Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýjar bækur
• LESARINN er skáldsaga eftii’
þýska rithöfundinn Bernhard
Schlink og í íslenskri þýðingu
Arthúrs Björgvins Bollasonar.
Sagan segir frá fimmtán ára
skólastrák, Mikael, sem lendir í
því úti á miðri götu að honum
verður óglatt og hann kastar upp.
Kona að nafni Hanna, sem er tutt-
ugu árum eldri en hann, kemur
honum til hjálpar og aðstoðar
hann heim til sín. Upp úr þessu
þróast með þeim funheitt ástar-
samband, en einnig bókmennta-
legt samband sem felst í því að
hann les fyrir hana bókarkafla á
hverju kvöldi. Pannig gengur það í
hálft ár, þar til Hanna hverfur
skyndilega. Seinna fer Mikael að
lesa lögfræði og hittir Hönnu,
fyrstu ástina, aftur við kringum-
stæður sem hann hefði aldrei órað
íyrir? Þar með tekur samband
þeirra nýja og óvænta stefnu.
í fréttatilkynningu segir að
Lesarinn sé ein áhrifamesta
skáldsaga sem út hafi komið í
Þýskalandi frá stríðslokum, „hríf-
andi ástar- og þroskasaga sem
vekur áleitnar spumingar um
myrkan kafla í sögu þýsku þjóðar-
innar. Sögunni var tekið með kost-
um og kynjum þegar hún kom út í
Þýskalandi fyrir tveimur árum og
á síðasta ári fékk hún einnig fá-
dæma góðar undirtektir í Frakk-
landi“.
Bemhard Schlink fæddist árið
1944 og ólst upp í háskólabænum
Heidelberg en er starfandi dómari
í Bonn og Berlín í Þýskalandi.
Hann hefur skrifað nokkrar
spennusögur og hlotið margvísleg-
ar viðurkenningar fyrii' þær.
Útgefandi er Mál og menn-
ing. Bókin er 189 bls. Kápuna
gerði Robert Guillemette. Bók-
in er gefín út í ritröðinni Syrtl-
ur og kostar 1.990 kr.
100 manna
lúðrasveit í
Ráðhúsinu
ÞRJÁR lúðrasveitir munu sam-
eina krafta sína í Ráðhúsinu laug-
ardaginn 21. mars kl. 14. Þetta
era Lúðrasveitin Svanur undir
stjóm Haralds Á. Haraldssonar,
Lúðrasveit Akureyrar undir
stjórn Atla Guðlaugssonar og
Skólahljómsveit Kópavogs undir
stjóm Össurar Geirssonar. Lúðra-
sveit Akureyrar kemur suður til
að endurgjalda heimsókn Lúðra-
sveitarinnar Svans norður fyrir
ári er þær héldu sameiginlega tón-
leika í Laugaborg í Eyjafjarðar-
sveit.
í fréttatilkynningu segir: „Þess-
ir tónleikar era gott dæmi um
starf lúðrasveita eins og það er á
Islandi í dag. Sveitimar munu
spila hver í sínu lagi en síðan spila
saman fjögur lög. Efnisskráin
verður fjölbreytt þar sem hver
lúðrasveit mun tefla fram
nokkrum lögum í sínum anda.
Lögin sem verða flutt sameigin-
lega era þrír marsar eftir John
Philip Sousa og Wim Laseroms og
síðan Abbalabbalá efth’ Friðrik
Bjarnason í útsetningu Össurar
Geirssonai'. Það er ekki á hverjum
degi sem hlýða má á þrjár stórar
lúðrasveitir flytja tónlist sína.“
Fyrirlestrar
um myndlist
GUNNAR Örn myndlistarmaður
heldur fyi'irlestur mánudaginn 23.
mars kl. 12.30. Fyrirlesturinn
nefnist Listin bergmál lífsins.
Guðjón Ketilsson myndlistar-
maður heldur fyrirlestur um eigin
myndlist miðvikudaginn 25. mars
kl. 12.30.
Fyrirlestrarnir verða fiuttir í
Barmahlíð, fyrirlestrarsal MHÍ í
Skipholti 1.
Djassað á kaffí-
húsakvöldi í
Garði
KVARTETT Sigurðar Flosasonar
heldur tónleika í Samkomuhúsinu
Garði á kaffihúsakvöldi laugar-
daginn 21. mars og hefjast þeir kl.
22. Þetta er þriðja kaffihúsakvöld-
ið sem haldið er í tilefni 90 ára af-
mælis Gerðahrepps.
Kvartettinn skipa, auk Sigui'ðar
Flosasonar, sem leikur á saxófón,
Kjartan Valdimarsson, píanó,
Þórður Högnason, kontrabassa,
og Matthías Hemstock, sem leikur
á trommur.
Aðgangseyrir er 500 kr.
Karlakórar
í Langholts-
kirkju
KARLAKÓR Dalvíkur heldur
söngskemmtun í Langholtskirkju
laugardaginn 21. mars kl. 16. Á
tónleikunum flytur kórinn þekkt
innlend og erlend lög.
Stjórnandi kórsins er Jóhann
Ólafsson og undirleikari er Helga
Bryndís Magnúsdóttir.
Gestakór Karlakórs Dalvíkur er
Lögreglukór Reykjavíkur undir
stjórn Guðlaugs Viktorssonar.
Leirlistarnem-
ar sýna katla
LEIRLISTARNEMAR á öðra ári
í Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands halda sýningu á kötlum í
sýningasal MHÍ, Kósí, Skipholti 1.
Sýningin stendur yfir dagana
23. mars til 27. mars og er opin
daglega frá klukkan 9 til 16. Sýn-
ingin á kötlunum er lokasprettur á
hönnunarferli sem staðið hefur yf-
ir síðan í októbermánuði síðast-
liðnum.
Að missa tilgang sinn
Morgunblaðið/Golli
FEÐGININ og tengdasonurinn: Sóley Elíasdóttir, Pétur Einarsson og
Ari Matthíasson í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Leikfélag Reykjavíkur
á Lilla sviðinu
SUMARIÐ ‘37
Höfundur: Jökull Jakobsson. Leik-
stjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leik-
mynd og búningar: Stígur Steinþórs-
son. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhann-
esson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
Leikarar: Ari Matthíasson, Eggert
Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Olafs-
dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Pét-
ur Einarsson og Sóley Elíasdóttir.
Fimmtudagur 19. mars.
STOFUDRAMA er orð sem kem-
ur upp í hugann þegar horft er á
Sumarið ‘37 og í umfjöllun gagn-
rýnenda hefur verið lögð áhersla á
að við ritun þessa verks hafi Jökull
horfið frá því að fjalla um alþýðuna
og snúið sér að úrkynjun borgara-
stéttarinnar. Einnig er hægt að líta
svo á að Jökull hafi viljað einbeita
sér að samskiptum foreldra, barna
og tengdabarna - að samskipta-
vandamálum innan fjölskyldunnar -
án þess að fátækrarómantík undir
yfirskini raunsæis skyggði þar á.
Verkið er augljóslega undanfari
Dómínós, sem frumsýnt var fjórum
áram síðar, og speglar það á ýmsan
hátt. Hvað persónurnar varðar er
Anna vinnukona t.d. umtöluð í báð-
um verkunum, þar er tæknilegur
ráðgjafi í tengslum við hjálparstofn-
anir, uppreisnargjörn dóttir, dug-
mikill alþýðumaður, lífsleið yfir-
stéttarkona o.fl. Hins vegar er ekk-
ert þeirra nákvæmlega sama mann-
gerðin, hvað þá sama persónan.
Höfundur og persónusafn hans
þróuðust jöfnum höndum og ef leik-
ritin eru lesin sem heild koma sífellt
nýir fletir í ljós á söfnuðinum. Sú
viðsjármynd sem lesandinn/áhorf-
andinn upplifir með að tileinka sér
sjónarhorn höfundar gefur honum
innsýn í hið sammannlega en ekki
sértæka þjóðlíf kaldastríðsáranna
hér á landi.
Persónur verksins eiga eitt sam-
eiginlegt: þær streða við að finna
eitthvað sem getur fyllt upp í tómið
sem tilgangsleysi lífs þeirra hefur
skapað. Tilvistarkreppa er sígilt
umfjöllunarefni en hérna verður
hún áhugaverð vegna hinna kunn-
uglegu flóttaleiða sem persónumar
velja sér. I þessu liggur einnig gildi
verksins fyrir nútímann; þessar
leiðir eru nú alþekktar, fjölfamar
og þaulkannaðar.
Yfir öllum söfnuðinum ríkir faðir-
inn, og stjórnandi fjölskyldufyrir-
tækisins. Hann hefur sérhæft sig í
því að útiloka sig frá starfsfólki,
konu, bömum og tengdabörnum
með að heyra hvorki né sjá neitt illt
og ræða einungis það sem kemur
heim og saman við þá mynd af hon-
um sjálfum og fortíðinni sem hann
skýlir sér bak við. Mæðgurnar nota
ranghugmyndir sem efnivið og
spinna um sig hjúp geðveikinnar.
Sonur hans hallar sér að flöskunni;
tengdadóttirin leitar huggunar er-
lendis í faðmi nýrra elskhuga. Eina
persónan sem virðist eiga framtíð
fyrir sér er tengdasonurinn, en
hans kjörni vettvangur er ekki fjöl-
skyldufyrirtækið heldur flýr hann
ormagryfjuna til að skapa nýjan
heim byggðan á draumkenndum
hugsjónum.
Draumblár litur er ríkjandi í um-
hverfi sýningarinnar og mismun-
andi hughrif framkölluð með lista-
góðri ljósanotkun þannig að áhorf-
andinn er leiddur frá sjávarbotni
upp í himinhvolf. Háborgaraleg
húsgögn í rókókólíki, útsaumaðar
sessur og púðar, gefa tilfinningu
fyrir stássstofunni, en eru tíma-
skekkja í nútímalegri umgjörð, eins
og gamla borgarastéttin og viðhorf
hennar.
Aðstandendur sýningarinnar
hafa kosið að sýna Onnu gömlu
vinnukonu á sviðinu, augljóslega til
að gefa tilfinningu fyrir gangi tím-
ans og undirstrika vissar hliðar
persónanna í samskiptum við
vinnukonuna. Meginástæðan fyrir
að þetta gengur upp í sýningunni
er yfirburðatækni Hönnu Maríu
Karlsdóttur í þöglu hlutverki. Hin
látna móðir er hins vegar fjarri
góðu gamni á sviðinu þó að hún sé
sínálæg í textanum. Pétur Einars-
son er afburðagóður þar sem hann
lætur móðan mása; firnavel gerð
persónulýsing sem verður megin-
stoð sýningarinnar. Sóley Elías-
dóttir fer með afarerfitt hlutverk
dóttur hans og tekst að leika það af
slíkri tilfinningu að varla mætti
betur gera. Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir nær að gæða persónu
tengdadótturinnar lífsþorsta og
kímnigáfu og skýra hvers vegna
tengdafaðir hennar og svili dragast
að henni. Eggert Þorleifsson er
aftur á móti full litlaus í hlutverki
sonarins sem sakar föður sinn um
allt sem miður fer í hans eigin lífi.
Honum tekst best upp í átaka-
mestu og sárustu atriðunum eftir
hlé. Ara Matthíassyni tekst að
sigla milli skers og báru í því hlut-
verki sem verst hefur staðist tím-
ans tönn en honum fatast tökin í
lokaþættinum.
Þó að samræðurnar gangi oft á
misvíxl í verkinu er textinn alltaf
trúverðugur og oft er einstaklega
vel að orði komist. Leikstíllinn tek-
ur mið af þessu sem gerir hann að-
gengilegri áhorfendum en ella.
Leikstjórinn styðst við sviðsmynd,
ljós og tónlist til að skapa réttan
andblæ og forðast einhæfni - allt
gerist í sömu stofunni. Annar mikil-
vægur þáttur í verkinu era hreyf-
ingar áhorfenda, sérstaklega veg-
ferð vinnukonunnar um sviðið,
handapat föðurins og líkamstjáning
hinna leikaranna sem er vandlega
unnin. Allt skapar þetta saman at-
hyglisverða og mynd af þessu
ljúfsára verki sem áhorfandinn tek-
ur með sér að sýningu lokinni -
mynd sem hægt er að kryfja betur
eftir að heim er komið.
Sveinn Haraldsson
Islensk eða pólsk stef
TðlMLIST
Háskólabió
SINFÓNIUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir R. Strauss og
Lutoslawskí. Einsöngvari: Andrea
Catzel. Stjórnandi: Petri Sakari.
Fimmtudagurinn 19. mars, 1998.
ÆVI Richards Strauss var um
margt sérstæð. Hann var alinn upp
í dýrkun á Brahms, snerist á sveif
með þeim er fylgdu Wagner og
Liszt, lifði af tvær heimsstyrjaldir
og var að ósekju sakaður um nas-
isma en að lokum var það starfs-
bróðir hans á hljómsveitarpallinum,
sir Thomas Beecham, er sló niður
allt naðurtal og hóf að flytja verk
þessa mikla tónhöfundar, sem er
einn af mestu „sinfónikerum" síðari
tfma. Það er ekki mjög langt síðan
að verk hans vora ekki meðal við-
fangsefna Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands en nú er öldin önnur og ekki
talið tiltökumál af SÍ að leika erfið
hljómsveitarverk hans.
Don Juan, op. 20, er annað sin-
fóníska tónaljóðið sem hann semur,
en það fyrsta var Macbeth, þrátt
fyrir að vera merkt op. 23. Don Ju-
an er hins vegar talið fyrsta verkið,
þar sem hann hefur náð fullu valdi
á nýjum stíl. Til að skilja skipan
verksins er nauðsynlegt að lesa
samnefnt Ijóð eftir Nicolaus Lenau
og þó, því á verkið má allt eins
hlusta, sem væri um svo nefnda
hreina tónlist að ræða. Glæsileg
hljóðfæranotkun og heillandi stef,
sem eiga sér sérstætt ris í fiðlunum
og hornunum. Einnig gat að heyra
fallega leiknar stófur af konsert-
meistara og fyrstu mönnum á óbó,
hom, og klarinett, svo nokkuð sé
nefnt og var stjóm Petris Sakari
um margt mjög góð og flutningur
sveitarinnar lifandi og oft fallega
mótaður.
Annað verkið eftir Richard
Strauss var söngvaflokkurinn Fjór-
ir síðustu söngvar. Þrír fyrstu
söngvarnir eru samdir við Ijóð eftir
Hermann Hesse og það síðasta við
ljóð eftir Josef von Eichendorff.
Þetta er eins konar kveðja til lífs-
ins, enda er í síðasta ljóðinu, Kvöld-
roðanum, spurt hvort kvöldkyrrðin
sé ferðamóðum stefnumót við dauð-
ann. Ljóðin heita Fruhling, Sept-
ember, Beim Schlafengehn og
Abendrot. September-söngurinn
endar á fagurri hornsóló er Ogni-
bene lék mjög fagurlega og í því
næst síðasta er langt fiðlumillispil
er Guðný Guðmundsdóttir lék fal-
lega. Söngkonan Andrea Catzel er
ágæt söngkona, en ekki var söngur
hennar hrífandi, þó nokkuð legði
hún í túlkun Ijóðanna, sérstaklega
það síðasta og gerði þar margt
mjög vel. Það má vera að miklar
samvistir við þessi síðustu meist-
araverk Strauss valdi því að mikið
þarf til að gera lögunum þannig
skil, að þau verði til ómældrar
gleði.
Lokatónverkið var konsertinn
frægi eftir Lutoslawski. Inngangur
verksins er í eins konar a-b-a formi
og er fyrra a-ið unnið yfir orgel-
punkt en í seinna a-inu birtist org-
elpunkturinn á háraddahljóðfærun-
um. I raun er konsertinn byggður á
barokkformum þó tónmálið sé nú-
tímalegt og víða tematískt og jafn-
vel þrástefjað. Annar kaflinn er
kaprísa, þar sem mikið er unnið úr
stuttum og hröðum stefbrotum,
sem víxlað er á milli hljóðfæra, sem
oft minna á skersó-vinnubrögð
klassísku meistaranna. Lokaverkið
er Passakalia, er hefst mjög veikt á
stefínu, er gengur svo eins og rauð-
ur þráður í gegnum allt verkið en
er ekki nema fyrst í bassanum,
heldur flutt á milli hljóðfæraflokka.
Margt í þessu stefi og mótstefjun-
um minnir, hvað tónferli snertir, á
íslensk þjóðlög, ekki síst kórallinn,
þó hér sé í raun að finna tilvitnanir
í pólsk þjóðlagastef. Aðal þessa
verks er litríkur ritháttur og
söngræn stefjameðferð, þannig að í
heild er þetta vel skrifaða verk hið
skemmtilegasta áheyrnar og var
auðheyrt að Petri Sakari var í ess-
inu sínu, svo og hljómsveitin, er lék
verkið í heild mjög vel.
Jón Ásgeirsson