Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 2

Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loðnu- verð 58% hærra en 1995 Fiskmjölsverksmiðjur bjóða nú 6.300 til 6.500 krónur fyrir tonnið af loðnu upp úr sjó, sem er talsvert hærra verð en á sama tíma í fyrra þegar verksmiðjurnar buðu um 5.000 krónur fyrir tonnið. Á hinn bóginn er verðið nú mun lægra en í janúar er 9.000 krónur voru boðnar íyrir tonnið til að hvetja útgerðir til loðnuveiða. Loðnuverð er nú 58% hærra en það var í febrúar 1995 er greiddar voru 4.000 krónur fyrir hvert tonn. Gera má ráð fyrir því að verðið fari lækkandi þegar líða tekur á vertíðina þar sem loðnan gerist þá verðminni vegna minnkandi fitu- innihalds. „Við teljum að þetta verð geti haldist einhverja daga í viðbót, miðað við það að loðnan verði svip- uð og hún er nú. Hráefnisverðið, sem gjarnan hefur verið miðað við að sé 54-55% af skilaverði, er í hærri kantinum sem stendur, eða tæp 60%,“ segir Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls. Hvöttu til loðnuveiða Að sögn Þórðar hefur verið hafð- ur sá háttur á undanfarin ár að greiða mjög hátt hráefnisverð í jan- úar til þess að hvetja skip til loðnu- leitar. „Það sama átti við í byrjun janúar í ár þegar nokkur skip héldu til loðnuleitai' en veiddu mjög lítið. Til þess að styrkja útgerðirnar í leitinni borguðum við þeim gríðar- lega hátt verð fyrir loðnuna, allt upp í 9.000 kr. á tonnið, sem er í engu samhengi við raunveruleikann þegar loðnan hefur loks fundist,“ segir Þórður og vísar til fregna, sem hafðar voru eftir forystumönn- um sjómanna, af „gríðarlegri" verð- lækkun á loðnu. ■ Kaupendur hafa/21 --------------- Arekstur bíls og vélhjóls í Eyjum EINN maður var fluttur á sjúkra- hús eftir talsvert harðan árekstur á milli vélhjóls og bifreiðar í Vest- mannaeyjum í gærmorgun, en við rannsókn reyndust meiðsli hans vera minniháttar. Vélhjólinu og bifreiðinni var báð- um ekið um Heiðarveg í Vest- mannaeyjum laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun, hjólið fór suður veg- inn en bifreiðin var á norðurleið og beygði hún á vinstri hönd inn hjá slökkviliðsstöðinni og ók í veg fyrir hjólið. Vélhjólið, sem er nýuppgert, skall á bílnum og kastaðist ökumað- ur þess nokkra metra fram fyrir sig. Hann var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust ekki vera al- varleg. Bæði ökutækin skemmdust mikið. Bóndi á Reykjum í A-Húnavatnssýslu ósáttur við afgreiðslu búvörusamnings Kærir tilhögun atkvæða- greiðslu til ráðherra ÞORSTEINN H. Gunnarsson, bóndi á Reykjum í Austur-Húna- vatnssýslu, hefur farið fram á það við landbúnaðarráðherra að hann úrskurði hverjir hafi atkvæðisrétt í atkvæðagreiðslum um nýja búvöru- samninginn og samstarfssamning milli Bændasamtaka íslands (BI) og Landssambands kúabænda. Þor- steinn sættir sig ekki við þá tilhög- un að aðeins þeir bændur sem eru með kvóta eða kálfaeldi hafi at- kvæðisrétt en ekki aðrir félagar BÍ. Stjórn BÍ hafnaði kærunni Þorsteinn kærði í seinasta mán- uði tilhögun atkvæðagreiðslunnar til stjórnar Bændasamtaka íslands en stjórnin hafnaði kærunni. „Bændasamtök íslands eru ekki deildaskipt og því er enginn félagi þar öðrum rétthærri. í annan stað er Landssamband kúabænda ekki lögformlegur aðili að Bændasam- tökunum. Búnaðarsamböndin úti um allt land eru aðildarsamtök. í þriðja lagi liggur samningsrétturinn raunverulega hjá bændum en for- ystumenn bændasamtakanna hafa eingöngu umboð frá hinum almenna félaga. Þeir virðast einnig gera að aðalatriði að eingöngu þeir bændur sem eiga kvóta hafi hagsmuna að gæta og þess vegna eigi þeir að greiða atkvæði en aðrir ekki. Þeir bændur sem ekki eru með kvóta eiga auðvitað þeirra hagsmuna að gæta að slá þetta kerfi af eða breyta því, gera það opnara og frjálslegra. Það eiga því allir bændur hagsmuna að gæta. Mér sýnist að þeir séu að búa þarna til einhverjar nýjar regl- ur um að þeir einir megi kjósa sem eiga kvóta eða eru með kálfaeldi," segir Þorsteinn í samtali við Morg- unblaðið. Formleysa og óréttmæt sjálftaka „Ég tel verulega annmarka á að sex menn í stjóm BI hafi vald til að ákveða að einhver tiltekinn hluti fé- lagsmanna BÍ hafi atkvæðisrétt um jafn flókin réttindi og búvörusamn- ingur er, án heimildar frá löggjaf- anum og umboðs frá hinum al- menna félaga í BÍ,“ segir í bréfi Þorsteins til ráðherra. „Hagsmunir geta verið margbrotnir sem skarast inn á stjórnarskrárbundinn rétt manna, svo sem eignarrétt, at- vinnurétt og hina almennu jafnræð- isreglu. Ég tel því atkvæðagreiðslu þá sem uppi er um nýjan búvöru- samning formleysu þar sem þeir aðilar sem fá að greiða atkvæði hafa engan lögformlegan rétt um- fram aðra félaga í BÍ og tel ég þetta óréttmæta sjálftöku," segir þar ennfremur. Hefur þýðingu við framkvæmd vinnulöggjafarinnar? Þorsteinn bendir á í samtali við blaðið að þetta mál hafi hugsanlega einnig þýðingu varðandi afgreiðslu samninga samkvæmt nýju vinnu- löggjöfinni og kveðst hafa orðið var við að launþegasamtökin fylgdust af áhuga með þessu máli. Morgunblaðið/Ásdís Nafnlaust bréf veldur deilum í Hveragerði Safna skeljum KRAKKARNIR á leikskólanum Sæborg voru önnum kafin við að safna skeljum í fjörunni í gær og létu rigninguna ekkert á sig fá. --------♦-♦-♦-- Ríkisendurskoðun Landmæl- ingar til athugunar RÍKISENDURSKOÐUN er með í athugun fjárhagsbókhald Land- mælinga íslands. Samkvæmt upplýsingum Ríkis- endurskoðunar er málið á byrjunar- stigi. Það kom upp í lok síðustu viku við hefðbundna skoðun á stofnun- inni. Samkvæmt upplýsingum Rík- isendurskoðunar lýtur málið að fjárreiðum forstjóra Landmælinga gagnvart stofnuninni. Ovíst er hvenær niðurstaða at- hugunarinnar liggur íyrir. GÍSLI Páll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar og framkvæmdastjóri dval- arheimilisins Áss í Hveragerði, seg- ist hafa rökstuddan grun um að nafnlaust bréf, sem dreift hafi verið með pósti í öll hús í Hveragerði í vikunni, sé komið frá fyrrverandi félögum sínum í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Björn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs, segist ekki hafa komist hjá því að heyra af ásökunum Gísla Páls. Það sé hins vegar alveg ljóst að bréfið komi ekki frá Sjálfstæðisfélaginu og hon- um finnist ásakanimar bæði dapur- legar og ósmekklegar. Gísli Páll verði að fara að átta sig á því að hann eigi fleiri andstæðinga en Sjálfstæðisfélagið Ingólf. Þá segist Björn vera alveg jafn felmtri sleginn yfir þessu bréfi og flestir Hvergerðingar. Hann voni bara að það sé ekki rétt að til standi að vista ósakhæfa afbrotamenn í Hveragerði. í bréfinu er því m.a. haldið fram að vistmenn Dvalarheimilisins Áss, sem eigi við geðræn vandamál að stríða, hafi árum saman áreitt böm og unglinga í Hveragerði. Einnig að fyrir liggi samkomulag um að Ás taki að sér ósakhæfa afbrotamenn sem útskrifist til reynslu frá Sogni. Gísli segir tilgang bréfsins greini- lega vera þann að koma höggi á sig þannig að hann dragi sig út úr póli- tík. „Þeir finna styrk Bæjarmálafé- lagsins meðal bæjarbúa og óttast hann,“ segir hann. „Þeir hafa enga málefnalega gagnrýni á takteinum og fara því niður á þetta óskemmti- lega plan.“ Gísli segir þetta hið sorglegasta mál. Auk þess sem bréfritari reyni að koma höggi á sig og fjölskyldu sína beini hann spjótum sínum að þeim sem minnst mega sín. Fólk frá geðdeild Landspítalans hafi dvalið á Asi í tæp 30 ár. „Fyrir mörgum ár- um kom upp eitt mál þar sem mað- ur talaði dónalega til bams,“ segir hann. ,jtonars veit ég aldrei til þess að lögð hafi veri fram kvörtun vegna þessa fólks.“ Gísli segir heldur engan fót vera fyrir þvi að Ás hyggist taka við fólki frá Sogni. Fyrirspurn hafi komið frá Sogni um það hvort Ás gæti tek- ið við einum manni en því hafi verið hafnað þar sem stefna heimilisins sé að leggja meiri áherslu á þjónustu við aldraða. Framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem staðfest er að ekki standi til að hefja viðræður við Ás um þjónustu við vistmenn með- ferðarheimilisins Sogns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.