Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 375) sáttasemjara en sjómenn samþykktu Sj ómannadeilur og verkföll Janúar 1994 Sjómenn, vélstjórar og yfirmenn hefja allsherjarverkfall á öllum fískiskipaflotanum 2. janúar. Allar sáttaumleitanir reynast árangurs- lausar. 14. janúar stöðvar ríkisstjórnin verkfallið með setningu bráða- birgðalaga. Maí - júní 1995 Verkfall hefst á fiskiskipaflotan- um 25. maí. Viðræðum sjómanna og útvegs- manna er slitið 31. maí. Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu sjó- inanna og útvegsmanna 10. júní. Sjómenn fella miðlunartillöguna ineð miklum mun og stendur sjó- mannaverkfallið því áfram. Samningar takast 15. júní milli sjómanna og útgerðarmanna eftir 22 daga langt verkfall. Október 1997 til mars 1998 Hvorki gengur né rekur í kjara- viðræðum sjómanna við útvegs- menn. Vélstjórafélagið boðar verkfall hjá vélstjórum, sem starfa á skipum með stærri aðalvél en 1501 kw frá og með áramótum. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls 2. febrúar hefst í félög- um í Sjómannasambandinu og Framanna- og fiskimannasam- bandinu fyrstu dagana í desember og standur yfir í einn mánuð. 18. desember ákveða vélstjórar að fresta áður boðuðu verkfalli til 16. janúar. 8. janúar kemur í ljós að yfir- gnæfandi meirihluti sjómanna og yfirmanna samþykkja verkfalls- boðun er hefjast á 2. febrúar. Vélstjórar ákveða 13. janúar með samþykki LÍIJ að fresta boð- uðu verkfalli sem hefjast átti 16. janúar til miðnættis 2. febrúar. 93,7% félagsmanna í LÍtí sam- þykkja 19. janúar að setja á verk- bann frá og með 9. febrúar. í lok janúar úrskurðar Félagsdómur at- kvæðagreiðsluna ólögmæta. Verkfall sjómanna, vélstjóra og — yfirmanna á fiskiskipaflotanum hefst á miðnætti 2. febrúar. Sátta- fundir skila engum árangri. 9. febrúar ákveður ríldsstjórnin að leggja fram frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalla sjómanna á fískiskipaflotanum. 11. febrúar ákveða sjómanna- samtökin að fresta verkfalli til 15. mars. 4. mars skilar fiskverðsnefnd sjávarútvegsráðherra tillögum sín- um um kvótaþing, verðlagsstofu o.fi. 15. mars hefst verkfall á ný á fískiskipaflotanum. 16. mars leggur ríkissáttasemj- ari fram miðlunartillögur til lausn- ar dcilunni. Atkvæði talin um miðlunartil- lögu 19. mars. títvegsmenn fella tillöguna. Verkfall sjómanna lield- ur áfram. v , Morgunblaðið/Ásdís imannasambands Islands, hristir hér kjörkassa með atkvæðaseðlunum en eitthvað vafðist fyrir mönnum að opna kassann um stund þar sem lykillinn hafí misfarist. A Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra um stöðuna í deilu útvegsmanna og sjómanna ekki gert öðrum upp skoðanir og verða að leysa þetta með friði.“ Kristján taldi fráleitan þann mál- flutning formanns Sjómannasam- bandsins sem fram hafði komið í fréttum að byrja að setja skilyrði. „Þetta er maður sem sagði að þessi sáttatillaga væri samsæri mitt, ráð- herrans og sáttasemjara en nú er hún algóð. Menn verða nú að sýna einhverja stillingu í þessum sam- skiptum,“ sagði formaður LÍÚ að lokum. Verkfall heldur áfram Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir að þessi niðurstaða komi í sjálfu sér ekki á óvart miðað við það sem fram hafi komið undanfarna daga. „Það er raunverulega ekkert annað að segja en bara að verkfall heldur áfram. Við erum reyndar núna bún- ir að uppfylla skilyrði ráðherra. Við höfum samþykkt miðlunartillöguna sem byggðist á frumvarpsdrögun- um og erum búnir að tryggja að þau verði að lögum standi ráðherra við sitt,“ sagði Sævar. Aðspurður sagði hann að þeir teldu einsýnt að frumvarpið kæmi fram á þinginu og yrði að lögum ef ráðherra stæði við sitt, þótt verk- fallið héldi áfram, þar sem sjómenn hefðu samþykkt miðlunartillöguna. Sævar sagðist reikna með því að ríkissáttasemjari sæi til þess að við- ræður hefðust á nýjan leik milli deiluaðila, en hann sæi enga lausn. Útvegsmenn væru búnir að vera í bakkgír núna í hálfan mánuð til þess að reyna að koma í veg fyrir að frumvörpin yrðu að lögum og þetta væri niðurstaðan af því. Það væri engin spurning að andstaða þeirra mótaðist af andstöðu við lögin en ekki við miðlunartillögunni. „Það er ekkert í miðlunartilögunni nema bara það sem hefur gerst á almenna vinnumarkaðnum. Það er launa- hækkun upp á 13% sem aðrir hafa fengið. Svo er tekið á tryggingabót- um sem kosta lítið og það er ekkert annað í henni. Þannig að það er ekki miðlunartillagana sem slík. Það eru lögin,“ sagði Sævar. Hann sagði að klára yrði deiluna, þrátt fyrir þessa niðurstöðu. Það hefði svo sem gerst áður að miðlun- artillaga hefði verið felld. Sjómenn hefðu síðast kolfellt miðlunartillögu 1995 með 85% atkvæða. Sjómannastéttin búin að svara sjávarútvegsráðherra Guðjón Ai’nai' Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands, sagði að þessi niðurstaða sýndi að þrátt fyrir að sjómönnum hefði fundist miðlunar- tillagan þunn hefðu þeir ákveðið að samþykkja hana vegna þess að hún hefði verið lögð fram á forsendum lagafrumvarpanna. „Eg tel að sjó- mannastéttin sé búin að svara sjáv- arútvegsráðherra og ríkisstjórninni afar skýrt um það að þeir eru búnir að uppfylla öll þau skilyrði sem sett voru. Við höfum hins vegar ekki vald á hegðun eða aðgerðum út- vegsmanna," sagði Guðjón. Hann sagðist ekki sjá neitt fram- hald í málinu öðruvísi en frumvörp- in kæmu fram í þinginu og hann sæi ekki að það væri til neins að láta menn setjast niður í Karphúsinu í framhaldinu ef þau kæmu ekki fram í þinginu. Hann sæi ekki að sjó- menn gætu gert meir. Þegar búið væri að fara í allsherjaratkvæða- greiðslu, hvort sem væri um verk- fallsboðun, samþykkt miðlunartil- lögu eða samþykkt samnings og stéttin sjálf væri búin að taka afger- andi afstöðu þá fyndist honum samninganefndir ekki hafa neitt vald til að breyta þeirri niðurstöðu. „Þessi faivegur sem búið er að ákveða að láta duga af sjómanna hálfu sem kjarasamning er að minu viti endanleg ákvörðun okkar,“ sagði Guðjón. Hann sagði að verkfallið héldi áfram þar til komist hefði á kjara- samningur. Sjómenn væru búnir að gera allt sem þeir gætu til koma honum á miðað við þær forsendur sem þeim hefðu verið settar í miðl- unartillögunni. Aðspurður hvort hann hefði ein- hverjar skýringar á þessari niður- stöðu útvegsmanna sagðist hann telja sig vita hana nokkurn veginn. „Það sem þeir eru einfaldlega að reyna að gera er að komast inn í lagafrumvörpin með þessari aðferð til þess að fá þar einhverju breytt." Forsenda far- sællar lausnar að leggja frum- vörpin fram arstein útvegsmanna í tillögunum. Hann sagði að sjómenn yrðu að eiga undir ríkisstjórn og Alþingi varðandi lagafrumvörpin, útvegs- menn væru ekki sáttir við þau en at- kvæðagreiðslan hefði hins vegar ekki snúist um þau. „Við leggjum áherslu á að sáttasemjari haldi fund og miðli á milli okkar þeim ágrein- ingi sem út af stendur sem ég tel að hafi skýrst mjög vel. Ég ætla ekki að segja á þessari stundu hvernig málinu getur lokið en við munum sýna mikinn sáttavilja. Við viljum koma skipunum á sjó, við erum ekki í verkbanni og viljum losa um þetta ef þess er nokkur kostur,“ sagði Kristján einnig og taldi mögulegt að boða til fundar sem fyrst. „Þetta mál er eins og alltaf þegar samningur eða tillaga eru felld að deilunni er ekki lokið og menn þurfa að snúa sér að því að reyna að leysa hana. Mér fannst hins vegar með ólíkindum þegar tillögur þriggja manna nefndarinnar voru lagðar fram að þær skyldu vera skilyi'tar því að þeir aflýstu verkfalli. Og nú eru sjómenn að gera ráðherra upp einhverja aðra afstöðu sem hann bar til baka í kvöld þannig að menn verða að átta sig á því að þeir geta itkvæðatölurnar. I HALLDÓR Ásgiámsson, utanríkis- ráðherra, segir að forsenda þess að kjaradeila sjómanna og útvegs- manna fái farsæla lausn sé að frum- vörp þriggja manna nefndar ríkis- stjórnarinnar um kvótaþing og verð- lagsstofu skiptaverðs verði flutt á Alþingi. Hann sjái ekki að það sé eft- ir neinu að bíða með að leggja þau fram. Hann telji óforsvaranlegt hvað deilan hafi tekið langan tíma og allt þjóðfélagið sé orðið mjög forviða á máhnu öllu. Halldór sagði að þessi staða væri lík því sem oft hefði komið upp áður í deilum sjómanna og útvegsmanna að til- laga hefði verið felld. Deiluaðilar hefðu þá þurft að setjast niður á nýjan leik og ná saman. Hann teldi að það væri skylda þeirra nú eins og oft áður, en hann héldi að þetta væri í fyrsta skipti sem útvegsmenn hefðu feht slíka tillögu. HALLDÓR Ás- grímsson, utanríkis- ráðherra Setjast niður á næstu klukkutímum? „Ég held hins vegar að það liggi alveg ljóst fyrir að forsenda þess að deilan fái farsæla lausn sé að þau frumvörp sem hafa verið samin á vegum þriggja manna nefndar ríkis- stjórnarinnar verði flutt á Alþingi. Ég sé í sjálfu sér ekki að það sé eftir neinu að bíða með að þau séu lögð þar fram. Síðan verðum við að von- ast eftir því að deiluaðilar ljúki sín- um málum með eðlilegum hætti og ég vona að þeir setjist niður á næstu * klukkutímum til þess að fara yfir þau mál,“ sagði Halldór. Hann sagði að það hlyti að vera mikið áhyggjuefni beggja aðila að alvarlegt verkfall væri enn í gangi og þeim bæri að halda áfram við- leitni sinni að leysa málin. Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að lögfesta efnisatriði miðlunartil- lögunnar, ef ekki kæm- ist hreyfing á deiluaðila, sagðist hann telja al- gert neyðarúrræði að grípa til þess. Hann væri almennt þeirrar skoðunar að það bæri að forðast lagasetningu i málum sem þessum. Það sem væri jafnframt óvenjulegt við þessa stöðu væri að ekki hefði verið boðað neitt verk- bann af hálfu útvegs- manna. Menn yrðu að trúa því að þessir aðilar gætu sest niður einn ganginn enn og klárað málið. Deilan sé það þroskuð að þeir hljóti að geta fundið einhver þau at~ riði sem hjálpi þeim til að lifa saman í einhverri sátt. „Það er að mínu mati óforsvaran- legt hvað þetta mál hefur tekið langan tíma og ég held að það sé al- veg ljóst að þjóðfélagið er orðið mjög forviða á þessu máli öllu, án þess að ég ætli að leggja þar dóm á einhvern sérstakan aðila,“ sagði Halldór Asgi'ímsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.