Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 ->----------------------- MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svo má brýna deigt járn að bíti OF OFT heyrist því hampað, þegar um launakjör öryrkja er rétt, þ.e. þær heildar- bætur sem þeim eru greiddar frá almanna- tryggingum, að þetta sé nú ekki að marka, menn hafi svo og svo mikið annars staðar frá: vegna vinnu, vegna lífeyrissjóðsgreiðslna o.s.frv. Menn vilja sum- ir hverjir afgreiða þær 63.500 krónur á mán- uði, sem hinir fjórir höfuðbótaflokkar gera í dag, sem einhvem óskilgreindan hluta kjaranna, svo bætist nú við úr öllum áttum! Þarna er eflaust miklu frekar á ferð vanþekking hrein en beinar rangfærslur og þó á maður stund- um í viðræðum við þá sem gjörla eiga að vita sannleikann, en afneita honum samt. Nú er það þó staðreynd að nær j/10 öryrkja er með sérstaka heim- ilisuppbót sem segir að í þessum 63.500 krónum á mánuði sé fólgið allt lífsframfæri hvers og eins þeirra, allir tekjumöguleikar um leið. Og bara það er auðvitað alltof stór hópur, sem þannig er sannan- lega svo langt undir sultarmörkum lágmarksiaunanna. En ótrúlega stór hópur til við- bótar er svo undir þessum sömu sultarmörkum sem vel að merkja eru þó yfir skattleysismörkum. T^essu til viðbótar koma svo allir ' þeir öryrkjar sem eru í hjónabandi eða sambúð og eiga mest mögu- leika á rúmum 43.700 krónum á mánuði frá ..tryggingunum svo og þeir einstieðu foreldrar, mestan part mæður auðvitað, sem eru und- ir sömu lágu heildartöluna seldir sem einstaklingar, er „hafa fjár- hagslegt hagræði“ af því að eiga barn eða börn á framfæri! Enn til viðbótar geta svo makatekjur skert bótamöguleika öryrkjans niður í 15.100 krónur rúmar, þannig að viðkomandi er hreinlega að fullu á framfæri maka síns, enda duga þessar krónur stundum ekki fyrir aukakostnaði vegna fotlunarinnar. - ? En þá er líka sannarlega að skerðingarmörkum komið svo víða. Það er máske ekki að undra hjá þessari vinnuglöðu þjóð, þar sem svo margir erfiða fyrir helmingi heildartekna eða meir í aukavinnu, þótt þeir hinir sömu ímyndi sér að öryrkjar hljóti að geta gjört hið sama. Ef öryrkjar nýta þá vinnu- getu þó sem fyrir hendi er mega þeir hafa 19.339 krónur á mánuði án þess að tekjutrygg- ing skerðist og ber þess þá að geta í leið- inni að sérstök heimil- isuppbót upp á 6.507 krónur er þá löngu rokin út í veður og vind, þar sem hver áunnin króna skerðir hverja krónu þar eða réttara sagt þurrkar hana út. Skv. nákvæmum útreikningum hér á bæ hjá þeim t.d. sem stunda verndaða vinnu, getur vinnu- viðbót og þar með launaviðbót haft minni heildar- tekjur í för með sér, einfaldlega vegna skörunar í skerðingum bóta af ýmsu tagi. Svo undarlega sem það nú kemur mörgum öryrkjan- um fyrir sjónir má hann hafa meiri tekjur úr lífeyrissjóði án skerðingar tekjutryggingar eða þó 28.093 í stað tekna af vinnu upp á 19.339. Nú er ég ekki að segja að menn hafi ekki haft ærið áður fyr- ir sínum greiðslum úr lífeyrissjóði en þó er það einkennilegt mat að meta þær framar vinnutekjum. Það kostar t.d. sitt að koma sér til ÞETTA er yfirskrift fræðslu- mánaðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem haldinn er nú í mars. Þetta þema var valið vegna þess mikla fjölda barna sem kemur á sjúkra- húsið af völdum slysa. Tölur um komur barna fyrir árið 1997 sýna eftirfarandi staðreyndir: Fjöldi barna á aldrinum 0 til 15 ára sem komu á slysadeild SHR árið 1997 var 8.143. Þar af komu 3.617 vegna slysa á heimilum, 1.682 vegna slysa í skólum og 786 vegna slysa í umferðinni. Börnum er mest hætta búin á tímabilinu kl. 16 til 21. Hættan nær hámarki milli kl. 18 og 19. Tímabil- ið frá kl. 12 til 13 fylgir í kjölfarið. Algengasti vettvangur slysa er íbúðasvæði en þar verða 3.617 óhöpp. í kjölfarið fylgja skólar-op- inber stjórnsýsla og aðrar stofnan- ir með 1.682 óhöpp. Þar næst koma svæði fyrir keppnis- og almenn- ingsíþróttir eða 1.062 óhöpp. A um- Prósentuhækkanirnar að undanförnu, sem ber þó vissulega að meta, segir Helgi Seljan, hafa skilað skelfing fáum krónum í launaumslög öryrkjans. og frá vinnu og getur þar af leið- andi verið bærilegur kostnaðarlið- ur, ef grannt er skoðað. Hér að framan hefur á fáar einar staðreyndir verið drepið, margend- urteknar, margítrekaðar við þá sem málum ráða, fyrst og síðast hafa menn þó beint kröfum sínum að hækkun kjaragrannsins sjálfs sem þess meginatriðis sem allt veltur á að leiðréttur verði og það myndarlega. Kjaragrunnurinn er nefnilega sá að undrun manns er í raun takmarkalaus yfir því hvernig fjölmargir í þessum þjóðfélagshóp fara þó yfirleitt að því að skrimta með svo hlægilega eða réttara sagt grátlega lítið milli handanna. Gæta skulu menn að þeirri stað- reynd að prósentuhækkanimar að Fimm sinnum fleiri börn slasast á heimilum en í umferðinni, Katrín Pálsdóttir telur að mik- illa úrbóta sé þörf. ferðarsvæði urðu 786 óhöpp á ár- inu 1997. Þessar tölur sýna að fimm sinn- um fleiri börn slasast á heimilum en í umferðinni. Óneitanlega eru það váleg tíðindi að flestar slysa- gildrur leynast heimavið þar sem börn ættu að vera í öruggasta um- hverfinu. Orsakir þessarar háu slysatíðni eru margvíslegar. Algengastar eru föll, síðan árekstrar eða högg. I ljósi framangreindra stað- reynda þarf ekki að velkjast í vafa um að mikilla úrbóta er þörf. Einnig er ljóst að fyrst og fremst verða þær að eiga sér stað á heim- ilunum. Athuga þarf hvort nánasta um- hverfi fullnægi kröfum um öryggi bama. Til þess að fyrirbyggja fóll má nefna atriði eins og að aðgæta hvort hætta er á að börn renni til á gólfum. Þar sem gólf eru hál er hægt að hafa börn í stömum sokk- um eða inniskóm. Stigar hafa mikið aðdráttarafl fyrir börn þannig að Mikíá úrvðl af fallegum rúfflfatnaði SkóLavöröustig 21 Sémi 551 4050 Ríyki»vtV CLARINS P A R I S- Kynning verður í dag á hinum einstaka farða Ultra Satin Foundation. Farðinn sem hreppti hin virtu Marie Claire verðlaun í Frakklandi. OculuS ^ústurstræó5 sími 551 4033 Helgi Seljan Sigrum slysin á heimavelli undanförnu, upp á nær 13% þó sem vissulega ber að meta, hafa skilað svo skelfing fáum krónum í launa- umslög öryrkjans. Þegar síbylju- söngurinn um kostnaðinn klingir svo við eyrum ber einmitt að hafa þetta í huga og hitt ekki síður að mikill meiri hluti þessa skilar sér til baka í sköttum hvers konar, staðreynd sem oft gleymist ger- samlega. En ekki eru öll kröfumál okkar sem kosta mikla fjármuni en fást ekki leiðrétt samt, þannig að oft þykir okkur sem viljinn til verka góðra sé varla sá sem vera ætti. Eg nefni tvö dæmi. Vasapeningar fólks á heimilum og stofnunum eru í dag rúmar 12 þús. kr. á mánuði. Þessi fjárhæð á að duga fyrir öllum öðr- um þörfum en fæði, húsnæði og nauðsynlegustu þjónustu. Fatnað- ur, tómstundir, allt annað sem sagt má ekki fara fram úr þessum 12 þúsundum og „guð hjálpi þeim sem reykja“, eins og kona ein sagði við mig á dögunum. Hækkun vasapen- inga til þeirra öiyrkja sem þannig dveljast á slíkum heimilum um 50% myndi á ársgrundvelli þýða litlar 20-30 millj. kr. - ég endurtek í mesta lagi 30 millj. kr. á ári. Þetta bágstadda fólk hefði hins vegar ólíkt rýmri fjárráð, þótt ekki væri hærra farið. Og réttlætismál hlýtur það að mega kallast. Sama fólk er á slíkum heimilum vistast missir ein- staklingsrétt sinn til hjálpartækja nema hvað varðar hjólastóla, lög- um samkvæmt eiga stofnanir eða heimilin að sjá fyrir þessu, en þær löngum fjársveltar og segjast að auki ekki fá fjármagn til þessa þáttar. Krafan er eðlilega sú að einstaklingsréttur haldist þótt um vistun sé að ræða og eðli máls sam- kvæmt ætti þetta ekki að hafa nein útgjöld í för með sér. Viðkomandi þarf þessi hjálpartæki sannanlega og getur ekki án þeirra verið og Tryggingastofnun ríkisins á að taka þar þátt samkvæmt sínum al- mennu, altæku reglum. Baráttuaðferð Ói-yrkjabandalags Islands hefur falizt í því öðru frem- ur að fylgja sanngirnismálum síns fólks sem fastast eftir með fullgild- um rökum í orðræðum öllum, það hefur haldið meginmálum stöðugt vakandi og óneitanlega hefur því auðnast að ná fram ávinningum ýmsum þótt okkur hafi seint þótt sækjast. Það skulu menn hins vegar vita að öll samtöl hingað sýna að lang- lundargeð fólks er á þrotum, að svo sverfur að og svíður fólki í öllu góð- ærishjalinu og ofsagróða fyrirtækj- anna, að vænta má meiri tíðinda í kjölfarið, ef við sanngirni og rétt- mætum óskum er af fullum þver- girðingi eða með þögninni einni mætt. Um þetta gildir því orðtakið gamla: Svo má brýna deigt járn að bíti. Þessa skulu þeir minnugir sem málum ráða nú, minnugir þess einnig að nú lifir aðeins ár eftir af kjörtímabilinu. Eg vona a.m.k. að það þyki sanngjarnt uppi á æðstu trónum þessa samfélags að í þessu gullvæga góðæri hljóti öryrkjar að vera það fólk sem í fyrirrúmi á að verða. Höfundur er félagsmálafulltrúi. fyrirbyggja þarf að þau geti dottið þar. Einnig er algengt að börn detti út úr rúmi, annaðhvort sínu eigin eða foreldr- anna. Þessi föll má fyr- irbyggja með litlum til- kostnaði. Aldrei er of oft ítrek- að að gæta þess að hættulegar vörur inni á heimilum séu ekki innan seilingar barna. Þar má nefna eiturefni, s.s. þvottaefni og hreinsilegi af öllu tagi. Nikótin og allar tóbaksvörur eru bömum hættulegar. Lyf eiga að vera í læstum skápum svo tryggt sé að börn kom- ist ekki í þau. Oft eru lyf í skraut- legum umbúðum sem freista ungra barna. Rétt er að benda á að leik- fóng þarf að velja með það í huga að þau geti ekki skaðað bömin. Oftast stendur utan á pakkningum hvaða aldurshópi leikföngin hæfa. Auka þarf eftirlit með börnum heima. Böm geta og eiga ekki að sjá um sig sjálf. Það hefur verið og er staðreynd á Islandi að foreldrar vinna langan vinnudag og erfitt er að fá gæslu fyrir bömin. Sennilega er hluti skýringanna á þessum mikla fjölda slysa í heimahúsum af- leiðingarnar af því vandamáli. Þetta styðja áðumefndar niður- stöður um að tímbilið kl. 16 til 21 reynist bömunum skeinuhættast. Þá er fjölskyldan komin heim, allir era orðnir þreyttir, bæði börn og fullorðnir. Þá á eftir að vinna öll heimilisstörfin og era börnin þá oft eftirlitslítil. Nauðsynlegt er að auka fræðslu til foreldra um vamir gegn slysum á börnum. Foreldrar þurfa að fá að vitá hvaða slys era algengust á hverju aldursskeiði og hvernig hægt er að fyrirbyggja þau. Með árverkni er hægt að fyrirbyggja mörg slys og minnka þann skaða sem af þeim hlýst. Gerð var rannsókn á slysum á bömum og unglingum á Heilsu- gæslustöðinni Sól- vangi í Hafnarfirði 1990. Þar kom fram að hægt er að fækka slysum í skólum með markvissum forvam- araðgerðum. Slysin, slysstaðir og helstu orsakir skólaslysa vora skráð á kerfisbundin hátt árið 1987 og síðan gerðar ráðstafanir til þess að fækka slysagildram. Arangurinn lét ekki á sér standa. Alvarlegum áverkum, s.s. beinbrotum og sáram, fækkaði verulega. Þetta sýnir að markvissar forvamir skila árangri. Laugardaginn 28. mars kl. 13.00 til 17.00 verður opið hús í matsal Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar verð- ur vakin er athygli á mikilvægi for- varna og aukinnar fræðslu. Starf- semi sjúkrahússins verður kynnt svo og ýmis búnaður sem getur fyrirbyggt slys á bömum. Opna húsið er samvinnuverkefni milli Slysavamafélags íslands, Lögregl- unnar í Reykjavík, Umferðarráðs, Slökkviliðs Reykjavíkur, Rauða kross Islands og Ikea og fleiri að- ila. Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma. Gefum okkur tíma til að vernda börnin okkar. Það er barnalegt að halda að þau geri það sjálf. Höfundur er hjúkrunarfræðingur d slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Katrfn Pálsdóttir Sölutækni til árangurs Winning sales strategies Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík 24. mars n.k. kl. 9-17 Leiðbeinandi Krish Dhanam FJOLMENNT ehf Vinsamlega staðfestið pantanir strax! Órfá sæti laus. Laugavegi 103 »105 Reykjavík » sími 5100 900 * fax 5100 901 * netfang: brefask@lsmennt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.