Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
UR VERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Verð á fískblokk fer
hækkandi vestan hafs
VERÐ á fískafurðum, blokkum og
flökum, hefur hækkað ört undan-
farnar vikur í Bandaríkjunum. Það
er mest fyrir áhrif frá Evrópu, þar
sem mun hærra verð er borgað fyr-
ir fískinn og eftirspum er mikil.
Verð á þorskblokk er nú um 1,85 til
1,90 dollara hvert pund, en fyrir
einu ári var verðið á þorskblokkinni
1,55 til 1,65 dollarar pundið. Elvar
Einarsson, innkaupastjóri hjá
Iceland Seafood, dótturfyrirtæki
IS, í Bandaríkjunum, segir að skýr-
ingin sé minna framboð af fiski,
ekki sé um neyzluaukingu að ræða.
„Það er allt á bullandi uppleið á
blokkarmarkaðnum, sérstaklega í
alaskaufsanum," segir Elvar í sam-
tali við Verið. „Verð á tvífrystum
aflaskaufsa er komið í 85 sent hvert
pund, en það var í 78 sentum fyrir
viku. Menn segja að Evrópubúarnir
hafí komið til Bandaríkjanna og
eyðilagt markaðinn, boðið hátt verð
í allt sem til var. Talað er um að
seljendur hafí boðið tvífrysta ala-
skaufsa blokk sem yrði afhent í
ágúst á 90 sent og jafnvel 95 sent
síðar um haustið. Þessir seljendur
geta flutt fískinn óunninn til Aust-
ur-Evrópu eða látið vinna hann í
Kína og selt sem blokkir.
Verðið gæti
lækkað fljótlega
Verð á einfrystum alaskaufsa er
einnig hækkandi, komið upp í 1 til
Minnkandi
framboð og sam-
keppni við Evrópu
ræður mestu
1,05 dollar á pundið. Svo heyrir
maður alls konar verðtilboð á heil-
flaka þorskblokk en í Evrópu fást
2,20 til 2,30 dollarar fyrir pundið í
þorskblokkinni og jafnvel meira.
Verð á blokkum frá frá íslandi er
um 1,90 dollara, en hafa verður í
huga að í þeirri blokk er fískur,
sem ekki gengur í flakapakkningar.
Ég tel reyndar að þetta verð geti
lækkað fljótlega, einkum í ljósi þess
að nú er ágætis þorskveiði í
Barentshafinu auk þess sem
þorskvertíðin er nú byrjuð í Kyrra-
hafínu svo framboð ætti að aukast.
Birgðir af þorskblokkinni eru litlar
og sömu sögu er að segja af ala-
skaufsanum.
Það er mjög lítið til af ýsublokk
og bullandi eftirspum. Markaður-
inn er reyndar bæði lítill og við-
kvæmur, þannig að aukist framboð-
ið lækkar verðið strax.“
Minna framboð
Hvað veldur þessum verðhækk-
unum?
„Það er Evrópa sem dregur verð-
ið upp. Framboð af físki hefur verið
lítið enda mjög lítil veiði í Barents-
hafí í upphafi árs. Þá var lítið fram-
leitt af blokkum úr Eystrasaltinu í
vetur. Það er ekki um neyzluaukn-
ingu að ræða, heldur aðeins minnk-
andi framboð.
Verð á flökum hefur verið nokkuð
stöðugt, en farið er að bera á verð-
hækkunum vegna áhrifa frá Evr-
ópu. Mér þykir líklegt að það muni
leiða til einhverrar hækkunar hér
líka. Innkaupserð á fimm punda
flökum hefur verið 2,50 dollarar
pundið hjá okkur og um 2,80 á
hnakkastykkjum. Tvífryst flök eru
svo á lægra verði.
Þessar verðhækkanir sem orðið
hafa á blokkinni eru ekki farnar út í
afurðaverðið ennþá. Ég held að
framleiðendur reyni að forðast að
hækka verðið á unnum afurðum.
Verðhækkanimar eru mjög slæmar
fyrir markaðinn og leiða yfirleitt
fljótt til samdráttar í neyzlu. Fram-
leiðendur taka því sennilega á sig
megnið af hækkununum í von um að
ástandið sé tímabundið. Verð á flök-
um fór fyrir nokkram áram töluvert
hærra en það er í dag og þá datt
neyzlan alveg niður. Ég held að
verðið megi ekki hækka neitt að
ráði. Þá fækka veitingahúsin fisk-
réttum á matseðlunum til að verja
sig gegn verðhækkununum og
neyzlan minnkar,“ segir Elvar Ein-
arsson.
Morgunblaðið/Halldór
HIJSIÐ vígt. Nafnarnir Pétur Bjömsson, einn eigenda hússins, og
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Nýtt hús-
næði vígt
FYRIRTÆKIN ísfell, Marex,
Alftafell og Sérforrit hafa tek-
ið í notkun nýtt húsnæði við
Fiskislóð í Reykjavík. I hús-
næðinu eru skrifstofur fyrir-
tækjanna, lager og önnur
starfsemi, en tii þessa hefur
starfsemin verið á mörgum
stöðum.
Pétur Björnsson, einn eig-
enda hússins, segir að ákvörð-
un um bygginguna hafi verið
tekin sumarið 1996. „Það var
okkar mat þá og er enn, að
þetta væri hagstæðasta lausn-
in þegar til lengri tíma væri
litið, eftir að hafa skoðað
flesta þá möguleika sem fyrir
hendi voru í leigu eða kaupum
á notuðu húsnæði," segir Pét-
ur.
Húsið er teiknað af Bjaraa
Konráðssyni hjá Nýju teikni-
stofunni, verkfræðihönnun var
í höndum Ingvars Gunnarsson-
ar hjá Hönnun hf. og raf-
magnshönnun og teikningar
voru unnar af Pétri Jóhann-
essyni. Helztu verktakar voru
Eykt, Borgarbót, Rafmiðlun,
Þorsteinn Sigurðsson, Hilmar
Kristinsson, Gólflagnir, Virkj-
un, Kambur, Blikksmiðurinn
og Slitlag.
Heildarkostnaður við bygg-
inguna er 97 milljónir króna,
sem fjármagnaður hefur verið
með sölu eldri eigna og fyrir-
greiðslu frá Búnaðarbanka ís-
lands. Húsið var tekið form-
lega í notkun í síðustu viku og
við það tækifæri sagði Pétur
Björnsson meðal annars:
„Þessi bygging er táknræn
fyrir þá trú, sem við höfum á
starfsemi okkar. Við erum
staðráðin í því að reka hér
samkeppnisfær fyrirtæki, sem
verða þekkt fyrir góða vöru,
góða þjónustu og samkeppnis-
hæft verð. Það eru markmið
okkar í stuttu máli.“
Yonbrigði með loðnu-
frystingu á vertíðinni
AÐEINS er búið að frysta 17-18
þúsund tonn af loðnu á Japans-
markað, sem að sögn Halldórs G.
Eyjólfssonar, deildarstjóra hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
eru mikil vonbrigði þar sem talið
var að hægt yrði að selja allt að 30
þúsund tonn af frystri loðnu til
Japans í ár sem er ársneysla
Japana. „Það er auðvitað ekkert
hægt að gera í þessu. Japanimir
hlaupa bara allir til Kanada í sum-
ar þegar vertíðin byrjar þar. Þar
munu þeir reyna að ná sér í meira
magn.“
Illa horfír með sölu á loðnuhrogn-
um til Japans í ár og á Halldór ekki
von á því að endanlegir sölusamn-
ingar náist fyrr en að aflokinni ver-
tíðinni. „Við höfum að vísu verið að
deila ákveðnu magni niður á kaup-
endur, en verðið verður ekkert fest
íyrr en eftir vertíðina. Vænta má
einhverrar verðlækkunar á loðnu-
hrognum frá því í fyrra, en ef það
verður sáralítil hrognaframleiðsla
vegna sjómannaverkfallsins þurfum
við ekkert að hugsa um neina sölu-
samninga."
Loðnan, sem heldur sig nú fyrir
sunnan land, er farin að hrygna og
því ekki frystingarhæf lengur. Að
sögn Halldórs yrði það hinsvegar
gleðiefni ef hægt yrði að frysta
eitthvað af þeirri loðnu, sem menn
voru að fínna um helgina út af
Vestfjörðum og væntanlega mun
ganga vestur og suður með landinu
næstu daga.
Eru hernað-
arbandalög
tímaskekkja?
Fylgismenn og andstæðingar stækkunar
NATO takast nú á í Bandaríkjunum en
öldungadeild þingsins mun greiða atkvæði
um málið í vikunni. Urður Gunnarsdóttir
var á ferð í Washington og kynnti sér ólík
sjónarmið í málinu.
ALLT stefnir í að öldungadeild
Bandaríkjaþings samþykki stækk-
un Atlantshafsbandalagsins í þess-
ari viku án mikillar andstöðu. Málið
virðist falla í skuggann af öðram
erlendum og innlendum hitamálum,
s.s. rannsókn á ásökunum um
kvennafar og meinsæri forsetans.
Er stækkunin var samþykkt á leið-
togafundi NATO í Madríd vora
uppi svartsýnisraddir, sem sögðu
að hún kynni að verða felld á
Bandaríkjaþingi. Sú virðist ekki
ætla að vera raunin, sextán af þeim
átján sem sæti eiga í utanríkismála-
nefnd þingsins era fylgjandi stækk-
un og ekki er búist við að andstað-
an verði mikil við atkvæðagreiðsl-
una.
Stækkunin hefði vissulega getað
orðið hitamál í þinginu en viðmæl-
endur Morgunblaðsins í Was-
hington vora sammála um að hún
hefði orðið undir í baráttunni um
athygli þingmanna og fjölmiðla.
Hefðu deilurnar við Irak og vand-
ræði Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta ekki komið upp á fyrstu mán-
uðum ársins er aldrei að vita hvern-
ig farið hefði.
Demókratinn Joseph Biden, sem
situr í utanríkismálanefnd öldunga-
deildarinnar, varaði þingmenn á
miðvikudaginn við því að kröfur um
að stækkunarumræðunni yrði
frestað um óákveðinn tíma vegna
innanríkismála færði gagnrýnend-
um þingsins vopn í hendur er þeir
segðu að þingið hefði ekki tekið
jafn mikilvægt mál og stækkun
NATO fyrir af alvöra og rætt í
þaula.
Átta sig ekki á hvað
felst í stækkun
Andstæðinga stækkunar Atlants-
hafsbandalagsins er að finna í báð-
um stjórnmálafylkingunum á
Bandaríkjaþingi, þótt andstaðan
hafí aðallega verið tengd hægri-
mönnum. Hún kemur ef til vill hvað
skýrast fram hjá CATO-stofnun-
inni, óháðri rannsóknarstofnun,
sem aðhyllist frjálsræði og minni
ríkisafskipti, hverju nafni sem þau
nefnast. Ivar Elander, yfirmaður
varnarmálarannsókna CATO, telur
að stækkun NATO sé óheillaskref
Sendiherra Ungverjalands á þingpöllum
„Deilum gildum
með Islendingum“
SJALDSÉÐUR gestur sat á þing-
pöllum Alþingis í gær. Það var
dr. Istvan Mohacsi, sendiherra
Ungverjalands á íslandi, en hann
hefur aðsetur í Stokkhólmi. Til-
efni heimsóknar hans í Alþingis-
húsið á þessum hráslagalega
marzdegi var fyrst og fremst að
fylgjast með umræðum íslenzks
þingheims um þingsályktunartil-
lögu þá, sem snýst um staðfest-
ingu Islands á stækkunaráform-
um Atlantshafsbandalagsins til
austurs. Hann átti einnig viðræð-
ur um málið við Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra, en hann
mælti fyrir þingsályktunartillög-
unni.
Eins og kunnugt er var á leið-
togafundi NATO í Madríd í
fyrrasumar ákveðið að bjóða
Póllandi, Tékklandi og Ung-
verjalandi að gerast aðilar að
bandalaginu og að þvi stefnt að
samningar um aðild þessara
ríkja gætu gengið í gildi vorið
1999, þegar bandalagið fagnar
50 ára afmæli sínu.
Atkvæðagreiðsla um tillöguna
fer fram í byrjun apríl, en með
tilliti til þess að allir þeir þing-
menn sem tjáðu sig um tillöguna
lýstu jákvæðri afstöðu til hennar,
utan nokkrir þingmenn Alþýðu-
bandalags, þá er engin hætta á
öðru en að hún verði samþykkt
og þar með heimili Alþingi að
ríkisstjórain staðfesti samning-
ana um NATO-aðild þessara
þriggja ríkja. Sú niðurstaða er
sérstakt ánægjuefni fyrir gestinn
á þingpöllunum.
„Fyrir Ungveijaland er það
eðlileg þróun utanríkisstefnunn-
ar að sækjast eftir aðild hvort
tveggja að Evrópusambandinu og
NATO. Þessi tvö markmið eru
nátengd en eru jafnframt hvert
óháð öðru,“ sagði Mohacsi í sam-
tali við Morgunblaðið. Lýsti hann
sérstakri ánægju með að Ung-
veijar væru meðal fyrstu þjóða
sem boðið hefði verið að gerast
aðilar hvort tveggja að ESB og
NATO. Viðræður um ESB-aðild-
ina eiga einmitt að hefjast í lok
þessa mánaðar.
„Það er sem betur fer ekki svo
að við sækjumst efir aðild að
NATO vegna þess að okkur finn-
ist okkur ógnað og teldum þess
vegna sérstaka þörf á aukinni
hernaðarlegri vernd,“ sagði Mo-
hacsi. „En að taka þetta skref er
eðlilegt markmið lands á borð við
okkar í Mið-Evrópu, sem deilir
sömu grundvallargildum, og
grundvallarhagsmunum með öðr-
um NATO-ríkjum, þar á meðal
íslandi.“
Von um aukin
viðskiptatengsl
Hvað varðar tengsl íslands og
Ungveijalands sagði Mohacsi
NATO-aðiIdina hafa mjög já-
kvæðar afleiðingar. „Þá breytast
vinveitt rild í bandamenn. Ég er
sannfærður um að þetta muni
hafa jákvæð áhrif á þróun tví-
hliða samskipti landanna."