Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLABIÐ ÞURÍÐUR SKÚLADÓTTIR + Þuríður Skúla- dóttir fæddist á Gillastöðum í Laxár- dal í Dalasýslu 12. mars 1907. Hún lést á heimili sínu í Ból- staðarhlíð 41, Reykjavík, 11. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kristín Jóns- dóttir, dáin 23. nóv- ember 1952, þá 75 ára, og Skúli Eyj- ólfsson, f. 16. sept- ember 1876, d. 17. maí 1938, bóndi á Gillastöðum. Systkini Þuríðar voru: Svanborg, Una, Svanborg og Lára, sem allar dóu í æsku, og Jón, f. 21. október 1912, d. 16. maí 1966, og Skúli Eyjólfur, f. 3. febrúar 1914, d. 30. apríl 1990. Hinn 23. janúar 1930 giftist Þuríður Jóhanni Bjarnasyni frá Leiðólfsstöðum, f. 18. október 1902, d. 14. desember 1972. Börn þeirra eru: 1) Bjarni Hlíðkvist, giftist Gerði Guð- björnsdóttur og eiga þau tvær dætur. Þau skildu. Seinni kona Guðný Þorgeirsdótt- ir og eiga þau fimm börn. 2) Una Svan- borg, giftist Boga Steingrímssyni, d. 12. júlí 1963, og áttu þau fimm börn. Síð- ar í sambúð með Kristni Steingríms- syni, d. 28. nóvem- ber 1992. 3) Skúli Hlíðkvist, giftur Guðrúnu Mar- íu Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Ómar Hlíðkvist, giftur Sesselju Hauksdóttur og eiga þau tvö börn. Barnabarna- börn eru 31 og barnabarna- barnabörn 3. titför Þuríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg amma mín og nafna lést í svefni 11. mars sl. daginn fyr- ir 91 árs afmælið sitt. Hún kvaddi þennan heim södd lífdaga, á þann ' hátt sem hún hafði óskað sér og þurfti ekki að liggja sjúkralegu á spítala. Eg var fyrsta barnabam ömmu minnar en alls urðu bamabömin 17, 31 bamabamabam og 3 bama- bamabamaböm. Þrátt fyrir háan aldur og næstum því blindu til margra ára, skerta heym hin síð- ustu ár og hrakandi minni, var mesta furða hvað hún þekkti hóp- inn sinn, áttaði sig á hverjum og einum og fylgdist vel með okkar ■'* högum. Mörg undanfarin ár höfum við afkomendur ömmu hist á fjöl- skyldumóti ákveðna helgi síðsum- ars og hafa allir sem vettlingi geta valdið reynt að mæta. Þar var amma engin uiidantekning, hún lét sig aldrei van'ta. Hún sat alltaf með okkur langt frameftir og hafði gaman af að hlusta á gömlu góðu ættjarðarlögin sungin. Anægjulegt var að hún skyldi geta komið á síð- asta fjölskyldumót, því það var haldið í Dalasýslu í tilefni 90 ára af- mælis hennar. Amma var Dala- maður í húð og hár og unni Dölun- um, þar var hún fædd og uppalin og þar stofnaði hún heimili með afa mínum, Jóhanni Bjamasyni, og ól 'honum fjögur böm, Bjarna, Unu móður mína, Skúla og Omar. Þegar amma og afi fluttu til Reykjavíkur fluttu foreldrar mínir í þeirra hús, Sunnuhvol í Búðardal, sem var æskuheimili mitt. Þó finnst mér alltaf svolítið sem Nökkvavogur 48 í Reykjavík sé mitt annað æskuheimili, en þar bjuggu amma og afi lengst af og dvaldi ég oft hjá þeim og á þaðan margar ánægjulegar minningar. '4? ^ 4 / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Ég dvaldi einnig oft hjá ömmu eftir að hún flutti í Maríubakkann og einu sinni í nokkra mánuði með syni mína tvo, meðan við biðum eft- ir húsnæði en maðurinn minn var þá á sjónum. Alltaf átti maður ör- uggt skjól hjá ömmu en ég var ekki ein um þessa gæsku hennar því fleiri af barnabamabömunum nutu hennar og þar á meðal bræður mínir sem dvöldu hjá henni á fram- haldsskólaárum sínum. Amma og afi vom einstaklega samhent hjón og var gott að vera í návist þeirra og höfðinglega var tekið á móti gestum á þeim bæ. Amma missti mikið er afi féll frá, ég var búsett hjá þeim um það leyti og fann það glöggt, þó ekki hefði hún um það mörg orð. Ég minnist ömmu minnar sem góðrar og elskulegrar konu, sem gat þó verið föst fyrir ef því var að skipta og snúið upp á sig ef henni mislíkaði. Mér fannst hún glæsileg kona og teinrétt í baki allt til síð- asta dags. Hin síðari ár hittumst við amma oftast hjá móður minni, en hjá henni var hún oft um helgar. Þær mæðgur voru alltaf í daglegu sam- bandi og annaðist mamma ömmu einstaklega vel. Ég hitti ömmu einmitt síðast hjá móður minni viku fyrir andlát hennar, þá sat hún eins og svo oft áður á rúm- stokknum, vel til höfð eins og alltaf, prjónaði ullarleista og hlust- aði á sunnudagsmessu í útvarpinu. Ég sagði henni hver ég væri, „nú, ert þetta þú, nafna mín,“ sagði hún, faðmaði mig fast að sér eins og henni einni var lagið og ég undrað- ist með sjálfri mér hve sterk hún væri ennþá. Eftir stutt spjall spurði amma, „er ekki Sara mín með þér?“ og á sama augnabliki kom Sara Björk, 6 ára dóttir, mín í dyrnar og hún fékk sama sterklega og hlýja faðmlagið. Milli æskunnar og ellinnar hafði skapast innilegt vináttusamband sem gaman var að fylgjast, með. Með þessum stuttu minningar- brotum vil ég þakka þér, amma mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir okkur svo oft með, „hafðu þökk fyrir allt og allt“. Hvíl í friði. Þuríður Bogadóttir. Þuríður amma mín er látin. Eftir situr söknuður í hjarta mér og hug- v/ FossvogskirkjMgarð V Símii 554 0500 urinn leitar til allra þeiixa góðu minninga sem við áttum saman. Ég ólst upp út á landi en amma bjó í Reykjavík og voru samskipti okkar því ekki mikil þegar ég var barn. Hún kom þó reglulega til okkar í Búðardal og fjölskylda mín dvaldi alltaf hjá henni þegar við vorum í bænum. I minningunni er húsið í Nökkvavoginum risastórt með ævintýralofti sem við krakk- amir fengum stundum að fara upp á og lesa myndablöð við skin frá einni ljósaperu. Með hjálp frá hinu bamslega ímyndunarafli gerðist ýmislegt spennandi þar. Þá var alltaf eitthvað gott að fá í eldhúsinu hjá ömmu. Amma var flutt í Maríubakkann þegar mér hlotnaðist sú gæfa að búa hjá henni, fyrsta veturinn minn í menntaskóla. Það var góður tími þó svo menntaskólaskvísan og amman hefðu ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum. Hún var gestrisin og rausnarleg enda er ég ekki eina barnabamið sem hún skaut skjólshúsi yfir um tíma. Við röbbuðum um heima og geima og er ég þakklát fyrir þennan ein- staka tíma. Síðustu æviárin bjó amma í þjón- ustuíbúð fyrir aldraða í Bólstaðar- hlíð. Þegar flutningamir stóðu yfir ræddi ég við ömmu um hve gaman það yrði fyrir hana að kynnast nýju fólki og taka þátt í tómstundum sem í boði yrðu á nýja staðnum. Amma var ekki eins hrifin en það leið ekki á löngu áður en hún hreifst af starfinu sem þama fór fram. Hún var listamaður í hönd- unum og ekki brást, þegar komið var í heimsókn, að hana væri að finna í handavinnustofu þjónustu- miðstöðvarinnar. Hún hreint út sagt blómstraði við ýmsa handa- vinnu og naut fjölskylda hennar góðs af. Hin síðari ár, þegar sjón- inni tók að hraka, prjónaði hún sokka og vettlinga sem glöddu yngstu afkomenduma. Amma bjó í Reykjavík í mörg ár en þó lágu rætur hennar vestur í Dölum þar sem hún ólst upp og bjó sín fyrstu hjúskaparár. Hún talaði oft um samtímafólk sitt fró heima- högunum og sýndi mér gamlar myndir. Þótt ég væri oft utan gátta í ættartengslunum þá hafði ég gaman af. Undanfarin ár hef ég búið í ná- grenni við ömmu og um tíma kom ég vikulega til hennar og tók tiL Amma var alltaf þrifin og snyrtileg þannig að lítill tími fór í tiltekt en þeim mun meiri í spjall. Á þessum tíma kynntist ég henni best. Hún nýtti sér upplestur skáldsagna frá Blindrafélaginu og kom mér stund- um til að skellihlæja þegar hún fussaði yfir hinum furðulegustu sögum sem hún hafði verið að hlusta á. Hún hafði yndi af tónlist og raulaði stundum með þegar gömlu, góðu lögin voru spiluð. Á hinum árlegu fjölskyldumótum vakti hún oft fram á rauða nótt og hlustaði á hina syngja og sat þá og dillaði sér með í takt. Já, hún amma mín var alveg einsök. Hún var bráðem og fylgdist vel með því sem fólkið hennar var að gera. Því var nóg að spyrja ömmu ef mann þyrsti í fréttir af fjölskyldunni. Yfir ömmu minni var alltaf ákveðin reisn. Hún gekk um bein í baki og fannst mér hún alltaf vera hávaxin. Stutt er síðan ég uppgötv- aði að ég var hærri en hún. Hún bar sig alltaf vel og var ætíð annt um útlit sitt. í dag gleðst ég yfir þeim tíma sem við amma áttum saman. Hún hefði orðið 91 árs 12. mars, daginn eftir andlátið. Amma mín var sann- kristin kona og bað Guð ætíð að geyma mig þegar við kvöddumst. Mér leið vel með slíka kveðju í farteskinu. Ég vil kveðja elsku ömmu mína í hinsta sinn með hennar eigin orðum: Guð geymi þig- Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir. Elsku amma mín, hér færðu enn eitt bréfið frá mér. Það er svo gam- an að skrifa þér og þú verður alltaf svo glöð og þakklát. I þetta sinn ert það þó þú sem ert á framandi slóðum. Það er svo skrítið að þú sért far- in. Einhvers staðar inni í mér fannst mér bara að þú yrðir alltaf hjá mér. Nú hlærðu sjálfsagt og segir: „Hvað ertu nú að bulla, bam, ég, eldgömul kellingin?!“ Mér fannst þetta nú samt, amma. En ég veit þú ert sátt og að þér líður vel þar sem þú ert núna. Það er svo margt sem skríður inn í hugann, svo margar minning- ar. Þegar ég var lítið kríli var draumurinn að verða jafn sterk og Lína Langsokkur þegar ég yrði stór. Eftir hina hræðilegu uppgötv- un að Lína væri skálduð persóna, sagði ég við sjálfa mig: „Jæja, ég verð þá bara jafn sterk og hún amma!“ Síðar bættust svo andlegi styrkurinn þinn og hógværðin á óskalistann. Hjá þér var alltaf gósenland litla sætindagríssins. Rifsberin og randalínan í Nökkvavoginum. Sinalcoið, maltið og kleinumar í Maríubakkanum og konfektfjallið í Bólstaðarhlíðinni. Svo maður gleymi nú ekki bláa Opalnum og brennda brjóstsykrinum. Ég man alltaf sérstaklega einn dag þegar ég var fjögurra ára með hlaupabólu og þú varst að passa mig. Þrátt fyrir kláðann fékkst ég ekki til að fara úr hinni illræmdu og stingandi pæjupeysu. En strax og ég kom til þín fór kláðinn. Það var svo gaman hjá okkur að ég ein- faldlega gleymdi honum. Þolin- mæðin sem þú sýndir mér í kennslustundunum í „spilakastala- byggingum" og þegar ég, við ein- beitinguna, beyglaði og eyðilagði hvem spilabunkann á fætur öðr- um. Hve oft tókst okkur ekki að hneyksla hvora aðra... þó alltaf á góðlátlegan hátt, báðar með okkar ákveðnu skoðanir. Veistu, amma, ég held þú eigir bara töluvert í þrjóskunni í mér. En það er svo ótalmargt annað sem þú kenndir mér. Þú kenndir mér strax að vera ekki að æsa mig eða vola yfir smámunum og það varst þú sem með öllum sögunum og frásögnunum vaktir hjá mér áhuga á gömlum munum. Og lúmska kímnigáfan þín. Lengi vel hélt ég að það „að staupa sig“ væri einfaldlega að taka inn meðulin sin. En aftur til hlaupabóludagsins. Við ákváðum að fá okkur smásíð- degisblund á beddanum þínum. Þú sofnaðir strax en ég átti eitthvað erfiðara með það. Þá greip ég til þess ráðs að herma eftir andar- drættinum þínum, til að athuga hvort hann væri galdurinn. Og viti menn, það virkaði. Ég var sofnuð á örskammri stund. Ég lagði þetta vel á minnið og enn þann dag í dag gríp ég til „taktsins hennar ömmu“ á andvökunóttum. Það mun ekkert handaband jafn- ast á við handabandið þitt og ekk- ert knús jafnast á við knúsið þitt. Bless, amma mín, þú ert skör- ungur. Takk fyrir allt. Þín Freyja. Okkur systkinin langar að minn- ast hennar ömmu okkar með örfá- um orðum. Okkur þótti alltaf spennandi þegar farið var til Reykjavíkur í heimsókn til ömmu og afa í Nökkvavoginn þar sem amma bjó lengst af. Garðurinn með öllum stóru trjánum var ævintýra- legur í augum okkar krakkanna. Þar var oft hamast mikið og í lát- unum þótti okkur gott að næla okkur í ber af rifsberjatrjánum. Heyrðist þá oft bankað á glugga og við minnt á að berin væru ætluð í annað. Þá var bílskúrinn ekki síður spennandi með öllu gamla dótinu. Þegar við komum svöng inn eftir leikinn var amma búin að elda gómsætar kótilettur og var þeim rennt niður með ógrynni af Sina- lco. Okkur er einnig minnisstætt að alltaf átti amma brenndan brjóst- sykur í veskinu sínu. Þegar leið tveggja okkar lá til Reykjavíkur í framhaldsskóla bjuggum við hjá henni vetrarlangt og þá kynntumst við henni betur. Amma var nokkuð formföst en alltaf var samt stutt í léttleikann og gamanið. Hún hafði óþrjótandi áhuga á að fræða okkur um ættina og sýndi okkur þá oft gamlar myndir af ættingjum vestan úr Dölum. Amma var mikið fyrir hannyrðir og þó hún væri farin að sjá illa síð- ustu árin léku prjónamir í höndum hennar. Þeir eru ófáir sokkamir og vettlingamir að ógleymdum tepp- unum sem hún prjónaði fyrir langömmubömin og bera myndar- skap hennar glöggt merki. Við viljum enda þessi orð á kvæði sem amma hélt mikið upp á. Þegar hún heyrði það sungið ljóm- aði hún öll og hugur hennar reikaði til æskustöðvanna vestur í Dölum. Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð, hef ég unað, við kyrrláta fór, undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið, en oftar í fógnuði kysst, undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból, og minn bikar, minn arin, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.) Elsku amma, hvíl þú í friði. íris, Jóhann, Björgvin, Skúli og Guðný. Það er komið að kveðjustund hjá henni ömmu, og hún er nú komin til afa Jóhanns sem vafalaust hefur tekið á móti henni opnum örmum, með allri sinni mildi og blíðu. Það hrannast upp minningar frá Nökkvavoginum, hvað það var alltaf gaman að koma í heimsókn. Þá voru bakaðar pönnukökur og dekkuð borð, alltaf gestrisnin og umhyggjan í fyrirrúmi. Mér er minnisstætt að fá að leika mér á ritvélina hans afa, það var algjörlega toppurinn á tilver- unni, svo ég tali nú ekki um eftir að hann fékk sér rafmagnsvélina. Já, eða að reyna að komast upp á loft og fá að grúska í hlutunum þar. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma verið skömmuð, þótt ég efi ekki að oft hafi ég unnið til þess. Þá var tekið á málunum af hlýju og festu. Amma og afi báru mikla um- hyggju fyrir öllu sínu fólki og mildi og góðmennska var þeim eiginleg. Það er nú einu sinni svo að sumir geta gefið svo mikið af sjálfum sér, en samt alltaf átt nóg eftir og þannig voru amma og afi. Að hafa átt góðar ömmur og afa er mikilvægt, ég sé það nú, þegar þau eru öll farin leiðina sem við öll fórum að lokum, en ég held eftir minningum um yndislegar mann- eskjur sem gáfu mér svo mikið og voru mér góð. Amma minntist uppvaxtarára sinna með mikilli hlýju og Dalirnir áttu ávallt stóran sess í hennar huga. Nú er dapurt í sveitum og dapurt í borg en dýrðlega mmningin sárust og ljölmargir vinir þeir fylltust af sorg þegar fréttir um andlátið bárust. Þú áttir svo friðsama og fallega lund og framleiddir bros hvar sem gekkstu og gaman var alltaf að fara á þinn fund er á fijálslegu strengina lékstu. Þú áttir svo mikið í minningasjóð og muninn var ftjósamur, ríkur, þú varst svo einlæg og öllum svo góð að enginn var sjálfri þér likur. Og nú ertu horfín vor Dalanna dís og dapur er ástvina fjöldinn. I Paradís er sú vera þér vís er vemdar þig handan við tjöldin. (Benedikt Bjömsson.) Amma, fyrir mér varstu Dalanna dís, hjartans þakkir fyrir allt og allt. H'ördfs H. Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.