Morgunblaðið - 19.02.1998, Page 19

Morgunblaðið - 19.02.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 19 samkeppni ríkir bæði við höfuð- borgar-svæðið en ekld síst milli þeirra tveggja apóteka sem þar eru. Næstlægst er verðið á Akur- eyri en þar ríkir einnig samkeppni. Frávik frá þessu eru Borgarness Apótek og Siglufjarðar Apótek sem hafa hagstætt verð þrátt að hafa lítinn markað og vera í tak- markaðri samkeppni.“ Birgir segir athyglisvert að munur milli hæsta og lægsta verðs er meiri fyrir elli- og örorkulífeyrisþega sem líklega er vegna þess að minnstu lyfsöl- urnar hafa takmarkað svigrúm til að gefa afslátt. „Elli- og örorkulíf- eyrisþegar fá ekki afslátt umfi’am það sem lyfjaverðskrá tryggir þeim. Þó verð sé lægra á höfuð- borgarsvæðinu er Ijóst að lands- byggðin hefur einnig hagnast á frjálsri lyfsölu þar sem ávallt er samkeppni við höfuðborgarsvæðið, sem að einhverju leyti hefur skilað sér í verðlagningu." Verð tvisvar lægst á landsbyggðinni „I tveimur tilvikum er lægsta verð á landsbyggðinni lægra en á höfuðborgarsvæðinu en það var á Laktulose mixtúru sem reyndist ódýrust í Siglufjarðar Apóteki og á Asýran töflum sem voru ódýrastar iyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Akureyrar Apóteki. Þá virðast frá- vik frá hámarksverði vera sjaldn- ast hjá lyfsölum heilsugæslu- stöðva, en í minnstu sveitarfélög- unum eru eingöngu slíkar lyfsölur. I könnuninni var kannað verð á 32 algengum lyfjum sem birt eru í meðfylgjandi töflum og er tvenns- konar verð fyrir hvert lyf, það efra er verð sjúklings en það neðra er verð elli- og örorkulífeyrisþega. Sá hlutur sem Tryggingastofnun greiðir fyrir er því ekki inni í þess- um tölum. Eitt lyf nýtur töluverðr- ar sérstöðu en það er Roaccutan, en sum apótek gefa eftir hluta sjúklings og stendur þá núll í töfl- unni, en eyða ef lyfið var ekki til. Tekið skal fram að Roaccutan er ekki inni í samanburðði í súluriti þar sem verðmunur þar var svo mikill að það hefði skekkt samanburðinn verulega. Þá skal það einnig tekið fram að oft eru á boðstólum samheitalyf sem eru ódýrari en þau lyf sem valin voru í þessa könnun. Eins er mjög al- gengt að vissir viðskiptavinir njóti sérkjara." Birgir leggur áherslu á að um beinan verðsamanburð sé að ræða og og segir að því sé ekki lagt mat á þjónustu lyfsalanna. Gáfu ekki upp verð „Tvö apótek höfnuðu að veita umbeðnar upplýsingar, apótekið á Akranesi og Ames apótek á Sel- fossi. Lyfsalan á Vopnafírði var lokuð þennan dag, en verðtaka í Keflavík, Patreksfirði, Húsavík og Sauðárkróki fór úrskeiðis vegna anna starfsfólks verkefnisins á þessum stöðum. Þá eru fjögur apótek í fleiri en einu sveitarfélagi, en verð var í öll- um þeim tilvikum sama; þau eru Blönduós Apótek sem einnig er á Skagaströnd, Dalvíkur Apótek sem einnig er á Ólafsfirði, Egils- staðaapótek sem einnig er á Stöðv- arfirði, og Nesapótek sem er í Neskaupstað, á Eskifirði og Reyð- arfirði. Dalvikur apótek veitir félögum í félagi eldri borgara 10% afslátt. Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Svona er fiskurinn ferskur VIÐ borðum ríkulega af fiski enda er hann auðugur af selen, joði, D- og B12-vítamíni. Þegar fiskur er keyptur í matinn skiptir miklu að hann sé ferskur. Myndimar hér til hliðar birtust í dönskum bæklingi um fisk sem dönsku neytendasamtökin gáfu út fyrir skömmu. Þær sýna hvernig fundið er út hvort fiskur sé ferskur. Eigi fólk í erfiðleikum með að dæma um það eru augu fisksins besti mæli- kvarðinn. Ef þau eru sokkin inn og rauðleit er fiskurinn ekki ferskur. Ef fiskurinn er keyptur innpakk- aður á hann að vera með upplýsing- um um síðasta neysludag. I bæklingi dönsku neytendasam- takanna er ennfremur ráðlagt með skammtastærðir af fiski. Ef kaupa á fisk í kvöldmat er mátulegt að kaupa 100-150 g af fiskfarsi á mann, 100- 200 g af af beinlausu flaki og 200-300 g ef flakið er með roði og beinum og sé fiskurinn heill má reikna með 300- 400 g á mann. „SV0NA FÉLAGI, ENGAN AUMINGJASKAP" Gamall og góður vinur sem alltaf veit allt betur. Reykir ekki Við vitum hvað er erfitt að hætta að reykja Fólk sem aldrei hefur reykt á ekki gott með að skilja hve þörfin fyrir sígarettu getur verið óbærileg. Jafnvel þeir sem hafa fullan hug á að hætta, geta lotið í lægra haldi þegar sígarettan er annars vegar. Þeir sem aldrei hafa reykt halda oft að það að hætta sé einungis spurning um að taka sjálfan sig taki og hafa viljann að vopni. En það að hætta að reykja hefur ekki bara með viljastyrk að gera. Tiler eðlileg skýring á því afhvetju eifitt er að batta Þegar þú hættir að reykja getur þú þurft að berjast við mikil fráhvarfseinkenni vegna þess að líkaminn saknar nikótínsins sem hann er vanur að fá. Til að standast reykbindindi með sem minnstum óþægindum, getur þurft meira en viljastyrk. Góð reyklaus leið er að nota nikótínlyf til að minnka þörf líkamans á nikótíni smám saman óg komast þannig yfir erfiðustu vikurnar eftir að reykingum er hætt. Að minnka þörfina er leið tilað hætta Nikótínlyf innihalda nikótín í ákveðnum skömmtum sem nægja til þess að minnka nikótínþörfina og þú ert laus við tjöru og kolmónoxíð úr sígarettureyknum. Nikótín er ekki krabba- meinsvaldandi efni og þú munt ekki verða háður nikótíni með því að nota nikótínlyf; sem reykingamaður ert þú þegar orðinn háður nikótíninu en nikótínlyf voru þróuð til að draga úr fráhvarfseinkennum og auðvelda fólki að hætta að reykja. Að ná árangri Þú getur aukið möguleika þína á að standast reykbindindi með því að nota Nicorette®, leiðandi vörumerki um allan heim fyrir nikótínlyf, allt frá því Nicorette® nikótíntyggi- gúmmí, fyrsta nikótínlyfið, var markaðssett. Mismunandi einstaklingar, mismunandi þarfir, mis- munandi leiðir til að bætta I dag er hægt að fá Nicorette® sem tyggi- gúmmí, forðaplástur og innsogslyf án lyf- i seðils. Nicorette® nikótínlyf koma ekki í stað ___; viljastyrks, en geta veitt þér stuðning þegar þú í ákveður að hætta að reykja. sssss NICORETTE" NICORETTE Við stöndum meðþér Ntcorette® innsogslyf samanstendur af munnstykki sem í er sett rör sem inniheldur nikótín. Nicorette® innsogslyf er ætlað til að auðvelda fólki að hætta að reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en þó ekki fleiri en 12 á dag i a.m.k. 3 mánuði og venjulega ekki lengur en 6 mánuði. Nicorette® innsogslyf getur valdið aukaverkunum eins og hósta, ertingu í munni og hálsi. Höfuöverkur, brjóstsviði, ógleði, hiksti, uppköst, óþægindi I hálsi, nefstlfla og blöðrur i munni geta einnig komið fram. Við samtímis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur, eins og við reykingar, verið aukin hætta á blóötappa. Nikótín getur valdiö bráðum eitrunum hjá börnum og er efnið þvl alls ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema I samráði við lækni. Gæta skal varúðar hjá þeim sem hafa hjarta- og æðasjúkdóma. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota lyfiö nema í samráöi við lækni. Lesiö vandlega leiðbelningar sem fylgja hverrl pakknlngu lyfslns. Markaösleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS, Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf„ Hörgatúni 2, Garðabær. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.