Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 20.03.1998, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hugmyndir uppi um að hefja strætóferðir um allan Eyjafjörð Mikilvægt skref til að styrkja byggðirnar MIKILL áhugi er á því að styrkja samgöngukerfið í Eyjafirði og eru uppi hugmyndir um að hefja akst- ur strætisvagna milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, áfram inn Eyjafjörð og út fjörðinn að austan til Greni- víkur. Ferðamálamiðstöð Eyja- fjarðar á Akureyri hefur staðið fyr- ir úttekt á þessum hugmyndum og hefur sú vinna verið í höndum Árna Steinars Jóhannssonar, um- hverfisstjóra Akureyrarbæjar og formanns stjómar Ferðamálamið- stöðvarinnar. Ferðir á þriggja klukkutíma fresti „Ferðamálamiðstöðin er byggða- samlag allra sveitai-félaga í Eyja- firði og innan hennar er mikill áhugi á því að styrkja samgöngu- kerfið á svæðinu og styrkja um leið möguleika í ferðaþjónustunni. Það var með stuðningi Jakobs Bjöms- sonar, bæjarstjóra á Akureyri að við fóram í þessa athugun, þ.e. að breyta kerfinu úr sérleyfisferðum og yfir í strætókerfi. Þetta eru hlutir sem búið er að tala um í mörg ár en aldrei komist á koppinn og menn hafa verið bundnir af sér- leyfishöfunum. Ég sé fyrir mér að gangi þessar hugmyndir eftir gæti þessi tilraun hafist um næstu ára- mót eða vorið 1999,“ sagði Árni Steinar í samtali við Morgunblað- ið. __ Ami Steinar hefur unnið að grunnhugmynd- um verkefnisins undanfamar vik- ur og m.a. átt við- ræður við sveit- arstjórnarmenn, stofnanir, félaga- samtök og hagsmunaaðila í flutn- ingum. Málið hefur einnig verið kynnt í forsætisráðuneytinu og Ámi Steinar hefur átt viðræður við félagsmálaráðherra og samgöngu- ráðherra um málið. „Ailir þessir að- ilar lýsa sig mjög velviljaða grann- hugmyndinni. Við fáum áætlun frá einkaaðila um hvað kerfið muni kosta og Sérleyfisbílar Akureyrar hafa skilað okkur reikningsdæmi og áætlun um kostnaðinn og við bíðum eftir að fá tilsvarandi áætlun frá framkvæmdastjóra SVA. Það má segja að hér yrði um að ræða útvíkkun á starfsemi Strætis- vagna Akureyrar, þannig að farnar yrðu reglubundnar ferðir um svæðið, frá Ólafsfírði að vestan til Grenivíkur að austan á þriggja klukkutíma fresti. Fólksflutninga- kerfi af þessu tagi þarf opinberan stuðning og gróflega má áætla að kostnaðurinn, fyrir utan það sem lagt er í rekstur SVA, yrði um 40 milljónir króna á ári. Varlega áætl- að gætu tekjur á móti numið um helmingi þeirrar upphæðar fyrstu árin. Þó verður að hafa í huga að sérleyfi og fólksflutningar af ýmsu tagi era með alls kyns framlögum í Eyjafirði, sem gætu sparast eða nýst í þessu nýja kerfi.“ Vítamínsprauta fyrir ferðaþjónustuna Árni Steinar sagði að fram kæmi í öllum fyrirliggjandi skýrslum að mjög mikilvægt væri til byggða- styrkingar að menn hafi greiðar samgöngur og geti notið þess á auðveldan hátt sem til boða er á svæðinu, t.d. hvað varðar afþrey- ingu og menningu. „Eyjafjörður er eitt atvinnu- svæði og strætókerfi af þessu tagi opnar möguleika og auðveldar al- menningi að stunda vinnu hvar sem er á svæðinu. Við eram einnig að tala um möguleika fólks til að sækja framhaldsskóla og Háskól- ann. Þá eram við að tala um fram- tíðarsýn varðandi orkusparnað, þar sem menn myndu frekar leggja einkabflnum og nýta sér strætó. Og síðast en ekki síst eru menn í ferða- þjónustunni sammála um að þetta yrði vítamínsprauta fyrir greinina." Árni Steinar Jóhannsson Samlagið kynnir verk Rannveigar Helgadóttur SAMLAGIÐ, félag myndlista- og listiðnaðarfólks, heldur áfram að kynna meðlimi sína með því að stilla verkum þeirra upp í listhúsinu við Grófargil. Nú er röðin komin að Rannveigu Helgadóttur sem sýnir lítil og stór verk unnin í akrýl auk nokkurra graf- íkverka, en þau eru öll gerð á þessu ári og eru til sölu. Kynningin hefst í dag, föstu- daginn 20. mars, kl. 14 og stendur liún yfir til 27. mars næstkomandi, en Samlagið er opið alla daga frá kl. 14 til 18. Rannveig er fædd árið 1971 og útskrifaðist af myndlistar- braut Menntaskólans á Akur- eyri 1992 og úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995. Vinnustofa hennar er í Listaskálanum í Grófar- gili. Hjálparsveit skáta Freyvangsleikhúsið Vélsleða- Fagnar tillögu um að létta rekstur bj örgunarsveita AÐALFUNDUR Hjálparsveitar skáta á Akureyri var haldinn ný- lega og þar var fagnað þingsálykt- unartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um að samgöngu- ráðherra skipi nefnd sem hafi það að markmiði að létta rekstur björg- unarsveita. Vill hjálparsveitin taka undir með Ólafi Erni Haraldssyni þingmenni um að fundnar verði leiðir til að styrkja björgunarsveit- MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á morgun, laugardag kl. 11. Kirkjuskóli í Grenivíkur- kirkju á morgun, laugardag, kl. 13.30 og kyrrðar- og bænastund á sama stað kl. 21. irnar í því rekstrarformi sem þær starfa í. Hagur ríkisvaldsins að hlúaað björgunarsveitum „Sjálfsaflafé sveitanna er skattlagt að fullu og minnkar verulega svigrúm til endurnýjunar tækja og búnaðar. Tækja og búnaðar sem hið opinbera þyrfti sjálft að kosta til ef björgunar- sveitanna nyti ekki við. Állt starf hjálparsveita er sjálfboðaliðastarf og því óeðlilegt að skattleggja það eins og gert er nú. Flestum hlýtur að vera ljóst mikilvægi björgunarsveitanna í landinu og það hlýtur að vera hagur ríkisvaldsins að hlúa að þessum rekstri þar sem björgunarsveitirnai' spara hinu opinbera mikið fé á hverju ári,“ segir í ályktun frá aðalfundi Hjálparsveitar skáta á Akureyri og að lokum vill sveitin þakka einstak- lingum og fyrirtækjum í bænum fyrir veittan stuðning á liðnum árum. f„Akureyri, menningarbær á leið í nýja ölcT Málþing um menningu í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju laugard. 21. mars kl. 14.00-18.00 Fundarstjóri verður Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags. Erindi flutja Tapio Havebro, kulturchef í Vasterás, Svíþjóð, sem ræðir um „framkvæmd menningarstefnu", Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála, Reykjavík, sem ræðir um „hlutverk sveitarfélaga í menningarmálum" og Þor- steinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sem ræðir um „búsetu og menningu." Að loknum framsöguerindum verða hópumræður og dagskránni lýkur með pallborðsumræðum, þar sem framsögumenn og full- trúar framboða til bæjarstjórnarkosninga sitja fyrir svörum. Menningarmálanefnd Akureyrar. Velkomin í villta vestrið Morgunblaðið/Beiyamín HANNA Rúna Jóhannsdóttir og Ólafur Helgi Theodórsson í hlutverkum sínum hjá Freyvangsleikhúsinu. Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. Nýtt ís- lenskt leikrit, „Vel- komin í villta vestrið“, verður frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyj af j arðarsveit. í kvöld, föstudags- kvöldið 20. mars, kl. 20.30. Höfundur þess er Ingibjörg Hjartar- dóttir, Eiríkur Bóas- son, Ingólfur Jóhanns- son og Jóhann Jó- hannsson sömdu tón- listina, en ýmsir gerðu texta við lögin. Leikstjóri er Helga Elínborg Jónsdóttir. Ingibjörg samdi leikritið sérstaklega fyrir Freyvangsleik- húsið og fjallar það um hestamenn, kúa- bændur og ást. Leik- ritið er skáldskapur og á sér ekki hlið- stæðu í veruleikan- um, en þó er vísað til ýmissa atvika sem upp hafa komið í Eyjafjarðarsveit síð- ustu misseri. Meðal annars er komið inn á deilur milli hesta- manna og kúabænda í sveitinni um reiðvegi, kaup og sölu á mjólkurkvóta og ýmislegt fleira. Ástar- og örlagasaga „Þetta er skemmtilegt leikrit, það er í léttum dúr en þó með alvarlegum undirtón. Inn í það fléttast ástar- og örlagasaga bónda eins sem fær til sín vinnukonu og verður, eins og reyndar fleiri í sveitinni, fyrir miklum áhrifum í kjölfar þeirra kynna. Það verður enginn sam- ur eftir kynni af þessari vinnu- konu.“ í aðalhlutverkum eru Stefán Guðlaugsson og Elísabet B. Björnsdóttir, sem leika Friðrik stórbónda og sveitarstólpa og Álfheiði ráðskonu. í öðrum veigamiklum hlutverkum eru Ólafur Theodórsson, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Sigríður Arnardóttir, Valþór Brynjars- son, Friðrik Stefánsson og Leif- ur Guðmundsson. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni, en um fímmtiu manns í allt koma nálægt sýn- iugunui með einum eða öðrum hætti. menn hittast í Nýjadal FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði efnir til fjallamóts S Nýjadal við Sprengisandsleið nú um helgina. Félagið hélt slíkt mót í fyrsta skipti í fyrra og tókst það vel þrátt fyrir að veðrið hafi brugðist. Þarna fóru margir í sína fyrstu al- vöra fjallaferð enda er mótinu ekki síst beint til þeirra sem lítið hafa ferðast á sleðum en langar að kynnast töfrum hálendisins að vetralagi. Gert er ráð fyrir að flestir móts- gestir komi á staðinn á föstudags- kvöldi og verður gist S tvær nætur í skálum Ferðafélags íslands. Far- ið verður í skoðunarferð um Von- arskarð á laugardag, sem er fal- legt hverasvæði sem tiltölulega fá- ir hafa séð enda svæðið ekki að- gengilegt nema þá helst að vetrar- lagi. Sameiginleg grillveisla og kvöldvaka verður á laugardags- kvöld en á sunnudag heldur hver til slns heima. Mótsstjóri er Guð- mundur Hjálmarsson. Að viku liðinni, þ.e. dagana 27-29 mars má búast við mikilli umferð vélsleða á hálendinu, en þá verður haldið hálendisrall, hið fyrstá sinnar tegundar hérlendis en ekið verður út frá Hveravöll- um. aksjón 20.30 ►Sjónvarpskringlan á Akur- eyri 21.00 ►Baráttusætin ► Rætt við frambjóðendur í bar- áttusætum við komandi bæjar- stjórnarkosningar. ftiyyn 21.10 ►Níubíó-Saganaf Irl I nll Litla Jo (The Balladof Little Jo) Árið 1866 áttu konur í villta vestrinu um fáa kosti að velja - þær urðu eiginkonur eða undirmáls. Jos- ephine Monagan tók stóra ákvörðun - hún ákvað að verða karlmaður. Aðalhlutverk SuzyAmis. Bandarísk 1993.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.