Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fyrsti blaðamannafundur nýs forsætisráðherra Kína Utilokar endurmat á blóðbaðinu í Peking Peking. Reuters. ZHU Rongji sagði í gær á fyrsta blaðamannafundi sínum frá því hann var kjörinn forsætisráðherra Kína að ekki kæmi til greina að endurskoða afstöðu kínverskra stjómvalda til blóðsúthellinganna á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989. Zhu var borgarstjóri Shanghai á þessum tíma og kom í veg fyrir blóðsúthellingar þar með því að sefa námsmenn, sem héldu útifundi í borginni til að krefjast lýðræðis og mótmæla spillingu meðal kín- verskra embættismanna. Hann gaf þá til kynna að kröfur námsmann- anna samræmdust markmiðum kínverska kommúnistaflokksins. Li Peng, forveri Zhus í embætti forsætisráðherra, lýsti því hins veg- ar yfir í sjónvarpi í júní 1989 að sett hefðu verið herlög í Peking og hernum var síðan skipað að bæla niður mótmæli námsmanna í höfuð- borginni. Zhu sagði á blaðamannafundin- um í gær að ekkert væri hæft í því að hann hefði verið andvígur þeirri ákvörðun. „Borgaryfírvöld í Shang- hai voru algjörlega sömu skoðunar og stjórnin í Peking í þessu máli,“ sagði hann. Forsætisráðherrann bætti við að algjör einhugur væri meðal for- ystumanna kommúnistaflokksins um að rétt hefði verið að beita hernum til að binda enda á mót- mælin. „Á síðustu árum hefur flokkurinn og stjómin komist að réttri niðurstöðu í málinu á hinum ýmsu fundum. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt.“ Ekki „Gorbatsjov Kína“ Zhu neitaði að ræða pólitíska for- tíð sína á blaðamannaftmdinum, en hann er eini ráðherrann í nýju stjórninni sem var rekinn úr komm- únistaflokknum fyrir að vera „hægrimaður" og „endurskoðunar- sinni“ þegar mörgum menntamönn- um var vikið úr flokknum árið 1957. Forsætisráðherrann kvaðst kunna því illa að vera kallaður „Gorbatsjov Kína“ og „efna- hagskeisari“, eins og vestrænir fjöl- miðlar hafa lýst honum. Hann var spurður hvort hann væri hlynntur því að æðstu embættismenn lands- ins, svo sem forsetinn og forsætis- ráðherrann, yrðu kjömir í almenn- um kosningum og hann sagði að til þess þyrfti að breyta kosningalög- gjöf landsins. „Ég hygg að nauð- synlegt sé að rannsaka það mál frekar.“ Zhu sló á létta strengi á blaða- mannafundinum og svaraði öllum spurningum blaðamannanna. Að því leyti var hann mjög ólíkur Li Peng, sem er nú forseti þingsins og hélt einnig blaðamannafund í gær í tilefni þess að árlegum fundi þings- ins var slitið. Li þótti gjörsneyddur kímnigáfu, vildi aðeins svara fjór- um spurningum og svörin vom undirbúin fyrirfram. Nýi forsætisráðherrann ræddi m.a. myndir af honum sem birtar vom í Time og Newsweek og lét þau orð falla að myndin í fyrr- nefnda tímaritinu hefði verið betri. „Ég get þó ekki álasað Newsweek því ég er í rauninni fremur ljótur,“ sagði Zhu, sem er þekktur fyrir að vera oft ólundarlegur á svipinn og uppstökkur. Tæki til að syngja eins og London. The Daily Telegfraph. BRESKUR vísindamaður við Oxford-háskóla, Ken Lomax, hefur hannað búnað, sem gerir hverjum sem er kleift að syngja með rödd átrúnaðargoða sinna, söngvara eins og Elvis Presley, Mariu Callas og Kiri Te Kanawa. Þessi tækni byggist á því að safna ýmsum þáttum sem ein- kenna stíl söngvaranna á tölvu- diskum, svo sem framburði þeirra og tónum. Lomax og Presley samstarfsmenn hans hafa hann- að tölvuforrit og hljóðgervil sem breytir rödd þeirra sem syngja í hljóðnema þannig að þeir hljómi eins og söngvararnir. Markmið- ið er síðan að búa til karaoke- tæki, sem byggist á þessari tækni, en langt er í að þeirri hönnun ljúki. Fyrirtækin Sony, Sharp og IBM eru sögð vera að kanna búnaðinn með það fyrir augum að framleiða slíkt tæki. Von um að blinda verði læknanleg’ London. The Daily Telegraph. KOMIÐ hefur í ljós við erfðarann- sóknir hvað veldur meðfæddri blindu í hundum og hefur það vak- ið vonir um, að lækna megi sams konar galla í mönnum með erfða- fræðilegum aðferðum. Vísindamenn við Cornell-há- skóla í New York og Fred Hutchinson-krabbameinsstofnun- ina í Seattle hafa fundið gallaða konið, sem veldur meðfæddri blindu í hundum, en það á sér ann- að samsvarandi í mönnum. Er nú verið að þróa aðferð við að finna arfberana meðal hunda en þessi meðfædda blinda kemur fram i fimm kynjum. Hugsanlega verður reynt að lækna hunda með þennan galla með erfðafræðilegum aðferðum og takist það vel þá menn einnig. Yrði þá heilbrigt kon sett inn í saklausa veiru og henni síðan komið fyrir bak við augað. Þaðan bærist hún og heilbrigða konið inn frumurnar og læknaði sjúkdóminn. Reuters Mótmæli í Jakarta NÁMSMENN í Indónesfu æptu slagorð gegn stjórnvöldum er þeir efndu til mótmælaaðgerða á göt- um Jakarta í gær en þá féll úr gildi bann sem yfirvöld höfðu sett við slíkum aðgerðum utan skóla- garða. Um 500 nemendur við ISTN-háskólann létu í sér heyra í suðurhluta höfuðborgarinnar. Námsmennirnir eru óánægðir með stjóm Suhartos og sérstaklega við- brögð hennar við efnahagskreppu sem ríkt hefur í landinu síðan um mitt ár í fyrra og m.a. leitt til gíf- urlegrar hækkunar á verði mat- væla. Dómur um ESB-aðild Danmerkur 6. apríl Kaupmannahöfn. Reuters. HÆSTIRÉTTUR Danmerkur til- kynnti í gær að hann muni kveða upp dóm sinn í dómsmáli um lög- mæti aðildar landsins að Evrópu- sambandinu (ESB) á hádegi 6. aprfl næstkomandi. Þessa dómsúrskurðar hefur verið beðið með allnokkri eftir- væntingu í Danmörku - og reyndar víðar. Hópur Dana sem kallar sig „stjórnarskrárnefndina" kærði ríkis- stjóm landsins fyrir að hafa brotið stjórnarskrána með því að framselja of mikið vald þjóðríkisins til yfirþjóð- legra stofnana ESB. Hópurinn tap- aði málinu í undiiTétti en áfrýjaði því til hæstaréttar. Niímskcið um þjómislusljóriuin Cuslomer Servlce „ttow-To’s*1 Grand Hólel, Sigtiíni 38, Reykjavfk 25. mars n.k. kl. 9-17 Leiðbeinancll Kriih Dhanam Vlnstonlegu stuðfestlð pantanir struxl ðrfá sætl íaus. Laugavegi 103-105 Reyk|avlk • sfmi 5100 900 • fax 5100 901 • netlang: bretaskeismennt.l8 Ellefu ríki virðast örugg um stofnaðild að EMU ÞEIR sem trúa því að stofnríki Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) verði ellefu talsins fengu í gær nýjar ástæður til að styrkjast í þeirri trú. Sir Leon Brittan, sem fer með fjármál og viðskipti í fram- kvæmdastjórn ESB, lét þau orð falla að þessi niðurstaða virtist svo gott sem frágengin. Þar að auki greindi belgíska dagblaðið De Standaard frá því að það hefði heimildir fyrir því að fram- kvæmdastjórnin muni í næstu viku leggja blessun sína yfir væntan- lega stofnaðild þessara ellefu ríkja, og hið sama myndu seðlabanka- stjórar ESB-ríkjanna gera. Samkvæmt heimildum blaðsins verða bæði Belgía og Ítalía með í þessum hópi, þrátt fyrir að skuldir hins opinbera í þessum ríkjum séu mun hærri en skilyrði Maastricht- sáttmálans kveða strangt til tekið á um. Hin löndin níu, sem tilheyi-a þeim hópi ríkja sem þannig er bú- izt við að megi gera sér vonir um að verða meðal stofnaðila mynt- bandalagsins þegar það gengur í gili um næstu áramót, eru Austur- ríki, Finnland, Frakkland, Þýzka- land, írland, Holland, Lúxemborg, Portúgal og Spánn. Mat framkvæmdastjórnar og EMI lagt fram í næstu viku Peningamálastofnun Evrópu (EMI), fyrirrennari Evrópska seðlabankans (ECB), og fram- kvæmdastjóm ESB eiga að leggja fram mat sitt á stofnaðildarhæfni ESB-ríkjanna fimmtán um miðja næstu viku. Þar sem þetta mat liggur ekki enn fyrir eiga, að sögn talsmanna brezkra stjórnvalda, vangaveltur um hvaða ríki verði með frá upphafi og hver ekki, ekki að vera á dagskrá sérstaks fundar fjármálaráðherra og seðlabanka- stjóra ESB-ríkjanna í Jói-vík á Englandi um helgina. IBM notendaráðstefna Hótel Örk 23. og 24. mars Slsíáissíraiij T’T h-Tiíúi; w,ivy;ht?rjt.ís vidskipti Nánari upplýsingar á Nýherjavcfnum og hjá Omari: amarít/ nyherji.is NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.