Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 Tl J i J 1 i J I ) I 0 I l l > VALGEIR ORN GARÐARSSON + Valgeir Örn Garðarsson var fæddur í Vest- mannaeyjum hinn 20. ágúst árið 1957. Foreldrar hans eru hjónin Kolbrún Sig- urjónsdóttir og Garðar Tryggvason, sem bæði eru rót- gróið Eyjafólk. Val- geir var þeirra næstelsta barn, eldri er Tryggvi og yngri eru Jóna, Vilhjálmur og Siguijón. Að loknu gagn- fræðanámi lærði Valgeir Örn smíðar. Hann hélt síðan til Nor- Valgeir Örn Garðarsson er látinn. Við munum minnast Valla um ókomna tíð því um margt var hann sérstakur. Það voru ófáar stundim- ar sem við sátum öll saman í stof- unni á Bárustígnum og ræddum um þau mál sem okkur þóttu mestu skipta hér í Vestmannaeyjum. Við höfðum ekki sömu skoðanir á öllum málum og þá gat orðaflaumurinn og málefnin enst okkur í marga daga en það kastaðist þó aldrei í kekki með okkur. Við ræddum einnig oft um garð- rækt því Valli var garðyrkjufræð- ingur að mennt og hann var manna lagnastur við að rækta upp sjald- gæfar plöntur og tré. Honum tókst einnig að rækta upp tegundir sem alls ekki áttu að geta dafnað hér á norðurslóðum, hvað þá hér í Eyjum, til að mynda plómutré, og það sýndi hve góða undirstöðu og þekkingu Valli hafði á garðrækt. Garðyrkjan var hans líf og yndi og hann var egs fljótlega upp úr 1980 til að læra garðyrkju. Heim- koininn frá Noregi og útskrifaður garð- yrkjufræðingur vann Valgeir við sitt fag. Hann var um tíma garðyrkjustjóri í Garðabæ og fram- leiðslustjóri hjá N áttúrulækningafé- lagi íslands í Hvera- gerði. Valgeir Örn var ókvæntur og barnlaus. títfór Valgeirs Arnar fór fram frá Fossvogs- kirkju 16. mars. mjög stoltur af garði foreldra sinna sem hann var búinn að vinna mikið í og gera mjög fallegan. Sú stund mun seint líða úr minni þegar ég spurði hvort þetta væru virkilega jarðarberjaplöntur og Valli sagði ldminn að hann ræktaði jarðarber í stað kartaflna og það voru orð að sönnu því þama var heilt beð með jarðarberjaplöntum. Síðsumars, þegar Valli hélt upp á afmælið sitt, var okkur boðið í grill og þessi góm- sætu heimaræktuðu jarðarber með rjóma í eftirrétt og Valli var mjög stoltur af jarðarberjunum sínum. Valli var einnig mjög listfengur og fékkst hann um tíma við að mála myndir, bæði með vatnslitum og ol- íu. Þessar myndir vom honum dýr- mætar og einungis fáir útvaldir fengu að skoða þær. Einnig var Valli mikil bamagæla og mun sú stund seint líða úr minni þegar Valli leit ofan í vöggu ný- fæddrar dóttur okkar og hann sagði að bragði: „Það leyna sér ekki Ecu- ador-áhrifin í krakkanum." Svo leit hann sposkur til okkar. En við höfð- um ferðast til Ecuador nokkmm mánuðum áður en dóttirin fæddist og var hún fædd mjög hárprúð og með suðrænan svip. Valli var okkur einnig mjög hjálpsamur og er þá skemmst að minnast þegar hann hjálpaði okkur að flísaleggja og skipta um þak en Valli var mjög vandvirkur og handlaginn og það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af heilum hug og einurð. Minningin um góðan dreng og vin mun lifa í hjarta okkar. Við biðjum Guð að styrkja Kollu, Garðar og böm þeirra og fjölskyídur í þeirra miklu sorg. Þröstur og Rut, Vestmannaeyjum. Það var okkur mikið áfall að frétta að hann Valgeir, vinur og skólabróðir okkar, væri látinn. Mörg áttum við margar góðar stundir með honum í skólanum, skátunum, fjöruferðum, Úteyjar- ferðum og í félagsheimilinu, sem of langt mál væri að fara út í. Valgeir Öm Garðarsson var mik- ið náttúrubam og undi sér best úti í náttúmnni enda valdi hann sér það að læra garðyrkju og fór utan til þess. Hann var góður penni og rit- aði mjög mikið, handlaginn maður og góður teiknari, enda em margir garðarnir sem bera honum fagurt vitni. Hans besti tími árs var lunda- veiðitímabilið þar sem hann sýndi marga góða tilburði, enda góður veiðimaður og það var ávallt gott og gaman að fara með honum í þær ferðir. Valli var góður vinur og félagi sem fór allt of fljótt. Við kveðjum þig nú, kæri vinur, og óskum þess að þú sért kominn í enn betri heim. Árgangur ‘57 í Vestmannaeyjum. GJafabmkuraar vinsælu Spámaðurinn og Mannssonurinn Sígild rit eftir Kahlil Gibran ( snilldarþýðingu Gunnars Dal Gunnar Dal segir: „Vegna þess að ég telþað skyldu rithöfunda að þýða öndvegisrit annarra þjóða þýddi ég Spámanninn og Mannssoninn eftir Kahlil Gibran. Án bóka hans getur engin menningarþjóð verið. Ég telþessar bækur jafngóðar." Bœkurnar fást í öllum helstu bókaverslunum. Muninn bókaútgáfa. Sími 898 5868. BURSTAMOTTUR Úrvalið er hjá okkur Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 H “1 I HYUnDRRr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.