Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ákveðið að hefja smíði þriðja ofns verksmiðju íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga STJÓRNARFUNDUR var haldinn í íslenska jám- blendifélaginu í gær og að honum loknum var tilkynnt að ákveðið hefði verið að hefja smíði í verksmiðjum Elkems, sem á meiri- hluta í félaginu, á þriðja ofni verk- smiðjunnar á Grundartanga. Jafn- framt var greint frá því að 1. til 8. apríl myndi íslenska ríkið selja 26,5% hlut í félaginu á opnum mark- aði. Tilkynnt var að hagnaður jám- blendifélagsins hefði verið 393,9 milljónir króna árið 1997, en hann var tæpar 612 milljónir árið 1996. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á blaða- mannafundi, sem haldinn var að loknum stjórnarfundinum, að að- dragandinn að þeirri ákvörðun að smíða nýjan ofn hefði staðið í tvö ár. Þá hefði hlutur ríkisins í fyrirtæk- inu verið 55%, Elkem í Noregi hefði átt 30% og japanska iyrirtækið Sumitomo 15%. Fyrir ári var gert samkomulag um stækkun verksmiðjunnar um einn ofn og um leið ákveðið að kanna möguleika á að stækka það frekar, jafnvel um fjórða og fimmta ofn. Breyting á eignarhaldi „Um leið var ákveðið breyta eign- arhaldi í félaginu þannig að nú á El- kem 51%, íslenska ríkið 38,5% og Sumitomo 10,5%,“ sagði Finnur. „Um leið náðust fram mikilvæg at- riði, sem íslenska ríkið hafði lagt áherslu á í starfsemi fyrirtækisins. Það var í fyrsta lagi að rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækisins væri eflt og treyst í sessi, í öðru lagi að óháður mælikvarði, sem byggðist á viðskiptum milli óskyldra aðila, ætti við um öll viðskipti í félaginu og í þriðja lagi að hver hluthafi hefði rétt til að skipa óháðan löggiltan endurskoðanda til að yfirfara slík viðskipti og fyrirtækið yrði áfram rekið sem sjálfstæð rekstrareining þótt það væri að meirihluta í eigu Elkem.“ Samkomulag varð um þessi at- riði. En íslensk stjómvöld lögðu einnig áherslu á það þegar gengið var til viðræðna um eignarbreyt- ingu að tilgangurinn væri í fyrsta lagi sá að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Ætlunin að fyrirtækið geti mætt áföllum „Það varð að gera fyrirtækinu kleift að mæta þeirri niðursveiflu, sem getur dunið yfir,“ sagði hann. „Einnig lögðum við grunn að enn frekari stækkun og nú hefur ákvörðun verið tekin um þriðja ofn- inn og vilyrði er fyrir því að ráðast í smíði fjórða og fimmta ofns.“ Finnur sagði að ákvörðunin um að ríkið drægi sig að hluta út úr rekstri fyrirtækisins og meirihlut- inn hefði farið í eigu erlendra aðila hefði verið gerð í þeim tilgangi að auka erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi, en þar hefði skort á. „Hún var einnig í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr hlut ríkisins í atvinnurekstrin- um,“ sagði hann. „Með því að setja hlutabréf í fyrirtækinu inn á hluta- bréfamarkað væri um leið verið að efla hlutabréfamarkaðinn." Afkoman lakari 1997 en 1996 Á fundinum í gær var einnig greint frá afkomu Islenska járn- blendifélagsins á liðnu ári. Árið 1997 voru framleidd 71.350 tonn af 75% kísiljámi og 15.140 tonn af kís- ilryki. í sameiginlegri yfirlýsingu eigenda félagsins og stjómar þess sagði að árið í heild hefði verið eitt hið besta í sögu verksmiðjunnar á Grundartanga hvað framleiðslu- magn varðaði. Sala á árinu hefði verið góð, bæði á kísiljárni og kísil- ryki, en verð kísiljárns hefði hins vegar lækkað árið 1997 frá árinu áð- ur. Salan var samkvæmt reikningum félagsins 3.537 milljónir króna á liðnu ári, en 3,716 milljónir króna árið 1996. Hagnaður fyrirtækisins var 393,9 milljónir króna árið 1997 og eru það 11,1% af hreinum sölu- Morgunblaðið/Ásdís MITSUHIKO Yamada, framkvæmdastjóri hjá Sumitomo og stjómarmaður í íslenska járablendifélaginu, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Elkem og sljórnarformaður Islenska járnblendifélagsins, greina frá fyrirætlunum um að bæta við þriðja ofninum i verksmiðju félagsins á Grundartanga. Ofninn sá af- kastamesti í heimi Akvörðun um stækkun verksmiðju ✓ Islenska járnblendifélagsins á Grundar- tanga var kynnt að loknum stjórnarfundi félagsins í gær og kom um leið fram að hagnaður hefði verið minni í fyrra en árið áður. Karl Biöndal sat blaðamannafund að loknum stjórnarfundinum og kynnti sér fyrirhugaðar breytingar og afkomu fyrirtækisins. tekjum íslenska jámblendifélags- ins. Hagnaður árið 1996 var 612 millj- ónir króna og sagði í frétt frá fyrir- tækinu þegar afkoman var kynnt í júní í fyrra að fyrirsjáanlegt væri að afkoma ársins 1997 yrði einnig góð, þótt ekki væri að vænta jafn góðs árangurs og árið 1996. Hagnaður- inn 1995 nam 519,8 miHjónum króna. Verðfall og aukinn kostnaður í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að hagnaðarlækkunin milli ára skýrist af verðfalli á kísiljámi og auknum rekstrarkostnaði, einkum á launaliðum og viðhaldskostnaði. Gripið hefði verið til ráðstafana til lækkunar rekstrarkostnaðar, sem koma myndu fram þegar á þessu ári. Guðmundur sagði að nú væri allt útlit fyrir að markaðsverð myndi haldast á því stigi, sem það væri um þessar mundir, út þetta ár. „Við emm hins vegar óvissir um það hvaða áhrif kreppan í Asíu muni hafa,“ sagði hann. „Hún gæti breytt verðlaginu, sérstaklega ef harðnar á dalnum." Hann sagði að nú væri verið að koma kostnaðarliðnum í réttan far- veg. Gripið hefði verið til ýmissa að- gerða til að draga úr kostnaði og einskis látið ófreistað. Mitsuhiko Yamada, stjómarmað- ur í íslenska jámblendifélaginu og framkvæmdastjóri hjá Sumitomo, sagði að gjaldmiðlakreppan í Asíu gæti haft verðhjöðnunaráhrif á kis- iljárnmarkaðinn. „ísland er hins vegar í stöðu til að keppa á alþjóðlegum markaði,“ sagði hann. „Fyrirtækið verður að fylgjast með ástandi markaðarins og halda í áreiðanlegustu viðskipta- vinina. Það er lykillinn að árangri til langs tíma.“ Hefur kreppan í Asíu áhrif? Guðmundur sagði að megnið af framleiðslu jámblendiverksmiðj- unnar væri selt til Evrópu og Bandaríkjanna. Einnig væri selt til Japans. Olgan í Asíu myndi hins vegar hafa áhrif ef lönd bættust í hóp Suður-Kóreu og Indónesíu, sem væru í samkeppni við Kína. „Kínverjar em að tapa markaðs- hlutdeild,“ sagði hann. „Ef þeir fara að breyta genginu taka þeir með sér fleiri lönd og mörg japönsk fyrir- tæki yrðu fyrir barðinu á því. Þá lentu Japanar í vandræðum og fæm að taka fjármagn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þar með yrði minni fjárfesting í Evrópu og Bandaríkjunum og þar af leiðandi minni eftirspurn." Finnur sagði að í kjölfar þess að ákvörðun hefði verið tekin um að stækka fyrirtækið hefði íslenska ríkisstjórnin tilkynnt stjórn ís- lenska jámblendifélagsins hf. að hún ætlaði að selja 26,5% hlut í fé- laginu á opnum markaði á tímabil- inu 1. til 8. apríl 1998. í framhaldi af þeirri sölu mun stjóm félagsins sækja um skráningu þess á verð- bréfaþingi. Nafnvirði hlutarins, sem ríkið hyggst selja, er 375 milljónir króna, en áætlað markaðsvirði er um 900 milljónir. BJARNI Bjarnason, jarðfræð- ingur og framkvæmdastjóri ís- lenska járablendifélagsins. Hlutur ríkis í sölu til almennings og tilboðssölu „Gert er ráð fyrir því að þarna verði bæði um að ræða sölu til al- mennings og tilboðssölu," sagði hann. „Um 60% verða seld í al- mennri sölu en 40% í tilboðssölu. Eg held að megi fullyrða að þetta sé í fyrsta skipti, sem almenningi er gefinn kostur á því að eignast hlut í íslenskri stóriðju. Ég held að einnig megi fullyrða að þetta sé einhver mesta einkavæðing, sem ráðist hef- ur verið í hérlendis.“ Finnur sagði að meðeigendur rík- isins, Elkem og Sumitomo, hefðu áfram rétt fram á mitt ár 1999 til að nýta sér forkaupsrétt á þeim 5% hlut, sem ríkið myndi eiga eftir að 26,5% hluturinn hefði verið seldur. Guðmundur Einarsson, stjómar- formaður jámblendifélagsins og framkvæmdastjóri hjá Elkem, sagði á blaðamannafundinum að ákvörð- unin um stækkun væri söguleg hjá fyrirtækinu. 42 til 45 megawatta ofn „Ofninn, sem við ætlum að smíða, verður 42 til 45 megawött og yrði þar með einn sá stærsti í heimin- um,“ sagði Guðmundur. „Með þess- ari stækkun verður íslenska jám- blendifélagið ein stærsta verk- smiðja sinnar tegundar í heiminum og um leið er fyrirtækinu tryggð ör- ugg framtíð.“ Hann sagði að þriðji ofninn gæti orðið sá afkastamesti í heimi. í Nor- egi væm tveir stærri ofnar, en þessi gæti orðið afkastameiri en þeir með nýrri tækni. „í þvi felst töluverð viðurkenning á því starfi, sem unnið hefur verið á íslandi, að við setjum okkur það markmið að byggja stærsta ofn í heimi hér á landi,“ sagði hann. Bjarni Bjarnason, framkvæmda- stjóri Islenska jámblendifélagsins, sýndi á fundinum tölvumyndir af fyrirhuguðum ofni og sagði að hann myndi breyta allri framtíð félagsins. Hann sagði að undanfarið ár hefði verið unnið að hönnun ofnsins og rannsóknum þannig að reynsla und- angenginna áratuga nýttist. Fyrsti ofninn sem Elkem smíðar í 20 ár „Þetta er fyrsti ofninn, sem El- kem smíðar í sínum eigin verk- smiðjum frá því að síðari ofninn á Grundartanga var smíðaður," sagði hann. „Það eru því 20 ár liðin frá því að Elkem hefur hafið smíðar á ofni í eigin verksmiðju." Að sögn Bjarna er raunhæft að áætla að nýi ofninn framleiði 45 þúsund tonn af kísiljámi á ári. Framleiðslugeta verksmiðjunnar myndi aukast úr 72 þúsundum tonna í um 115 þúsund tonn og yrði ein sú stærsta sinnar tegundar að stækkun lokinni. Ofninn yrði tví- skiptur þannig að efri hluti hans snerist óháð þeim neðri. Tilgangur- inn með því væri að hræra stöðugt í ofnfyllunni þannig að ekki þyrfti lengur að skara í ofninn. Hann sagði að tappað yrði af ofninum á klukkustundar fresti allan sólar- hringinn alla daga ársins. Framkvæmdir myndu hefjast á jarðvinnu og gmnni að nýju ofnhúsi á næstu vikum. Vinnu við að reisa og klæða helstu byggingar myndi ljúka fyrir árslok. Uppsetning ofns og annars búnaðar yrði lokið snemma á næsta ári og ætlunin væri að framleiðsla yrði hafin 1. október 1999 þegar afhending raf- orku frá Landsvirkjun hæfist. 25 starfsmenn bætast við „Áætlað er að það fari um 2.000 mannmánuðir í að smíða ofninn og 25 starfsmenn verði ráðnir eftir að hann fer í gang,“ sagði hann. „St- arfsmenn verða því um 180 eftir að framleiðsla hefst í ofninum." Finnur Ingólfsson sagði að ekki þyrfti að breyta áformum um raf- orkuframleiðslu vegna þessarar stækkunar íslenska jámblendifé- lagsins. „Það þarf engar nýjar ákvarðanir að taka í þeim efnum,“ sagði hann. „Þetta er inni í þeirri orkuöflun, sem við höfum gert ráð fyrir að þyrfti bæði vegna álversins á Grundartanga og þeirrar stækkun- ar, sem þarna er um að ræða.“ Guðmundur Einarsson sagði að hjá Elkem ríkti ánægja með það verð, sem fengist á raforku hjá Landsvirkjun vegna þessarar stækkunar. Greint hefði verið frá þvi í Noregi að orkuverðið vegna þessarar stækkunar hefði verið undir 11 norskum aurum hver ein- ing. Hann sagði að markaðslögmál giltu um raforkuverð í Noregi og það byggðist einfaldlega á framboði og eftirspum. „í gær var markaðsverðið til dæmis svipað og það verð, sem við sömdum um hér,“ sagði hann. „Markaðsverðið getur hins vegar sveiflast talsvert, farið allt niður í þrjá aura og upp í 30. Nú er hins vegar allt Evrópukerfið að tengjast saman og til dæmis í Rússlandi er geysilega mikil umframorka, sem hægt er að nota.“ Mitsuhiko Yamada sagði að ís- lendingar væra fyllilega samkeppn- ishæfir í orkuverði og það væri lyk- ilatriði fyrir framleiðsluna. „Við emm þess fullvissir að nýi ofninn muni skila árangri, sérstak- lega með tilliti sérþekkingar El- kems, stærsta hluthafans," sagði hann. „Hér er fyrsta flokks fram- leiðsla, enda er Island fyrsta flokks samfélag." s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.