Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Skiptar skoðanir um hvað skuli gera í útbreiðslu hitasóttarinnar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GÆTA ÞARF vel að fylfullum hryssum sem fá veikina en þeim er hætt við að verða klumsa. Hægt er að sjá við því ef fljótt er brugðist við. Veikin hefur nú gengið yfir í Kjarnholtum hjá Magnúsi Einarssyni, sem hér stendur hjá heiðursverðlaunahryssunni Glókollu. Er ein- hverra kosta völ? Þegar loks ný reglugerð landbúnaðarráðu- neytisins um hitasóttina leit dagsins ljós má se^ja að forsendur hennar hafí að hluta verið brostnar, I henni er landinu skipt 1 svæði eftir ástandi, sýkt, hættusvæði og ósýkt svæði. Rangárvallasýslan er sögð svæði í hættu en var þá þegar orðin sýkt svæði. Valdimar Kristinsson ræddi við hrossaræktarmenn víða um landið og kannaði hvaða augum menn líta stöðuna. 3%íIKLAR vangaveltur eru þessa dagana um hvaða stefnu beri að taka varðandi útbreiðslu hitasóttar- innar. Þeir sem hafa fengið sóttina í hross sín eða mega vænta hennar á næstu dögum virðast flestir á einu máli um að best sé að láta hana fara yfír landið og það sem fyrst þrátt fyrir að ekki sé búið að greina hvað er í raun á ferðinni. Ljóst er að veikin sem fylgir smiti er væg, eins og dýralæknar hafa sagt og margir hestamenn kynnst af eigin raun. I fiestum tilvikum leggst hún vægt á hrossin, sérstaklega yngri hross, að því er fram kemur hjá hinum lærðu. Gæta þarf sérstakega að fylfullum hryssum sem geta orðið klumsa og •'íSura þarf varlega í þjálfun reið- hrossanna. Þá er deginum ljósara að ekkert í mannlegu valdi virðist geta stöðvað útbreiðslu veikinnar. Það sem ekki er Ijóst er hins veg- ar hvaða veira er á ferðinni, margt á huldu um smitleiðir og það hversu lengi hross sem fengið hafa veiruna eru smitberar. Þá er ekki vitað hvaða áhrif veikin mun hafa á fyl eða móðurlíf í hryssum eða nýfædd folöld þeirra og þykir sú óvissa hið versta mál. Er illu best aflokið? Nú þegar veiran hefur látið á sér kræla í Rangárþingi voru allir þar sem rætt var við sammála um að ^ott' væri að fá veikina sem fyrst í hrossin, illu væri best aflokið fyrst ekki væri hægt að komast hjá þess- um ófögnuði. Stóðbændur sem þeg- ar hafa fengið sóttina í hross sín í Ámessýslu og rætt var við telja þetta hafa verið frekar heppilegan tíma, hrossin séu með góðan vetrar- feld og ekki miklar annir við bústörf um þessar mundir. Allir virðast hafa haft húspláss til að hýsa sjáan- lega veik hross. Ekki hafa mörg hross veikst í einu og yfirleitt er það lítill hluti af hverju stóði sem þarf J a>ð hýsa. Þrír möguleikar virðast á borðinu varðandi útbreiðslu veikinnar. Sá fyrsti er að berjast eins og hægt er gegn frekari útbreiðslu með léleg- um árangri. Þetta er sá valkostur sem yfirvöld hafa valið. Annar möguleikinn er að fella úr gildi bann við flutningi hrossa og allar reglur llfcm settar hafa verið og leyfa hita- sóttinni að breiðast út með eðlileg- um hætti. Þriðji möguleikinn væri sá að gert yrði í því að breiða hana út sem fyrst í alla landshluta. Gunn- ar Arnarsson hrossaútflytjandi vakti máls á þessum þriðja mögu- leika fyrir hálfum mánuði í viðtali hér á hestasíðu Morgunblaðsins og þótti mörgum hugmyndir hans út í hött. Breyting hefur orðið þar á, því skoðanabræðrum hans hefur fjölg- að dag frá degi, líklega í jöfnu hlut- falli við útbreiðslu veikinnar. Ætla má að Gunnar hafi öðrum fremur gert sér grein fyrir hvaða hagsmun- ir væru i húfi hvað viðkemur út- flutningi hrossa og um það snýst málið að stórum hluta. Ljóst er að því lengri tíma sem núgildandi út- flutningsbann varir eykst fjárhags- legur skaði margra sem atvinnu hafa af framleiðslu reiðhrossa og út- flutningi. Gunnar gerir sér ljóst að ef veikin verður að hnika sér hægt og bítandi yfir landið fram á haust gæti svo farið að ekkert hross yrði flutt úr landi þetta árið. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hver yrði beinn skaði af slíku. Þá er ófyr- irséð hvert markaðstapið yrði, hversu mikinn hnekki markaðsöflun fyrir íslensk hross myndi bíða. Greiningar veirunnar beðið með óþreyju Öruggt er talið að ekkert hross fari héðan fyrr en búið verður að greina veiruna sem sóttinni veldur. Yfirvöld í hverju landi sem ætlað er að senda hross til verða að sam- þykkja að taka við hrossunum. Steinn Steinsson héraðsdýralæknir telur ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að samþykkt verði í nokkru landi að taka við hrossum frá landi þar sem er í gangi óþekktur sjúk- dómur. Við undirskrift á heilbrigð- isvottorði staðfestir dýralæknir að viðkomandi hross hafi ekki um- gengist hross með smitandi sjúk- dóma og meðan hitasóttin geisar hér á landi má búast við að dýra- læknar verði að skoða hvert mál vandlega áður en skrifað er undir ef til útflutnings kæmi. En til þess kemur ekki meðan ekki er vitað hvað er hér á ferðinni. Eðli málsins samkvæmt geta dýralæknar ekki tekið undir þriðja kostinn, sumir þeirra viðurkenna annan kostinn í tveggja manna tali en ekki opinberlega. Það er heilagt hlutverk dýralækna að uppræta sjúkdóma og verja dýrin fyrir þeim. Landsmót og annað mótahald í hættu En það er fleira en útflutningur hrossa sem þrýstir á um að leyfður verði samgangur um allt land. Til stendur að halda landsmót eins og flestum mun kunnugt. Ef það tekst að halda hitasóttinni á Suðurlandi þannig að Vestur-, Norður- og Austurland verði smitfrí spyrja margir hvort Sunnlendingar fái að fara með hross sín norður á Mel- gerðismela. Ef ekki er ljóst að landsmótið verður ekkert landsmót, þvíf flest bestu hrossin koma að sunnan, ekki bara sunnlensk hross, því fjöldi góðra hrossa af Norður- landi er í þjálfun syðra. Þá má minnast á Islandsmót í hestaíþrótt- um sem halda á á Æðarodda á Akranesi, en Akranes er sýkt svæði. Þá eru ónefndar allar fyrirhugað- ar hrókeringar á stóðhestum lands- horna á milli til að sinna hryssum landsins. Ætla má að veruleg rösk- un geti orðið á útleigu margra stóð- hesta og nú geta menn farið að velta fyrir sér hvar hestarnir eru staddir um þessar mundir. Eru þeir á sýktu svæði eða ósýktu? Er svæðið ósýkt þar sem þeir eiga fara í hryssur? Þær eru margar spurningarnar sem vakna þessa dagana. Eðlilegt þykir að menn velti fyrir sér hvað séu bestu kostirnir í stöð- unni. Norðlendingar og Vestlend- ingar sem rætt var við gera fastlega eða frekar ráð fyrir að fá sóttina norður. Þegar menn eru spurðir hvenær þeir vildu helst fá hana fengju þeir að ráða segja flestir seinnipartinn í júlí. Síst vilja menn fá hana í maí og byrjun júní, illu betra væri að fá hana fljótlega eða í aprfl. Þegar sóttin fór yfir hesthúsa- hverfin á höfðuðborgarsvæðinu var athyglisvert hvernig skoðanir manna breyttust þegar sóttin var komin í þeirra hús. Þá töldu menn að best væri að þetta gengi yfir sem fyrst en höfðu kannski áður lýst yfir að þessi ófögnuður skyldi aldrei í þeirra hross. Svipuð hugarfars- breyting virðist vera hjá stóðbænd- um. Maí og júní versti tími fyrir fylfullar hryssur Helgi Sigurðsson segir að alversti tíminn sem hægt er að hugsa sér að fá veikina í stóð sé frá enduðum apríl og út júnímánuð meðan köstun stendur yfir. A þessum tíma sé mik- il hætta á því sem hann kýs að kalla fósturveiki (fitulifur) sem leggst á hryssurnar. Ef þær fá þann kvilla sé mjög erfitt að snúa við óheilla- þróun sem komin er af stað. Mun auðveldara sé að eiga við klumsa hryssur sé eftirlit með stóðinu gott. Út frá þessum orðum Helga má ætla að það að fá veikina í hrossin í júlí eða ágúst sé enginn valkostur þar sem lítil stjórn sé á því hvernig sóttin berst út og með hvaða hraða. Geta þeir sem kjósa ágúst staðið frammi fyrir því að vera með veik- ina í hrossum sínum í endaðan maí. Fugla- og vindkenningin óhrakin enn Hvað smitleiðir varðar virðist lít- ið vitað með vissu. Víst er að veikin berst með mönnum og að sjálfsögðu frá hesti til hests. Þá hafa bæði fuglar og vindar veríð nefndir til sögunnar. Sú kenning hefur heyrst um smitið í Biskupstungum, þar sem veikin berst upphaflega að Gýgjarhóli, sem er norðarlega í hreppnum. Þaðan berst hún suður í austanverðar Tungurnar og þaðan vestur yfir Hvítá og yfir í Hruna- mannahrepp. Líklegt er talið að hún hafi borist með svipuðum hætti um flóann og austur í Rangárvallasýslu. Vindáttir þessa daga sem um ræðir voru fyrst norðanstæðar og fóru svo yfir í vestanátt. Á flestum bæjum sem um ræðir var mikil fuglamergð í kringum hrossin og því beindist athygli manna að fugl- inum. Einnig er sammerkt með þessum bæjum flestum að lítill eða enginn samgangur hefur verið og í nánast öllum tilvikum aðeins einn maður sem gaf útigangi. Kristinn H. Skarphéðinsson fuglafræðingur sagði að bæði hrafn- ar og tittlingar væru alltaf talsvert á ferðinni. Hrafnar flygju til að mynda tugi kílómetra á degi hverj- um en hefðu alltaf sama næturdval- arstaðinn. Tittlingarnir hins vegar væru meiri flakkarar og náttuðu sig undir steinum, þúfnabarði eða í háu grasi og flæktust víða í ætisleit. Þá sagði hann eitthvað um að bæði hrafninn og tittlingarnir væru í ferðum milli byggðarlaga á vetrum. Reynist sú kenning rétt að smit berist með fuglum má því ætla að mjög líklega berist smit í aðra landshluta og virðist það sama gilda ef vindurinn einn á hlut að máli. Það er vissulega hægt að rekja hitasóttarmálið fram og til baka, skoðanir eru nokkuð skiptar eins og fram kemur hér að ofan. Við nýja reglugerð landbúnaðarráðuneytis- ins færist daglegt líf hestamennsk- unnar nær eðlilegu ástandi víðast hvar en ef að líkum lætur þarf að breyta henni oft í viku og jafnvel daglega, því staðan virðist breytast dag frá degi. En allt snýst þetta um greiningu veirunnar sem því miður gengur illa og því verða menn að vera þolinmóðir og rasa ekki um ráð fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.