Morgunblaðið - 27.01.1998, Page 40

Morgunblaðið - 27.01.1998, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Leifur Haraldur Jósteinsson fædd- ist í Reykjavík 26. des- ember 1940. Hann lést á heimili sínu hinn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 14. apríl 1914, og Jósteinn Magnússon, sem er látinn. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum á Patreksfirði, þeim ■' Sigríði Jónsdóttur og Kristjáni Eggertssyni. Hálfsystir Leifs er Hafdís Agústsdóttir, kennari, f. 7. des. 1948, gift Pétri J. Kjerúlf, lögfræðingi. Fósturbræður Leifs eru þeir Arnþór Kristjánsson, sjó- maður, f. 28. júlí 1931, og Krislján Kristjánsson, myndlistarmaður, f. 5. feb. 1950. Synir Leifs eru: 1) Hannes Þór, tölvufræðingur, f. 3. mars 1968. Móðir hans er Valdís Hjartardóttir. Sonur Hannesar er Það var fyrir tæpum 20 árum að Leifur Jósteinsson fékk það verk- efni að fara með undirrituðum á ^ heimsmeistaramót unglinga í skák sem þá var haldið í Graz í Austur- ríki. Þrátt íyrir 20 ára aldursmun urðum við mestu mátar á þeim tveimur vikum sem mótið tók og hélst vinátta okkar æ síðan. Það var ekki að furða þótt ég unglingur- inn liti upp til þessa snaggaralega þúsundþjalasmiðs sem hafði gegnt öllum mögulegum störfum til lands og sjávar, virtist þekkja alla og hafa ráð undir rifí hverju. Leifur var ekki hár vexti en mik- ill þrekmaður og hraustmenni. ' :Hann ólst upp á Patreksfirði, tók gagnfræðapróf frá Núpi 1957 og fluttist síðan til Reykjavíkur. Hann var lífsglaður ungur maður og snemma heillaðist hann af skáklist- inni sem varð hans aðaláhugamál. Þótt hann væri greindur vel og af hæfíleikafólki kominn í báðar ættir, stóð hugur hans ekki til frekara náms. I æsku vann hann fjölbreytt störf. Hann var togarasjómaður, fisksali, línumaður og við önnur störf hjá RARIK, kokkur, skólabíl- stjóri, handavinnu- og teiknikenn- ari í barnaskólanum Tunguholti, Fáskrúðsfírði svo nokkuð sé nefnt. Árið 1973 hóf hann síðan störf hjá Landsbankanum og vann eftir það "* við bankastörf, frá 1. nóvember 1977 og æ síðan í Búnaðarbankan- um. Leifur gekk í sambúð með Val- dísi Hjartardóttur og giftust þau síðar. Þau eignuðust soninn Hann- es Þór. Þau Valdís skildu. Síðar bjó hann um árabil með Ólöfu Maack Jónsdóttur og eignuðust þau Hrafnkel Loga. Þau slitu samvist- um. Leifur eignaðist þriðja soninn, Aron, með Astu Sigurðardóttir. Þau Ásta hófu ekki sambúð en héldu ávallt góðu sambandi. Leifur var afar stoltur af sonum sínum þremur og sonarsyninum Daníel Þór og fylgdist grannt með upp- _ vexti þeirra, þótt ekki tæki hann iieinan þátt í uppeldinu. Skáklistin var okkar sameigin- lega hugðarefni. Leifur var ekki sérstaklega mikill keppnismaður á þeim vettvangi, heldur tefldi hann langmest fyrir ánægjuna og félags- skapinn. Tvítugur sigraði hann á öflugu afmælismóti Skákfélags Hafnarfjarðar árið 1960 og árið eft- ir á Skákþingi Hafnarfjarðar. Eftir að við kynntumst tók hann oft þátt í mótum og náði líklega sínum besta árangri árið 1980, er hann varð í 2,- 4. sæti á mjög vel skipuðu Skák- • þingi Reykjavíkur. Fyrir góðan ár- angur sinn um það leyti vann hann sér inn stig frá Alþjóðaskáksam- bandinu FIDE og var mörg ár á eftir á meðal 20-25 stigahæstu ís- lensku skákmannanna. Þá var hann um 20 ára skeið í sigursælli skák- sveit starfsmanna Búnaðarbank- ans. Daníel, f. 17. ágúst 1987. 2) Hrafnkell Logi, f. 2. okt. 1982. Móðir hans er ólöf Maack Jónsdóttir. 3) Aron, f. 27. nóv. 1985. Móðir hans er Ásta Sigurðardóttir. Leifur vann ýmis störf fram til ársins 1973 er hann réðst til Landsbanka íslands. Árið 1977 hóf hann störf hjá Búnaðar- banka Islands og var útibússtjóri bankans á Grundarfirði frá 1987 til 1995. Þá varð hann útibússtjóri í Vesturbæjarútibúi Búnaðar- bankans í Reykjavík og gegndi því starfi til æviloka. Leifur sat í stjórn Skáksam- bands íslands frá 1984-86 og aft- ur frá 1996-97. Leifur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Leifur kom mjög við sögu á miklu uppgangstímabili íslenskrar skákhreyfingar á níunda áratugn- um. Við höfðum oft rætt nauðsyn þess að halda hér fleiri alþjóðamót til að gefa upprennandi Islending- um tækifæri. Það var ekki síst fyrir áhuga og atorku Leifs að Búnaðai’- bankaskákmótið 1984 komst á lagg- irnar. Þar sló Jóhann Hjartarson í gegn svo um munaði og í kjölfarið fylgdi fjöldi móta. Sú kynslóð sem þá fékk að láta ljós sitt skína er uppistaðan í íslenska landsliðinu, sem hefur verið í hópi tíu bestu í heimi frá árinu 1986. Leifur var mótsstjóri og fórst það svo vel úr hendi, að í kjölfarið var mjög lagt að honum að taka að sér trúnaðar- störf fyrir skákhreyfinguna. Hann tók m.a. að sér það erfiða hlutverk að vera gjaldkeri Skáksambands Islands á annasömu tímabili og gegndi því starfi af stakri trú- mennsku þar tO hann fluttist til Grundarfjarðar. Árið 1984 hóf ég einnig störf í Búnaðarbankanum og eftir það urðu kynni okkar Leifs ennþá meiri en áður. Það var mikill fengur fyrir mig, nýútskrifaðan lögfræðinginn, að eiga að svo veraldarvanan bankamann. Leifur starfaði þar af metnaði og mat mikils þá ábyrgð sem honum lítt menntuðum hafði verið fengin. Fyrst vann hann í að- albankanum, en varð skrifstofu- stjóri í útibúi bankans í Garðabæ frá 1980 og við stofnun útibúsins í Kópavogi árið 1983 varð hann skrif- stofustjóri þar. Leifur fór árið 1981 til starfsnáms í Midland Bank í London og lærði þar sitthvað sem síðar átti eftir að reynast vel. Árið 1987 kom að því að Leifi var falið að verða útibússtjóri Búnaðar- bankans á Grundarfirði. I því myndarlega sjávarplássi hafði bankinn reist glæsilegt útibú. Ur glugganum á skrifstofu Leifs blasti Kirkjufellið við eins og málverk á veggnum. Við vinir Leifs eignuð- umst innhlaup hjá honum á Grund- arfirði og þangað var ávallt gaman að koma, hvort sem það var í erind- um bankans eða í skemmtiferð. Ferðir mínar þangað urðu líka margar og þegar hann var í bænum heimsótti hann okkur hjónin oft. Leifur naut sín vel á Grundar- firði. Honum var vel tekið og þar nýttist vel reynsla hans á unga aldri við fjölbreytt störf. Það er ekki oft sem bankaútibússtjórinn byrjar á því að kenna viðskiptavin- unum að flaka fisk, en lagni við það var á meðal fjölmargra hæfileika Leifs. Hann sagðist sjálfur eiga heimsmetið í að flaka karfa. Fljót- lega eftir að hann kom á Grundar- fjörð eignaðist hann trillu og veiddi strax eina þá stærstu lúðu sem sést hefur við Breiðafjörð. Það kom vel í ljós í starfi Leifs sem bankaútibússtjóra hversu gæt- inn og traustur hann var að upp- lagi. Þótt miklir erfiðleikar hafi steðjað að atvinnulífi landsmanna fljótlega eftir að hann tók við útibú- inu á Grundarfirði tókst honum að sigla framhjá skerjunum og forðast áföll. Leifur hafði verið einhleypur um nokkurra ára skeið þegar hann fluttist vestur. Hann eignaðist þar góða og trausta vini, en oft hlýtur þó vistin að hafa verið nokkuð ein- manaleg. Starfinu fylgdi óhjá- kvæmilega nokkur einangrun. Bankastjórinn gat ekki leyft sér að fara út á lífið og lyfta sér upp. Á þessum árum sínum íylgdi hann tvívegis Jóhanni Hjartarsyni, vini sínum, á stórmót í Júgóslavíu og á Spáni. Hann fór líka með mér til Sviss og urðu þetta honum mjög eftirminnilegar ferðir sem styttu honum skammdegið. Leifur var bráðskemmtilegur ferðafélagi og hann naut þess mjög að koma á nýjar slóðir. Leifur var sjö ár á Grundarfirði en færði sig þá um set og tók við Vesturbæjarútibúi Búnaðarbank- ans. Því stýrði hann af sama örygg- inu og áður og var vinsæll á meðal samstarfsmanna og viðskiptavina. Nú þegar komið er að leiðarlok- um sé ég að heilsu Leifs hefur verið farið að hraka þegar á árinu 1994. „Ef ég hefði ekki verið svona hraustur hefði þetta uppgötvast fyn’,“ sagði hann um mein sitt í haust þegar hann hafði fengið þungan dóm lækna. En Leifur gafst ekki upp baráttulaust. Hann lét ekki hugfallast, heldur bjóst til varnar gegn sjúkdómnum í íbúð sinni í Kópavogi og gerði allt sem hann gat í baráttunni fyrir lífinu. Þar stóð hann ekki einn, heldur naut hann stuðnings fjölskyldu sinnar og fjölmargra vina. Heima- hlynning Krabbameinsfélagsins lagði líka sitt af mörkum. Það var sárara en tárum taki að fylgjast með góðum vini breytast úr hraustmenni í veikburða sjúkling á örfáum mánuðum. Það var þó að- eins líkaminn sem gaf eftir, andinn var óbugaður. Það er ótrúlegt, en aðeins eru þrjár vikur frá því að Leifur var með vini sínum Jóhanni Hjartarsyni að fylgjast með æsispennandi heimsmeistaraeinvígi í skák í sjónvarpinu og hann fann vinningsleikinn sem Anand sá ekki! Leifur heimsótti aldraða móður sína daglega á meðan hann gat og hann safnaði þreki til að geta verið með fjölskyldunni um jólin og ára- mótin. Hafdís, systir hans, hjálpaði honum mest við þessar erfiðu að- stæður. Ur sambandi þeirra Leifs skein systkinakærleikurinn. Fyrir jólin kom svo Hannes Þór, elsti sonurinn, alfluttur heim frá Fresno í Bandaríkjunum, til að hjálpa fóð- ur sínum í þessu harða stríði. Hann var Leifi mikill styrkur og veitti ekki af, því strax í byrjun ársins hófst lokabaráttan og hún varð snörp. Þau Hafdís og Hannes gátu uppfyllt þá hinstu ósk Leifs að fá að heyja hana heima, umvafinn ástríki þeijra. Eg votta þeim, móður hans, son- unum ungu, sonarsyninum og öðr- um aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð geymi þig, kæri vinur. Margeir Pétursson. Leifur var að vestan en kom að austan uppí Taflfélag. Þeir sögðu að hann hefði verið að kenna á Fá- skrúðsfirði en væri nú fluttur suður og væri nokkuð glúrinn að tefla. Við töldum okkur strax sjá að hann kynni engar byrjanir og þeir sem lengra voru komnir staðhæfðu að taflmennska hans í miðtaflinu væri ekki alveg eftir bókinni. Þó vann hann flestar skákirnar og var rosa- lega góður í endatöflum. Þá var hann líka lævís og hættulegur: Einu sinni var hann þrem peðum undir í hróksendatafli en fórnaði hróknum af stakri snilld þannig að mát blasti við andstæðingnum. Það varð að bera virðingu fyrir svona manni. Við lærðum það síðan að Leifur átti sér dularfulla skákfortíð og hafði teflt við Benóný og gömlu meistarana í Breiðfirðingabúð. Þegar betur var að gáð kunni hann auðvitað líka byrjanirnar sínar eins og t.d. grjótgarðsafbrigðið en þær voru bara ekki í tísku þessa stund- ina. Þá varð þýðingarlítið að reyna kóngsindverska vörn gegn Leifí. Hann svaraði undantekningarlaust með fjögurrapeða árásinni og var þá svartur heppinn að halda út í yf- ir tuttugu leiki. Eg tefldi margar skákir við Leif uppi í Taflfélagi áður en ég kynntist honum að gagni. Þá var hann flutt- ur í Mjóuhlíðina og stóð hús hans opið skákmönnum. Þar var teflt, horft á fótbolta í sjónvarpinu og spjallað um heima og geima. Þar kenndi Leifur mér, ungum laga- manni, alla bankalögfræðina eins og hún lagði sig enda var hann með pungapróf í lögfræði. Hann leysti reyndar oft síðar fyrir mig úr vandamálum á því lagasviði þegar ég kom ekki auga á besta leikinn. Á þessum árum var ég að endur- nýja bernskukynni mín af stang- veiði og þar sem Leifur var alinn upp í veiðimennsku fyrir vestan og kallaður Halli urðum við veiðifélag- ar. Hófst sú veiðimennska með því að Leifur lagði til sinn hvíta önd- vegisskódabíl og við ókum á honum austur í Vopnafjörð. Minna mátti það ekki vera. Það var auðvitað enginn fiskur í Sunnudalsá en gam- an var í Miklagarði. Þá fórum við á Seyðisfjörð og gistum á Egilsstöð- um og Fáskrúðsfirði. Það var eng- inn fiskur í Fáskrúðsfjarðará en bullandi bleikja í Breiðdalsá. Þar á liggjandanum kenndi Leifur mér vestfirska bleikjuveiðigaldra. Eftir austurferðina góðu rennd- um við víða fyrir fisk á næstu árum. Eg minnist ferða í Grímsá, Hauka- dalsá, Straumfjarðará, Búðardalsá og austur á Iðu. Frægasta veiði- ferðin var þó í Sæmundará í Skaga- firði þar sem Leifur vann það ein- stæða afrek að veiða sextán punda lax á naglaklippur. Leifur fluttist á Grundarfjörð og tók við útibúi Búnaðarbankans. Þar undi hann hag sínum vel. Hann gat dólað sér við veiðar og komist á sjó. Meðal annars dró hann á haukalóð allra stærstu lúðu sem ég hef nokkurn tíma haft spurnir af. Leif- ur eignaðist trillu og átti ég hlut með honum. Síðan fengum við krókabát og settum hann í lengingu af því að þá planaði hann betur. Eg fór allt of sjaldan vestur á skak og ég held að Leifur hafi líka farið alltof sjaldan út, því á söltum sjó leið honum best. Leifur var góður maður. Eg minnist hans með þakklæti fyrir samverustundirnar og mikilli eftir- sjá. Ég veit að Lykla-Pétur skráir hann strax í meistaraflokk. Ásgeir Þór Árnason. Það var mikið áfall sem ég fékk í síðustu viku þegar ég fór í Vestur- bæjarútibú Búnaðarbankans til að hitta Leif. Ég kynntist Leifi sem útibús- stjóra í Vesturbæjarútibúinu. Sem framkvæmdastjóri og útlendingur fékk ég góð ráð og leiðbeiningar hjá Leifi um hvernig best væri að ganga gegnum frumskóg peninga- málanna á íslandi. AJltaf fékk ég góðar móttökur, sama hvenær ég kom í bankann. Dyrnar á skrifstof- unni hans voru ávallt opnar svo við gátum rætt málin. Leifur var mjög nákvæmur, samviskusamur og sannur fagmaður á bankastjórasvið- inu. Hann var mikill húmoristi og við skiptumst margoft á bröndurum á lokuðum viðskiptafundum. Leifur hafði haldgóða enskuþekkingu og stundum töluðum við saman á ensku til að viðhalda enskukunnáttu okkar. Við rifjuðum upp gamlar minningar um starf Leifs hjá Mid- land Bank í London. Sjaldan hef ég kynnst öðrum eins Englandsvini og þótti Leifi England ákaflega fagurt land. Stundum ræddi ég við þennan hugsandi mann um allt milli himins og jarðar og tilgang lífsins. Hug- myndin um meistarahönnuð, hinn Almáttuga - Guð - ætti að skipta LEIFUR HARALDUR JÓSTEINSSON okkur miklu máli. Kunnur eld- flaugasérfræðingur sem vann hjá NASA, dr. Werner von Braun sagði: „Náttúrulögmál alheimsins eru svo nákvæm að við eigum ekki í nokkrum erfiðleikum með að smíða tunglfar, og getum tímasett flug- tímann upp á brot úr sekúndu. Ein- hver hlýtur að hafa sett þessi lög- mál.“ Dauðinn er oft nefndur síðasti óvinurinn. Biblíuritarinn Páll gaf von um að komast mætti undan þessum „síðasta óvini“, dauðanum. Hann skrifaði: „Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörður." (1. Korintubréf 15:26). Af hverju gat Páll verið svona viss um það? Af því að sá, sem sjálfur hafði verið reistur upp frá dauðum, Jesús Kristur, hafði kennt honum. (Post- ulasagan 9:3-19). Þess vegna gat Páll líka skrifað: „Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann (Ádam), kemur og upprisa dauðra fyrir mann (Jesú Krist). Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.“ (1. Korintubréf 15:21, 22.) Ég votta móður Leifs, þremur sonum og sonarsyni samúð mína og það er von mín að þið megið leita styrks hjá hinum sanna Guði Biblí- unnar. Jeff Roberts, framkvæmdastjóri Lyftuþjónustunnar. Dauðinn er lækur, en lífið er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. (MLJoch.) Lífshlaupi vinar míns, Leifs Jó- steinssonar, er lokið eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sem engu eir- ir. Eftir standa aðeins minningar- brot um minnisstæðan og góðan vin sem forsjónin hefur gefið grið og kallað til sín. Leifur var að mörgu leyti sér- stakm- maður. Hann bar umhyggju fyrir börnum sínum og fjölskyldu en var jafnframt einstæðingur á margan hátt. Hans auður var aldrei veraldlegur en hann fór af- skaplega vel með fjármuni í starfi sínu sem útibússtjóri. Hann naut góðra stunda, var hrókur alls fagn- aðar og sagði mergjaðar sögur með sígarettuna nærri en kannski var nautnin um leið hans versti óvinur. Umfram allt var Leifur góður vin- ur, traustur og skemmtilegur og rúmlega tveggja áratuga aldursbil skipti þar engu máli. Leifur var kunnur skákmaður þegar ég steig mín fyrstu spor á skáksviðinu. Hann var snaggara- legur ásýndar með sókndjarfan skákstíl og tefldi í A-flokki. Áhugi hans var ósvikinn á taflmennsku og félagsstörfum þeim tengdum. Hvergi bar það betri árangur en í skáksveit Búnaðarbankans, en Leifur var þar lykilmaður og sann- kallaður foringi sveitarinnar sem liðsmaður og stjórnandi um tveggja áratuga skeið. Enginn átti meiri þátt í að byggja upp og við- halda frábærri stemmningu sem jafnan hefur þar ríkt og viðhaldið þeirri hefð sem sveitin og umgjörð hennar hefur skapað innan bank- ans sem utan. Nú er foringinn fall- inn og hans skarð verður vandfyllt. Upphaf vináttubanda okkar Leifs má rekja til ársins 1985 þeg- ar við vorum í skáksveit sem fór í vináttuferð til Kína í boði kín- verskra skákyfirvalda. Leifur var í senn fararstjóri og liðsmaður ís- lensku sveitarinnar og stóð sig framúrskarandi vel, einkum við stjórnunina, sem krafðist mikils, enda höfðu framandi aðstæður ólík áhrif á menn. Við dvöldum fyrst í Peking en síðan var haldið til borg- arinnar Chengdu sem er í miðju Kínaveldi með sjö milljónir íbúa. Við lentum síðdegis á alþjóðaflug- velli borgarinnar. Alþjóðavæðingin náði hins vegar ekki til tungumála því þar var enginn sem gat tjáð sig á enskri tungu sem var slæmt því engin móttökunefnd var mætt til þess að taka á móti hópnum. I fyrstu hentum við gaman að, því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.