Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Borgarstjóri sýnir Grafarvogsbúum vanvirðingu Frá Karli Ormssyni: EF borgarstjóra fínnst það ekki meira alvörumál sem blasir við hjá Grafarvogsbúum í umferðannálum næstu árin en það sem kemur fram hjá henni í Morgunblaðinu laugar- daginn 21. febrúar, þar sem hún segir „Ég skal gefa þér Gullinbrú“ þá er málið orðið alvarlegt. Borgar- stjóri vogar sér að skopast að þessu fólki, þar sem það er nánast inni- lokað í fjölmennu hverfi vegna sam- gönguerfiðleika. Petta er ekkert gamanmál. Ingibjörg Sólrún af- hjúpar með þessu getuleysi og aumingjaskap R-listans fyrir al- þjóð. Hollt væri henni að lesa grein Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Rafiðnaðarsambands Is- lands í sama blaði um að hafa Akra- borgina tilbúna til að leysa mesta vandann. Það er bláköld alvara að ef ekki verður tekið fegins hendi þeirri hugmynd Árna Sigfússonar og Vil- hjálms Vilhjálmssonar að athuga með að fjármagna Sundabrú, ann- aðhvort með einkaframtaki eða öðr- um sértækum aðferðum, til dæmis eins og Hvalfjarðargöngin, og með því leysa samgönguerfiðleika við Grafarvog, gæti verið vá fyrir dyr- um. Að skopast að bréfum sem Grafarvogsbúar hafa fengið, eins og hún segir sjálf, frá allskonar sér- skipuðum sérfræðingum sýnir fá- heyrðan hroka. Með kynningum eru Grafarvogsbúar kannski betur upplýstir um hvernig þeir eiga að bregðast við á hættustundu. Borg- arstjóri vogar sér að fara með köp- uryrði um þúsundir Reykvíkinga, segir þá stunda pólitískan hrá- skinnaleik í þessu máli, svo Grafar- vogsbúar fái óbragð í munninn. Svona ábyrgðarleysi og stráksskap geta óábyrgir haft um hönd en að lesa svona eftir aðila sem er þó kjörinn borgarstjóri, það er heldur betur lítillækkun fyiir viðkomandi. Borgarstjóra ber skylda til að biðja Grafarvogsbúa afsökunar í Morg- unblaðinu fyrir að skopast að þeim frekar en að taka mál þeirra alvar- lega. R-listinn er búinn að verða sér of lengi til skammar í þessu máli. Það ber að vinna sem skynsamleg- ast að því að koma þangað góðum samgöngum, jafnvel þó það sé gert að frumkvæði Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Það er enginn minni maður fyrir það að gefa eftir í svona máli, en það er skömm að því að líta á þúsundir kjósenda sem einhverskonar annars flokks kjós- endur. KARL ORMSSON, ív. deildarfulltrúi. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma kl. 12. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Kyirðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 15. Farið í heimsókn 1 nýtt hjúkrunai'heimili Rauða kmss- ins í Skógarbæ. Kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist í síma 551 6783 milli kl. 16-18. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20.30 Siðfræði sjávarútvegs. Loka- samvera í fundaröð Landakirkju, Hafrannsóknastofnunar og Þróunar- félags Vestmannaeyja haldin í sal Listaskóla Vestmannaeyja. Dr. Vil- hjálmur Árnason heimspekingur flytm- erindi. Fundarstjóri dr. Er- lendur Jónssön, heimspekingur. Heitt á könnunni. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ing- ólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin SnoiTason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Suðurhlíðarskóli. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Derek Beardsell. Loftsalurinn, Hólshrauni 3,'Hafnar- firði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Jón Hjörieifur Jónsson. FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 59» ESTEE LAUDER Ráðgjafar frá Estée Lauder verða í Hygeu, Kringlunni, i dag og á morgun, laugardag. H Y G E A .inyrtivöruvcrólun Kringlunni 8-12, sími 533 4533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.