Morgunblaðið - 19.02.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.02.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 45" AÐSENDAR GREINAR Níðhöggur þjóðfélagsins Mörkin vakir í GYLFAGINNINGU Snorra- Eddu segir frá hinu mikla tré jarð- arinnar, aski Yggdrasils. Þrjár rætur þess standa afar breytt og halda því uppi. Eru þær í guða- heimi, mannheimi og yfir niflheimi en Níð- höggur nagar neðan rótina með óteljandi fjölda orma í Hverg- elmi. Sótt er að trénu úr öllum áttum eins og fram kemur í eftirfar- andi vísu sem Hárr er látinn fara með fyrir Ganglera: Askur Yggdrasils drýgir erfiði meira en menn viti; hjörtur bítur ofan en á hliðu fúnar skerðir Níðhöggur neðan. Askur hins íslenska samfélags er smávaxnari en askur Yggdras- ils, en segja má að hann hafi einnig I sjávarbyggðum víða um land má _______fínna, segir_____ Magnús Jónsson, ________hvernig_________ _______Níðhöggur________ hefur nagað_______ fjölskyldubönd og _______höggvið á________ vinatengsl. þrjár meginrætur í mannauði þjóðarinnar, auðlindum landsins og loks í verðmætum sjávar. Saga þjóðfélagstrjáa um allan heim sýn- ir, að þau verða fyrir stöðugri ásókn ytri afla sem geta styi'kt þau, veikt eða jafnvel deytt. Hinn íslenski samfélagsaskur er þar engin undantekning. Gæfa okkar sem nú byggjum þetta samfélag er, að tré það sem vaxið hefur hér á landi alla þessa öld hefur styrkst og stækkað á flestum sviðum og rótarormar þess hafa ekki verið teljandi skaðvaldar. En á síðasta áratug eða rúmlega það hefur Níð- höggur nokkur færst í aukana. Út um allt land má sjá blaðfáar, illa haldnar eða deyj- andi greinar á þjóðfé- lagsaski okkar. Smáar greinar sem stórar, greinar fjölskyldna og ætta, greinar smárra samfélaga og jafnvel gildar greinar stærri byggða og heilla landshluta eru að trénast upp. Og Níð- höggurinn er heimatil- búinn óskapnaður, kvótinn í sjávarútvegi okkar. Sundrun fjölskyldna og samfélaga I sjávarbyggðum víða um land má finna hvernig Níðhöggur hefur nagað fjölskyldubönd og höggvið á vinatengsl. Lífæðar samfélagsins sem flytur súrefnið og lífsorkuna út í hinar gildari greinar og meg- instofn trésins. Hver kannast ekki við skilnaðardeilur um kvóta eða kvótapappíra, systkinaátök um verðmæti óveiddra fiska eða vin- slit samverkamanna um áratugi þar sem einn var í útgerð en annar í fiskvinnslu eða fiskveiðum? Virt- ir athafnamenn og burðarásar samfélaga um allt land, sem vilja eða þurfa að hætta útgerð og selja frá sér skipin, sitja nú undir ásök- unum um glæpi. Finna fyrir fyrir- litningu sveitunga sinna og fyrr- um vina og aðdáenda. Asakaðir um að bregðast heimabyggð sinni, koma öllu á vonarvöl en velta sér upp úr fjármunum sem þjóðin öll á. Þeim verður ekki vært, fara í felur eða flýja, án þess að hafa gert nokkuð af sér, annað en fara að þeim leikreglum sem þeim voru settar. Oánægja, óöryggi og von- leysi lamar mörg af okkar smáu sjávarþorpssamfélagum. Enginn vill byi’ja á neinu nýju af ótta við, að einn góðan veðurdag hafi „eig- andi“ fjöreggsins á staðnum ekki lengur vilja eða getu til að unga fleiri eggjum út; muni loka og fara. Á meðan tala guðfeður Níð- höggsins, sem sitja á Alþingi, um samgöngur, félagslega þjónustu og skort á menningu og listum sem helsta vanda sem steðjar að hinum dreifðu byggðum. Blinda er fötlun en sjálfsblekking og fals á staðreyndum er hegðan heiguls- ins. Brenglað siðgæði í nærri fimmtán ár hafa físk- veiðar verið stundaðar eftir leik- reglum kvótakerfis. Jafnlengi hef- ur verið stundaður feluleikur við fiskveiðarnar; magnið falsað, teg- undum breytt, milljörðum hent. Heil kynslóð sjómanna hefur alist upp við að veiðar fari fram á for- sendum svindls, sóunar, eyðilegg- ingar og brota á lögum, sem ekki er hægt að fara eftir. Fólk í landi, sem hefur fyrir sér og sínum að sjá, tekur þátt í þessum niður- brotsleik siðferðis; á ekki annaiTa kosta völ til að lifa af þá tilveru sem skapari Níðhöggsins hefur búið þeim. Sjálf löggjafarsamkoma þjóðarinnar. Allt er þetta gert í nafni verndar, meintrar uppbygg- ingar fiskistofna og hagræðingar í rekstri. Hugtök sem flestir þeir, sem eru á valdi Níðhöggsins, vita að er ein allsherjar blekking. Blekking sem verndar ekkert nema hagsmuni þeirra sem fóðra alla ormagi-yfjuna, ríki Níðhöggs í Hvergelmi. Eg álasa engum, ásaka engan nema fyi-rnefnda guðfeður. Ábyi-gðin er öll þeirra og þeÚTa er skömmin. Tveir kostir Þjóðin stendur frammi fyrir tveimur kostum. Lífið er áhætta og því hefur alltaf fylgt áhætta að búa á Islandi. Á meðan Níðhöggur leikur lausum hala er hættan sú, að það þjóðfélag sem við höfum byggt hér upp líði undir lok. Léns- veldið, siðleysið og kúgunin taki öll völd og jafnrétti, lýðræði og skoð- 'anafrelsi verði menn að sækja til annarra landa. Þetta er annar kosturinn. Hinum kostinum fylgir líka áhætta. Eg met hana litla en margir telja að með því að koma Níðhöggi fyrir kattarnef sé hætta á að of hart verði gengið að fiski- stofnum. Ofveiðisgrýlan hræðir meira en forsendur eru fyrir. Eng- ar sannanir, aðeins getgátur og spár sem sjaldnast hafa reynst réttar. Eigi ég að velja, tek ég hik- laust seinni kostinn. Þjóðfélagið er meira virði en þorskurinn. Höfundur er veðurfræðingvr og félagi í Snmtökum um þjóðareign. BÓKIN „Þórsmörk - Land og saga“ eftir Þórð Tómasson (útg. Mál og mynd. Rvík 1996) hefur leg- ið á borðinu hjá mér frá því í haust og svo oft hef ég í hana gripið „þá þreyttur ég á öðru er og um mig stundin hljóð" að nú ætla ég mig að hafa lesið meg- inmálið tvisvar og sumt oftar. Ekki er sú bók gerð til þess að læra, en vel er hún til þess fallin að læra af, og fyr- ir þann sem eitthvað dundar við að færa eitt eða annað í letur má hún vera skóli í því að á einfaldan, skýran og hógværan hátt flétta saman náttúrudýrkun, sagnir og sögu og setja fram fyrir lesendur. Land og saga er undir- titill þessarar bókar. Sögusviðið er Þórsmörk og fram á það stíga kynslóðimar og lífshættir þeima allt frá landnámi til vorra daga. Þórður Tómasson leiðir þær fram svo úr verður „sýning skugga- Frásögnin er slík, segir Jón Jónsson, að ósjálfrátt verður maður með á göngunni. mynda á tjaldi“. Hann er glögg- skyggn og nákvæmur leikstjóri, sem engu virðist gleyma. Átök við miskunnarlaus náttúruöfl, stundum með sigri en stundum með tapi, tog- streita manna milli, yfirgangur, auðsveipni, ljóðræn voifegurð og kolsvart skammdegismyrkur, skin og skuggar, allt svífur um sviðið. Náttúrulýsingar Þórðar eru ekki fyrirferðarmiklar né settar fram í hástigsmælgi, þeim er laumað inn í textann og eins og hálfgert faldar en þær eru oft hnitmiðaðar og tjáð- ar í þeirri hjartans einlægni sem sá einn getur sem hefur fullkomið vald á málinu. Að mínu mati nær Þórður lengst í sinni frásagnarlist, sem ósjaldan minnir mig á Selmu La- gerlöf, þegai- hann lýsir atburðum og umhverfi þar sem hann sjálfur er virkur þátttakandi eða glöggskyggn áhorfandi. Það má fylgja honum á göngu um blásinn berangur, sem andar sögu og öræfakyrrð, og frá- sögnin er slík að ósjálfrátt verður maður með á göngunni og lifir bæði land og sögu. Fáum er gefið að skrifa svo. Enda þótt margir hafi, í seinni tíð, í Þórsmörk komið og þekki svæðið vel, hygg ég að með þessari bók hafi Þórður í margra augum á ný „Mörkina vakið af dvala“ svo að þeir sjái hana betur en áður. Þórður hefur, heima hjá sér í Skógum, reist sér óbrotgjaman minn- isvarða. Með þessari bók hefur hann gefið þjóð sinni og þeim sem hana skoða og skilja vilja, lykil einnig að þeirri undraveröld og hulduheimum sem handan Fjallanna eru, og með því séð til þess að Mörkin vakir. í bókinni eru enn þrír kaflar, sem Þórður á engan hlut að eða ber ábyrgð á. Þeir fjalla um gróður og dýralíf Merkurinnar og standa, hver um sig fyrir sínu, en einhvem veginn kann ég ekki við ,,-ríki“ í þessu sam- bandi, en það kann að vera mín sér- viska. Þriðji kaflinn, Steinaríkið stendur engan veginn undir nafni ■4* og er beinlínis misvísandi, því þar er ekki um bergtegundir eða steind- ir (minerala) fjallað. Að öðm er sá kafli svo sundurleitur að undrun vekur og lítið er þar um Þórsmörk fjallað. Mætti margt um segja, en skal ósagt látið. Kafli sá er lítil val- brá á vanga prinsessunnar og vekur helst þá tilfinningu að hafa, hálfveg- is óviljandi, fokið þama inn í ein- hverjum norðangama eða þá lomp- ast það í algerri áttaleysu. Bókin er alls 304 blaðsíður. Aft., þeim telst mér 30 vera án mynda, margar eru með 2 og nokkrar með 3. Verður þá nokkur spurning hvort ávinningur sé að. Stóru myndirnar gefa landslaginu þann svip sem ekk- ert kort getur gefið. Þær eru því mjög verðmætar sem viðbót við kortin. Yfirleitt eru myndirnar góð- ar, margar ágætar, en nokkrar hefðu mátt missa sig. Kortin em afar verðmæt í svona bók. Hæðarmunur er sýndur með litum og er það, útaf fyrir sig, í lagi, en gjaman hefði ég séð hæðartölur t.d. þar sem hæst er og um leið þess getið hver hæðarmunur sé milli lína, en það hef ég ekki fundið. Ytra útlit bókarinnar er gott og ber út- ^ gefanda þakkir fyrir. Höfundur erjarðfræðingur. Magnús Jónsson Jónsson Olögmæt álagning á sumarbústaðaeigendur NOKKUR umræða hefur verið um sorp- hh-ðugjald sem lagt hefur verið á sumar- húsaeigendur víða um land af sveitarfélögum. Komið hefur í ljós að víða er pottur brotinn í álagningu þeima og innheimtu. Sum sveit- arfélög innheimta ekki sérstaklega sorphirðu- gjald heldur líta svo á að þau séu innifalin í fasteignagjöldum sem séu í eðli sínu ekkert annað en þjónustu- gjöld. Önnur sveitarfé- lög hafa farið þá leið- ina að leggja á sérstaklega sorp- hirðugjald og gera grein fyrir því á álagningarseðli. Staðreyndin er sú að mörg sveit- arfélög virðast hafa innheimt sorp- hirðugjöld án þess að fyrir liggi staðfest gjaldskrá frá umhverfis- ráðuneytinu sem heimilar slíka gjaldtöku. Eitt af verkefnum sveitarfélaga skv. 6. grein sveitarstjórnar- laga er sorphreinsun og sorpeyðing. Jafn- framt segir í sveitar- stjórnai-lögum að sveitarfélög skuli hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldski'á eigin fyrir- tækja og stofnana til að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna sem þau ann- ast. Samkvæmt framan- sögðu geta sveitarfé- lög gert samþykktir um söfnun og eyðingu sorps og þá jafnframt gert ráð fyrir gjaldtöku fyi'ir veitta þjónustu. Upphæð slíkra gjalda skulu ákveðin í sér- stakri gjaldskrá sem ráðherra um- hverfísmála staðfestir. Gjaldskrána á síðan að birta í Stjórnartíðindum og öðlast þá fyrst gildi. Framkvæmdin er sú að um- Sumarbústaðaeigendur athugi, segir Sveinn Guðmundsson, hvernig staðið hefur verið að athugun sorp- hirðugjalds. hverfisráðuneytið kallar eftir út- reikningum sem liggja til grund- vallar um ákvörðun gjalda er fram koma í gjaldskrá um sorphirðu. Sveitarfélög þurfa að leggja fram Gail flísar Yl tll \ri [ÍC* H II- iit: StórhöfSa 17, vift Gullinbrú, sími 567 4844 Sveinn Guðmundsson með gjaldskránni rekstraráætlun ásamt rökstuddri greinargerð þar sem öll atriði sem ákvörðun gjald- skrár byggir á, þ.e. kostnaður við hlutaðeigandi eftirlit og þjónustu. Meginatriðið er að sýna fram á að upphæð gjalda sé ekki hærra en sem r.emur sannanlegum kostnaði við veitta þjónustu eða eftirlit. Ef þetta liggur ekki fyrir synjar ráðuneytið um staðfestingu og í framhaldi er samþykktin endur- send til sveitarfélagsins með leið- beiningum um hvað þurfi að koma til svo staðfesting verði veitt. Þannig að ljóst er ef ekki hefur verið staðið með lögformlegum hætti á álagningu sorphirðugjalda og ekki liggur fyi'ir staðfest gjald- skrá af umhverfisráðuneytinu, er ólöglegt að leggja sorphirðugjald á sumarhúsaeigendur. Sem fyrr segir liggur fyrir að sveitarfélög hafa lagt á sorphirðu- gjald án lögformlegra heimilda. Rétt er að sumarhúsaeigendur kanni hvemig staðið hefúr verið að álagningu sorphirðugjalds í því sveitarfélagi sem þeir hafa sumar- hús. Ef ágreiningur kemur upp milli aðila um réttmæti sorphirðu- gjalds er hægt að fá nánari upplýs- ingar hjá umhverfisráðuneytinu. Stjórn Landssambands sumar- húsaeigenda hvetur alla sumar- húsaeigendur til að hafa þetta í huga. Höfundur er lögfræðingur Lands- sambands sumarhúsaeigenda. Klæðningin sem þolir íslenska veðráttu Leitið tilboða ÁVALLT TIL Á LAGER ÞORGRINSSON &CÖj 553 8640/568 6IOO,fax 58(1 8755. ic
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.