Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.03.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1998 49 Þá er hann elsku besti afí minn farinn. Nú kveð ég hann í síðasta sinn. Allt þykir mér þetta vera skrítið en núna veit ég að honum líður vel. Afi minn var mér svo mik- ið. Allt frá því ég man eftir mér fyrst hefur hann verið hjá mér, en nú er hann farinn. Hann afí minn var góður og hlýr maður og vildi öllum vel og ávallt var stutt í brosið hans. Hann var ekki bara afí minn heldur líka góður vinur minn, hann var fastur punktur í lífi mínu. Alltaf þegar ég kom til hans og ömmu sat hann í stólnum sínum og horfði á sjónvarpið eða réð krossgátu. Þessa alls á ég eftir að sakna eins og svo margs annars sem ég og afi gerðum saman og eitt af því var að fara í kirkju. A jólunum var afí kominn að ná í mig klukkan eitt og við brunuðum í kirkju saman og áttum þar yndislegar stundir. Afí minn var mjög trúaður maður og á ég honum trúna mína að þakka. Þegar ég var yngri fórum við vin- kona mín á hverjum sunnudegi með afa í barnamessu og eftir hana fór- um við og fengum okkur pylsu og mix og var alltaf jafn gaman. Afí minn var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla, hvort sem það var að sækja einhvern eða að passa litla augasteininn sinn, hann Hall- dór Erik. En nú er hann afí farinn og eftir sitja endalausar minningar um hann. Afa mun ég aldrei gleyma og verður hann alltaf hjá mér, jafnt í huga sem í hjarta. Hann var heims- ins besti afí og studdi mig í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, sama hvað það var. Elsku besti afí minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn, með allar góðu minningarnar í huga. Þakkir fyrir að hafa mátt eiga allar þessar ynd- islegu stundir með þér, þakkir fyrir allt sem þú gerðir og þakkir fyrir að hafa haft þig hjá mér. Þú ert og verður alltaf heimsins besti afí. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég man bros- andi augu þín, hönd þína sem leið- beindi mér, arm sem forðaði mér frá vá og ruggaði mér í svefn. Ég sat á háhesti, þrýsti hönd þína, átti með þér ævintýr. Hlustaði á sög- urnar þínar. Hló að skrýtlunum. Undraðist töframátt þinn. Þú ert hluti af lífi mínu. Hluti af mér. Um eilífð. Ég mun ávallt elska þig, afi minn Þín, Anna Lena (Dýri). Það er skrýtið að hugsa til þess að Jónas sé farinn, hann Jónas hennar ömmu, er reyndist okkur ávallt hinn besti afi. A svona stundu streyma minningamar fram. Amma og Jónas á leið út úr bænum, á grá- um amerískum bíl og með ferðahúf- umar á sínum stað. Oftar en ekki fengum við systkinin að fara með, bæði norður á Strandir og í hina og þessa sumarbústaði. - Eða öll að- fangadagskvöldin þegar þau sátu í rólegheitum, skoðandi öll jólakortin og hinar fjölmörgu kirkjumyndir, sem fylgdu með. Jónas var okkur svo sannarlega góður. Okkur er til dæmis minnis- stætt er hann gaf okkur skæru kuldastígvélin, þegar hann kom frá útlöndum einu sinni. Það var ein- kennandi fyrir hann og hversu vel hann hugsaði til okkar. Hann virtist alltaf vera tilbúinn að keyra okkur eða gera okkur annan greiða. Hann sýndi okkur og okkar hugðarefnum mikinn áhuga og var góður hlust- andi. Við eigum eftir að sakna Jónasar sárt og erfitt verður að ímynda sér ömmu án hans. En við eigum minn- ingarnar og erum þakklát fyrir að hafa kynnst jafn góðum manni og Jónas var. Við vonum að honum líði vel þar sem hann er staddur nú. Elsku amma, Guð styrki þig í sorg þinni. Fanney Rós og Agúst R. • Fleiri minningargreinar um Jón Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR + Gunnhildur Ólafs- dóttir fæddist í Keflavík 10. septem- ber 1949. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 9. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru lijónin Soffía Þorkelsdóttir, kaupmaður, f. 4. apríl 1915 á Álftá í Mýra- sýslu og Ólafur Sig- urðsson, matsveinn, f. 1. febrúar 1915, á Eyrarbakka, d. 3. apríl 1995. Hálfbróðir Gunnhildar er Pétur H. Ólafsson, tannréttingalæknir, f. 13.9. 1940 og alsystir Asa Ólafs- dóttir, listakona, f. 31.5. 1945. Gunnhiidur gekk að eiga Sig- urð Brynjólfsson 1968, þau slitu samvistum. Eftirlifandi eigin- manni sínum, Borgari Ólafssyni, giftist Gunnhildur 14. janúar 1984. Uppeldisbörn Gunnhildar voru: Hans Ómar, bifreiðastjóri, f. 26.10. 1965, Sólveig Björndfs, húsmóðir, f. 2.6. 1968, Ólafur Björn, vélstjóri, f. 31.12. 1972, Sævar Ingi, trésmiður, f. 2.12. 1974, og uppeldis ömmubarn Okkur langar til að minnast Gunnhildar okkar í örfáum orðum. Nú á skilnaðarstundu sækja að okkur minningar frá liðnum samverustundum þegar við vorum litlar stelpur í Álftártungu. Við nutum þess að vera til í sveitinni með fagran fjallahring og náttúrufegurð. Gunnhildur kom fyrst til okkar að Álftártungu þegar hún vai- átta ára og var öll sumur á heimili okkar til sextán ára aldurs. Það var mikil tilhlökkun þegar við vissum að Gunnhildur væri að koma. Okkur þótti hún alltaf svo fín og falleg. Ekki má gleyma öllum stundunum sem við áttum út á Móholti þar sem við byggðum reisulega bæi með hestum, kúm og kindum. Já, það er margs að minnast frá æskuárunum. Ekki má gleyma öllum Grímsstaðarferðunum en þá fórum við alltaf ríðandi og var þá oft sprett úr spori. Gunnhildur fékk hest í fermingargjöf sem hún skirði Vin. Hún dekraði við hann og náði svo til vinar síns að hún kenndi honum að kyssa sig. Já, hún Gunnhildur heiEaði dýrin líka. Hún var alltaf eins og ein af okkur systkinunum. Með Bogga manni sinum átti Gunnhildur yndisleg ár í Keflavík og nú á liðnu hausti komum við til hennar og var þá þessi hræðilegi sjúkdómur búinn að heltaka hana, en hún barðist til þrautar. Boggi studdi hana af einstakri nærgætni og lagði aUt í sölurnar. Einnig fékk hún góða hjálp frá Ásu systur sinni og Gauju frænku sinni að ógleymdri móður sinni, Soffíu. Rósa María Óskars- dóttir, f. 30.11. 1983. Að barnaskóla loknum var Gunnhild- ur tvo vetur á Heima- vistarskólanum í Reykholti. Vorið 1967 lauk Gunnhildur gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Síðan lauk Gunnhildur námi í hárgreiðsluiðn 1970 og starfði við það næstu þijú árin. Árið 1973 hóf hún störf við byggingarvöruversl- unina Járn og skip, þar starfaði hún til ársins 1987 með hálfs ann- ars árs hléi þegar Vörubílstöðin í Keflavík naut starfskrafta henn- ar. Árið 1987 hófu þau hjónin eig- in rekstur matsölustaðar, sem þau seldu nýverið. I janúar 1983 hófu Gunnhildur og Borgar búskap, þá fljótlega fluttu böm Borgars hvert á eftir öðru til þeirra, tók Gunnhildur þau að sér í mislang- an túna, eða þar til þau hófu bú- skap sjálf. Utfór Gunnhildar fór fram frá Keflavfkurkirkju 14. mars. Elsku Boggi og böm, Soffa, Ása, Tinna og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mikill, en bjartar minningar munu lifa um ókomin ár. Elsku Gunnhildur! Við þökkum þér fyrir allt og allt. Smávinir fagrir, foldar skart, fífiU í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýffið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, - hægur er dúr á daggamótt, - dreymi þig ijósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrimsson.) Steinunn og Ásgerður frá Álftártungu. Elskuleg frænka okkar, Gunn- hildur, hefur kvatt þennan heim að- eins 48 ára að aldri, eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún var mikUl náttúruunnandi, sveitin og dýrin áttu mikU ítök í henni. Hún var mikill fagurkeri og Htir skiptu hana miklu mál. Gunn- hUdur hafði allt tU að bera, fagurt út- lit og góðan innri mann, sannkölluð fegurðardís. Hún var vandvirk, nákvæm og samviskusöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var mikil áhuga- manneskja um garðyrkju og hafði mjög gaman af steinum sem hún tíndi. Hún var einstaklega natin og þolinmóð við böm, gaf sér tíma tU að hlusta á þau og gefa þeim góð ráð ef því var að skipta. Þó svo að GunnhUdur hafi ekki eignast böm sjálf gekk hún öðrum bömum í móðurstað. Fyrir átján ámm kenndi hún sér meins sem hún sigraðist á en fyrir ári tók það sig upp aftur. Hún barð- ist hetjulegri baráttu við þennan Ul- víga sjúkdóm en varð að lúta í lægra haldi. Að lokum viljum við þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Við vottum aðstandendum inni- lega samúð okkar. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin (jóma, og heyri aftur fagra, foma hljóma, finn um mig yl úr bijósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Guðrún og Ragnheiður. Mig dreymdi rödd: „Sjá, blómin rauð og blá mót þjartri dögun opnum krónum slá.“ Af beði ég reis, þá barst mér önnur rödd: „Hvert blóm, sem springur út, mun dauðinn slá.“ (Omar Khayyám) Hafandi þessa vitneskju í huga er það meira en lítið skrítið, að dauðinn skuli ávallt koma manni í opna skjöldu, og skilja mann eftir svo um- komulausan og ráðvilltan þegar hann fer hjá, þó svo að aðdragandinn hafí verið langur og langt síðan Ijóst varð hvert stefndi. Nú er dáinn langt um aldur fram minn besti og sann- asti vinur. Vinur minn í rúm þrjátíu ár eða síðan í gaggó forðum. Hún GunnhUdur Ólafsdóttir, þessi kona sem var slík perla, að ekld kom ann- að tíl greina þegar frumburðurinn fæddist en að skíra í höfuðið á henni. Henni sem bar þetta sterka nafn og gæddi það um leið yndisþokka sín- um. Já, í gaggó hófst þessi vinátta sem átti eftir að standa allt til loka, án þess að nokkurn tíma félli styggðar- yrði á mUli, enda þótt okkur greindi á í mörgu. Og við trúðum hvort öðru fyrir hvort öðru, og eins og gengur áttum við okkur ýmis leyndarmál, og við þorðum að veita hvort öðru að- gang að þeim, oft aðeins til að létta á hjarta okkar en svo ærið oft tU að fá umsögn hins og álit. Já, GunnhUdur mín, margs er að minnast, en þó held ég þegar tU baka er litið að það sem hæst stendur upp úr sé kjarkur þinn + Haraldur Oddsson fæddist á Sæbóli í Tálknafirði 29. júlí 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Magn- ússon, bóndi og sjó- maður, f. 27.8. 1868 á Brekku í Gufudals- sveit, d. á Patreksfirði 12. mars 1950, og Þuríður Guðmunds- dóttir Ijósmóðir og húsfreyja, f. 22.7. 1875 á Miðhúsum í Gufudalssveit, d. 22.1. 1966 í Reykjavík. Oddur og Þurfður eignuðust sjö börn. Sigríði, Þór- höllu, Magnús, Lilju, Vilhelmínu og tviburana Tryggva og Harald. Systkinin eru nú öll látin. Haraldur kvæntist 17. júlí 1937 Fanneyju Eggertsdóttur, f. 8. febrúar 1919, d. 14. nóvember 1984. Foreldrar henn- ar voru Eggert Guð- mundsson frá Siglu- nesi, trésmiður á Akureyri, og Stefanía Sigurðardóttir frá Kamphóli i Eyjafirði. Synir Haralds og Fanneyjar eru Egg- ert, f. 12.5. 1937, maki Egilína Guðmunds- dóttir, og Haukur, f. 26.9. 1938, maki Hall- dóra Ágústsdóttir. liaraldur ólst upp í Tálknafirði og á Pat- reksfirði þar til hann fluttist til Akureyrar 1928 með móður sinni og tvíbura- bróður. Þar nam hann málaraiðn og starfaði lengst af sjálfstætt að iðn sinni en lauk störfum sem mál- arameistari hjá Slippstöðinni á Akureyri 1985. Útför Haralds fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að afi minn og nafni væri dáinn fannst mér tíminn einhvem veginn stöðvast. Ég settist niður og hugurinn töfraði fram minningabrot frá Uðnum árum. Minningar frá því við nafnamir fór- um á bátnum hans afa eitthvað út af Eyjafirði að fiska. Afi naut sín við að draga fisk úr sjó og að kenna mér réttu handtökin. Sjómennskan var honum hugleikin og hann kenndi mér svo margt sem lýtur að veiðiskap. Þótt afi reri oft til fiskjar á eigin báti þá hafði hann sjósóknina aldrei sem aðalatvinnu. Afi var málari og vann við það nánast alla sína vinnu- tíð. Hann málaði mörg húsin á Akur- eyri og í nágrenni og á seinni árum skipin í slippnum. Oftast fór hann til vinnu á gamla hjólinu sínu og í hvíta málningargaU- anum. Þessi minning situr í huga mér, þar sem ég sé afa hjóla eftir götum Akureyrar íklæddan málningargaU- anum. Afi notaði hjólið mikið og þó svo að hann eignaðist Jagúarinn þá var hann mestmegnis notaður spari. í garðinum notaði hann nánast aUt plássið í kartöflurækt og voru kart- öflurnar hans einstakar. Litli hjaUur- inn við bakdyrnar geymdi siginn fisk, eða harðfisk sem afi veiddi og verk- aði og þótti mér það algert sælgæti. HARALDUR ODDSSON og æðruleysi í glímu þinni við þann sjúkdóm sem dró þig tU dauða. Aidrei heyrði ég þig kvarta, og í von- ina um bata hélstu aUt tU enda. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur, vU é£-— þakka honum Bogga okkar alla um- hyggjuna, ástina og kærleikann sem hann veitti þér og dugnaðinn við að annast þig aUt tU enda. Elsku Boggi, Soffía og aðrir ást- vinir, góður Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Minningin lifir og lifir sterkt. Gult fijóduft á glampandi bývæng, grátt ljós í furðuaugum fagurrar konu, rauðar rústir í litbrigðum lækkandi sólar: svo safna ég og hleð ykkur, minningar mínar. Er Dauðinn kemur, hann klæmar skal bijóta á einhveiju, sem ég held eftir. *“ ' (Carl Sandburg) Brynjólfur Sigurðsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir Kðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sagt er að gleðin og sorgin séu systur. Sorgin er það gjald sem við greiðum fyrir það að elska. Hún Gunnhildur er látin, langt um aldur fram. Þessi fáu kveðjuorð eru rituð til að minnast hennar eins og við þekktum hana. Ég minnist hennaí"* fyrst þegar hún var tíu ára gömul þegar hún kom í heimsókn með mömmu sinni. Hún var broshýr, falleg, hæglát og hafði þann eiginleika að það geislaði frá henni þetta ljós sem við öll þráum að öðlast og það fylgdi henni til dauðadags. Oft kom hún í heimsókn ein eða með Guðrúnu frænku sinni og þegar Guðrún passaði dætur okkar var Gunnhildur oft með henni. Gunnhildur lærði hárgreiðslu og setti á stofn hárgreiðslustofu ásamk— frænku sinni, Guðrúnu, sem þær ráku saman í nokkur ár. Árið 1968 giftist hún Sigurði Brynjólfssyni. Þau skildu eftir stutta sambúð. Milli tvítugs og þrítgus greindist Gunnhildur með krabbamein. Hún tók því með þeirri einurð og jafnaðargeði sem einkenndi hana og hafði betur. Árið 1984 giftist hún Borgari Ólafssyni. Gunnhildur tók börn Borgars frá fyrra hjónabandi og gekk þeim í móðurstað. Þau hjón voru einkar samhent og settu á stofn fyrirtæki og unnu bæði við það þar til Borgar seldi til að annast konu sína þegar ljóst var að Gunnhildur hafði veikst aftur af krabbameini. Kæri Boggi og börn, við biðjun^r- góðan Guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Elsku Soffía, Ása og Tinna, missir ykkar allra er mikiU, en vissan og trúin um að Gunnhildur er komin heim, umvafin elskú ástvina sinna, sefa sárustu sorgina. Gunnhildur mín, hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Áslaug og fjölskylda. Þegar afi hafði selt síðasta bátinn þá leið honum ekki vel. Ég fann að afa vantaði eitthvað og mikið þótti honum vænt um þegar ég sendi hon- um siginn fisk öðru hvoru. Stundimar hjá afa og ömmu á Sól- völlunum eru mér dýrmæt minning. Amma að stússa á heimUinu og viít'5' krakkamir að skottast um allt og afi eitthvað að sýsla, eða í stólnum sín- um að hlusta á fréttimar. Amma var einstök kona sem átti fáa sína líka. Hún bjó afa yndislegt heimiU og þegar hún féll frá var það afa og okkur öllum mikUl harmur. Afi saknaði ömmu mUcið þó hann hann léti ekki mikið bera á því, en við vissum það. Nú þegar afi er farinn þá hugsa ég til þess með söknuði að ég muni aldrei hitta nafna aftur, aldrei tala við hann í síma, aldrei aftur afi. Dótt; ir mín fékk aldrei að kynnast langömmu sinni en lítUlega langafa sínum. Ég tel það vera hverju barni dýrmætt að hafa þekkt langafa sinn. Lífið gengur sinn gang. Afa líður örugglega vel núna hjá ömmu og þau ganga veginn saman á ný. Elsku afi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér á lífsleiðinni. . Haraldur Eggertsson og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.