Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 10

Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Félagsmálaráðherra Nefnd kann- ar launamun kynjanna FÉ LAGSMÁLARÁÐHE RRA hef- ur ákveðið að skipa þriggja manna nefnd er hafi það hlutverk að kanna launamun verkakvenna og verka- karla. I því skyni hefur hann óskað eftir því að Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands tilnefni fulltrúa í nefndina, en for- maður hennar verður skipaður af félagsmálaráðherra. Þetta kom fram í svari félags- málaráðherra, Páls Péturssonar, á Alþingi í gær við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur um það hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að munur á dagvinnulaunum verka- kvenna og verkakarla yrði leiðrétt- ur. „Komist nefndin að þeirri niður- stöðu að jafnréttislög hafí verið brotin og launamunur sem ekki verði skýrður nema með kynferði viðgangist ber mér hiklaust að bregðast við og leita leiða til úr- bóta,“ sagðir ráðherra. Morgunblaðið/Þorkell ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræða saman Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra á Alþingi í gær Bandarískir embættismenn ræða málefni Hanes-hjóna Byggja þarf nýtt hús að Ljósheimum HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingi- björg Pálmadóttir, sagði á Alþingi í gær að ljóst væri að byggja þyrfti nýtt húsnæði fyrir vistmenn á öldr- unardeild Sjúki'ahúss Suðurlands að Ljósheimum eða flytja þá í nýtt hús- næði þar sem það húsnæði sem fyrir er væri í bágu ástandi. Undh'búning- ur þess efnis væri þegar hafínn í ráðuneytinu. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttui', þingmanns Alþýðu- bandalags og óháðra. í fyrirspurn sinni sagði Margi'ét m.a. að sú aðstaða sem öldruðum sjúklingum, aðstandendum þeirra sem og starfsfólki á Ljósheimum væri boðið upp á væri til háborinnar skammar. Jafnframt benti hún á að samdóma niðurstaða Heilbrigðiseft- irlits Suðurlands, Vinnueftirlits rík- isins og byggingafulltrúa Selfoss- bæjar frá síðasta ári væri sú að hús- næðið væri í óviðunandi ástandi, hvort sem um væri að ræða aðstöðu sjúklinga eða starfsfólks. Þá væri ör- yggi sjúklinga og starfsfólks í engu 'tryggt. Heilbrigðisráðherra sagði m.a. í svari sínu að nefnd sem hún hefði skipað fyrir rösku ári til að kanna húsnæðisþörf heilbrigðisstofnana á Suðurlandi væri senn að ljúka störf- um og að innan skamms mætti búast við áliti nefndarinnar og tillögum. Sagði hún að í drögum að skýrslu nefndarinnar væri lagt til að á þessu ári hæfíst undirbúningur að nýiri byggingu eða flutningi vistmanna Ljósheima í annað húsnæði. Undh'- búningm- þess væri þegar hafinn í ráðuneytinu, en hins vegar myndi hún bíða tillagna frá nefndinni varðandi fyrirkomulag, staif og íleh'i atriði. EMBÆTTISMENN frá banda- ríska dómsmálaráðuneytinu eru væntanlegir hingað til lands og munu ræða við fulltrúa íslenskra stjórnvalda í dag um málefni Ha- nes-hjónanna, að því er fram kom í svari Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðhen-a við fyrirspurn Sig- ríðar Jóhannesdóttur, þingmanns Alþýðubandalags og óháðra, á Al- þingi í gær. Bandarísk stjórnvöld óskuðu eftir viðræðunum Auk þess verða á fundinum rædd almenn samskipti landanna á þessu sviði, að sögn ráðherra. Bandarísk stjómvöld óskuðu eftir viðræðunum í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í október sl. og form- legri ákvörðun dómsmálaráðu- neytisins þess efnis að Hanes- hjónin verði ekki framseld til Bandaríkjanna nema að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Sigríður Jóhannesdóttir spurði ráðherra einnig að því hvort ís- Almenn samskipti landanna á þessu sviði verða einnig til umræðu lensk stjórnvöld gætu með ein- hverjum hætti stuðlað að því að Hanes-hjónin fengju aftur vegabréf sín í ljósi þess að þau hefðu ítrekað boðist til að mæta fyrir rétti í Bandaríkjun- um án þess að fá við því nokkrar undirtektir. Sagði hún að án vega- bréfs fengju hjónin enga vinnu að gagni og væru því sett í óþolandi aðstöðu bjargarleysis. Ráðherra sagði hins vegar að ekki væru for- sendur til þess fyrir íslensk stjórn- völd að beita sér fyrir því að bandarísk stjórnvöld falli frá ógild- ingu vegabréfa eða krefjist þess að ný vegabréf séu gefin út til bandarískra ríkisborgara. Þá spurði Sigríður ráð- herra hvort hann hygðist beita sér fyrir því að Hanes- hjónunum yrði veitt landvist hér á landi til frambúðar af mann- úðarástæðum. Ráðherra svaraði því til að það væri Útlendingaeftir- litið sem fjailaði um umsókn um landvist af mannúðarástæðum eða öðrum sérstökum ástæðum en ákvörðun Útlendingaeftirlitsins væri unnt að skjóta til dómsmála- ráðuneytisins. „Það er því ekki eðlilegt að æðra stjómvald láti í ALÞINGI ljós skoðun sína á tilgi'eindu máli áður en það hefur komið til af- greiðslu hjá lægra settu stjórn- valdi,“ sagði hann. Vilja veita Hanes- hjónunum ríkisborgararétt Nokkrir þingmenn tóku til máls að loknum svörum ráðherra og skoruðu á hann að veita Hanes- hjónunum íslenskan ríkisborgara- rétt og íslenskt vegabréf sem fyrst. Guðrún Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, sagði að slíkt hefði verið gert hefðu menn verið nýtilegir í boltaleikjum af öllu tagi. „Ég skora á hæstvirtan dómsmálaráð- herra að meta umhyggu fyrir litlu barni til jafns við hæfileika til að sparka eða kasta bolta,“ sagði hún. Óssur Skarphéðinsson, þingflokki jafnaðarmanna, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðu- bandalags og óháðra, og Sigríður Jóhannesdóttir tóku í sama streng. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. 1. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Almannatryggingar. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Kosning sérnefndar um stjdrnarskrármál. 4. Eignarhald og nýting á auðlindum í jörðu. Frh. 1. umr. 5. Eignarhald á auðlindum í jörðu. 1. umr. 6. Virkjunarréttur vatns- falla. 1. umr. 7. Sfjómarskipunarlög. 1. umr. 8. Skipan opinberrar nefnd- ar um auðlindagjald. Fyrri umr. 9. Ráðherraábyrgð. 1. umr. 10. Ráðuneyti lífeyris, al- mannatrygginga og vinnu- markaðsmála. Fyrri umr. 11. Lágmarkslaun. 1. umr. 12. Ritun sögu heimastjórn- artímabilsins. Fyrri umr. y 11 Utsðlulok | TEENO Bankastræti 10, 2 hæð, símí 552 2201 IRosalegl verðlækkun englabörnín Bankastræti 10, sími 552 2201 Snyrtivöruversliin við Laugaveg Til sölu þekkt og rótgróið, vel innréttun verslun með öll bestu vörumerki í snyrtivörum og góðum hliðar- vörum. Hagstæð leiga. 100 fm nýlega innréttuð götu- hæð með stórum gluggum. Allar nánari upplýsingar veitir Ingólfur hjá Valhöll, fasteignasölu, Mörkinni 3, sími 588 4477. Fyrirspurn um bifreiðakaup ráðuneyta Ráðuneytin keyptu 25 bíla á sjö árum SAMTALS voru keyptar 25 bif- reiðar á vegum ráðuneytanna á tímabilinu 1991 til 1997. Af þeim voru 13 bflar keyptir af bílaumboðinu Heklu hf., þrír af Bifreiðum og landbúnaðai'vélum, þrír af Globus hf., þrír af Sölu vamarliðseigna, einn af Jóni E. Ingólfssyni, einn af P. Samúelssyni hf. og einn af Brimborg hf. Ráðu- neytin eiga þó ekki allar þessar bif- reiðar nú því sumar þeirra hafa verið seldar þegar nýrri hafa verið keyptar. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Frímannsdóttur, þing- manns Alþýðubandalags og óháðra, sem dreift verður á Alþingi í dag. Þar kemur ennfremur fram að á árinu 1991 voru sjö bílar keyptir fyrir samtals rúmar sautján millj- ónir króna, á árinu 1992 tveir fyrir samtals um 5,5 milljónir króna, á árinu 1993 einn fyrir rúma milljón, á árinu 1994 tveir fyrir samtals rúmar 4,3 milljónir króna, á árinu 1995 fimm fyrir samtals um 19 milljónir króna, á árinu 1996 sex fyrir samtals um 18,7 milljónir króna og á árinu 1997 voru tveir bílar keyptir fýrir samtals um 4,5 milljónir króna. Flestir keyptir af fjármálaráðuneyti Af þessum 25 bílum hefur fjár- málaráðuneytið keypt flesta eða 8 bíla samtals á fyrrgreindu tímabili. Samkvæmt reglugerð um bifreiða- mál ríkisins skal Innkaupastofnun ríkisins að öllu jöfnu kaupa bifreið- ar að undangengnu útboði, en í svarinu kemur ekki fram hvort um útboð hafi verið að ræða í þessum tilfellum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.