Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 64
- 64 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina Midnight in the
______Garden of Good and Evil með Kevin Spacey og John Cusack í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er Clint Eastwood.
*
Samkvæmislíf og siðferði
í Suðurríkjunum
JOHN Kelso (John Cusack) er ung-
ur blaðamaður frá New York sem
er sendur til bæjarins Savannah í
Georgíu til að fjalla um margróm-
j£aða jólaveislu fyrir tímarit. Sá sem
heldur þessa glæsilegu veislu ár
hvert er Jim Williams (Kevin
Spacey), einn litríkasti og mest
áberandi borgari bæjarins.
Williams hefur byggt upp auðæfi
með því að endurreisa og selja stór-
hýsi frá gullöld Suðurríkjanna en
auk þess safnar hann og verslar
með antíkmuni.
En þótt verkefni blaðamannsins
virðist einfalt flækjast hlutimir
þegar jóiaveislunni lýkur með því að
Williams skýtur ástmann sinn til
bana og ber fyrir sig sjálfsvörn.
Nú verður þetta óvenjulega sam-
félag vettvangur siðferðislegs upp-
gjörs.
um í Madison-sýslu, fremur en
myndunum þar sem hann leikstýrir
sjálfum sér í löggu- og bófaleik.
í aðalhlutverkin voru ráðnir tveir
stórleikarar. Kevin Spaeey hlaut
Óskarsverðlaunin fyrir frábæran
leik sinn í myndinni Usual Suspects
árið 1995. Hann hefur m.a. sést í
myndum á borð við Seven, A Time
To Kill, Hostile Hostages, Consent-
ing Adults og fleirum. Þá er Spacey
nýlega farinn að leikstýra. Mynd
hans Albino Alligator, með Matt
Dillon, Faye Dunaway og Gary Sin-
ise, hlaut góðar viðtökur.
Hinn aðalleikarinn, John Cusack,
er líka farinn að þreifa fyrir sér hin-
um megin við myndavélina. Hann
skrifaði hluta handrits og fram-
leiddi hina vinsælu mynd Grosse
Point Blank. Cusack er annars
þekktastur fyrir leik í myndum á
JOHN Cusack leikur blaðamann sem sogast inn í samfélagið
í Savannah og kynnist hinum grunaða morðingja.
KEVIN Spacey leikur milljóna-
mæringinn sem er miðpunktur
samkvæmislífsins í Savannah
þar til hann skýtur ástmann
sinn.
ALISON Eastwood, dóttir
Clints, hreppti eitt af stærstu
aukahlutverkunum í myndinni.
Stöð 2 ► 20.55 Gamanmynd um
aulann og milljónaerfingjann Billy
Madison, (‘95), stingur enn upp
kollinum, en einkunnirnar hafa
ekki skánað: ★1/2
Sýn ► 21.00 Kvennavestrinn Villt-
ar stelpur (Bad Girls, ‘94), státar af
Madeleine Stowe, Mary Stewart
Masterson og Drew Barrymore,
miklum fegurðardísum og ágætum
leikkonum á góðum degi, og Andie
McDowell, uppá punt. Leika fyrr-
um gleðikonur sem lenda í hefð-
bundnum karlahlutverkum. Hafa
orðið undir í baráttunni, í flestu til-
liti, og gerast útlagar. Taka óbil-
gjarnar á karlaveldinu. Góð hug-
mynd fær svona la la afgreiðslu hjá
Jonathan Kaplan. ★★
Sjónvarpið ► 22.15 Sjónvarps-
þátturinn Heimur í heljargreipum
(Apocalypse Watch, ‘97) er svo nýr
af nálinni að það er ekkert um hann
að finna. Hérlendis er hann röskir
þrír tímar, seinni hlutinn verður
sýndur annað kvöld. Þættirnir hafa
verið skornir niður um fjórðung
fyrir innanlandsmarkaðinn, sem er
vafalaust til bóta. Heimur í heljarg-
reipum er byggður á einni af fjöl-
mörgum metsölubókum Roberts
Ludlum, sem oftast er spennandi
lesning. Við getum því átt von á
góðri skemmtun en umfjöllunarefn-
ið er barátta Bandarísks leyniþjón-
ustumanns við hóp nýnasista sem
hyggst eitra vatnsból helstu stór-
borga heimsins. Nokkuð kunnugleg
lumma og forvitnilegt að sjá hvern-
ig hinum heimskunna spennu-
sagnahöfundi tekst til. Með Patrick
Bergin, Glynis Barber, Virginiu
Madsen og hinum stórgóða en fá-
séða John Shea, sem örugglega
leikur eitthvert nasistaúrþvættið.
Leikstjóri er Kevin Connor, kunn-
ur sjónvarpsleikstjóri, sem m.a.
hefur gert ámóta þætti um þrjár
þekktar konur; Liz Taylor, Diönu
prinsessu og Móður Theresu.
Stöð 2 ►22.30 Hvíta vonin (The
Great White Hype ‘96), átti að vera
mikið fyndin en er flest annað.
Meira að segja nafnið er slappur
brandari, en það er afbökun á The
Geat White Hope, (‘70), fínni mynd
um hnefaleikarann Jack Johnson,
sem varð snemma á öldinni fyrsti
þeldökki heimsmeistarinn í þessari
„íþrótt". Og hvítir urðu náttúrlega
að gi’ípa til örþrifaráða. Hugmynd-
in að þessari gamanmynd um ráða-
brugg klækjarefs sem þarí' að
hleypa nýju lífi í hnefaleikakeppnir
sínar, fær vonda úrvinnslu. Með
sómaleikurum; Samuel L. Jackson,
Jeff Goldblum, Damon Wayans og
Peter Berg. Allt til einskis. ★
Sjónvarpið ► 23.50 Þá er komið
að ráðgátu kvöldsins, Engin
leyndarmál (Tell Me No Secrets,
‘97), segir af lögfræðing sem lendir
í óvæntum hremmingum er hann
fer að kynna sér sakamál. Hafiði
heyrt þetta einhversstaðar áður?
Með Lori Loughlin og Bruce
Greenwood. Lofar ekki góðu.
Sýn ► 23.50 Mynd kvöldsins:
Fjandvinir (Enemy Mine, ‘85). Sjá
umsögn í ramma.
Stöð 2 ► 0.05 Blockbuster mynd-
bandahandbókin er ekki kresin,
þegar hún sér ástæðu til að vara
fólk við má bóka að mikið er að. Sú
er raunin með gleymda bíómynd,
Sumarnótt (That Night, ‘93), sem
fær ★I/2. Með tveimur heldur leiði-
gjörnum leikurum sem eru að
hverfa af sjónarsviðinu, Juliette
Lewis og C. Thomas Howell, sem
leika unglinga í vandræðum á
sjötta áratugnum.
Stöð 2 ► 1.35 Myndir með Lou
Diamond Philips eru í litlu uppá-
haldi á þessum bæ, enda hefur
hann tæpast fengið ærlega rullu
síðan hann lék poppstjörnuna
Ritchie Valens íLa Bamba. Dómur
Leonards Maltin um Hættulegan
metnað (Ambition, 91), styrkir álit
mitt enn frekar, því hún fær verstu
einkunn: BOMB, sem er kurteisleg
hauskúpa og leggir ... Segir af rit-
höfundi sem fær engan útgefanda
og grípur til óyndisúrræða. Með
Clancy Brown.
Sæbjörn Valdimarsson
Myndin er byggð á sannsögulegri
skáldsögu eftir John Berendt en
talsverðar breytingar gerðar á sög-
unni í þágu myndarinnar eins og
búast má við af Hollywood.
Clint Eastwood, leikstjóri og
framleiðandi myndarinnar, réð
^John Lee Hancock til að skrifa
handrit eftir bók Berendts. Clint
Eastwood hefur á sér ímynd hins
harða nagla, sem skýtur fyrst og
spyr svo. Þannig er þessi 67 ára
gamli maður víst ekki í raun og
veru heldur íhugull og leitandi ná-
ungi og metnaðargjarn kvikmynda-
gerðarmaður, eins og myndir á
borð við Bird, Unforgiven og White
Hunter Blaek Heart eru til marks
um.
Þessi 20. mynd hans sem leik-
stjóra fellur efnislega í flokk með
þeim myndum, og þá líka t.d. Briln-
borð við Con Air, City Hall, Bullets
Over Broadway, Postcards From
The Edge og fleirum.
Meðal helstu aukaleikenda í
myndinni er dóttir Clints, Alison.
Hún er ekki að leika í sinni fyrstu
kvikmynd því hún hefur áður leikið
með föður sínum í Absolute Power,
þar sem hún dáðist að teiknihæfi-
leikum þjófsins sem Clint lék, og í
Tightrope, árið 1985, en þá lék hún
dóttur löggunnar sem Clint lék.
Alison vinnur nú fyrir sér sem
leikkona og módel, en auk þess að
leika er hún með áform um kvik-
myndaframleiðslu á prjónunum.
Af öðrum aukaleikurum má nefna
hinn ástralska Jack Thompson,
klæðskiptinginn Lady Chablis, og
Sonny Seiler, lögfræðingurinn, sem
varði hinn raunverulega Williams,
leikur dómarann.
No Name andlit ársins
NO NAME
— COSMETICS ...........
Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18.
Silla förðunarfræðingur kynnir
og gefur ráðleggingar.
SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525
0\(œturgaunn
\
‘Dansfiús, sími 587 6080
Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld
Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk
Sjáumst hress
________________Næturgalinn _________________SJ
Fjandvinir í Eyjum
Sýn ► 23.50 Framtíðartryllir-
inn Fjandvinir (Enemy Mine,
‘85) á sér merkilegan sess í kvik-
myndasögu landsmanna, er ein
fárra Hollywood-stórmynda sem
til hefur staðið að taka hér á
landi (Quest For Fire er önnur).
Allt fór af stað með pomp og
pragt, vorið ‘83, ef ég man rétt.
Ráðinn var hópur íslendinga í
undirbúningsvinnu. Mikil leik-
tjöld voru reist í Vestmannaeyj-
um og uppá Landeyjasandi. Allt
leit vel út. Stjörnur myndarinnar,
Lou Gossett, Jr., og Randy Quaid
komu til landsins og tökur
hófust.
Adam var ekki lengi í Eyjum.
Upp kom missætti á milli Banda-
ríska framleiðandans, 20th Cent-
ury Fox og breska leikstjórans
Richards Loncraines og einn góð-
an veðurdag var draumurinn bú-
inn. kennt var um „listrænum
ágreiningi", milli þessara aðila,
sem er kurteislega orðuð upp-
sögn. Vinur minn vann sem „allt-
múligmann“ við upptökurnar
þetta sumar, og sagði að
Locraine hefði verið að gera góða
en dýra hluti. Það fáum við aldrei
vissu um því Þjóðverjinn Wolf-
gang Petersen tók við leikstjórn-
inni og upptökustaðir voru fluttir
vestur um haf. Markaði myndin
upphaf mikillar velgengni leik-
stjórans í Bandaríkjunum, síðast
nutum við flinkra handbragða
hans í Air Force One.
Vinur minn sagði mér margar
óprenthæfar sögur af samskipt-
um stjarnanna við íslenskt hvers-
dagsfólk, en eitt af hlutverkum
hans sem þúsundþjalasmiðð var
að hafa ofanaf fyi’ir Gossett hin-
um yngra. Fékk til þess ómælda
og góðfúslega veitta hjálp landa
vorra.
Enemy Mine varð, eftir allt
saman, ágæt og óvenjuleg
skemmtun, en hún segir af jarð-
arbúanum og geimfaranum Qu-
aid, sem nauðlendir samtímis
drekamanni úr öðru sólkerfi,
(Lou Gossett, Jr)., á óvinveittri
plánetu. Þeir verða að ná sáttum
til að komast af. Við AI gáfum
★★★ í Mynbandahandbókinni á
sínum tíma, þrátt fyrir „heldur
væminn endi“. Vonum að hún
hafi elst vel.
Sæbjörn Valdimarsson
Minningartónleikar
um Gunnar Ormslev
í FÍH salnum,
Rauðagerði 27,
sunnud. 22. mars
kl. 21.00.
Bent Jædig
leikur ásamt flestum helstu
jazzleikurum íslands.
Miðaverð kr. 1.000.
Jazzvakning
Jazzdeild FÍH
Vinkonur
á frum-
sýningu
SÖNGKONAN Madonna
gaf sér tíma frá plötu-
kynningum til að fara á
frumsýningu myndarinnar
„Wide Awake“ með vin-
konu sinni Rosie O’Donn-
ell í New York á dögunum.
Það er einmitt leikkonan
og spjallþáttastjórnandinn
Rosie O’Donnell sem fer
með annað aðalhlutverk
myndarinnar ásamt leik-
aranum Dennis Leary.