Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 39
h MORGUNBLAÐIÐ __________!_— FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 39 Morgunblaðið/Emil Þór Sultartanga. Meðfram vinstri bakka Þjórsár sóst frárennslisskurðurinn, 7,2 km langur. BORAÐ f hamrastálið í aðrennslisgöngunum. Morgunblaðið/Ásdís TILLÖGUR um framkvæmdaáætlanir fyrir ferðaþjónustuna kynntar. Frá vinstri: Halldór Blöndal samgönguráðherra, Jón Birgir Jónsson, ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneytis og Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Tillögur um framkvæmdaáætlanir um sex málaflokka í ferðaþjónustu Tekin verði upp flokkun gististaða og hópferðabíia Gefnar hafa verið út sex skýrslur með tillögumað framkvæmdaáætlunum fyrir ein staka málaflokka í ferðaþjónustu. Meðal nýjunga má nefna að lagt er til að tekin verði upp flokkun á hótelum og stjörnu- merking á hópferðabílum. UTGÁFA sex skýrslna um ferðamál var kynnt í gær. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra sagði við það tækifæri að búið væri að safna saman gríðarlegum upplýsingum og sagði að starfsgreinin sjálf ætti að bera ábyrgð og hafa alla forystu á hendi í ferðaþjónustu. Skýrslumar fjalla um markaðs- mál, gæðastjórnun, afþreyingu, sjálf- bæra ferðaþjónustu og umhverfis- vernd, menntun og rannsóknir í ferðaþjónustu og sú sjötta fjallar um samgöngur og skipulag. Magnús Oddsson ferðamálastjóri var formað- ur stýrihóps sem ráðherra skipaði til að marka stefnu stjórnvalda í ferða- þjónustu og skilaði hann niðurstöð- um vorið 1996. Það haust hófst úr- vinnsla á einstökum þáttum sem Ár- mann Kr. Olafsson, aðstoðarmaður ráðherra, hafði umsjón með og starf- aði Kristófer Oliversson ráðgjafi að framkvæmdinni fyi’ir hönd Hag- vangs. Sjö starfshópar komu við sögu, alls kringum 45 manns, úr ýmsum greinum ferðaþjónustunnar og hafa sex þeirra skilað afrakstri sínum. Upplýsingar um gæði „Það er álitamál hversu langt á að ganga í setja fram óskir og hugleið- ingar í þessum málaflokki, það fer nokkuð eftir efninu,“ sagði sam- gönguráðherra. „Eitt það eftirtekt- arverðasta í þessari vinnu er annars vegar sú áhersla sem á það er lögð að menn geti auðveldlega aflað sér upplýsinga um þau gæði sem í boði eru í ferðaþjónustu, með því að taka upp flokkun og stjörnumerkingar á hótelum og hópferðabílum. Hins vegar vil ég líka vekja athygli á því að samgönguráðuneytið, Vegagerðin og ferðamálaráð hafa í samvinnu lagt mikið uppúr því að bæta aðgengi á viðkvæmum ferðamannastöðum en umhverfísvernd er einmitt snar þátt- ur í þvi hvernig við viljum nálgast þetta verkefni." I samantektinni um gæða- og upp- lýsingamál kemur fram að eindregn- ar niðurstöður hafi fengist um flokk- un gististaða og langferðabfla og fyr- irkomulag upplýsingamiðstöðva. Gert er ráð fyrir að skylt verði að flokka gististaði með fleiri en 8 her- bergi og fari undirbúningur þess fram í ár og flokkunin liggi fyrir í árslok. Einnig er lagt til að hóp- ferðabílar verði stjörnumerktir og að skipulagsnefnd fólksflutninga geri gæðaskoðun samkvæmt skoðunar- handbók Bifreiðaskoðunar Islands að skilyrði fyrir veitingu leyfis til aksturs með farþega gegn gjaldi. Sagði ráðherra brýnt að ferðamenn gætu gengið að sömu gæðunum vís- um í hópferðabílum, að menn væru ekki að greiða sama verð fyrir þjón- ustu í bflum sem væru mjög misjafn- lega á sig komnir varðandi aðbúnað. í framhaldi af tillögum varðandi menntun og rannsóknir í ferðaþjón- ustu hefur samgönguráðheiTa tryggt fjármagn til að ráða sérfræð- ing á skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri. Yrði meginverkefni hans að sinna rannsóknum á ferðaþjón- ustu. Verður tekið upp samstarf við Háskólann á Akureyri um þær. Sagði ráðherra að rannsóknir í ferðaþjónustunni væru ekki síður nauðsynlegar en rannsóknir í öðrum atvinnugreinum og ferðamálastjóri tók undir það og sagði það ekki síst mikilvægt vegna stöðugra fyrirspuma frá útlöndum og upplýsingagjafar. Staðan er tryggð til tveggja ára en reynt verður að framlengja hana. Meðal atriða í framkvæmdaáætlun í afþreyingu er bent á nauðsyn þess að afþreying búi við lög og reglur líkt og önnur atvinnustarfsemi og að tryggð verði gæði og öryggi í afþrey- ingu. Er fjallað um atriði eins og hestamennsku, hvers kyns veiðiskap, vetrarferðir og fleira. Ferðamálastjóri benti einnig á að með tillögugerðinni allri hefði farið fram víðtæk gagnasöfnun og þar væri saman komið það sem atvinnu- greinin teldi mikilvægt að vinna að til að ná þeim markmiðum sem sett* hafa verið um stefnuna í ferðaþjón- ustu. Hann taldi að samvinna stjórn- valda og atvinnugreinarinnar yrði auðveldari að fengnum þessum til- lögum. Ráðgert er að halda á næstunni málþing þai- sem skýrslumar verða kynntar. 4-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.