Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gestir að vestan TOiVLIST Ráðliús Reykjavfkur KÓRTÓNLEIKAR Ýmis lög og gosplar. First Baptist stúlknakórinn frá Truro, Nýja Skotlandi. Sljórnandi: Jeff Joudrey. Píanóundirleikur: Cynthia Davies. Gestir: Stúlknakór Reykjavíkur u. stj. Margrétar Pálmadóttir. Ráðhúsi Reykjavíkur, miðvikudaginn 18. marz kl. 17. FIMMTÁN ára gamall kanadísk- ur stúlknakór er kennir sig við First Baptist kirkjuna í bænum Truro á Nova Scotia efndi til tón- leika í sal Ráðhúss Reykjavíkur á miðvikudaginn var, og var að- streymi mikið. Af rúmlega 30 laga ferðaprógrammi söng kórinn um 13 lög, flest við röggsaman píanóund- irleik, og í lok tónleikanna Feel good, That’s what friends are for og Gult fyrir sól og grænt fyrir líf eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur með telp- unum í Stúlknakór Reykjavíkur, er sungu einar Söng Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson og Á Sprengisandi eftir Kaldalóns í radd- setningu Hahns. Meðal viðfangsefna kanadísku stúlknanna má nefna aríu G.H. Stölzels, Bist du bei mir (í tónskrá rangfeðruð Bach, og víst ekki í fyrsta sinn), hið suðurafríska Kumbaya og hið rússneska Kal- inka, svo og sérkennilegt nútíma- legt lag, Micma’q Honour Song eft- ir Lydiu Adams með tilheyrandi fuglakvaki, úlfsþyt og bumbuslætti, auk fyrirtaks gospelkennds lags er undirr. náði því miður ekki af munnlegri kynningu; allt ágætavel sungið. Síðan komu nokkur lög er fetuðu fullnálægt kunnuglegum vestrænum kommersíalisma að blæ, en voru þó ekki illa flutt. Stúlkurnar komu kannski einna bezt út í hraðari lögum eins og Don’t Sit Under The Apple Tree, og bar samtaka söngur þerra með sér, að styttra væri þar í sannfær- andi sveiflu en iðulega þegar hér- lendir kórar spreyta sig á vestur- heimskri guðspjallatónlist. Hljóm- urinn var heilsteyptur, agaður og gott jafnvægi milli radda. Náði sönggleði stúlknanna að smita ís- lenzku gestina í Feel good, er báðir kórar sungu saman með rytmísku klappi á milli hendinga. Heildar- svipurinn var góður, stjórnun og pí- anóundirleikur örugg, framkoman látlaus og þokkafull, og var eigin- lega lítið hægt að setja út á annað en í mesta lagi inntónun, er skaut stöku sinni örlítið yfir, en seig hins vegar aldrei. Versti þátturinn var tvímæla- laust ráðhússalurinn, er hefur aug- ljóslega aldrei verið hannaður til tónflutnings, hvað þá til söngs. Er það mikill ljóður á félagslegum nýt- ingarmöguleikum staðarins, og eig- inlega varla kórum bjóðandi að koma fram í jafn steindauðum hljómburði og þar ríkir, þegar þétt er setið. Ríkarður Ö. Pálsson íslendlrig^r eru í gódu GSTTl sumbundi GSM-símakerfi Landsímans nær nú til yfir 90% landsmanna. Þú ert því í góðu GSM sambandi í öilum stærstu byggðarkjörnum landsins og á nálægum þjóðvegum. Þá er gott til þess að vita að GSM símagjöld eru einna ódýrust á Islandi miðað við önnur Evrópulönd. Á skyggðu svæðunum nærðu GSM Kvöld-, nætur og helgartaxti Lækkun í krónum Lækkun krónum Dagtaxti Hringt í almenna símkerfið og NMT úrGSM Hringt úr almenna símkerfinu og NMT í GSM 21,90 kr./mín 14,60 kr./mín Hringt innan GSM kerfis Landssimans Lækkunin gildir ekki um GSM simtöl til útlanda, i símatorg, 800 númer, 118, 155 og önnur númer sem bera sérstaka gjaldskrá. Vertu í (jódu GSIYl sambcmcfi bjó Lancfssírnanum Morgunblaðið/Silli GÍTARLEIKUR Símonar H. Ivarssonar vakti verðskuldaða athygli í Safnahúsinu á Húsa- vík. Símon H. lék fyrir Húsvík- inga Morgunblaðið. Húsavík. GÍTARLEIKARINN Símon H. ívarsson hélt gítartónleika í Safnahúsinu á Húsavík um síð- ustu helgi við góða aðsókn og mjög góðar viðtökur. Hann hafði í þessari Norðausturlandsferð sinni áður leikið fyrir Vopnfirð- inga og Raufarhafnarbúa. Tón- leikar þessir eru haldnir í sam- starfi við Félag íslenskra tónlist- armanna, sem gerir vel með því að gefa landsbyggðinni tækifæri á að fá að heyra það sem best er boðið uppá á hverju tónlistar- sviði sunnan heiða. f upphafi tónleikanna léku Qórir nemendur Tónlistarskól- ans á Húsavík nokkur lög, en þó nokkur fjöldi nemenda skólans lærir gítarleik og er mjög örvandi fyrir þá að fá tækifæri til að hlusta á Símon leika. Verkefni tónleikanna endur- spegluðust af heimkynnum gít- artónlistarinnar, Spáni og Suð- ur-Ameríku. Eitt íslenskt verk var á efnisskránni eftir Gunnar Reyni Sveinsson og vakti það sérstaka eftirtekt. Ur fjöl- skyldualbúmi Ólafar Kjaran ÓLÖF Kjaran opnaði sýningu á olíu- og vatnslitamyndum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg laugardaginn 21. mars kl. 15. Sýninguna nefnir listakonan Ur fjölskyldu- albúmi. Ólöf Kjaran er fædd árið 1942. Hún stundaði myndlist- arnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1989-93, Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993-96 og Hochschule fur bildende Kiinste í Hamborg, Pýskalandi, 1995. Petta er fyrsta einkasýning Ólafar, en hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardag frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningunni lýkur 5. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.