Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Gestir að vestan
TOiVLIST
Ráðliús Reykjavfkur
KÓRTÓNLEIKAR
Ýmis lög og gosplar. First Baptist
stúlknakórinn frá Truro, Nýja
Skotlandi. Sljórnandi: Jeff Joudrey.
Píanóundirleikur: Cynthia Davies.
Gestir: Stúlknakór Reykjavíkur u. stj.
Margrétar Pálmadóttir. Ráðhúsi
Reykjavíkur, miðvikudaginn 18.
marz kl. 17.
FIMMTÁN ára gamall kanadísk-
ur stúlknakór er kennir sig við
First Baptist kirkjuna í bænum
Truro á Nova Scotia efndi til tón-
leika í sal Ráðhúss Reykjavíkur á
miðvikudaginn var, og var að-
streymi mikið. Af rúmlega 30 laga
ferðaprógrammi söng kórinn um 13
lög, flest við röggsaman píanóund-
irleik, og í lok tónleikanna Feel
good, That’s what friends are for og
Gult fyrir sól og grænt fyrir líf eftir
Olgu Guðrúnu Arnadóttur með telp-
unum í Stúlknakór Reykjavíkur, er
sungu einar Söng Dimmalimm eftir
Atla Heimi Sveinsson og Á
Sprengisandi eftir Kaldalóns í radd-
setningu Hahns.
Meðal viðfangsefna kanadísku
stúlknanna má nefna aríu G.H.
Stölzels, Bist du bei mir (í tónskrá
rangfeðruð Bach, og víst ekki í
fyrsta sinn), hið suðurafríska
Kumbaya og hið rússneska Kal-
inka, svo og sérkennilegt nútíma-
legt lag, Micma’q Honour Song eft-
ir Lydiu Adams með tilheyrandi
fuglakvaki, úlfsþyt og bumbuslætti,
auk fyrirtaks gospelkennds lags er
undirr. náði því miður ekki af
munnlegri kynningu; allt ágætavel
sungið. Síðan komu nokkur lög er
fetuðu fullnálægt kunnuglegum
vestrænum kommersíalisma að
blæ, en voru þó ekki illa flutt.
Stúlkurnar komu kannski einna
bezt út í hraðari lögum eins og
Don’t Sit Under The Apple Tree,
og bar samtaka söngur þerra með
sér, að styttra væri þar í sannfær-
andi sveiflu en iðulega þegar hér-
lendir kórar spreyta sig á vestur-
heimskri guðspjallatónlist. Hljóm-
urinn var heilsteyptur, agaður og
gott jafnvægi milli radda. Náði
sönggleði stúlknanna að smita ís-
lenzku gestina í Feel good, er báðir
kórar sungu saman með rytmísku
klappi á milli hendinga. Heildar-
svipurinn var góður, stjórnun og pí-
anóundirleikur örugg, framkoman
látlaus og þokkafull, og var eigin-
lega lítið hægt að setja út á annað
en í mesta lagi inntónun, er skaut
stöku sinni örlítið yfir, en seig hins
vegar aldrei.
Versti þátturinn var tvímæla-
laust ráðhússalurinn, er hefur aug-
ljóslega aldrei verið hannaður til
tónflutnings, hvað þá til söngs. Er
það mikill ljóður á félagslegum nýt-
ingarmöguleikum staðarins, og eig-
inlega varla kórum bjóðandi að
koma fram í jafn steindauðum
hljómburði og þar ríkir, þegar þétt
er setið.
Ríkarður Ö. Pálsson
íslendlrig^r eru
í gódu
GSTTl sumbundi
GSM-símakerfi Landsímans nær nú
til yfir 90% landsmanna.
Þú ert því í góðu GSM sambandi í öilum
stærstu byggðarkjörnum landsins
og á nálægum þjóðvegum.
Þá er gott til þess að vita að GSM
símagjöld eru einna ódýrust á Islandi
miðað við önnur Evrópulönd.
Á skyggðu svæðunum nærðu GSM
Kvöld-, nætur
og helgartaxti
Lækkun í
krónum
Lækkun
krónum
Dagtaxti
Hringt í almenna
símkerfið og NMT
úrGSM
Hringt úr almenna
símkerfinu og NMT
í GSM
21,90 kr./mín
14,60 kr./mín
Hringt innan GSM
kerfis Landssimans
Lækkunin gildir ekki um GSM simtöl til útlanda, i símatorg, 800 númer, 118, 155
og önnur númer sem bera sérstaka gjaldskrá.
Vertu í (jódu GSIYl sambcmcfi bjó Lancfssírnanum
Morgunblaðið/Silli
GÍTARLEIKUR Símonar H.
Ivarssonar vakti verðskuldaða
athygli í Safnahúsinu á Húsa-
vík.
Símon H.
lék fyrir
Húsvík-
inga
Morgunblaðið. Húsavík.
GÍTARLEIKARINN Símon H.
ívarsson hélt gítartónleika í
Safnahúsinu á Húsavík um síð-
ustu helgi við góða aðsókn og
mjög góðar viðtökur. Hann hafði
í þessari Norðausturlandsferð
sinni áður leikið fyrir Vopnfirð-
inga og Raufarhafnarbúa. Tón-
leikar þessir eru haldnir í sam-
starfi við Félag íslenskra tónlist-
armanna, sem gerir vel með því
að gefa landsbyggðinni tækifæri
á að fá að heyra það sem best er
boðið uppá á hverju tónlistar-
sviði sunnan heiða.
f upphafi tónleikanna léku
Qórir nemendur Tónlistarskól-
ans á Húsavík nokkur lög, en þó
nokkur fjöldi nemenda skólans
lærir gítarleik og er mjög
örvandi fyrir þá að fá tækifæri
til að hlusta á Símon leika.
Verkefni tónleikanna endur-
spegluðust af heimkynnum gít-
artónlistarinnar, Spáni og Suð-
ur-Ameríku. Eitt íslenskt verk
var á efnisskránni eftir Gunnar
Reyni Sveinsson og vakti það
sérstaka eftirtekt.
Ur fjöl-
skyldualbúmi
Ólafar
Kjaran
ÓLÖF Kjaran opnaði sýningu
á olíu- og vatnslitamyndum í
baksal Gallerís Foldar við
Rauðarárstíg laugardaginn 21.
mars kl. 15. Sýninguna nefnir
listakonan Ur fjölskyldu-
albúmi.
Ólöf Kjaran er fædd árið
1942. Hún stundaði myndlist-
arnám við Myndlistarskólann í
Reykjavík 1989-93, Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1993-96 og Hochschule fur
bildende Kiinste í Hamborg,
Pýskalandi, 1995. Petta er
fyrsta einkasýning Ólafar, en
hún hefur tekið þátt í samsýn-
ingum.
Gallerí Fold er opið daglega
frá kl. 10-18, laugardag frá kl.
10-17 og sunnudaga frá kl.
14-17. Sýningunni lýkur 5.
apríl.