Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 25 ERLENT Pakistanar fara að dæmi Indverja og íhuga smíði kjarnavopna Vara við hættu á vígbún- aðarkapphlaupi í Asíu íslamabad, Nýju Delhí. Reuters. Reuters STUÐNINGSMENN BJP, flokks þjóðernissinnaðra hindúa á Indlandi, fagna valdatöku minnihlutastjórnar flokksins í gær. Deilt um för Cooks Ekki rétt manngerð? London. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur komið utanríkis- ráðherra sínum, Robin Cook, til varnar í deilu sem risið hefur vegna nýafstaðinnar Mið-Austurlandafar- ar Cooks. Ihaldsmenn segja Cook hafa sýnt „fádæma klaufaskap" í samskiptum sínum við Israela og að hann valdi deilum í hvert einasta sinn sem hann fari til útlanda. Blair sagði að hann myndi bæta samskiptin við ísraela í för sinni í næsta mánuði. Fulltrúi forsætis- ráðherrans sagði að utanríkisráð- herrann hefði hagað sér „fyllilega í samræmi" við gerða ferðaáætlun. Sir Malcolm Rifkind, íyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn íhalds- flokksins, taldi að Cook væri ekki rétta manngerðin fyrir starfann. Hann sagði að afboðun Benjamins Netanyahus, forsætisráðheiTa ísraels, á kvöldverði á þriðjudag hefði verið „stórslys“, í kjölfar skoðunarferðar Cooks til umdeilds landnáms gyðinga í Austur-Jer- úsalem. Cook værj nú nánast „per- sona non grata“ í Israel. Hurd lávarður, sem var utanrík- isráðherra á undan Sir Malcolm, sagði hins vegar að hann hefði fundið til samúðar með Cook, sem hefði verið í erfiðri aðstöðu og að rétt hefði verið að láta í ljósi and- stöðu við útfærslu landnámsins. David Mellor, fyrrverandi utanrík- isráðherra í stjórn íhaldsmanna, lýsti einnig stuðningi við Cook, en Mellor olli sjálfur uppnámi er hann bauð ísraelskum herforinga byrg- inn 1987 vegna framkomu Israela við Palestínumenn. PAKISTANAR sögðust í gær ætla að endurskoða þá stefnu sína að framleiða ekki kjarnavopn vegna yfirlýsingar nýju stjórnarinnar á Indlandi um að til greina kæmi að Indverjar smíðuðu kjarnavopn. Stjórn Pakistans sagði yfirlýsingu indversku stjórnarinnar stefna ör- yggi landsins í hættu og varaði við því að hún gæti komið af stað „hættulegu vígbúnaðarkapp- hlaupi“ í Suður-Asíu. Nýja minnihlutastjórnin á Ind- landi, undir foi-ystu flokks þjóð- ernissinnaðra hindúa, BJP, lýsti því yfir á fimmtudag að hún myndi íhuga þann möguleika að framleiða kjarnavopn til að tryggja öryggi landsins. Talsmaður pakistanska utanrík- isráðuneytisins sagði þetta valda „ótta“ í Pakistan. „Ef þörf krefur munum við endurskoða stefnu okkar í kjarnorkumálum til að vemda sjálfstæði okkar og hags- muni,“ sagði hann. Þegar talsmaðurinn var spurður hvenær pakistanska stjórnin myndi endurskoða stefnu sína sagði hann að hún hygðist íylgjast grannt með framvindunni á Ind- landi áður en hún tæki ákvörðun um það. „Yfirlýsing Indverja margfaldar hættuna sem steðjar að öryggi Pakistans og grefur und- an tilraunum til að stöðva út- breiðslu kjarnavopna í þessum heimshluta og heiminum öllum.“ Talsmaðurinn hvatti íiki heims til að vera á varðbergi vegna áforma Indverja og beita þá þrýst- ingi til að koma í veg fyrir að þeir framleiddu kjarnavopn. Indland og Pakistan hafa þrisvar sinnum háð stríð frá því ríkin fengu sjálfstæði árið 1947. Bæði ríkin neita því að eiga kjamavopn en vestrænir stjórnar- erindrekar telja að þau geti sett saman kjarnavopn á skömmum tíma. Pakistanar hafa sagt að þeir geti smíðað kjamavopn en hafi ekki í hyggju að gera það. Þeir hafa neit- að að undirrita alþjóðlega samn- inga um bann við útbreiðslu kjarnavopna og kjarnorkutilraun- um nema Indverjar geri það einnig. Sljórn Vajpayee tekur við völdunum Minnihlutastjórn flokks þjóð- ernissinnaðra hindúa, BJP, og tólf smáflokka tók við völdunum á Ind- landi í gær. Nokkram klukku- stundum eftir að Atal Beharí Va- jpayee forsætisráðherra sór emb- ættiseiðinn fylgdist hann með landsleik Indverja og Pakistana í krikket og talsmaður indverska ut- anríkisráðuneytisins sagði að hann hefði þannig viljað senda Pakistön- um þau skilaboð að hann vildi vin- samleg samskipti milli ríkjanna. Tillaga um stuðning við nýju stjórnina verður borin undir at- kvæði á indverska þinginu í næstu viku og Vajpayee kvaðst vongóður um að stjómin héldi velli í at- kvæðagi’eiðslunni. Búist er við að stjómin fari með sigur af hólmi ef þingmenn eins af flokkum Samfylkingarinnar, sem var við völd á síðasta kjörtímabili, sitja hjá. Tólf af 22 ráðherrum sem sóra embættiseið í gær era úr BJP og flestir þeirra era taldir aðhyllast ósveigjanlega þjóðernisstefnu. Va- jpayee er hins vegar einn af hóf- samari forystumönnum BJP. STÆRSTI SÝNINGARSALUR Á ÍSLANDI MEÐ EFN! TIL INNRÉTTiNGA "BREIDDINNT Þú ert að breyta og bæta heima vlð og ferð auðvitaö fyrst í Hólf og Gólf, sem er stærsti sýningarsalur á islandi með efni til innréttinga.... Þú getur byrjað á því að ráð- færa þig við innanhúss- ^arkitektinn okkar. Hann aðstoöar þig, gefur góð ráð og teiknar jafnvel upp heilu herbergin fyrir þig.... Svo skulum við skoða blönd- unartækin. Grohe, Damixa, Object. Við seljum aðeins vandaðar og fallegar vörur, hvort sem það eru bað- kranar, kranar í vaskinn eða sturtuhausar..... Næst er þa& úrvalið af hurðunum í Hólf og Gólf, t.d. Herholz hurðirnar, sléttar, glerjaðar, kantaðar, fulninga. Þú getur líka skoðað bað- og eldhús- innréttingarnar hjá okkur uppsettar á svæðinu. Þannigfinnur þú áreiðanlega það sem þú ert að leita að - a.m.k. hugmynd að því hvernig þú vilt hafa hlutina.... Þá skulum við skoða tækin í eldhússinnréttinguna. Ef þig vantar t.d. eldavél, ísskáp eða gufugleypi þarftu ekki að fara úr húsi, þú færð heimilistækin í Hólf og Gólf. Svo eru það flísarnar. Hðlf og Gólf er einfaldlega með eitt mesta úrval landsins á alla hluta heimilisins. Þú getur skoðað nánast ailar geröir flísa við góðar að- stæður, mósaíkflísar, steinflísar, keramikflísar - á vegg, á gólfið, T eldhúsið, á baðið.... Þá er úrvalið ekki síðra 1 parket deildinni í Hólf og Gólf. Við bendum sér- staklega á stoltið okkar, ameríska Bruce parketið. Bruce býður meira úrval tegunda, lita og mynstra en nokkur annar parketfram- leiðandi. Það er til Bruce parket í Hólf og Gólf fyrir öll herbergi heimilisins, einnig fyrir eldhúsið... Gleymum ekki því sem þarf á salernið. Þú hefur þegar fundið flTsarnar sem þig vantar en hreinlætis- tækin, baðkörin, sturtubotnarnir og klefarnir eru ekki síður I ótrúlegu úrvali. Þar höfum við það. Við getum gert þér hagstætt tilboð T allt sem þú þarft inn í húsið. Og þegar við bætist þjón- ustan og þekkingin sem þú hefur aðgang að T Hólf og Gólf er alveg Ijóst að þú þarft ekki að leita annað. OPNUNARTÍMAR í HÓLF & GÓLF Virkir dagar Laugard. Sunnud. Breiddin 8-18 STmi: 515 4001 10-16 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.