureyr- inga um jólahátíðina. Þeir hafa nú valið þau tré sem höggvin verða í Kjarnaskógi og reitum félagsins á Laugalandi á Þelamörk og Mið- hálsstöðum og hófust handa við verkefnið í gær. Skógræktarfélag Eyfirðinga sel- ur að jafnaði um 2.000 til 2.500 jólaté, en ekki eru höggvin nema um 200 tré á svæðum þess. Um helmingur trjánna er innfuttur jiiorðmannsþinur og þá fær félagið einnig tré m.a. úr Þingeyjarsýslum og víðar að. Gert er ráð fyrir að salan hefjist í kringum 10. desem- ber, en sala á greinum hefst mun fyrr enda hefst aðventan í lok þessa mánaðar. Á myndinni eru þeir Þröstur Már Pálmason og Helgi Þórsson sem voru önnum kafnir við að ‘höggva jólatré í Kjarnaskógi í gærdag. LAUNAVÍSITALA hækkaði um 6,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. í forsendum fyrir fjárlagafrumvarp- inu var reiknað með 5-5,5% hækk- un launavísitölu á árinu öllu. Laun á almennum markaði hafa hækkað heldur meira en laun opinberra starfsmanna og er meginskýringin á því sú að margar stéttir opinberra starfsmanna luku ekki samningum fyrr en á haustmánuðum. Þess vegna má búast við að launavísitala eigi eftir að hækka talsvert enn þegar samningar kennara, leik- skólakennara og fleiri hópa fara að mælast í vísitölunni. Launavísitalan hefur þegar hækkað meira á þessu ári en allt ár- ið í fyrra þegar hún hækkaði um 6%. Laun á almennum markaði hafa það sem af er árinu hækkað um 6,9%, en laun opinberra starfs- manna hafa hækkað um 6,2%. Skýr- ingin á þessum mun má að stærst- um hluta rekja til þess að nokkrar fjölmennar stéttir opinberra starfs- manna luku gerð kjarasamninga á haustmánuðum og áhrif þeirra eru því enn ekki farin að mælast í launavísitölu. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 7,6% í fyrra, en laun á almennum markaði um 5%. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur ASI, sagði að þessi hækkun launavísitölu væri ekki fjarri því sem gert var ráð fyrir þegar gengið var frá almennum kjarasamningum í vor. Taxtar hefðu hækkað um 4,7%, en þessari hækkun fylgdi hækkun á yfirvinnu. Auk þess hefðu lægstu launataxtar hækkað hlut- fallslega mest. Það væri því hægt að útskýra hækkun launavísitölu án þess að benda á launaskrið sem skýringarþátt. Hún sagðist þó ekki útiloka að eitthvert launaskrið hefði átt sér stað á árinu. Skattalækkun kom mismunandi niður Launavísitalan tekur ekki tillit til lækkunar skattprósentu um 1% 1. maí sl. Edda Rós sagði að lækkun skatta hefði komið mjög mismun- andi við launafólk. Fólk með lægri laun hefði ekki notið skattalækkun- ar með sama hætti og þeir sem hærri launin hefðu m.a. vegna þess að skattleysismörkum hefði ekki verið breytt samhliða skattalækk- uninni. Um næstu áramót myndi skattprósentan lækka og jafnframt myndu skattleysimörk hækka og það kæmi þeim lægra launuðu til góða. Eftir sem áður kæmi skatta- breytingin ákaflega misjafnlega nið- ur á launafólki. Edda Rós sagði of snemmt að segja fyrir um hvað kaupmáttar- aukningin yrði mikil á þessu ári. Þeirri spurningu yrði hægt að svara um næstu mánaðamót þegar Kjara- rannsóknamefnd birti niðurstöður sínar. I fjárlagafrumvarpinu er reiknað með að kaupmáttur aukist á árinu um 4,7%, þar af 1,7% vegna lækkunar skatta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.