Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 66. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar hafna vest- rænni milligöngu Belgrad, Tirana. Reuters. Engin ómegð ÍESB Brussel. Reuters. EVRÓPSKIR karlmenn eru ekkert öðruvísi en kynbræður þeirra annars staðar. Þeir lifa hættulegra lífi og skemur en kvenfólkið, lenda oftar í árekstram, stytta sér oftar aldur, drekka meira, reykja meira og þéna meira. Um þetta má lesa í nýrri skýrslu frá Evrópusambandinu, ESB. í ESB-ríkjunum týna þrír karlmenn lífi í umferðarslysum fyrir hverja eina konu og er ástandið verst í Portúgal, fjór- um sinnum verra en í Bret- landi. Sænska vegakerfið er hins vegar öruggast. Belgísk og bresk hjónabönd eru líklegust til að enda með gráti og gnístran tanna en þau endast best á Ítalíu, þar sem kirkjan lítur hjónaskilnaði óhýru auga. Irar, Finnar og Danir eru frjósamastir en ekki er hægt að segja að ómegðinni sé fyrir að fara hjá hinni dæmigerðu ESB-fjölskyldu. Hún á að meðaltali 1,44 börn en í Bandaríkjunum er talan 2,06. Afengisneysla er mest í Frakklandi og minnst í Svíþjóð en Grikkir skara fram úr í reykingum. I skýrslunni má einnig lesa að kynferðisafbrot séu flest í Svíþjóð eða 87 á 100.000 íbúa 1994. Á Ítalíu eru þau aðeins tvö og það minnir á það, sem vís maður sagði, að til væru ósannindi, hrein ósann- indi og tölfræði. Ekki er víst að Svíar og Italir telji með sama hætti hvað þetta varðar. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun inn- an skamms, jafnvel í næstu viku, gera grein fyrir tillögum Banda- ríkjamanna um hvernig koma eigi friðarviðræðum ísraela og Palest- ínumanna á skrið, en þær hafa legið niðri í um eitt ár. Israelska blaðið Ha’aretz greindi frá þessu í gær. Blaðið hafði eftir stjórnarerind- rekum í Jerúsalem að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Isra- els, hefði sent Natan Sharansky, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til Washington þeirra erinda að kom- ast á snoðir um hvað þetta frum- Gæsla í Peking KÍNVERSKIR hermenn fyrir framan Alþýðuhöllina í Peking en þar og við Tiananmen-torg hefur verið mikil gæsla vegna fundar Alþýðuþingsins. Zhu Rongji, nýr forsætisráðherra í Kína, sagði í gær, að ekki kæmi til greina neitt endurmat á blóðsúthellingunum á Tianan- men-torgi 1989. ■ Ekkert endurmat/26 kvæði Bandaríkjamanna fæli í sér. Sagði blaðið að Aibright myndi boða Netanyahu og Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, á sinn fund í Evrópu, hvorn í sínu lagi, og útskýra tillögurnar fyi-ir þeim með það fyrir augum að fá þá til að samþykkja þær áður en hún gerði opinberlega grein fyrir þeim. Úrslitakostir Israelskir fjölmiðlar greindu frá því í síðasta mánuði að Bandaríkja- menn, sem eru helstu milligöngu- mennirnir í deilunni fyrir botni UTANRIKISRAÐHERRAR Frakklands og Þýskalands sögðu í gær, að nokkuð hefði miðað í við- ræðum þeirra við stjómvöld í Serb- íu og forseta Júgóslavíu um ástand- ið í Kosovo þótt ekki væri hægt að tala um einhvern áþreifanlegan ár- angur. Vestræn ríki höfðu gefið stjórninni í Belgrad frest þar til í gær til að verða við kröfum um úr- bætur í héraðinu og verður það ákveðið á fundi sex ríkja á fundi á miðvikudag til hvaða ráða verður gripið. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði á fréttamanna- fundi með Hubert Vedrine, frönsk- um starfsbróður sínum, í Belgrad í gær, að stjómvöld í Júgóslavíu hefðu gengið að flestum skilyrðum Miðjarðarhafs, hefðu gefið deiluað- ilum úrslitakosti - annaðhvort kæmust þeir að nýju bráðabirgða- samkomulagi innan hálfs mánaðar ellegar myndu Bandaríkjamenn setja þeim skilmála. Samkvæmt ísraelskum fjölmiðl- um í síðasta mánuði miðast tillögur Bandaríkjamanna að því að Israel- ar afhendi Palestínumönnum yfir- ráð á 13% lands til viðbótar á Vest- urbakkanum í næstu lotu, en Pal- estínumenn standi á sama tíma við gefnar skuldbindingar um að koma í veg fyrir hryðjuverk herskárra múslíma í Israel. Bandaríkj astj órn vill herða refsiað- gerðir gegn Júgóslavíu vestrænna ríkja en hafnað þeirri meginkröfu Albana í Kosovo, að er- lendur milligöngumaður yrði við- staddur viðræður þeirra við Serbíu- stjórn. Þeir Kinkel og Vedrine kváðust mundu skýra frá þessari niðurstöðu á fundi sex ríkja, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Italíu, Rússlands og Þýskalands, í Bonn á miðvikudag en þar verður rætt hvort refsiaðgerðir gegn Júgóslaviu Regnskógur- inn brennur GÍFURLEGIR sléttu- og skóg- areldar hafa geisað í Brasilíu frá því í janúar en þar hefur víða ekkert rignt um sex mán- aða skeið. Er heita straumnum við Suður-Ameríku, E1 Nino, kennt um. Telja veðurfræðing- ar, að ekkert muni rigna fyrr en í næsta mánuði. Nú þegar eru 600.000 hektarar ein rjúk- andi rúst og óttast er, að það sama bíði fimm milljón hektara í viðbót. Er eldurinn kominn í regnskóginn, sem nú er einn eldsmatur vegna þurrkanna. Hér eru ráðamenn í Roraima- héraði að skoða eyðilegginguna úr þyrlu. verði hertar þótt Rússar hafi þegar lýst andstöðu við það. „Blekkingartilraun" Vildu þeir ekki spá neinu um nið- urstöðuna en Robert Gelbard, sendimaður Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn myndi beita sér fyrir hörðum refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu yrði engin lausn fundin á deilu Serba og Albana í Kosovo. Gerði hann lítið úr þeirri yfirlýsingu Milans Milutinovics, forseta Serbíu, í fyrrakvöld, að hann væri reiðubú- inn að ræða við Albani um sjálf- stjórn en ekki með milligöngu er- lendra ríkja. Albanir í Kosovo hafa einnig hafnað því boði og segja það „tilraun til að blekkja vestræn ríki“. Verkfalli frestað í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að nítján tíma samninga- törn lauk í gær frestaði Asbjprn Jensen sáttasemjari verkfalli 460 þúsund launþega er hefjast átti um helgina. Samningsaðilar voru þó ekki bjartsýnir á framhaldið. Dansk Industri, langstærsti aðil- inn að danska vinnuveitendasam- bandinu, hefur verið tregastur til samninga en hefur fengið sam- þykki annarra vinnuveitenda til að semja fyrst og meðan Dansk Industri semur ekki, semja engir aðrir. Þetta hefur skapað mikla reiði í öðrum gi-einum, bæði meðal launþega og vinnuveitenda, svo Dansk Industri er nú undir miklum þrýstingi. Að sögn Flemmings Roséns hjá Flugleiðum mun verkfall ekki bitna á flugi fyrsta sólarhringinn eða svo en upp úr því verður röskun á því. Ef til verkfalls kemur vonast Flug- leiðir til að geta notað Hamborg sem miðstöð. ---------------- Afsögn Per Stig Mnllers Kaupmannahöfn. Monjunblaðið. „ÉG hef ekki fengið frið til að leiða flokkinn og álít því best að eftirláta öðram það verkefni," sagði Per Stig Mpller, leiðtogi danska íhalds- flokksins, er hann öllum á óvart til- kynnti afsögn sína í gærkvöld. Er Mpller skýrði frá afsögninni hvatti hann flokksbræður sína, sem biðu mikinn ósigur í þingkosning- unum 11. þ.m., til að velja sér nýja forystu. Benti hann á Piu Christmas Moller sem vænlegt leiðtogaefni. Moller hvatti einnig til, að Hans Engell, fyrrverandi leiðtogi flokks- ins, hætti sem þingflokksformaður til að ný kynslóð gæti komist að en í gærkvöld virtist Engell ekki ætla að fara að þeim ráðum. Það mun þó væntanlega skýrast í dag. Friðarviðræður ísraela og Palestínumanna Nýjar tillögur á næstunni Jerúsalem. Reuters. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.