Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Síðastliðið ár var ár andstæðna í rekstri Flugleiða hf. Lífsnauðsyn að rekstrar- kostnaður minnki Morgunblaðið/Ásdís FLUG með ferðamenn til Islands er afar dýrmætur markaður sem hægft er að þróa verulega á næstu árum, sagði Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins. Forráðamenn Flugleiða segja að félagið verði að snúa tapi í hagnað með því að auka hagkvæmni og lækka kostnað. Fé- lagið ætlar að fjölga far- þegum og dreifa þannig föstum kostnaði á fleiri einingar. Kjartan Magnússon fylgdist með umræðum á aðal- fundi félagsins í gær. HÖRÐUR Sigurgestsson stjórnarformaður sagði að árið 1997 hefði verið ár andstæðna í rekstri Flug- leiða hf. Umtalsvert tap af rekstrin- um hefði valdið vonbrigðum en hins vegar hefði félagið náð ýmsum markmiðum sínum, sérstaklega í al- þjóðafluginu þai- sem umsvif voru aukin og markaðsstaða styrkt. Nokkrir þættir sem þróast hefðu með óhagstæðum þætti hefðu átt mestan þátt í rekstrartapinu og verða þeir nú taldir upp. • Óhagstæð þróun erlendra gjald- miðla. Hörður sagði að þessi þróun hefði orðið afdrifaríkust á háanna- tíma félagsins á sl. sumri. „Gengi þeirra mynta, sem þyngst vega á gjaldahlið rekstrarins, hefur hækkað en jafnframt lækkaði gengi mynta sem mikilvægastar eru í tekjum fé- lagsins. Þá hafði lækkandi gengi gjaldmiðla í mikilvægum viðskipta- löndum Evrópu í fór með sér hækk- andi verð á ferðum til Islands sem leiddi til færri farþega frá þeim mörkuðum. • Launahækkanir á íslandi, sem urðu umfram áætlanir og umfram verðmætaaukningu í rekstrinum. Hörður sagði að nú væru launafor- sendur innan lands, þar sem stærsti hluti launakostnaðar yrði til, þekktar til aldamóta. • Erfiður rekstur innanlandsflugs á árinu í kjölfar stóraukinnar sam- keppni og óraunhæfs verðstríðs á markaðnum. • Aukin samkeppni á flugfrakt- markaði þar sem verð hefur lækkað og afkoman versnað. Styrkinn skal nýta til sóknar Hörður sagði rekstrarniðurstöðuna vera óviðunandi og það yrði megin- viðfangsefni ársins 1998 að tryggja hagnað af rekstrinum. „Félagið býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Það býr almennt við meiri styrk en nokkru sinni áður. Það hefur á að skipa öflugu starfsliði, sem hefur byggt upp leiðakerfi í alþjóðaflugi, sem gefur kost á vexti og sveigjan- leika. Félagið hefur ný og fullkomin tæki til starfseminnar. Þennan styi-k verður það að nýta sér til sóknar. Það verður að ná meiri árangri en aðrir í að auka hagkvæmni og lækka kostn- að. Án hagnaðar verður ekki líf í þessari starfsemi né framþróun. Það er nú verkefni starfsmanna og stjóm- enda að beita öllum kröftum sínum að þessum verkefnum!" Hörður leitaðist við að skilgreina sóknarfæri félagsins og sagði að grunnmarkaðurinn, flugið með ís- lendinga, væri mjög takmarkaður og myndi vart vaxa mikið. Hins vegar væri flug með ferðamenn til íslands afar dýrmætur markaður sem hægt væri að þróa verulega á næstu árum en það myndi þó vissulega taka tíma. Fastur kostnaður hár Fastur kostnaður í rekstri flugfé- lags á stærð við Flugleiðir er hár í samanburði við fastakostnað stærri félaga og um langt skeið hafa tekjur á einingu í alþjóðaflugi farið lækkandi. Hörður sagði ekki við því að búast að þessar tekjur hækkuðu almennt á ný og allt eins mætti búast við því að þær gætu haldið áfram að lækka. „Það er því lífsnauðsyn fyrir rekstur Flugleiða að kostnaður lækki. Sókn Flugleiða til aukinna umsvifa byggist á því að fjölga farþegum og dreifa þannig fasta kostnaðinum á fleiri ein- ingar en áður. Þetta hefur gerst. Kostnaður á framboðna einingu í fiugi Flugleiða til og frá Islandi hefur lækkað á undanfómum ámm. Hann verður að lækka meira.“ Alþjóðlegur markaður - ekki séríslenskur Hörður sagði það vera markmið Flugleiða að auka hlut sinn í inn- lendri ferðaþjónustu. Fyrirtæki í þeirri grein væru flest smá og fjár- hagslega veikburða. Því væri mikil- vægt, vegna samkeppni við ferða- þjónustu annarra landa, að styrkja þessi fyrirtæki með nýju eigin fé, með samvinnu fyrirtækja, samrana og stækkun eininga. „Flugleiðir vilja taka þátt í þeirri þróun. Það er afar brýnt að samkeppnisyfirvöld hér á landi, skilji alþjóðlegt eðli þessarar atvinnugreinar. Samkeppnisyfirvöld verða að hafa skilning á að þessi fyr- irtæki era ekki innilokuð í innbyrðis samkeppni á séríslenskum markaði, heldur eru þau í harðri alþjóðlegri samkeppni á markaði, sem einkenn- ist af leit að hagkvæmu rekstrarfyr- irkomulagi með stækkun fyrirtækja í gegnum samstarf og samruna." Miklir vaxtarmöguleikar Sigurður Helgason forstjóri gaf fundarmönnum yfirlit yfir rekstur félagsins á síðasta ári og fjallaði um ársreikninginn í einstökum atriðum. Hann sagði tapreksturinn hafa vald- ið stjórnendum og starfsfólki mikl- um vonbrigðum enda hefði það vænst þess að halda áfram að upp- skera á síðasta ári eins og til var sáð í þeirri endumýjun og endurapp- byggingu Flugleiða sem átt hefði sér stað. „Þegar allt er tekið saman má með sanni segja að Flugleiðir séu nú annað og betra fyrirtæki með allt aðra lífsvon og möguleika en það hafði fyrir áratug." Sigurður sagði eðlilegt að spurt væri hvort Flugleiðir hefðu ekki ver- ið nægilega vel á verði gagnvart miklum sviptingum á gjaldeyris- markaði á liðnu ári og hvort ekki hefði verið unnt að verja fyrirtækið þessum áfóllum. I þessu sambandi sagði hann rétt að hafa í huga að þegar litið væri til sjóðstreymis væra Flugleiðir það fyrirtæki á ís- landi sem líklega væri mest háð er- lendum gengis- og hagsveiflum. „Stærstur hluti tekna félagsins er í erlendum myntum, sem og stór hluti gjaldanna. Hins vegar er töluverð óvissa um gjaldmiðlasamsetningu sjóðstreymis frá ári til árs. Það er háð mörgum ytri þáttum. Meðal þeirra era samkeppni á alþjóða- markaði, sem getur raskað sjóð- streymisáætlunum töluvert, hag- sveiflur á erlendum mörkuðum, sem hafa bein áhrif á eftirspurn og tekj- ur, gengisþróun og kaupmáttur, sem getur verið mismunandi eftir löndum og getur skipt sköpum um skiptingu mynta í tekjum félagsins. Þessi óvissa um samsetningu sjóðstreymis leiðir tO þess að ekki er hægt að verja það fullkomlega þannig að sjóðstreymisáhætta verður alltaf fyrir hendi í einhverjum mæli.“ Meðal þeirra ráða sem félagið hef- ur til að draga úr sjóðstreymis- áhættu er að nýta sér kringumstæð- ur á markaðnum til að draga úr misvægi mynta á tekju- og gjaldahlið rekstrarreiknings. „Flugleiðir kapp- kosta nú að auka sölu í Bandaríkjun- um sem gefur af sér tekjur í dollur- um. Eins og að framan var getið eru tekjur í dollurum lægri en gjöld og ef tekst að jafna þennan mun svo ein- hverju nemur mun það draga úr gengisáhættu. Félagið stundar einnig virka áhættustýringu á sviði vaxta og eldsneytiskaupa meðal framvirkum samningum með það fyrir augum að treysta eftir mætti forsendur rekstr- aráætlana á hverjum tíma. Það sem hér hefur verið sagt breytir því hins vegar ekld að félagið telur sig þurfa að styrkja enn starf á sviði áhættu- stýringar á þessu ári.“ Hluthöfum ekki hlátur f huga Nokkrar umræður urðu um skýrslu stjómar og ársreikninga og kom fram veraleg óánægja með af- komu félagsins. Bjami Brynjólfsson, sjóðsstjóri Lífeyrissjóðsins Framsýn- ar, kvaddi sér hljóðs og óskaði eftir nánari skýringum á því að afkoma fé- lagsins hefði versnað um 660 milljónir á síðustu þremur mánuðum ársins. Kristjana Milla Thorsteinsson lýsti yfir vonbrigðum með afkomu félagsins á síðasta ári og fjallaði einnig um slæma afkomu félagsins síðustu þrjá mánuði ársins. Sagði hún útkomuna þessa mánuði vera af- ar slæma og ekki væri einungis hægt að kenna um hækkun á eldsneyti eða launakostnaði. Skýringar vantaði á þessu mikla tapi og tapinu í heild. Þá væri tapið af innanlandsfluginu með ólíkindum og gæti hún ekki varist þeirri hugsun að Flugfélag íslands hefði verið vanbúið undir aukna sam- keppni. Óskaði hún sérstaklega eftir upplýsingum um taprekstur á innan- landsfluginu fyrstu fimm mánuði ársins, þegar það var alfarið á veg- um Flugleiða. Gunnar Helgason lögmaður taldi skýringar á gengismun ekki full- nægjandi og óskaði eftir nánari upp- lýsingum um hvernig Flugleiðir stæðu að áhættustýringu í gengis- málum. Hann gerði orðstír félagsins einnig að umtalsefni og sagði skorta á að málefni þess væru nægjanlega vel kynnt á opinberum vettvangi og nefndi sérstaklega afgreiðslumál á Keflavíkurflugvelli. Hlutabréf vanmetin Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf., sagði að síð- asta ár hefði verið mjög gott fyrir flugfélög beggja vegna Atlantsála og vitnaði í afkomutölur tveggja evr- ópskra flugfélaga. Sagði hann að velta SAS hefði aukist um 7,9% í fyrra og þar hefði hagnaður numið 5,7% af veltu eða 23 milljörðum króna. Hefðu Flugleiðir náð sama árangri hefði hagnaður þeirra numið 1.250 milljónum króna í stað þess að skila verulegu tapi. Þá hefði hagnað- ur Finnair numið 7,5% af veltu og með sama árangri hefðu Flugleiðir átt að hagnast um 1.700 milljónir. Jafet tók fram að erfitt gæti verið að bera Flugleiðir saman við þessi er- lendu flugfélög en rétt væri að varpa þessum tölum fram til umhugsunar. Jafet gerði innanlandsflugið að umtalsefni. Hann sagði að það hefði verið vandræðabarn til margra ára en það væri þó með ýmsa möguleika. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri réttast fyrir Flug- leiðir að selja hlut sinn í Flugfélagi Islands og losa sig þar með við inn- anlandsflugið. Að lokum sagði Jafet að mark- aðsvirði Flugleiða væri orðið lágt og hlutabréf í félaginu ættu í sjálfu sér að vera meira vh'ði. Keflavíkurflugvöllur með ein hæstu opinberu gjöldin Sigurður Helgason forstjóri svar- aði spurningum hluthafa og veitti þeim nánari skýringar á afkomu síð- asta ársfjórðungs 1997. Sagði hann að afkoman hefði versnað um 640 milljónir miðað við sama tímabil árið áður og helstu ástæðurnai' væra 123 milljóna króna hærri umboðslaun milli ára vegna leiðréttingar, 120 milljóna hærri launakostnaður vegna nýs starfsfólks og launahækkana, 100 milljóna hærri flugvélaleiga vegna flutningavélar, 40 milljóna hærri kostnaður vegna þjónustu um borð, 30 milljóna hærri auglýsinga- kostnaður og 150 milljóna meira tap dótturfélaga. Farþegum hefði fjölg- að um 11,8% og meðalgengi Banda- ríkjadollars hækkað um 6,8%. Vegna ábendingar Gunnars Helga- sonar skýrði Sigurður frá nýlegri út- tekt á innheimtu afgreiðslugjalda á evrópskum flugvöllum. Þar kom fram að Keflavíkurflugvöllur er einn dýrasti flugvöllur Evrópu en sé inn- heimta hins opinbera ekki talin með kemur í Ijós að afgreiðslugjöld þar era í meðallagi þrátt fyrir tiltölulega litla nýtingu en innheimta opinberra gjalda hin þriðja hæsta í Evrópu. Innanlandsflug þungur baggi Sigurður upplýsti að tap á innan- landsflugi Flugleiða íyrstu fimm mánuði ársins hefði verið um 90 millj- ónir króna. Hann sagði að þar væri við mikinn vanda að etja og ljóst væri að bæði flugfélögin væra að tapa miklu fé á þeim markaði. Hann sagði menn hafa búist við aukinni sam- keppni eftir að innanlandsflugið var gefið frjálst og reiknað með um 20% lækkun fargjalda en ekki allt að 50% eins og raunin hefði orðið. „Þessi mikla lækkun kemur fram í miklum taprekstri hjá okkur. Það þarf mikið til í innanlandsfluginu til að koma því á réttan kjöl,“ sagði Sigurður. Hann taldi sig ekki geta rætt málefni innan- landsflugsins nánar og vísaði til úr- skurðar Samkeppnisstofnunar um að stjórnendur Flugleiða mættu ekki skipta sér of mikið af dótturfélagi sínu, Flugfélagi íslands. Sigurður sagði að erfitt væri að bera rekstur SAS og Finnair saman við rekstur Flugleiða þar sem sam- setning farþega væri gjörólík. Hjá Flugleiðum ferðast 80-85% farþega á almennu farrými en aðeins 15% á viðskiptafarrými, sem gefur mun meira af sér. Miklu hæira hlutfall farþega SAS og Finnair ferðast á viðskiptafarrými eða 70-80%. „Hefð- um við sama hlutfall riðskiptafar- þega og SAS og Finnair værum við með meiri hagnað en þeir hlutfalls- lega þar sem við erum með lægri kostnað á hverja farþegaeiningu en þessi flugfélög. Við stefnum mark- visst að því að fjölga farþegum sem greiða viðskiptafargjöld og náðist góður árangur á því sviði á liðnu ári,“ sagði Sigurður. Varastjórn lögð niður Á AÐALFUNDI Flugleiða í gær var samþykkt til- laga stjórnar um að fella úr samþykktum félagsins ákvæði um kosningu þriggja varamanna í stjórn. Verða þannig árlega kosnir níu aðalstjórnarmenn en engir varastjómarmenn. Ólafur Ó. Johnson og Páll Þorsteinsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Flugleiða og voru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu fé- lagsins. I stað þeirra voru Jón Ingvarsson og Þor- geir Eyjólfsson kjörnir í stjórn félagsins en þeir satu áður í varasljórn. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Árni Vilhjálmsson, Benedikt Sveinsson, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór Þór Halldórsson, Hauk- ur Alfreðsson, Hörður Sigurgestsson og Indriði Pálsson. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 3,5% arð til hluthafa fyrir árið 1997 miðað við hlutafé félagsins í lok þess árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.