Morgunblaðið - 20.03.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 55<-
+ Jónas Kristjáns-
son fæddist á
ísafirði 28. septem-
ber 1921. Hann lést á
Landakotsspítala 9.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jóhanna Mar-
ía Benónýsdóttir, f.
13.4. 1892, d. 15.7.
1984, og Kristján
Guðni Jónsson, skip-
stjóri og neta- og
seglagerðameistari,
f. 12.7. 1884, d. 27.9.
1971.
Börn þeirra hjóna:
Einar Magnús, f. 19.12. 1910, d.
1982, Randver Klængur, f. 4.1.
1912, d. 1990, Ragnhildur, f. 7.7.
1913, d. 1982, Sigurður, f. 9.7.
1916, d. 1989, Björg Guðný, f.
15.9. 1917, Anna, f. 22.12. 1919,
d. 1989, Hrefna Regína, f. 25.7.
1924, d. 1994, Inga Jóna, f. 7.9.
1928, Jakobína Þóra, f. 31.1.
1933.
Árið 1944 hóf Jónas sambúð
með Sveinsínu Ingigerði
Traustadóttir frá Hólmavík, f.
26.1. 1920. Börn þeirra: María
Kristín, maki Helgi J. Helgason.
Þau skildu. Börn: Helgi Jónas,
Ingigerður Guðrún, í sambúð
með Stefáni Gíslasyni. Börn:
Guðrún María og Gísli. Þórður,
Svandís, Sveinn Finnur og Guð-
mundur Magni. Sambýlismaður
Maríu Kristínar er Hans Óli
Hansson. Trausti Hólm, maki
Nína Heiðrún Jónsdóttir. Dóttir
þeirra, Inga Jóna í
sambúð með Jó-
hannesi R. Guðna-
syni. Hennar synir:
Trausti Rúnar og
Sigurður Benedikt
Egilssynir. Hans
dóttir, Bryndís. Orn
Ármann, maki Erna
Njálsdóttir. Hennar
dóttir, Helga. Henn-
ar sambýlismaður,
Marvin ívarsson.
Sonur þeirra, Isak
Snorri. Sambýlis-
kona Jónasar frá
1980 er Ingibjörg
Guðmundsdóttir, f. 22.7. 1921,
frá Naustvík í Reykjarfirði,
Strandasýslu.
Jónas lauk vélstjórnarnámi á
fsafirði um tvítugsaldur, starfaði
sem vélstjóri í síldarverksmiðju í
Djúpuvík á Ströndum. Starfaði
og bjó um nokkur ár í Reykjavík
og fluttist þaðan til Hólmavíkur
og gerðist þar vélstjóri á fiski-
skipi og hóf síðan rekstur véla-
verkstæðis sem hann rak í 10 ár.
Árið 1964 flutti Jónas til Reykja-
vfkur aftur. Starfaði hann við
vélstjórn á millilandaskipum,
kælitækjauppsetningum og við-
gerðum hjá Rafmagnsveitum rík-
isins og síðan um tuttugu ára
skeið hjá Hitaveitu Reykjavíkur
og lauk þar starfsferli sem verk-
stjóri mæladeildar.
Útför Jónasar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Nú er hann afi og langafi farinn.
Núna þarf hann langafi ekki að vera
lengur veikur. Núna líður honum
miklu betur sagði Siggi Benni yngri
sonur minn daginn sem við fengum
fréttirnar af láti langafa. Hann var
búinn að liggja lengi bæði heima og
uppi á spítala. En við vitum að núna
hefur hann það betra. Trausta Rún-
ari og Sigga Benna fannst alltaf
gaman að koma til langafa og Ingi-
bjargar og þar fengum við alltaf
eitthvað góðgæti með kaffinu og ég
veit að þó svo að afi og langafi sé
ekki lengur hjá okkur þá höfum við
ennþá Ingibjörgu kaffið og góðgæt-
ið. _
Ég man vel eftir því þegar afi bjó
niður á Freyjugötu og ég heimsótti
hann oft þangað og alltaf átti hann
eitthvað gott að narta í, síðan feng-
um við okkur bíltúr niður í bæ áður
en hann keyrði mig heim.
Ég man líka svo vel eftir því þeg-
ar ég var hérna heima með eldri
son minn Trausta Rúnar, þá
tveggja ára,að við fórum niður í
vinnu til afa hvað hann varð alltaf
glaður og hress að sjá okkur og þá
sérstaklega þann stutta sem þurfti
að skoða allt og prófa allt , skreið
inn í hillur og skápa og var svo orð-
inn eins og lítill vinnukarl á eftir,
allur útataður smurningu frá and-
liti og niður á skó en þá sagði
langafi bara; það eru til hreinsiefni
sem þrífa þetta og rétti þeim stutta
kexköku. Afi og langafi. Við komum
til með að sakna þín mikið, en
huggum okkur við það að núna líð-
ur þér betur
Élsku Ingibjörg og allir hinh’.
Guð veri með ykkur.
Inga Jóna, Trausti Rúnar,
Siggi Benni.
JÓNAS
KRISTJÁNSSON
Látinn er í Reykjavík tengdafaðh-
minn Jónas Kristjánsson. Andlát
hans kom okkur ættingjum og vin-
um ekki á óvart því hann var búinn
að vera lengi veikur. Við gleðjumst
yfir því að þrautum hans er lokið en
eftir lifa minningar um góðan dreng.
Ég sá Jónas fyrst árið 1966, þá trú-
lofuð syni hans. Hann tók mér vel
frá fyrstu kynnum, var alltaf tilbú-
inn að hjálpa okkur ef við báðum
hann. Þá voru foreldrar hans á lífi
háöldruð og bjuggu á Þórsgötunni í
Reykjavík. Þar fékk ég í fyrsta sinn
hina frábæru vestfirsku hnoðmörs-
stöppu. Eins voru þau Ingibjörg
höfðingjar heim að sækja. Það var
alltaf gott að koma til þeirra, eins og
var að fá þau í heimsókn.
Jónas átti alltaf bíl meðan ég
þekkti hann og var góður bílstjóri.
Ferðalög voru þeim hjónum mik-
ið yndi og síðustu ár ferðuðust þau
með fellihýsi meðal annars norður á
Strandir, þar sem Ingibjörg fæddist
og ólst upp.
Að Jónasi stóðu góðir ættstofnar
að vestan. Hann ólst upp í Silfurgöt-
unni nr. 8 á Isafirði á mannmörgu
og umsvifamiklu heimili hjá foreldr-
um og níu systkinum. Þau voru
nafntoguð fyrir gestrisni og höfð-
ingsskap, og sagan segir að það hafi
ekki verið hvítari þvottur annars
staðar úti á snúrum en hjá móður
hans og þetta virðast systkynin hafa
fengið í arf því það er sama hvert
þeirra við heimsækjum; það er
sama gestrisnin og góðmennskan.
Jónas var frá sjö ára aldri til þrett-
án ára í sveit í Hornvík og undi þar
hag sínum vel hjá góðu fólki. Þar
varð hann fullgildur sigmaður í
Hornbjargi og það var stoltur ung-
ur maður sem seig niður í fjöru með
sinn feng af eggjum í bú foreldra
þegar veru hans lauk þar og faðir
vitjaði sonar á báti sínum eftir síð-
ustu sumardvöl hans þar. Árið 1990
var haldið ættarmót á Núpi í Dýra-
firði. Með okkur í bílnum var
Bubba, systir Jónasar.
Við fórum Djúpið á leið vestur í
frábæru veðri og gaman að aka
þessa leið, og auðvitað var stoppað í
Silfurgötunni á Isafirði. Þá bjó eng-
inn í húsinu þeirra og við gátum
kíkt inn um gluggana og Bubba
sagði okkur hvernig allt hefði verið
og sagði svo skemmtilega frá að það
var allt ljóslifandi fyrir okkur. Þetta
er ferð sem við gleymum aldrei, en
því miður gátu þau Jónas og Ingi-
björg ekki komið. Nokkrum árum
áður var haldið mót á Hótel Örk í
Hveragerði sem var mjög vel sótt
og þar voru þau, og var Jónas hrók-
ur alls fagnaðar.
Ég kveð tengdaföður minn með
mikilli virðingu og þakklæti fyrir
liðnar stundir. Elsku Ingibjörg.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
og óska þér farsældar á ókomnum
árum.
Nína.
Að kvöldi dags hinn 9. mars
barst mér sú fregn að Jónas væri
látinn. Þótt hann hafi átt við van-
heilsu að stríða um þó nokkra hríð
kom andlátsfréttin, sem barst mér
símleiðis djúpt út á Eldeyjarbanka,
nokkuð óvænt. Upp í hugann komu
ósjálfrátt þankar um að hverjum
manni sé víst skammtaður sinn
tími - misjafnlega langur - hér á
jörð, því varla er hálft ár liðið síðan
Jónas tók í hönd mína og vottaði
mér samúð vegna fráfalls föður
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA MARÍA VALDIMARSDÓTTIR,
Landmótaseli,
lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga aðfaranótt mið-
vikudagsins 18. mars.
Þórhallur Bragason, Helga Erlingsdóttir,
Valdimar Bragason, Rósa Þorgilsdóttir,
Benedikt Bragason, Guðrún Sigurðardóttir,
Klara Bragadóttir, Guðjón Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför móður okkar,
GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTIR,
Ysta-Hvammi,
fer fram að Grenjastaðarkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00.
Börnin og fjölskyldur þeirra.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, uppeldismóður, ömmu,
dóttur og systur,
GUNNHILDAR ÓLAFSDÓTTUR,
Efstaleiti 28,
Keflavík.
Borgar Ólafsson, börn og barnabörn,
Soffía Þorkelsdóttir,
Ása Ólafsdóttir.
míns. Mig langar hér í fáeinum orð-
um ■ að minnast þessa manns,
Jónasar Krisjánssonar, sem ég
kynntist rejmdar frekar seint á
hans ævi. Á lífshlaupi hans þar á
undan hef ég aðeins brotakennda
þekkingu og held mig því hér við
hin persónulegu kynni. Þau kynni
urðu gegnum Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur tengdamóður mína en
Jónas var sambýlismaður hennar
til margra ára. Við Jónas tengd-
umst því fjölskylduböndum þar
sem samgangur á milli hefur verið
verulegur og náinn. Þegar ég lít til
baka yfir þau samskipti og samvist-
ir finnst mér þau öll hafa verið hin
ánægjulegustu og á Ingibjörg ekki
síst þátt í að svo hefur verið. Eins
og gengur voru hátíðisdagar alltaf
fastur tími gagnkvæmra fjöl-
skylduboða en oft var einnig komið
saman utan þess ramma. Jónas var
þægilegur maður í umgengni en
hlédrægur nokkuð. Fljótlega kom
þó í ljós að undir yfirborði sem gat
virkað dálítið hrjúft var hinn
ljúfasti maður. Strax og sonur okk-
ar Guðrúnar fæddist og fór að
skríða um gólf tók Jónas miklu ást-
fóstri við þennan skríkjandi barn-
unga. Gaman var að fylgjast með
hve þessi áhugi Jónasar á barninu
var sannur og án tilgerðar. Og
Jónas uppskar einnig þá ánægju að
drengurinn endurgalt atlæti hans.
Strax og sá stutti fór að geta ba-
blað nefndi hann ömmu sína og
Jónas í sömu andránni. En
Jónasarnafnið reyndist hálfgerður
tungubrjótur ungum manni sem
var að læra að tala svo úr varð
nafnið Nóa eða Nói sem upp frá því
varð einskonar gælunafn á Jónasi á
mínu heimili. Góðar minningar á ég
og frá ýmsum sumardvalaferðum
með þeim Ingibjörgu og Jónasi.
Hann átti hjólhýsi sem þau fóru
með vfða um landið meðan kraftar
og heilsa Jónasar leyfðu. Held ég
að þær ferðir hafi verið þeim báð-
um mikið ánægjuefni. Stundum
sóttum við þau heim í hjólhýsið,
ýmist á Laugai-vatn eða í Borgar-
fjörð og áttum við með þeim
ógleymanlegar ánægjustundir.
Aðrar ferðir voru árvisst farnar í
sumarbústaði og var það orðin föst
venja að þau Jónas og Ingibjörg
dveldu með okkur í slíkum ferðum,
oftast allan tímann. Mér var ekki
síst kappsmál að fá þau með í þess-
ar sumarbústaðaferðir þar sem
aldraður faðir minn var og orðinn
fastagestur með okkur og fannst
honum samneyti við þau Ingi-
björgu og Jónas vera næsta nauð-
synleg forsenda slíkra dvala. Þetta
voru sannarlega skemmtilegar
ferðir þar sem þrjár kynslóðir áttu
saman ánægjustundir í viku eða
hálfan mánuð í senn. En lífið geng-
ur sinn gang og þar skiptast á
gleði- og sorgarstundir. Það feng-
um við að reyna eitt sinn er þessi
stórfjölskylda hafði dvalið um hríð í
yndislegum sumarbústað uppi í
Borgarfirði. Þá barst til okkar and-
látsfregn móður minnar. Sú frétt
kom ekki beinlínis á óvart og lát
hennar var í raun líkn og lausn frá
margra ára mjög erfiðum veikind-
um. En þrátt fyrir það er koma
dauðans alltaf nöpur og sár þegar
endalokin eru orðin staðreynd.
Glaðvært andrúmsloftið í litla skóg-
arhúsinu breyttist og varð hljóðlátt
og alvarlegt. Fyrir mig og föður
minn var það mikið happ að vera
umvafðir þessari stóru fjölskyldu
þetta kvöld og skynja hluttekningu
allra. Fráfall mömmu var skiljan-
lega sárast fyrir föður minn. Mér
stendur enn í minni að þessa kvöld-
stund kom Jónas að máli við okkur
og lagði á ráðin um hvernig gera
mætti pabba stundirnar léttari á
þessum erfiða tíma. Þetta voru*°
ekki mörg orð en sögð af slíku
næmi og skilningi að þau gleymast
ekki og sýna hve hlýtt hjarta Jónas
átti á raunastundu. Nú þegar hann.
er allur vil ég votta Ingibjörgu
mína dýpstu samúð. I nær tvö ár
annaðist hún Jónas ein í heimahúsi
í veikindum hans og það var ekki
fyrr en um síðustu jól að veruleg-
um byrðum var af henni létt er
Jónas fékk varanlega inni á sjúkra-
húsi. Aldrei heyrði ég falla hjá
henni æðruorð þótt sjúkdómurinn!, !
yrði sífellt erfiðari enda Ingibjörg
af þeirri kynsíóð sem alin er upp
við að erfiðleikarnir séu til þess að
takast á við þá en ekki til að bogna
undan þeim. Gott er að eiga að svo
sterka og einbeitta konu. Við fráfall
föður samhryggist ég þrem börn-
um Jónasar og fjölskyldum þeirra.
Einar Jónsson.
+
RÖGNVALDUR RAGNAR
GUNNLAUGSSON,
kaupmaður,
andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 18. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Ósk Ágústsdóttir.
+
Útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og
langömmu,
ÁRNA JÓNASSONAR
og
JÓHÖNNU INGVARSDÓTTUR,
Borgarholtsbraut 23,
Kópavogi,
sem létust fimmtudaginn 12. og mánudginn 16. þessa mánaðar, verður
gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður í Görðum á Álftanesi.
Arnaldur Árnason, Ólína J. Halldórsdóttir,
Ingvar Helgi Árnason, Christa Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
'rÍ'ý*