Morgunblaðið - 19.02.1998, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.02.1998, Qupperneq 52
' 52 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÓLAFSSON frá Höfnum, til heimilis á Háteigi 18, Keflavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. febrú- ar. Útförin auglýst síðar. Ingi Eggertsson, Ásbjörn Eggertsson, Ólafur Eggertsson, Signý Eggertsdóttir, Páll Sólberg Eggertsson, Sigurður Ragnar Magnússon, Ágústa Halla Jónasdóttir, Jenný Karitas Ingadóttir, Kristjana Gísladóttir, Páll Bj. Hilmarsson, Kristjana Margrét Jóhannesdóttir, Magnea Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elsku faðir okkar, sonur minn og afi, HRAFNKELLB. GUÐJÓNSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga Eyja Hrafnkelsdóttir, Guðmundur Óli Hrafnkelsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Vigdís Lilja Guðmundsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN PÁLMASON húsasmiður, Álfabyggð 1, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt miðviku- dagsins 18. febrúar. Valgarður Baldvinsson, Sigrún Björgvinsdóttir, Gunnar Ingvi Baldvinsson, Jónína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ELISABETH CLAUSEN (LÍSA), Fannafold 71, Reykjavík, er látin. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15.00. Þór Clausen, Sólbjörg Harðardóttir, Hörður Fannar Þórsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR SIGURÐSSON, Hrólfsskála, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 9. febrúar. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. febrúar. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem heiðrað hafa minningu hans og sýnt okkur samúð með hlýhug og góðum kveðjum. Ebba Paludan-Múller, Ólafur Pétursson, Sigurður Pétursson. t Elskuleg dóttir okkar, móðir og eiginkona, ÁSLAUG KÁRADÓTTIR, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. febrúar sl. Fyrir hönd aðstandenda Kári Tryggvason, Úlfhildur Dagsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Erlendur Lárusson. HALLDORA BJARNADÓTTIR + Halldóra Bjarna- dóttir fæddist í Stykkishólmi 19. nóvember 1911. Hún lést á Landspítalan- um 28. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Júlíus Krist- jánsson, ættaður af Skógarströnd, og Elísabet Hildur Gísladóttir frá Vatnabúðum í Eyr- arsveit. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi. Hall- dóra var næstelst af níu systkin- um. Þau voru: Katrín, Lena, Laufey, Ásta eldri, Ásta yngri, Hansina, Elís og Sigurður. Nú er Hansfna ein á lífi. Eiginmaður Halldóru var Lár- us Eyjólfsson frá Bjameyjum á Breiðafirði, hann er látinn fyrir allmörgum ámm. Þau eignuðst fimm börn. Þau em: 1) Elísabet Nú þegar hún Halldóra frænka mín er fallin frá langar mig til þess að minnast hennar með örfáum orðum. Dóra frænka, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, bjó í Stykkishólmi þegar ég man fyrst eftir mér. Hún var móðursystir mín og samgangur milli heimilanna eðli- lega mikill. Sambandið rofnaði alls ekki þótt þau Lárus flyttust til Reykjavíkur. Marga nóttina feng- um við að gista hjá þeim og var það alltaf auðsótt, þótt stundum væru nætumar fleiri en ein og fleiri en tvær. Það var gaman að heimsækja Dóru. Hún var vel gefin og fróð um ýmsa hluti. Hún hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og lá ekki á skoðunum sínum ef því var að skipta. Hún var stálminnug og var ekki að finna að minnið hefði neitt dofnað þótt árunum fjölgaði. Dóra var dugleg að ferðast og líklega hefur það verið með því skemmti- Guðrún, hennar maður var Bergur Olafsson, en hann er látinn. Þau áttu einn son. 2) Jón, sem lést fyrir aldur fram. 3) Eyjólfur, hans koma er Hildur Ólafsdótt- ir. Eyjólfur á þrjú börn. 4) Bára, henn- ar maður er Helgi Steinar Karlsson og eiga þau þrjú börn. 5) Lára, hennar mað- ur er Fred Dunham og eiga þau tvö börn. Halldóra og Lárus hófu sinn búskap í Flatey á Breiðafirði og fluttu þaðan til Stykkishólms. Þar bjuggu þau í nokkur ár og fluttu siðan til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Halldóra vann í mörg ár hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Útfór Halldóru fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 5. febrúar. legra sem hún gerði. Hún hafði af- skaplega gaman af að segja ferða- sögur þegar tóm gafst til og endur- lifði þá þessa skemmtilegu daga, sem hún hafði átt á ferðum sínum. Þær systur, Dóra og Hansa, fóru saman í ferðalög bæði utanlands og innan. Annað áhugamál átti Dóra, en það var knattspyma. Hún horfði á flesta leiki, sem sýndir voru í sjónvarpinu, og vissi allt um þá kappa sem þar áttust við. í seinni tíð var ítalska knattspyrnan greini- lega efst á vinsældalistanum. Dóra hafði alla tíð sterkar taugar til æskustöðva sinna. Hún fylgdist vel með fréttum úr Stykkishólmi og tók þátt í starfsemi Breiðfírðingafé- lagsins sér til mikillar ánægju. Fjölskyldan hennar Dóru saknar nú sárt ástríkrar móður og ömmu. En minningin um góða konu lifir í hugum þeirra sem kynntust henni. Það er víst að hún hlýtur góðar við- SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR + Sigríður Guðbrandsdóttir fæddist á Vogalæk á Mýrum 18. mars 1926. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 6. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. febrúar. Elsku Sigga. Þegar ég frétti af andláti þínu varð ég harmi slegin. Sennilega trúi ég um of á læknavís- indin. Núna reyndust þau mega sín lítils frammi fyrir æðri máttarvöld- um. Otal minningar þjóta í gegnum hugann. Elsku Sigga mín, ég á þér svo mikið að þakka. Þú varst mér eins konar fósturmóðir. Þegar mamma mín þurfti að leggjast inn á spítala og dveljast þar langdvölum var ég sett í fóstur til þín og Valda frænda á Lynghagann. Þótt íbúðin á Lynghaganum hafi aðeins verið þriðjungur af stærð framtíðarhús- næðis ykkar á Staðarbakkanum og þið Valdi með ykkar stóru fjöl- skyldu, þá upplifði ég aldrei nein þrengsli, hvað þá að ég væri fyrir. Mér leið alltaf sérstaklega vel hjá ykkur. Valdi frændi vann mjög mikið, þess vegna lenti uppeldi mitt mest á þér. Eg man sérstaklega eftir því er þú fórst með mig niður í Miðbæjarskóla að hitta kennarann minn í fyrsta skipti. Hvað þú varst glæsileg keyrandi á eigin drossíu og hvað ég var montin að sitja við hlið þér á leiðinni. Þetta var stórt skref fyrir litla stúlku og þú varst mjög uppörvandi. Ég naut góðs af handlagni þinni. Ég man enn eftir árshátíðarkjólnum sem þú saumað- ir á mig í gaggó. Hann sló aldeilis í gegn. I seinni tíð varstu mér svo oft innan handar með minn eigin saumaskap. Þegar ég var að trúa þér fyrir mínum framtíðardraum- um eða vandamálum þá tókst þér alltaf einhvem veginn að setja þig í spor mín án þess að missa yfirsýn. Þú hefur greinilega einhvern tíma „lesið vel heima“, því ég kom aldrei að tómum kofunum hjá þér. Ég átti bandamann þar sem þú varst. Ein- hvern tímann deildum við maður- inn minn í návist þinni og sóttist hann eftir stuðningi þínum við sinn málstað. Það stoðaði hann lítið því þú stóðst með mér, brostir og gerð- ir honum skýrt grein fyrir því að nú væri ég á heimavelli og fyrir hann við ofurefli að etja. Þetta var mér afar mikilvæg viðurkenning af þinni hálfu. Elsku Sigga mín. Það er svo margt sem ég á þér að þakka. Ég vona svo innilega að þú vitir það. Það var nefnilega svo margt sem við áttum eftir að ræða er þú varst svona óvænt kölluð burt. Með þessum orðum vil ég reyna að koma á framfæri þakklæti mínu til þín. Elsku Valdi, Gerður, Bubbi, Júlla, Atli og fjölskyldur. Ég veit að ykkar missir er mestur. Megi ljúfar minningar um frábæra Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. tökur í nýjum heimkynnum. Hún kvaddi þennan heim eins og hún lifði lífinu; án þess að mikið gengi á, og það er huggun harmi gegn að dauðastríðið varð ekki langt. Ég kveð Dóru frænku fyrir hönd okkar systra, með þakklæti fyrir allt, og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Ólöf Markúsdóttir. Á fallegum miðvikudagsmorgni 28. janúar síðastliðinn sátum við móðir mín við eldhúsborðið hennar í Vestmannaeyjum í glaðlegu rabbi er Eyjólfur hringdi í mig og til- kynnti mér lát móður sinnar. Breyttist gleðin í sorg, sorg við að missa góða vinkonu. Þótt við Halldóra höfum ekki þekkst í áraraðir þá myndaðist samt ótrúlega gott samband okkar á milli sem byggðist á vináttu, trún- aði og trausti. Við áttum ýmis leyndarmál saman. Ég minnist sér- staklega sumarsins 1996 er Hall- dóra og Hansína systir hennar komu í heimsókn til okkar Eyjólfs á okkar heimili vestur á Grundar- fjörð. Eyjólfur var upptekinn í vinnu allan daginn svo að við vorum mikið þrjár saman. Það var oft slegið á létta strengi og mikið spjallað. Sér- staklega naut ég þess að keyra með þær um Snæfellsnesið. Þær fræddu mig mikið og dásamlegt þótti mér að sjá hvað þær nutu þess að koma á fornar slóðir og rifja upp æskuminningamar. Þessar stundir voru mér afar kærar. Ég kveð hér góða vinkonu með söknuði og bið almættið að taka hana í faðm sinn. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég til bama hennar, því ég veit hversu ómetanlegt er að eiga góða móður. Einnig sendi ég öllum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, drottins lúður þegar hljómar. Hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Hildur Ólafsdóttir. eiginkonu, móður, ömmu og langömmu hjálpa ykkur í sorginni. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Ásdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Sigga. Ég þakka þér fyrir alla umhyggjuna, greiðviknina og ræktarsemina við mig, börnin mín og barnabörn á liðnum árum. Það er vel við hæfí á þessari stundu að vitna í ljóð góðs vinar sonar míns sem hann orti til ömmu sinnar: Þú varst amma þessi þjóð, þungt og stuðlað stóð þitt Ijóð ogstendurumárog daga. Vinir guðs þér verði nær er þú ferð sem aftanblær með auðinn úr þínu hjarta. (Bergsveinn Birgisson) Elsku Valdi, börn, barnaböm, barnabarnaböm og aðrir aðstand- endur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Far þú í Mði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem.) Bryndfs D. Björgvinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.