Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 33 Claudio Rizzi kynn- ir Astar- drykkinn STOFNUN Dante Alighieri, ítalska menningarfélagið á Is- landi, býður til tónlistarkvölds í Hjáleigunni, Hverfísgötu 8-10, fimmtudaginn 19. apríi kl. 20.30. Italski píanóleikarinn Claudio Rizzi kynnir óperuna Astardrykkinn eftir ítalska tónskáldið Gaetano Donizetti. Claudio Rizzi stjórnar tónlist- arflutningi Islensku óperunnar sem flytur óperuna nú um mundir. Aðgangur er ókeypis. Kórakvöld í Garðinum í SAMKOMUHÚSINU í Garðinum verður kórakvöld föstudaginn 20. febrúar kl. 20.30. Það eru Útskála- og Svalneskirkjukór, Bjöllukór Tónlistarskóla Gerðahrepps, Karlakórinn Víkingar, ein- söngvarar og kennai'ar við Tónlistarskóla Gerðahrepps sem flytja lög eftir Sigfús Halldórsson. Upplestur í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópa- vogs býður upp á upplestur í Kaffístofu Gerðarsafns, Lista- safni Kópavogs, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 17. Gestir að þessu sinni eru hjónin Þorgeir Þorgeirson og Vilborg Dagbjartsdóttir. Þor- geir er m.a. þekktur fyrir þýð- ingar sínar og Vilborg fyrir ljóðagerð. Valgerður Bene- diktsdóttir flytur inngang um skáldin. MK sýnir nýtt leikrit SAUÐKINDIN, leikfélag Menntaskóla Kópavogs, sýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Stef- án Sturla Sigurjónsson, byggt á samnefndu leikriti eftir London Thomas. Frumsýnt verður föstudaginn 20. febraar kl. 20.30 í félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2. Agal lia á Café 17 Á CAFÉ 17, Laugavegi 91, stendur yfir sýning Agöthu Kristjánsdóttur á landslags- myndum og fantasíum unnum með olíu á mesonit. Agatha hefur starfað í rúman áratug að myndlistinni. Sýningunni lýkur 14. mars. Kynning á leikritinu Feður og synir ÁÐUR en sýning hefst á Feðr- um og sonum eftir Ivan Túr- genjev, föstudaginn 20. febrú- ar, mun Ingibjörg Hafstað bókmenntafræðingur kynna höfundinn og setja verkið í sögulegt samhengi á Leynibar Borgarleikhússins og hefst kynningin kl. 19. Verkið var frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 9. jan- úar sl. og er í þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Komdu olshunni binni u 0VU(t... od hsrou gjöfina OOruvísi! NV NATTURULEG SNVRTTVÖRUUNA FYRIR DÖMUR OG HERRA 20% kynningar- afsláttur í nokkra daga Opið alla daga frá kl. 9:00-24:00 Morgunblaðið/Aðalheiður SKÁLDIÐ Einar Már Guðmundsson með áheyrendum í 9. og 10. bekk grunnskólans á Hellu. Englar alheimsins í Rangárþingi Hvolsvöllur. Morgunblaðið. ÞESSA dagana eru nemendur í 10. bekkjum grunnskólans í Rangár- vallasýslu að lesa skáldverk Einars Más Guðmundssonar, Englar al- heimsins. Höfundurinn brá sér austur fyrir fja.ll fyrir skemmstu og heimsótti grunnskólann á Hellu, Laugalandi og Hvolsvelli, þar sem hann Ias upp úr verkinu. Einar Már kvaðst gara þó nokkuð af þessu og hafa mikla ánægju af, enda fengið góð viðbrögð frá ung- lingunum. Eftir lesturinn báru nemendur upp fyrirspurnir um efni og per- sónur bókarinnar og spuunust líf- legar umræður um hana. Þess má geta að níundabekkingar fengu einnig að njóta nærveru skáldsins, en þeir eru einmitt að kljást við bók Einars, Riddarar hringstigans. ^iTlkoa''> pfangtmUahih - kjarni málsins! Kynning á tnorgun, föstudag, Snvrtivörud. Dnyrti' Hagkaups, Skeifuimi. Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, 1. hefti 1998, er komið út. Meðal efnis má nefna að Kristján Árnason, Baldur Pálmason, Þórunn Valdimarsdóttir og Elísabet Arnar- dóttir frumbmta ljóð; þýðing Hjalta Rögnvaldssonar leikara á tveimur ljóðum eftir eitt af höfuðskáldum Tyrkja, Orhan Veli; Hannes Pét- ursson skáld ritar grein um leikrit sem sett var upp í Kaupmannahöfn um miðbik síðustu aldar og kom af stað nokkru fjaðrafoki meðal ís- lendinga þar; Birna Bjarnardóttir ritar grein um sambönd og innra líf í sögum Guðbergs Bergssonar; Sig- urður A. Magn- ússon ritar grein um Dario Fo; nýtt viðtal við þýska rithöfund- inn Gunter Grass; í Neftó- bakshorninu er þýðing á stuttri hugleiðingu Árna Magnús- sonar handritasafnara um sögurit- un, en Már Jónsson sagnfræðingur ritar inngang; ádrepur eftir þau Giinter Grass Árna Björnsson, Guðna Elísson og Þórdísi Gísladóttur; ritdómar eftir Dagnýju Kristjánsdóttur, Guðbjörn Sigurmundsson og Rögnu Garðars- dóttur. Margar gi-einar úr TMM hafa birst í erlendum tímaritum. Tímarit Máls og menningar er 120 bls. Það kemur út ársfjórðungs- lega og kostar ársáskrift 3.300 kr. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafns- son. Nánari upplýsingar og efnisyfirlit síðustu árganga er að finna á heimasíðu Máls og menningar: http://www.mm.is Grænt hlaup og gáfnaljós Þrjár nýjar andlitslínur frá MARBERT Vegna þess að húðin hefur mismunandi þarfir. Vertu velkomin í næstu MARBERT verslun og fáðu bækling og prufu af nýju kremi sem hentar þinni húðgerð. KVIKMYNDIR Bfóborgin, Kringlu- bíð, SAM-bfóin, Á1 fabakka „FLUBBER" ★★ Leikstjóri Les Mayfield. Handritshöf- undur Samuel W. Taylor. Kvik- myndatökustjóri Dean Cundey. Tón- list Danny Eifinan. Aðalleikarar Robin Williams, Marcia Gay Harden, Christopher McDonald, Ciancy Brown, Ted Levine. 94 mín. Banda- risk. Walt Disney Pictures 1997. PRÓFESSOR Bernaird (Robin Williams) er maður svo viðutan að hann man ekki einusinni eftir sinni eigin giftingu. Svo brúðurin (Marcia Gay Harden) rýkur á brott með erkifjandanum Wilson (Christopher McDonald). Það sem öðru fremur veldur utangáttarformi próferssors- ins er ný uppfinning sem hann vinn- ur að ásamt „aðstoðarmanni" sín- um, véldömunni Weebo. Það sem prófessorinn er að malla er grænt hlaup, mikið undraefni, m.a. þeirrar náttúru að leika á þyngdarlögmálið. Skólinn hans Bernairds er á kúp- unni, en Bernaird og græna hlaupið „flubber", bjarga að sjálfsögðu rekstrinum og hjónabandinu á síð- ustu stundu. Prófessorinn viðutan, hét ágæt Disneymynd með Fred McMurray, sem hér er verið að endurgera með hæpnum árangri. Að þessu sinni er tölvutæknin í aðalhlutverkinu og græna hlaupið er svosem ágætt, einnig véldaman Víbó, uns hún verður yfirgengilega væmin undir lokin. Tónlistin hans Danny Elfmans er líka til bóta, annað er það eiginlega ekki. Robin Williams, sá magnaði leikari, endurtekur sig úr fjölda annarra (og betri) hlut- verka. Marcia Gay Harden er svo heillandi að flestir myndu láta sig hverfa á brúðkaupsdaginn, Christopher McDonald er óþolandi að venju - en á að vera það. Þeir Clancy Brown og Ted Levine standa sig hinsvegar vel sem sauð- heimskir þorparar. Myndin höfðar fyrst og fremst til smáfólks undir 10 ára aldri og er vel gjaldgeng sem barnamynd. Afinn gaf ★1/2, dóttursonurinn hinsvegar ★★'/2, svo það varð að kveða upp Salómonsdóm. Eitt stakk augað, textahöfundur játaði sig sigraðan gagnvart nafni hlaupsins, hafði ekk- ert skárra að notast við en „flöbber- ið“. Sæbjörn Valdimarsson Kynning í dag, flmmtudag, BRÁ Laugavegi 66, simi 551 2170.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.