Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 23 fyrir Evrópu og Bandaríkin og hef- ur síðustu mánuði flutt fyrirlestra, haldið ræður og skrifað gi-einar til að fá almenning og þingmenn á sína skoðun. Hann virðist ekki ætla að uppskera laun erfiðisins, bjóst raunar ekki við því er Morgunblað- ið ræddi við hann, nokkru áður en málið var tekið fyrir á þingi. Elander telur að stækkun NATO verði líklega samþykkt og segir ástæðuna þá að hvorki al- menningur né margir þingmenn átti sig á því hvað felist í stækkun NATO. „Spyrji maður fólk hvað því finnist segjast margir fylgjandi stækkun en þegar kemur að afleið- ingum hennar, svo sem auknum kostnaði og þeirri staðreynd að við skuldbindum okkur til að verja nýju ríkin, verði á þau ráðist, kem- ur annað hljóð í strokkinn," segir Eland. Andstaða CATO byggist aðallega á þessum tveimur atriðum, svo og því að með henni styggi Vesturlönd Rússa sem aftur kunni að stefna af- vopnunarsamningum í hættu. „Kostnaðurinn verður án nokkurs vafa mun meiri en fylgismenn stækkunar, stjórnvöld, halda fram. Eg starfaði fyrii- nokkru fyrir þing- nefnd um málið og gerði þá kostn- aðaráætlun sem hljóðaði upp á 65- 125 milljarða dala. Var þá varlega reiknað, gert ráð fyrir grunnbúnaði og að nýta eins mikið af eldri vopn- um og hægt er. Nú segjast stjórn- völd telja að kostnaðurinn verði ekki nema um hálfur annar millj- arður dala. Það hlýtur hver maður að sjá hversu óraunhæft það er. Eitt dæmi er t.d. Pólland, stórt og flatt land og herinn í vondu ásig- komulagi. Þjóðverjar og Frakkar vilja ekki borga og hverjir sitja uppi með reikninginn? Bandarík- in.“ Elander telur að fólk átti sig ekki á skuldbindingunni sem felst í stækkun, þeirri staðreynd að NATO og þar með Bandaríkin muni verja Pólland, Tékkland og Ungverjaland ef á þau verður ráð- ist. „Eg tala nú ekki um hvað kann að gerast ef NATO verður stækkað enn frekar. Ríkin þrjú, sem boðin Morgunblaðið/Golli Dr. Istvan Mohacsi. Að vísu eru viðskiptatengsl ís- lands og Ungverjaiands lítil, og segir sendiherrann mjög æski- legt að þau væru meiri. Islend- ingar flytja h'tillega meira inn frá Ungverjaiandi en þeir flylja þangað út. Hann telur þó ýmis- legt benda til að viðskiptatengsl landanna muni aukast á næstu árum. Spáð er töluverðum hag- vexti í Ungverjaiandi og íslenzk- ur útflutningsiðnaður er einnig að vaxa og að leita nýrra mark- aða. Mesti hvatinn til aukinna viðskiptatengsla kann þó að koma til þegar Ungverjaland gengur til liðs við Evrópusam- bandið, því þar með verður það hluti af innri markaði Evrópu, sem Island er einnig hluti af í gegnum samuinginn um Evr- ópskt efnahagssvæði. „Við gerum okkur vonir um að við getum gengið í ESB árið 2002 eða 2003. Það er metnaðarfullt markmið, ég veit það, en við erum bjartsýn- ir,“ sagði Mohacsi að lokum. Hættan ekki liðin hjá í Evrópu ANDSTÆÐINGAR stækkunar hafa fullyrt að rökin fyrir henni séu eingöngu tilfinningaleg, en það taka fylgismenn hennar ekki undir. Háttsettur embættismað- ur, sem hefur unnið í tengslum við umræðuna um stækkun NATO, tekur ekki undir það. „Fólk er allt of gjarnt á að taka öryggi og stöðugleika sem gefinn hlut. En hvað segir stríðið í Bosn- íu okkur? Það er bamalegt að halda að ekkert geti farið úr- skeiðis í Evrópu,“ segir embættis- maðurinn en kveðst þó ekki úti- loka að eftir tuttugu ár verði stjórnarfar í Rússlandi svo lýð- ræðislegt að landið verði ekki lengur sú ógn sem það sé nú. Hann vísar á bug fullyrðingum andstæðinga stækkunar um að kostnaðurinn fari úr böndum og heldur fast við fullyrðingar um að hann fari ekki yfir 1,5 millj- arða Bandaríkjadala. Þótt búnað- ur herja væntanlegra aðildar- landa sé ekki upp á marga fiska, séu mannvirki og grunnskipulag í lagi. „Þá minni ég á fímmtu grein sáttmála NATO sem svo oft hefur verið vitnað til, um að bandalagið skuldbindi sig til að veija aðildar- ríki verði á það ráðist. Hún segir ekki til um að gripið verði til vopna, heldur til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar geti talist. En segjum sem svo að Rússar réðust á Pólland, hvort sem landið er í NATO eður ei. Dettur einhverj- um í hug að við myndum ekki koma Pólverjum til aðstoðar?" Embættismaðurinn viðurkenn- ir fúslega að þrátt fyrir að hann sé fylgjandi stækkun, sé niður- staðan sem fékkst í Madríd í fyrrasumar fjarri því að vera full- nægjandi. „Við hefðum átt að bjóða Slóveníu aðild, Slóvenar eru vel undir aðild búnir og með því að bjóða hana hefðum við sýnt ríkjum á borð við Króatíu hvernig þeir geta styrkt stöðu sína gagnvart vestrænum sam- tökum. Munurinn á þessum ná- grannarikjum er geysilegur. Það kom hins vegar ekki til greina að veita fimm ríkjum aðild, Rúmenía kemur enn ekki til greina og með fímm ríkjum hefðum við útilokað frekari stækkun." hefur verið aðild, er tiltölulega ein- falt að verja miðað við ríki á borð við Rúmeníu, sem er stór og langt frá NATO-ríkjum, og svo Eystra- saltsríkin, sem eru á áhrifasvæði Rússa, og þau yrði að vernda með kjarnorkuvopnum. Yrði þessum ríkjum boðin aðild myndi það reita Rússa enn frekar til reiði og það kann að verða til þess að þeir stað- festi ekki alla afvopnunarsamninga auk þess sem það kynni að ýta und- ir sölu, löglega eða ólöglega, á vopnum, svo sem kjarna- og efna- vopnum.“ Sama ruglið og í Bosniu En málið snýst ekki aðeins um stækkun NATO, heldur bandalagið sjálft og stöðu Bandaríkjanna gagnvart Evrópu. Eland telur hagsmuni aðildarríkjanna það ólíka að þeir muni gera NATO æ erfið- ara fyrir. Þá telur hann bandalagið úr sér gengið, það þarfnist ekki endurnýjunar, heldur eigi að leggja það niður. „Ógnin er ekki lengur til staðar. Þetta verður sama niglið og í Bosníu, en NATO er hreint ekki á leiðinni þaðan.“ Eland tekur ekki undh' það að Bandaríkjamönnum sé einum að þakka lok stríðsins í Bosníu, ýmis atriði hafi verið leyst áður en NATO greip til sinna ráða. Þá séu hagsmunir aðildan-íkja NATO afar ólíkir og ríkin skipti sífellt um skoð- un. „Sjáðu bara hugmyndina um stækkun. Bandaríkin lögðu hana fyrst fram og mættu andstöðu hinna aðildarríkjanna. Skyndilega snerist þetta allt við, Bandaríkin vildu fara varlega í stækkun og að- eins hleypa þremur ríkjum inn en Evrópuríki á borð við Frakka kröfðust þess skyndilega að nýju ríkin yrðu fimm.“ Eland segir vanda NATO vera þann að það sé enn hernaðarbanda- lag og því sé enn beint að Rússum. Þurfi Evrópuríkin á hernaðar- tengslum og -samráði að halda sé hægt að breyta Vestur-Evi'ópu- sambandinu eða Öryggis- og sam- vinriustofnun Evrópu. „Það er ekki þörf á þessu hemaðarbandalagi, það mætti setja mun meira fé í upp- byggingu í þessum löndum og þá á ég fyrst og fremst við Austur-Evr- ópuríkin. En Evrópuþjóðirnar vilja vemd Bandaríkjanna og munu eyða meira fé í hernaðaruppbygg- ingu en annars til að viðhalda NATO. Þjóðirnar ættu að nota pen- ingana til að koma á stöðugleika í efnahagnum, það myndi auka ör- yggi þeÚTa. Bandaríkin styðja enn öryggi Evrópu. Það var full ástæða til þess þegar allt var í rúst í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari, en við hefðum átt að draga okkur út smám saman eftir því sem ástandið batnaði í Evrópu.“ íslendingar vel færir um að stofna her Eland segist þeirrar skoðunar að draga eigi úr umsvifum hersins heima og heiman. Loka eigi fjölda bandarískra herstöðva, þar á með- al á íslandi. „Þið þyrftuð ekki stór- an her, mér sýnist þið vel fær um að stofna her. Það má vel vera að öryggi íslands hafi verið ógnað á tímum kalda stríðsins, en sú tíð er liðin. Öll NATO-ríkin em efnuð og fullfær um að tryggja eigið ör- yggi-“ Eland er ekki þeirrar skoðunar að samskipti Evrópu og Bandaríkj- anna myndu líða fyrir minni hern- aðarsamvinnu, viðskipti á milli heimsálfanna hafi aukist og slík samskipti séu mun æskilegri en á hernaðarsviðinu. Þá sé auðvitað hægt að grípa í taumana ef raun- veruleg ógn steðji að Evrópu. „Ég held að ríkjum í Mið- og Austur- Evrópu yrði miklu meiri greiði gerður ef þau fengju aðstoð við að skipuleggja efnahag sinn og gætu notað til þess það fé sem annars rennur til hemaðarappbyggingar til að mæta kröfum NATO vegna stækkunar. Rökin fyrir stækkun era að mörgu leyti tilfinningaleg og sífellt verið að vísa í Yalta-fundinn (þar sem samið var um skiptingu Þýskalands' og Evrópu niður í áhrifasvæði austurs og vesturs). Ég þjáist ekki af sektarkennd vegna þessa, við hefðum ekkert getað gert fyrir Austur-Evrópu á dögum kalda stríðsins." Allt um mat ÍSLENSKUR LANDBUNAÐUR /*\ Matvælasýningin Matur '98 er haldin í íþróttahúsinu Smáranum og Hótel- og matvælaskólanum við Digranesveg í Kópavogi dagana 20. - 22. mars. Sýningin er stærsta sýning sinnar tegundar á íslandi og á henni er að finna nánast allt sem tengist mat og drykk, auk þess sem haldnar eru keppnir á vegum fagfélaga í matvælaiðnum. Barnapössun á staðnum. Verð aðgöngumiða 500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.