Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg Fengum hvorki myndir né afsökunarbeiðni frá Islandi París. Morgunblaðið. „ÞAÐ er alls ekki rétt að við sem stöndum að Norrænu kvikmynda- hátíðinni í Rúðuborg höfum ekki áhuga á Islandi," segir Isabelle Duault, annar framkvæmdastjóra hátíðarinnar, þegar hún heyrði ummæli Þorfinns Omarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmynda- sjóðs þess efnis. Morgunblaðið birti í gær frétt um að engin íslensk mynd væri á hátíðinni í ár og ræddi vegna þess við Þorfinn. Isabelle endurtekur það sem haft var eftir starfsbróður hennar, Jean-Michel Montgrédien, að engar myndir hafi borist frá Is- landi fyrir hátíðina sem nú stendur yfir. Utan ein, Blossi, sem ekki Gjaldskrá leigubila hækkar GJALDSKRÁ leigubíla hækkaði í gær um 5% samkvæmt úrskurði Sam- keppnisstofnunar. Þetta kom fram í samtali við Sigfus Bjamason hjá Frama, stéttarfélagi leigubílstjóra. Sigfus sagði að það væri yfirleitt helmingur gjaldsins sem færi í laun og launatengd gjöld en hinn helming- urinn færi í rekstur bílanna, stöðvar- gjöld, þungaskatt og tryggingagjöld. Hér væri hins vegar fyrst og fremst um hækkun vegna launahækkunar á almennum vinnumarkaði að ræða. hafi Joótt næg ástæða til að sýna. „Eg hafði samband við Þorfinn í ágúst síðastliðnum," segir Isa- belle, „en fékk aldrei efni til að skoða. Og það eru aðeins þrír dag- ar síðan mér barst nýr kynningar- bæklingur Kvikmyndasjóðs Is- lands. Þetta íyrst og fremst, og síðan sú ókurteisi að biðjast ekki með einhverjum hætti afsökunar á framkomu Friðriks Þórs Friðriks- sonar í fyrra, veldur því að Island er ekki með í ár. Mér finnst miður að svo sé og margir hafa spurt mig um ástæðuna. Eg segi þeim þá ein- ungis að okkur hafi ekki borist ís- lenskar myndir. Ef einhver hefur sýnt því áhuga að hafa hér myndir frá Islandi, erum það við, ekki þeir Islendingar sem hlut eiga að máli.“ Braut verðlaunastyttu Isabelle segir að blaðamanna- ferð fyrir hátíðina í fyrra hafi verið farin til hinna Norðurlandanna fjögurra, og ekki Islands, af hag- kvæmnisástæðum. Stoppað hafi verið sólarhring í hverju landi og erfitt að fá blaðamenn í lengri ferð en fjögurra daga. Sendiráð land- anna hafi lagt til fé, ekki Skandin- avíski kvikmyndasjóðurinn, sem Island á aðild að. Frá íslenska sendiráðinu í París hafi aldrei kom- ið peningar til hátíðarinnar. Þar iyrir utan sé ekkert sem segi að farið sé með fjölmiðlafólk til land- anna allra. Fyrir hátíðina nú hafi til dæmis einungis verið farin slík ferð til Danmerkm- og Eistlands. „En Friðrik Þór sýndi reiði vegna þessa í fyrra, með því að brjóta verðlaunastyttu frá ungum áhorfendum. Það var vanvirðing sem hann, eða einhver annar full- trúi landsins, hefði átt að biðjast afsökunar á. Starfssystkin Frið- riks sem voru viðstödd fyrir ári höfðu mörg orð á því. Eg sé enga ástæðu til að fella dóma yfir þessu, en hefði þótt betra að heyra í hon- um eða einhverjum öðrum. Þor- finnur hefur til að mynda ekkert viljað segja fyrir Friðriks hönd, en haft orð á því að Friðrik, framleið- andi margra íslenskra mynda, ráði því sjálfur hvert hann sendi þær.“ Hvað varðar ferð franskra blaðamanna til Norðurlanda fyrir hátíðina í fyrra segist Isabelle ennfremur hafa talað við Önnu Maríu Karlsdóttur hjá Kvik- myndasjóði. „Eg útskýrði vand- kvæði á því að koma til Islands fyrir hátíðina og sagðist vilja koma, í lengri tíma en einn ein- asta dag, í júní. Þá væri Cannes- hátíðin afstaðin og auðveldara fyrir alla að kynnast. Miðarnir fyrir þessa ferð liggja ennþá hjá Flugleiðum í París. Ég bíð eftir lífsmarki frá Islandi og bendi á þá staðreynd að það eru kannski ekki svo margar kvikmyndahátíð- ir sem hafa slíkan vilja til að sýna íslenskar myndir að þær sendi fulltrúa sína og fjölmiðlafólk til landsins. Þetta vildum við gera, en vegna atviksins síðasta ár var hikað.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ok á ljósastaur og skilti ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir að fólksbifreið skall á ljósastaur og skilti á Kringlu- mýrarbraut á móts við Nesti um klukkan tvö í fyrrinótt. Tildrög óhappsins voru óljós samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en svo virðist sem ökumaður hafi misst vald á bifreiðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Ökumað- ur var talinn vera nefbrotinn og var fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur ásamt tveimur farþegum bifreiðarinnar, sem kvörtuðu yfir eymslum í hálsi, baki og maga eftir óhappið. Bifreiðin er talin mikið skemmd. Athugasemd frá Skímu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Dagnýju Halldórsdóttur fram- kvæmdastjóra, f.h. Skímu hf. „Vegna fréttar í Morgunblaðinu 19. mars sl. er rétt að eftirfarandi komi fram. Stærstu hluthafar Skímu hf. hafa átt í viðræðum við Landssíma Is- lands hf. og Islenska útvarpsfélagið hf. vegna áhuga þessara aðila á að kaupa 100% hlutafjár í __ Skímu. Síðastliðinn þriðjudag var fslenska útvapsfélaginu tilkynnt_ að frekari viðræður yrðu ekki við íslenska út- varpsfélagið í bili heldur yrðu tekn- ar upp viðræður við Landssíma ís- lands. Á því stigi lá_ ekki íyrir ákvörðun um sölu til íslenska út- varpsfélagsins, öfugt við það sem ranglega hefur komið fram. Aftur á móti er hið rétta í málinu að eigendur 92% hlutafjár í Skímu og Landssimi íslands hafa gert með sér samkomulag sem miðast við kaup á öllum hlutum í félaginu. Þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum og málið því á við- kvæmu stigi er ekki talið tíambært að svara frekar einstökum efnisat- riðum í áðurgreindri frétt. Stjórn Skímu vill þó árétta að við fyrir- hugaða breytingu á eignaraðild verður hagsmuna starfsfólks og viðskiptamanna gætt þannig að fyrirtækið geti áfram veitt við- skiptavinum sínum afburða þjón- ustu.“ Islenska útvarpsfelagið gegn fjármálaráðherra Snerist um skattalega meðferð á kostun efnis íslenska útvarpsfélagið stóð fyrir heimsbikarmóti í skák árið 1988 og fékk m.a. fyrirtæki og opinbera aðila til að kosta keppnina að hluta með 19.260.000 kr. framlagi. I Héraðsdómi Reykjavíkur var tekist á um hvort framlagið myndaði stofn til sölugjalds eins og yfírskattanefnd hafði úrskurðað um. DÓMUR gekk í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. miðvikudag í máli sem Islenska útvarpsfélagið höfð- aði gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins m.a. vegna skatta- legrar meðferðar kostunar á sjón- varps- og útvarpsefni. í dóminum er fjármálaráðherra gert að endur- greiða Islenska útvarpsfélaginu 888.841 kr. ásamt vöxtum og máls- kostnaði. íslenska útvarpsfélagið stóð fyr- ir heimsbikarmóti í skák í Borgar- leikhúsinu í október 1988. Kostnað- aráætlun fyrir mótið var yfir 30 milljónir kr. Heildarkostnaður hafi orðið 34.188.328 kr., að því er fram kemur í varakröfu stefnanda í máli hans gegn fjármálaráðherra í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Til þess að gera mótshaldið mögulegt hafi ver- ið leitað til opinberra aðila og stórra fyrirtækja um framlög. Stefnanda hafi tekist að afla 19.260.000 kr. með þeim hætti. Stefnandi taldi ljóst að framlög kostenda til heimsbikarmótsins mynduðu ekki stofn sölugjalds. Bent er á að yfirskattanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að framlög Reykjavíkurborgar að fjárhæð 4.500.000 kr. hafi ekki talist til kostunar. Stefnandi taldi sig ekki geta fallist á að sömu sjón- armið ættu ekki í aðalatriðum við um aðra kostendur. Rannsókn hafin 1988 Rannsóknardeild ríkisskatt- stjóra hóf haustið 1988 athugun á bókhaldi, tekjum, tekjuskráningu og söluskattskilum félagsins rekstrarárin 1986, 1987 og 1988. Með bréfi dagsettu 2. júlí 1991 til- kynnti ríkisskattstjóri stefnanda að hann hefði í hyggju að endurá- kvarða með áætlun viðbótartekjur og söluskattskylda veltu fyrir rekstrarárin 1986, 1987 og 1988 og yrði sölugjald hækkað til samræm- is að viðbættu álagi. íslenska útvarpsfélaginu barst skýrsla rannsóknardeildar ríkis- skattstjóra. Félagið gerði athuga- semdir við hana í bréfi til ríkis- skattstjóra sem dagsett var 15. október 1991. Þar sagði m.a. að svo veigamiklir ágallar væru á skýrsl- unni að hún yrði ekki notuð sem grundvöllur til endurákvörðunar söluskattskyldrar veltu. Tekjuskráningu ábótavant Niðurstöður skýrslu rannsókn- ardeildar voru m.a. þær að tekju- skráningu og vörslu tekjuskráning- argagna umrædd ár var ábótavant. Afrit sölureikninga höfðu ekki ver- ið varðveitt í samfelldri töluröð og við athugun hafi komið í ljós að reikninga vantaði til að númeraröð væri samfelld. Þá hafi auglýsing- bókhald vegna áranna 1986 og 1987 verið glatað. Hluti tekna stefnanda af birt- ingu auglýsinga hafi ekki verið færður í bókhald og ársreikninga viðkomandi ár. Auglýsingabókhald vegna ársins 1988 hafi ekki verið aðgengilegt til afstemmingar við tekjufærðar fjárhæðir í fjárhags- bókhaldinu. Bókhald stefnanda hafi því verið ófullkomið. Ríkisskattstjóri áætlaði Islenska útvarpsfélaginu viðbótartekjur með tveimur úrskurðum sem kveðnir voru upp 22. október 1993. Samkvæmt þeim bar íslenska út- varpsfélaginu að greiða viðbótar- sölugjald og álag samtals að fjár- hæð 37.739.083 kr. íslenska útvarpsfélagið kærði úrskurði ríkisskattstjóra til hans sjálfs með kærubréfum sem voru dagsett 8. nóvember og 30. desem- ber 1993 og krafðist þess að viðbót- arsölugjaldið yrði fellt niður í heild sinni. Ríkisskattstjóri kvað upp kæruúrskurð 17. febrúar 1994. Álagt viðbótarsölugjald, 25.053.938 kr., var látið standa óbreytt en álag fellt niður. íslenska útvarpsfélagið kærði úrskurð ríkisskattstjóra til yfir- skattanefndar 28. febníar 1994 og gerði kröfu um niðurfellingu við- bótarsölugjaldsins. Kröfugerð rík- isskattstjóra barst yfirskattanefnd 22. apríl 1994. 17. nóvember sama ár var Islenska útvarpsfélaginu gefinn kostur að tjá sig um kröfu- gerð ríkisskattstjóra og að leggja fram frekari gögn. 21. mars 1995 barst greinargerð stefnanda vegna kærunnar til yfirskattanefndai-. Hún var send ríkisskattstjóra til umsagnar og barst framhalds- kröfugerð ríkisskattstjóra 28. mars 1995. Yfirskattanefnd tók kæru stefn- anda til greina að hluta í úrskurði 29. mars 1996. Samkvæmt honum lækkaði viðbótarsöluskattskyld velta um 37.030.000 kr. fyrir árin 1986, 1987 og 1988 frá því sem rík- isskattstjóri hafði úrskurðað. Að gengnum úrskurði yfirskattanefnd- ar endurgreiddi tollstjóri íslenska útvarpsfélaginu 10.889.875 kr. Brot á reglum um hæfilegan málshraða íslenska útvarpsfélagið gerði að- allega kröfu um niðurfellingu við- bótarsölugjaldsins fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í máli sem var dómtekið 18. febrúar sl. Kröfuna reisti stefnandi á broti á reglum um hæfilegan málshraða. Meðferð málsins hafi tekið sjö ár, sjö mán- uði og tvo daga hjá skattyfirvöld- um. Tvö ár og tveir og hálfur mán- uður hafi liðið frá því að stefnandi kærði úrskurð ríkisskattstjóra frá 17. febrúar 1994 til yfirskatta- nefndar þar til nefndin hafi til- kynnt stefnanda um úrskurð á kærunni. í bréfi yfirskattanefndar er sú skýring gefin á þeim tíma er málið tók þar, að vegna ónógs mannafla hafi ekki tekist að uppfylla máls- hraðaákvæði laga um yfirskatta- nefnd. Mál stefnanda hafi verið um- fangsmikið, rannsókn þess og vinna við úrskurði hafi verið viðamikil og tímafrek enda veruleg óreiða á tekjuskráningu og bókhaldi stefn- anda. Stefnandi hafi sjálfur fyrir sitt leyti dregið málsmeðferð fyrir yfirskattanefnd í rúmt ár og ekki sé unnt að fallast á að málshraðaregl- ur hafi verið brotnar né að ákvæði í mannréttindasáttamála Evrópu taki til málsmeðferðar eða ági-ein- ings um skattamál. I niðurstöðu dómsins segir að yf- irskattanefndin skuli samkvæmt lögum hafa lagt úrskurð á kærur þremur mánuðum eftir að henni hefur borist umsögn og greinar- gerð ríkisskattstjóra. Þær tafir sem urðu á því að endanleg kröfu- gerð ríkisskattstjóra barst ekki yf- irskattanefnd fyrr en með bréfi 28. mars 1995 megi að verulegu leyti rekja til stefnanda sem fékk ítrek- aða fresti til þess að tjá sig um kröfugerð ríkisskattstjóra. Hins vegar liggi fyrir að yfirskattanefnd hafi við afgreiðslu á kæru stefn- anda farið langt fram úr þeim fresti sem settur er samkvæmt lög- um. Skýringar yfirskattanefndar réttlæti ekki þann drátt sem varð á uppkvaðningu úrskurðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.